Tíminn - 11.02.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.02.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 11. febrúar 1988 / Títninn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Fteykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk- sentimetri. Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.- Peysur til Sovét Erfiðlega hefur gengið að koma á samningum um sölu á ullarvörum héðan til Sovétríkjanna. Verð á vörunni þykir hátt, og stafar það öðrum þræði af ástandi hér innanlands. Gildir bæði um ullarvörur og aðrar útflutningsvörur, að svo getur allur tilkostnaður innanlands hækkað, að erlendir markaðir taki ekki lengur við útfluttum vanda íslendinga. Viðskiptafulltrúi í sovéska sendiráðinu í Reykja- vík hefur látið hafa eftir sér í viðtali við fréttabréf Álafoss að íslenska ullarvaran sé gæðavara, sem seljist jafnóðum upp og hún kemur í verslanir í Sovétríkjunum. Þangað eru einkum seldar fáar tegundir ullarvara, tvær tegundir af treflum og tvær af peysum, og bendir fulltrúinn á að hægt sé að hafa heilar verksmiðjur í gangi við framleiðslu á þessum varningi. En það er því aðeins hægt að sala gangi greiðlega fyrir sig, og ekki komi til árvissra erfiðleika eins og nú. í raun er fulltrúinn að segja að ullarvörur héðan séu í sérflokki, en það þýðir einfaldlega að þær hljóta að vera dýrar. í rammasamningi á milli Sovétríkjanna og íslands er miðað við að kaup á ullarvörum héðan nemi árlega 5-6,5 milljónum dollara. Enn hafa Sovétmenn ekki fengist til að ræða um meiri ullarvörukaup en nemur rúmlega einni milljón dollara. Að auki gilda samningar milli fyrirtækja upp á um 3 milljónir dollara. Þetta samanlagt þýðir sölu á um 250 þúsund peysum og milljón treflum á ári og fara um 50% af ullinní okkar í þessa framleiðslu. Helstu útflutningsvörur okkar til Sov- étríkjanna eru ull, fiskur og síld, en undanfarin ár hefur viðskiptahallinn við Sovétríkin numið einum 25% á ári. Þannig töpum við einu útflutningsári á fjögurra ára tímabili á þessum viðskiptum. Þegar rætt er við Sovétmenn um ullarviðskiptin segja þeir gjarnan að þeir geti keypt peysur frá Englandi og víðar að. En vegna stærðar pantana og góðs afgreiðslutíma hefur Sovétmönnum boðist ullarvaran héðan fyrir 60%-70% af verði sem aðrar þjóðir borga fyrir ullarvörur héðan. Á s.l. tveimur árum hefur þetta hlutfall farið niður fyrir 60% og stefnir nú niður fyrir 50%. Enginn kostur er fyrir íslendinga að ganga að slíkum afarkostum. Viðskipti okkar við Sovétmenn hafa oft verið erfið. í því tilviki er varðar ullarvörur er því ekki til að dreifa að varan líki ekki. Hún er beinlínis eftirsótt í Sovétríkjunum. Hingað til hafa ullarvör- ur numið 10-15% af sölu til Sovétríkjanna. Útflutn- ingur okkar þangað er ekki nema lítið brot af því sem stórveldið þarf til sinna nota erlendis frá. Og við erum að framleiða gæðavöru handa þeim þar sem ullin er. Það er því von að okkur finnist að smávægileg hækkun á verði geti varla verið sú hindrun, að hún ein og sér þurfi að stefna þessum viðskiptum í voða. Samskipti okkar og Sovét- manna hafa verið með ágætum, og vonandi verður framhaldi þeirra viðskipta ekki stefnt í erfiðleika út af hinni eftirsóttu vöru. GARRI 111111 llllllll Teningakastið Vafalaust hefur hún vakið at- hygli margra fréttin sem birtist hér í blaðinu í gær um teningakastið í Tannlæknadeild Háskólans. Þrír nemendur munu þar hafa orðið hnífjafnir í einkunn, og lent í sjötta til áttunda sæti, þar sem svo stóð á að einungis átti að hleypa sjö stúdentum áfram. Er ástæða þessa síðast nefnda sögð takmarkaður fjöldi tannlæknastóla sem deildin hefur yfír að ráða. Þá var þeirri aðferð beitt að kasta upp teningum um það hverjir tveir skyldu hreppa hnossið, og var einn þeirra úr- skurðaður fallinn að teningunum köstuðum. Það er mcginstefna í íslenska menntakerfínu að þar eigi að gefa hverjum og einum kost á að til- einka sér þá menntun sem hann hefur gctu og hæfíleika til. Með öðrum orðum að námshæfileikar eigi að ráða, en ekki hlutir á borð við Ijölda þeirra stóla sem fyrir hendi eru. Hér sýnist ekki fara á milli mála að þessari reglu hafí ekki verið fylgt. Hér hefur þriðji maðurinn greinilega sýnt sömu námshæfí- leika og þeir félagar hans tveir sem hrepptu hnossið eftirsótta. Þess vegna getur það ekki talist sanngjarnt, né í samræmi við grundvallarreglur íslenska mennta- kerfísins, að kasta honum út í kuldann. Takmörkunin Þetta vekur líka til umhugsunar um það hvort rétt sé að takmarka fjölda þeirra, sem fá að Ijúka námi í tannlækningum, líkt og þama er verið að gera. Þar er að því að gæta að tannlæknar hafa í seinni tíð þurft að liggja undir stöðugt vax- andi gagnrýni fyrir þær fjárhæðir sem þeir taka af almenningi þessa lands fyrir þjónustu sína. Þetta atvik leiðir þess vegna hugann óhjákvæmilega að því hvort verið geti að tannlæknar hér á landi séu ekki nægilega margir til þess að eðlileg verðmyndun geti átt sér stað á þjónustu þeirra. Ef rétt er að of fáir stólar í tannlækna- deild Háskólans séu eina ástæðan fyrir því að atvik eins og teninga- kastið þurfí að eiga sér stað, þá er Ijóst að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Þjóð, sem hcfur efni á því að byggja Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Kringluna og nýtt ráðhús í Reykja- vík, að óglcymdu rándýru veitinga- húsi uppi á hitaveitugeymunum, hlýtur fjandakornið að gcta séð af aurum fyrir nokkrum tannlækna- stólum, jafnvel þó að þeir kosti sitt. Þar fara saman mannréttinda- kröfur þeirra stúdenta sem þama lenda úti í kuldanum vegna stóla- leysis og þörf þjóðarinnar fyrir að gcta látið gera við uppi í sér án þess að slíkt þurfi að setja öll heimilis- fjármálin út úr skorðum. Sambandsfrysti- húsin enn Eins og menn kannski minnast ritaði Ámi Benediktsson fram- kvæmdastjóri Félags Sambands- frystihúsanna grein hér í blaðið þriðjudaginn 2. febr. þar sem hann rakti það í smáatriðum hvernig sú saga hefði komist á kreik að af- koma Sambandsfrystihúsanna væri núna mun verri heldur en afkoma Sölumiðstöðvarhúsanna. Upptök þessara sögusagna taldi hann vera að finna í herbúðum einkarekstrar- manna, og síðan gerði hann skil- góða grein fyrir því að ekkert benti til þess að fyrir þessu væri hinn minnsti fótur. í framhaldi af því vakti það athygli að núna síðustu dagana hefur þessi slúðursaga enn verið að ganga aftur i blöðunum. í frétta- skýringu í Alþýðublaðinu á laugar- dag er þannig sagt að staða Sam- bandsfrystihúsanna hafi farið versnandi og sé hún nú talin mun verri heldur en staða Sölumið- stöðvarhúsanna, vegna þess hve þau séu háð Bandaríkjamarkaði. Þetta síðast nefnda atriði hrakti Ámi hins vegar í grein sinni, þar sem hann nefndi að árið 1987 hefðu 59% allra frystra afurða allra framleiðenda landsins selst í dolluram. Svo hefði viljað til að Sjávarafurðadeild Sambandsins hefði líka selt 59% af afurðum sínum í dollurum þetta ár, og er þessi skýring því út í hött. Og í DV á þriðjudag birtist aftur fréttaskýring þar sem þessu cr haldið fram. Þar segir að rætt sé um að taprekstur Sambandsfrysti- húsanna sé á bilinu 14-16%, á meðan tap húsa utan Sambandsins sé minna eða nær 10%. Hér er líka á ferðinni misskilningur á tölum, sem fram hefur komið áður i blöðum, en Ámi Benediktsson hrakti skilmerkilega í grein sinni. Hér á við það fomkveðna að menn þurfa að hafa það sem sann- ara reynist. Höfundar þessara tveggja fréttaskýringa hafa því greinilega ekki lesið Tímann nógu vel. Máski eiga þeir þó eftir að leiðrétta þetta, hvor í sínu blaði. Garri. VÍTT OG BREITT lí Víðáttubrjálæði og bílaþrælkun Býsnast er yfir því að 24 þúsund einkabílar voru fluttir til landsins á síðasta ári og að bílaeign lands- manna er að verða ein hin mesta í veröldinni miðað við höfðatölu. Sumir láta eins og bílar séu óþarfa- lúxus og að bílaeignin beri vott um óforsjálni og eyðslusemi. En þegar betur er að gáð sést að allt skipulag eða skipulagsleysi og almennings- samgöngur eru miðaðar við að nauðga einkabíl upp á hvern mann hvort sem hann kærir sig um eða ekki. Um síðustu helgi birti Tíminn grein eftir Ameríkana sem gerði samanburð á bílaþrældómnum, sem lagður er á íbúa flestra byggð- arlaga í Bandaríkjunum, og þess frjálsræðis sem hann naut bíllaus er hann bjó í New York í 10 ár. New York hefur þá sérstöðu meðal bandarískra borga að þar eru almenningssamgöngur yfirleitt í góðu lagi og miðborgin þannig byggð upp að óhugsandi er að allir komist þar um á einkabílum og enn síður að þar sé rúm fyrir bílastæði. Óskipulögð kaos Að þessu leyti er New York líkari evrópskum borgum en öðr- um þéttbýlissvæðum í Bandaríkj- unum. Borgarlífið dregur líka dám af því. Hvarvetna er stutt í verslan- ir og alls kyns þjónustufyrirtæki og neðanjarðarlestir og strætisvagna- kerfi auðvelda greiðar og fljótlegar ferðir milli hverfa og þar með heimila og vinnustaða. Þeir sem komið hafa til Banda- ríkjanna vita að án einkabíls er maður eins og þorskur á þurru landi. Borgir og úthverfi flæða yfir gífurleg landflæmi og almennings- samgöngur afskaplega takmarkað- ar, ef nokkrar. Verslanamiðstöðvar eru í klös- um vítt og breitt um þorp og sveitir Raunir bílaþrælsins og þangað kemst enginn nema fuglinn fljúgandi og bíleigendur. Annars vísast til fyrrnefndrar greinar heimamanns um ástandið. I strjálbýlinu á íslandi er eðlilegt að einkabíllinn sé orðinn þarfasti þjónninn. En án þess að nokkur aðili hafi stefnt að því að sporðreisa byggðina býr orðið ríflega helm- ingur landsmanna á höfuðborgar- svæðinu og allt útlit er fyrir að sú hlutfallstala eigi enn eftir að hækka. Höfuðborgarsvæðið er ekki skipulagt, en þar hafa mörg sveitar- félög vaxið saman í eina heild og kemur engum nema sveitarstjórn- armönnum við hvar landamerkin •'ggja- Sá kostur hefur verið valinn, án nokkurs samráðs sveitarfélaganna, að dreifa byggðinni sem allra mest og skilja eftir stór landflæmi á milli hverfa til að víðáttubrjálæðið njóti sín sem best. Slæmar fyrirmyndir Almenningssamgöngur eru kák eitt og sýndarmennska og eru rekn- ar eins og berlínarmúrar séu reistir á ósýnilegum landamerkjum milli sveitarfélaganna. Vegalengdir aðeins innan Reykjavíkur eru orðnar slíkar að leita verður samjöfnuðar til amer- ísku einkabílaborganna, sem greinilega eru hafðar sem fyrir- mynd, ef á annað borð fyrirfinnst einhver heil hugsun í handahófs- kenndu skipulagi byggðarinnar. Verslanamiðstöðvar og stór- markaðir þjóta upp á tvist og bast um höfuðborgarsvæðið, og takið nú einu sinni vel eftir, hver einn og einasti þeirra er miðaður við að nær allir viðskiptavinirnir komi á einkabílum til að versla eða kaupa aðra þjónustu. Öll þau klöngur sem víðáttu- brjálæðingarnir kalla „útivistar- svæði" í sjálfri byggðinni ganga fyrir mannabyggð en engum dettur í hug að með skynsamlegri landnýt- ingu skapast ótakmörkuð útivistar- svæði við byggðina. Óvinir náttúrunnar vilja láta byggja lágt og dreift til óhagræðis og erfiðleika fyrir þá sem í þéttbýli vilja búa. Allt það samansafn þorpa sem höfuðborgarsvæðið samanstendur af veldur því að það er óhjákvæmi- legt að nær hver einasti maður sem þarf að komast leiðar sinnar og sinna þeim erindum sem fylgja öllu daglegu lífi þarf að eiga bíl. Þetta kallar á miklar umferðaræðar, bíla- stæði og mengun, en fríar bæjaryf- irvöld frá að halda uppi boðlegu almenningssamgöngukerfi. Bílaþrælkunin gerir menn feita, ósjálfbjarga og fátæka. En enginn þarf að vera hissa á ofboðslegri bííaeign. Einkabílnum er þröngvað upp á okkur hvort sem mönnum líkar betur eða verr. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.