Tíminn - 11.02.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.02.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 11. febrúar 1988 Tíminn 15 ':>i!!llil!!li!!lilHllíll! LESENDUR SKRIFA ■ ■■' ■ ■■ ' ' '' -____________________ Glæpur, sem er morðum verri I Tímanum 13. janúar 1988 er fréttagrein urn afrek fíkniefnalög- reglunnar, er hún fann 65 kg af hassi, sem smyglað hafði verið til landsins í málningardósum. „Hand- teknir voru upp undir tíu manns, sem koma við sögu,“ segir orðrétt. Handtakan fór fram 16. nóv. 1987. Það sem mig undrar mest er hinsvegar það, að nú þegar er búið að sleppa úr haldi öllum nema einum manni, af þeim tíu, sem „koma við sögu“. Þessum eina á að halda inni í um það bil tvær vikur enn. (til 2. febr. n.k.) Þetta virðast dálítið furðuleg vinnu- brögð: Fíkniefnalögregla leggur sig alla fram um að finna innflutt eitur- lyf, og að handtaka eiturlyfjasala, og þeim virðist verða vel ágengt í þessu þjóðþrifastarfi, og eiga þeir áreiðan- lega þakkir skildar fyrir árvekni sína. En svo verður framhald málsins eitthvað dularfyllra: Glæpa- mönnunum er bara sleppt aftur (og aftur og aftur,) og geta haldið áfram athæfi sínu þar til aftur tekst að hafa hendur í hári þeirra, og svo koll af kolli. M.ö. orðum: Þeir eru eltir, og þeim er náð og það hljóta þá að vera einhver sérstök yfirvöld önnur, sem alltaf sleppa þeim lausum aftur. Spyrja mætti: Til hvers er þessi eltingaleikur, ef sama hringrásin á bara að endurtaka sig æ ofan í æ? Það sér hver heilvita maður að hér er ekki rétt að verki staðið. Er það e.t.v. svo. að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri gerir, eða að hver höndin sé hér upp á móti annarri? Hafa þessir ráðamenn aldrei hug- leitt það, að sala eiturlyfja til ung- linga og annarra, er síst minni glæpur en mannsmorð? Allir ættu að vita að það er jafnvel morði verra að eyðileggja líf og framtíð fjölda manna, og að það er glæpur gegn þjóðinni að láta eitur- lyfjasalana leika lausum hala, til að breyta lífi fjölda fólks, bæði neyt- endanna og aðstandenda þeirra, í óþolandi víti, sem oftast varir ævina á enda. Ingvar Agnarsson Allt með skyri og rjóma Allt með skyri og rjóma heitir forystugrein Tímans 22. janúar 1988. Þar er sagt frá aukinni sölu mjólkurvara hér á landi, enda telja þeir hráefnið gott og snillinga þá sem úr mjólkinni vinna. Neysla mjólkurvara hefur aukist um 3,5% milli ára. Það telja ritstjórarnir góð tíðindi fyrir landbúnaðinn og heilsu- far þjóðarinnar. Ný lög eru gengin í gildi. Stjórn- arflokkarnir þrír börðu þau í gegn þrátt fyrir andstöðu annarra flokka, og áreiðanlega flestra landsmanna til sjávar og sveita. f þeim lögum eru lagðir háir skattar á þær mjólkur- og kjötvörur, sem hafa verið að vinna á á íslenskum markaði síðustu mán- uði. Jón B. Hannibalsson er talinn lagasmiðurinn og allir vita um hug hans til íslensks landbúnaðar. Sjálf- stæðismönnum sleppi ég úr dæmin- inu í þetta sinn, man þó eftir Eggert Haukdal og öðrum óbreyttum dreif- býlisþingmönnum flokksins. Jón Helgason er landbúnaðarráðherra. Hvað kemur til að hann og hans flokksmenn gengu hér til liðs við Jónasar Kristjánssonar-liðið, sem Jón B. Hannibalsson virðist alltaf fyigja? Vita þeir ekki að þessi nýju matarskattslög geta gert út af við íslenskan landbúnað? Verðhækkun dregur úr sölu, fleiri gefast upp, enda virðist búnaðarmálastjóri og ráðherrar allt vilja laga með loðdýr- ’ um! Mikið skal til mikils vinna,^ ráðherrastólarnir eru víst þægilegir og kaupið hátt. Jarðirnargrænka oggrösin þa r vaxa, það gleður hvern sveitamann. En ráðherrar sjá aðeins loðdýr og laxa og landhúnað bráðfeigan. Mig langar að koma á framfæri hvað mig rak í rogastans þegar ég las um þessi stórfelldu vandræði sem fyrirtæki Davíðs Schevings er komið í og sagt hefur verið frá í blöðum og sjónvarpi. í áraraðir hefur hug- myndaflug fjölmiðlafólks ekki náð lengra en að tala við þá menn sem trana sér fram sjálfir og hafa hæst í að kasta gagnrýni á allt og alla í kringum sig. Allir muna árásir Davíðs Schev- ings á Steingrím Hermannsson þá- verandi forsætisráðherra út af Iðn- þróunarfélaginu. Þá hrópaði þessi sami Davíð á strætum að einungis bisnessmönnum eins og honum væri / beljandi vindi á blaktandi skari Búða-Jón heldur, þó búskapur a llur til andskotans fari ei áhyggjum veldur. Guttormshaga 27. janúar 1988 Þorsteinn Daníelsson. treystandi til þess að leiða fjárfest- ingarmál þjóðfélagsins. Nú stendur sami maður berskjaldaður og orðinn uppvís að því að hafa gert einhver stærstu fjárfestingarmistök sem sög- ur fara af í íslensku fyrirtæki. 100 milljónir króna segja blöðin að þurfi til þess að draga manninn að landi. Hvaðan ætli þeir peningar komi nema frá almenningi og opinberum sjóðum fyrir tilstilli einhverra hon- um vinveittra stjómmálamanna? Það hefur yfirleitt verið affarasæl- ast að gapa minna en ígrunda þess í stað betur það sem gert er. Reyknesingur. Hverjum er treystandi? llllllllllil BÓKM ENNTIR ■ jlii;: "|!|íi: ' Málsvari smæling janna Jón Þorlcifsson: Holt og bolt, Lctur hf. Kópa- vogi 1987 Það er augljóst að höfundur þess- arar bókar hefur tekið sér það hlut- verk að gerast málsvari smælingj- anna í þjóðfélaginu gagnvart valds- mönnum og auðvaldinu. Þess vegna verða ljóð hans yfirleitt hápólitísk, og þarna er líka að finna allhörð skot á ýmsa stjórnmálamenn og verka- lýðsforingja sem nú eru uppi. Það er dálítill galli á bókinni, sem er um 70 blaðsíður, að ljóðin í henni eru öll nafnlaus. Þess vegna getur það á stöku stað vafist fyrir lesanoa að átta sig á því hvar einu ljóði lýkur og hvar annað tekur við. Þá bregður fyrir stafsetningarvillum, og mein- legast er að höfundur hefur ekki gætt þess að orðið „ylur“ er skrifað með ypsilon í íslensku (bls. 26, 34 og 63). Þá yrkir höfundurinn að hefð- bundnum og þjóðlegum hætti með rími, stuðlum og höfuðstöfum. Yfir- leitt fer honum það þokkalega úr hendi, en þó kemur fyrir að setja má út á, til dæmis í þessari upphafsvísu kvæðis um núverandi fjármálaráð- herra: Jón Baldvin Hannibalsson er búið að amerikansera og alla krata sjálfum sér, sá vill jafna gera. í fyrstu línunni falla stuðlar hér á béin, sem þýðir að flestir munu væntanlega vilja lesa með áherslum á þeim, þ.e. „Jón Baldvin Hanni- balsson er“, sem er óíslenskulegt og hefði eiginlega þurft að laga. Þótt Jón Baldvin sé vissulega pólitískur andstæðingur okkar hér á Tímanum þá þykir okkur samt engin ástæða til að misfara með áherslur á nafni hans líkt og hér er gert. -esig í aðalhlutverki Inga Laxness Silja Aðalsteinsdóttir: í aðalhlutverki Inga Laxness. Mál og menning 1987. í aðalhlutverki Inga Laxness er samtalsbók Silju Aðalsteinsdóttur við Ingibjörgu Einarsdóttur, Ingu Laxness leikkonu. í bókinni skiptast á kaflar þar sem Inga segir sjálf frá og síðan kaflar þar sem skrásetjari kemur að nánari skýringum. Verða þeir síðarnefndu full fyrirferðar- miklir og þungir á köflum. Inga Laxness er alin upp á glæsi- legu menningarheimili í Reykjavík og hefur ferðast vítt og breitt um heiminn. Bókin segir frá hjónabandi Ingu og Halldórs Laxness og fyrstu kynnum þeirra og er það stærsti kafli bókarinnar, en einnig frá uppvaxtar- árunum og síðara hjónabandi. Frá- sagnarmáti Ingu með öllum sínum ensku- og dönskuslettum fær að njóta sín og er oft á tíðum skemmti- legur en í heild er full þungt yfir bókinni sem annars er bæði vönduð og vel skrifuð. -HÁ Inga Laxness. Borgarfjörður - Nærsveitir Sýnum hjá Bílasölu Vesturlands Borgarnesi NISSAN PRAIRIE 4 WD frábæran fjölskyldubíl og jeppa iH INGVAR HELGASON HF. ar og höfuðföt ' yfir 20 gerðum ásamt miklu úrvali af byssum og bogum. Einnig grínvórur i úvali í póstkröfu um land allt. VERSLUNIN UNDRALAND Glæsibæ, Reykjavík Sími: 91681640 Leðursmíði - innritun Sex vikna námskeið í leðursmíði hefst 15. febrúar n.k. Kennt verður einu sinni í viku fjórar stundir í senn (mán. kl. 19.30-22.20). Helstu grunnatriði leðursmíði verða kennd og hanna nemendur sjálfir þá hluti sem þeir vilja s.s. töskur, belti, smáhluti o.s.frv. Unnið verður með sauðskinn og nautsleður. Kennari er María Ragnarsdóttir, kennslustaður Miðbæjarskóli. Kennslugjald er kr. 3000,-. Innritun ferfram í símum 12992 og 14106 kl. 13-19 þessa viku (til föstudagsins 12. febrúar). Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir janúarmánuð er 15. febrúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.