Tíminn - 11.02.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.02.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 11. febrúar 1988 Yfir þriðjungur bóta sumra lífeyrissjóðanna með fullan skatt: Iðnum öldungum bregður illa við staðgreiðsluna Mörgum öldungnum brá í brún þegar staðgreiðslan heimtaði sinn skerf af lífeyrinuni. Af þeim 76 milljónum króna sem SAL-lífeyrissjóðirnir greiddu í bætur fyrir janúarmánuð voru nú dregnar frá í kringum 8 milljónir eða um 11% sem fara beint í staðgreiðsluskatta til ríkissjóðs. Þetta skatthlutfall var ennþá hærra, eða um 13%, hjá Lífeyris- sjóði verslunarmanna. Af bótum Almannatrygginga fékk ríkissjóð- ur um 32 milljónir „til baka“ í skatt og auk þess um 8 milljónir frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Nokkuð hefur borið á að bóta- þegunum hafi brugðið illilega í brún þegar þeir áttuðu sig á að bæturnar sem þeir fengu í hendurn- ar höfðu allt í einu lækkað allt upp í þriðjung milli mánaða, vegna skattsins. Þótt afleiðingar skatt- kerfisbreytingarinnar hafi bæði verið skýrðar út í fjölmiðlum og í bréfum sjóðanna til lífeyrisþega hefur það ekki dugað til skilnings fyrir alla. Á hinn bóginn sýnist þetta háa skatthlutfall af bótunum benda til að ýmsir séu enn í launuðum störfum þótt 70 ára afmælið sé að baki. Rétt er að taka fram að hér er ekki eingöngu um að ræða bætur til ellilífeyrisþega, þó þær séu stærsti hlutinn, heldur einnig örorku- og makalífeyri og aðrar bætur til yngra fólks. Hjá þeim almennu lífeyrissjóð- um, sem Tíminn hafði samband við, kom í ljós að þeir þurftu að taka fullan staðgreiðsluskatt af jafnvel meira en þriðjungi allra lífeyrisbótanna nú í janúar. Þetta svarar til þess að yfir þriðjungur allra þeirra sem njóta bóta frá almennu sjóðunum noti persónu- afsláttinn á skattkorti/kortum sín- um að mestu eða fullu vegna skatta af launum og/eða bóta frá Trygg- ingastofnun. Starfsmenn sjóðanna töldu að vísu að skatthlutfallið ætti eitthvað eftir að lækka vegna þess að fleiri gætu kannski komið með auka- skattkort með einhverjum ónýttum persónuafslætti. Jafnframt kom fram að skattkerfisbreytingin hafi kostað marga úr hópi elstu borgar- anna gífurlega snúninga, vegna þess að margir fái bótagreiðslur úr jafnvel 3-4 sjóðum. Þetta fólk - sumt illa ferðafært - var sent fram og til baka um bæinn til að skipta skattkortum, og fara síðan með þau út og suður, ekki síst í snjónum og hálkunni nú í janaúar. Margir eru t.d. með allt að 3 aukaskatt- kort. Haukur Haraldsson hjá Trygg- ingastofnun ríkisins hefur nú í febrúar auga með útreikningi á 750 milljóna króna bótagreiðslum al- mannatrygginga og þar til viðbótar um 128 milljónum í bætur frá Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna, sjómanna og fleiri sjóðum, eða samtals nær 880 milljónum króna á mánuði. Varðandi skattahlutfallið hefur Tryggingastofnun þá sér- stöðu að algengast er að aðalskatt- kort lífeyrisþega séu þar. Þeir fá svo aukaskattkort ef persónuaf- sláttur þeirra nýtist þar ekki að fullu, til að skila inn til t.d. annarra lífeyrissjóða eða launagreiðenda. Hjá Hauki er skattahlutfallið því um helmingi lægra en hjá almennu sjóðunum. Margir þeirra sem hafa aðalskattkrot hjá Tryggingastofn- un greiða þá aftur á móti fullan skatt af þeim tekjum sem þeir kunna að hafa fyrir einhver hluta- störf í atvinnulífinu. Frá byrjun desember og fram undir þetta sagði Haukur búið að vera gífurlegt álag hjá stofnuninni í sambandi við nýja staðgreiðslu- kerfið. Mjög margir hafi þurft að leita upplýsinga, sumir verið óör- yggir og smeykir við breytinguna. Áfram er mikil vinna í sambandi við þá sem eru að byrja að fá bætur, eða fá hækkun eða lækkun bóta, sem þá þurfa að fá breytta prósentu á persónuafslættinum og aukaskattkort. Haukur taldi víst að sérstakar aðstæður hér geri staðgreiðslukerfi þyngra í vöfum en víðast erlendis. Þar kemur m.a. til hve íslendingar gera mikið af því að skipta um störf og eignast þar af leiðandi lífeyris- rétt í mörgum sjóðum eða eru jafnvel í mörgum störfum samtím- is. Miðað við núverandi reglur lífeyrissjóðanna telur Haukur lík- legt að eftir nokkur ár verði dæmi um að fólk fái greiðslur úr jafnvel 5-6 lífeyrissjóðum. Aukaskattkort- | in gætu því þurft að verða nokkuð mörg áður en langt um líður. - HEI Paata Búrtsjúladse, bassi frá Grúsíu: Syngur með Sinfóníu- hljómsveit íslands Paata Búrtsjúladse, heimsfrægur bassi, í Háskólabíó i kvöld. Hinn mikli bassi, Paata Búrtsjúl- adse, syngur í fyrsta sinn á Islandi í kvöld með Sinfóníuhljómsveit fslands. Hans var vænst á listahátíð 1986, en tálmar reyndust í vegi hans það sinnið. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 í Háskólabíó og í gær var enn ekki uppselt. Sungin og leikin verður ítölsk og rússnesk óp- erutónlist. Þrátt fyrir ungan aldur er Paata Búrtsjúladse þekktur um allan heim og hefur sungið á flestum helstu óperusviðum heims og hljómplötur hafa verið gefnar út með söng hans. Upphaf frægðar hans var árið 1981, þegar hann hlaut önnur verðlaun í keppni sem kennd er við ítalska tónskáldið Verdi í borginni Busseto á Ítalíu. Ári síðar náði hann frábær- um árangri í Tsjækofskíkeppni í Moskvu og hlaut fyrstu verðlaun. Herbert von Karajan hefur líkt hon- um við meistara Sjaljapín og Pavar- otti bauð honum að syngja á hátíðar- konsert sem haldinn var í tilefni af fimmtugsafmæli hans. Pavarotti og Búrtsjúladse sungu auk þess saman í uppsetningu á Aida í hringleika- húsinu í Verona. Þá sýningu mátti sjá og heyra í Ríkissjónvarpinu á síðasta ári. Búrtsjúladse er Grúsíumaður, fæddur í Tblisi. Þótt hann lyki námi í söng og píanóleik hugðist hann leggja byggingarverkfræði fyrir sig líkt og faðir hans, en ákvað að fara að ráðleggingum foreldra sinna og taka tíma við tónlistarháskólann samhliða náminu í fjöltæknihá- skólanum. Þá komst hann að raun um að tónlistin átti hug hans allan. Árið 1978 lauk hann þó verkfræði- námi auk þess að taka lokapróf við tónlistarháskólann. Hann komst í nám við Scala-óperuna undir leið- sögn hinnar kunnu söngkonu Simo- niato. Búrtsjúladse varð síðar ein- söngvari við Óperu- og ballet- leikhúsið í Tblisi. Jafnframt kenndi hann við tónlistarháskólann. Stöð- ugt hélt hann námi sínu áfram og orðspor hans fór víða. Það má heita að öll helstu óperu- hlutverk séu á efnisskrá söngvarans og sérfræðingar halda því fram að þegar á 35 ára afmæli sínu muni hann syngja allar perlur óperutón- listarinnar. Þá er spurning hvað liggi fyrir bassa í framtíðinni, sem allt leikur í hendi svo ungum. Sjálfur segir Paata Búrtsjúladse að hann muni leitast við að syngja það sem hann er með á efnisskrá núna enn betur. þj (dregid úr grein Olgu Mcrkiilovu, APN) Norræn skólaskák: Héðinn sigraði í sínum flokki Héðinn Steingrímsson, heims- meistari í flokki 12 ára og yngri sigraði örugglega í sínum flokki í Norðurlandamótinu í einstaklings- keppninni í skólaskák sem fram fór í Espoo í Finnlandi um helgina. Héðinn hlaut 6 vinninga af 6 mögu- legum í sínum flokki. Ekki náðust fleiri titlar að þessu sinni, en keppt var í fimm aldurs- flokkum. íslenska skáksveitin fékk þó næstflesta vinninga í heildina, en skáksveit Svía kom nokkuð á óvart og hlaut flesta titlana og flesta vinn- ingana. Hannes Hlífar Stefánsson sem unnið hefur sína aldursflokka í ein- staklingskeppninni undanfarin fimm ár, varð að bíta í það súra epli að lenda í 5. sæti að þessu sinni. Næstbesti árangur íslendinga var árangur Helga Áss Grétarssonar semn tefldi í yngsta flokki, hann lenti í 2. sæti með 4 vinninga. - HM Hvemig væri umferðin ef aiiirækju eins og þú. ■ Værir þú viðbúinn slíku?J las®*-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.