Tíminn - 11.02.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.02.1988, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 11. febrúar 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR Gissur Pétursson, formaöur Sambands ungra framsóknarmanna: ÞVÍ ÖFLUGT FLOKKSSTARF Samband ungra framsóknar- manna verður 50 ára á þessu ári. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti og mun þar hæst bera hátíðarsambandsþing sem að þessu sinni verður haldið að Laugarvatni í byrjun september, en SUF var stofnað þar sumarið 1938. Nauð- synlegt er að allir ungir framsókn- armenn leggi hönd á plóg við að gera afmælishaldið og þá einkum hátíðarþingið sem öflugast svo SUF geti með því sýnt sinn póli- tíska styrk. Starf þjóðmálanefndar Síðasta vetur vann þjóðmála- nefnd SUF sex bæklinga um mál- efni sem einkum varða ungt fólk og greindi þar frá helstu áhersluatrið- um SUF. Bæklingarnir voru gefnir út fyrir kosningar og dreift um allt land. Þessa dagana er framkvæmda- stjórn SUF að endurskipuleggja starfsemi þjóðmálanefndarinnar með það í huga að miða starf hennar fyrst og fremst við málefna- undirbúning fyrir afmælisþingið. Ráðgert er að taka höndum saman við starfsmenn og forystu- menn kjördæmissambandanna vítt og breitt um landið við að skipu- leggja ráðstefnur um ýmsa mála- flokka og nota síðan niðurstöður þeirra við gerð draga að ályktunum hátíðarþingsins. Með þessu náum við betur til SUF-ara úti á landi, en borið hefur við að málefnaundir- búningur fyrir sambandsþing hafi að meira eða minna leyti verið unninn af SUF-urum á höfuðborg- arsvæðinu. Endanlega verður gengið frá þessari skipulagningu á stjómar- fundi SUF nú á laugardaginn 13. febrúar, sem haldinn verður á Akureyri. Útgáfa afmælisblaðs Nú með vorinu mun koma út afmælisútgáfa af Þjóðmálaritinu SÝN, en skipuð hefur verið rit- nefnd til að sjá sérstaklega um það blað. í henni eiga sæti Þórður Ægir Óskarsson og Gissur Pétursson frá Reykjavík og Bragi Bergmann og Ásíaug Magnúsdóttir frá Akureyri. Efni blaðsins verður fjölbreytt og m.a. verður þar rakin vel baráttu- saga SUF í íslenskri pólitík sem hefur verið litrík enda margir val- inkunnir jaxlar lagt þar til sinn skerf. Hátíðarþingið að Laugarvatni Afmælisnefnd, en hana skipa þau Þórunn Guðmundsdóttir, Sig- urður Eyþórsson, Egill Heiðar Gíslason, Ólöf Úifarsdóttir og Sig- urður Garðarsson, mun sjá um skipulagningu hátíðarþingsins á Laugarvatni í samvinnu við Félag ungra framsóknarmanna í Ámes- sýslu. Eins og áður er nefnt, er nauðsynlegt að þetta þing verði öflugt og glæsilegt og að með því sannist enn sem fyrr að SUF er öflugasta ungliðahreyfing íslenskra stjórnmálaflokka. Ráðgert er að bjóða öllum fyrr- verandi formönnum SUF til þings- ins en þeir eru nú orðnir 15 talsins og raunar ekki allir framsóknar- menn ennþá, nema þá í sinni. Þá er einnig ætlunin að bjóða til þingsins þekktum erlendum stjórn- málamanni til að flytja fyrirlestur um þróun í alþjóðastjórnmálum. ónnur verkefni SUF Fyrir utan þetta viðamikla verk- efni, vinnur SUF að ýmsum öðrum verkefnum í flokksstarfinu. f sam- vinnu við Landssamband fram- sóknarkvenna og Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík hefur SUF efnt til hádegisverðar- funda í Reykjavík á u.þ.b. tveggja vikna fresti sem kallaðir hafa verið „í umræðunni". Framsögumenn á þessum fundum hafa verið þeir stjórnmálamenn sem staðið hafa í eldlínunni hverju sinni og má þar nefna Halldór Ásgrímsson, Stein- grím Hermannsson, Ólaf R. Grímsson og Guðmund Bjarna- son. Þessir fundir hafa allir tekist vel og ágætlega til þeirra mætt. Stjórnmálaskóli Framsóknar- flokksins hefur göngu sína á ný innan skamms en framkvæmd hans og skipulagning er á herðum SUF og LFK og sú vinna er nú í fullum gangi. Framkvæmdastjórn SUF hefur lagt mikla vinnu í fjáröflun til að ná niður skuldum sem hlóðust upp í kosningabaráttunni í fyrra. Þetta starf gengur allvel og er öllum þeim sem keyptu jóladagatöl SUF nú þakkað fyrir en sala þeirra er okkar helsta fjáröflunarleið. Betur má ef duga skal og eru allir vildar- vinir SUF beðnir að taka því vel ef til þeirra verður leitað með einum eða öðrum hætti í þessu sambandi. SUF tekur virkan þátt í tveimur samtökum norrænna ungliðahreyf- inga miðflokka. Fulltrúar SUF hafa sótt fundi og ráðstefnur um ýmis málefni til Norðurlandanna í vetur m.a. um mannréttindamál, öryggismál og heilbrigðismál. 23.-24. apríl nk. mun SUF standa fyrir ráðstefnu á vegum þessara samtaka, þar sem fjallað verður um áfengi og reykingar. Óflugt innra starf • öflugur stjómmálaflokkur Forystumenn Framsóknar- flokksins og kjömir fulltrúar hans á löggjafarsamkundunni og í sveit- arstjórnum þurfa að gera sér það betur ljóst að til þess að fylgi flokksins sé ekki algerlega undir duttlungum og dómgreind óvissra kjósenda komið er nauðsynlegt að innra starf hans við málefnaundir- búning, þjálfun í félagsstörfum, útgáfustarfsemi og fundahöld sé líflegt. Innra starf flokksins hefur ekki verið eins öflugt undanfarið og það gæti verið með tilliti til stærðar flokksins og styrkleika í íslenskri pólitík. Það er tilfinning mín að óvissuþátturinn varðandi fylgi flokksins hafi stækkað mjög í síðustu kosningum og samsetning kjósendahóps hans hafi breyst, einkum á suð-vesturhorninu. Til að vinna gegn þessum óvissuþætti, minnka hann, er öflugt innra flokksstarf leiðin. Við það verða allir flokksmenn að taka höndum saman. iiiiiiiiiiiíiiiiiiiiii leiklist ií iiiií aiiii ai' .»11 Jir iiii1 ,hí!:i .iiiiii' .................................................................................................................................................................... .......................... .........iiiiiif .iíiiiiii- ....................................... ...... iiiiiii Ás—leikhúsið sýnlr FARÐU EKKI! eftir Margaret Johansen. Þýðandi: Gunnar Gunnarsson. Leikstjóri: Ásdis Skúladóttir. Leikmynd: Jón Þórisson. Sýntá Galdraloftinu. Enn einn leikhópur sýnir í Reykjavík, uppi á lofti í Hafnar- stræti 8. Þetta er stutt leikrit eftir norska konu og fjallar um ofbeldi í hjónabandi. Það vandamál hefur mjög verið til umræðu í seinni tíð, ekki síst eftir að það var viðurkennt með stofnun kvennaathvarfs. Farðu ekki! er umræðuleikrit um þetta efni. Ásdís Skúladóttir kynntist verkinu á leiklistarhátíð í Osló og einsetti sér að koma því upp hér. Og sýning hennar á Galdraloftinu er fagmannlega unnin í hvívetna, enda hefur hún fengið kunnáttufólk í lið með sér. Það var undravert að sjá síðasta fimmtudagskvöld hversu tek- ist hefur að koma leikritinu hagan- lega fyrir á þessu ofurþrönga sviði. Þátt í því átti hugvitssamleg lýsing og stílhrein sviðsmynd Jóns Þóris- sonar. Leikritið er einfalt í sniðum, næst- um eins og munsturverk um efnið. Ung hjón lifa saman með einu bami, - að baki er rómantík fyrstu kynna, eiginmaðurinn draumóramaður sem býr við skrifstofuþrældóm sem bind- ur hann niður. Hann er raunar alinn upp í ástleysi og við ofbeldi. Lýst er fyrstu kynnum Andrésar og Maríu. Þá býr hann í veiðikofa með byssu, svona eins og Glahn liðsforingi í Pan Hamsuns. María er ósjálfstæð ung stúlka, alin upp hjá föður sfnum og Theresu frænku. Hún fellur fyrir veiðimanninum sem dreymdi raunar um að vera sjómaður og sigla um höfin. Þegar þær óskir rætast ekki fer hann að drekka, lemur konuna þegar hann kemur fullur heim, hún býr í sífelldum ótta, hleypur loks burtu með barnið eftir að hann hefur reynt að nauðga henni. Hvað sem þessum efnisþáttum líð- ur er leikritið heldur beinasmátt. Persónusköpun er í lágmarki. Auð- vitað er hjónaband af þessu tagi efni í félagslegt og sálfræðilegt drama. Ofbeldi í samskiptum fólks stafar af því að samfélagið er mannfjandsam- legt. Sá sem vekur öðrum ótta býr sjálfur við angist og skelfingu. Eign- arréttur og eigingirni, öryggisleysi og ástleysi, allt þetta veldur firring- unni sem ofbeldi er ýtrasta mynd af. Brostin sjálfsvirðing ræður því að eigin niðurlægingu skal komið yfir á þá sem næstir standa. Þannig opnast ýmsar útsýnir við að rýna í vanda- málið ofbeldi í hjónabandi. Bak við gljáfægt yfirborð velferðarríkisins leynist óhroðinn og þyrlast upp þeg- ar á er blásið. Það er nú ljóst að höfundur þessa leikrits ætlar sér ekki að lýsa upp skúmaskot samfélagsins og kannski heimildarlaust að gera kröfu um það. Leikurinn er í rauninni ekki annað en yfirborðsmynd sem er eins og sniðin að „vandamálaumræð- unni“. Dálitla skáldlega rómantík er hér að finna eins og vænta má, einhvern tíma hefur þetta fólk elsk- að hvort annað, og samblandi ástar og ótta er vel lýst, einkum hjá konunni. Hún er hér í sjónarmiðju, vitund hennar, ógnir sem hún býr við og ást hennar á hrottanum, skógarmanninum. Raunsæissnið leiksins er styrkur hans, áhorfandinn efast aldrei um að þetta geti „staðist". En veikleiki verksins er hversu takmörkuð mynd er gefin af manninum, Andrési. Auðvitað sér maður að hann ólst upp við barsmíð á heimilinu, er draumóramaður og leiðist á skrifstofunni. En ef leiði á vinnustað leiddi af sér ofbeldi væri margfalt meira um það en raun ber vitni. Ragnheiður Tryggvadóttir fer prýðilega með hlutverk Maríu. Hún er vaxandi leikkona, minnileg úr hinni áhrifaríku sýningu Kaj Munk þar sem hún lék Lísu Munk. Hlut- verk Lísu er hennar besta verk til þessa sem ég hef séð. Einkum tókst henni ágætlega að bregða upp mynd af óttafullri bið konunnar og var þokkafull í ástaratriðunum. Jakob Þór Einarsson var henni verðugur mótleikari, hann sýndi vel ofsa og heift Andrésar, svo og sjálfsaumk- unina, en náði ekki nægilegri dýpt í iðrunarköstunum, enda brást þar innsæi höfundarins. Gunnar Gunnarsson hefur þýtt leikinn lipurlega, þó ekki misfellu- laust. „Sjálfsupptekinn" er slæm ís- lenska og víðar fannst mér að hefði þurft að vanda betur málfarið, án þess að lenda í bókmálskeimi. Sú spurning vaknar og snýr að höfundi, hvernig beri að skilja sífellda áköllun Andrésar til „Óðins alföður". Þann- ig hef ég ekki heyrt nokkurn mann taka til orða. Þýðir þetta að Andrés sé heiðingi og skiptir það þá máli í persónugerð hans? Er kærleiksboð- skapur kristindómsins honum fram- andi. Eða er þetta bara tilgerð, í staðinn fyrir hina venjulegu upp- hrópun, „Guð minn góður“? Þessa sýningu þyrfti að fara með í sjónvarp ef hún á að örva umræðu um ofbeldi í hjónabandi, þeir sem eru líklegir til að leggja leið sína á Galdraloftið vita trúlega fyrir flest- allt sem hér kemur fram. En sýningin er í hvívetna vel unnin, nærgöngul við áhorfandann og þrúgandi. Þann- ig er að horfa í opið helvíti bak við luktar dyr hins „frjálslynda“ og „mannúðlega" samfélags sem við erum svo ánægð með h versdagslega. Gunnar Stefánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.