Tíminn - 12.02.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.02.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. febrúar 1988 Tíminn 7 Er bílamarkaðurinn enn,,banhungraður“? Bílainnflutningur okt-des. nú miklu meiri en árið 1986: ing þess verðmætis sem fékkst fyrir allan útflutning frystra fiskflaka á sama tímabili (um 95 þús. tonn), ellegar allt útflutningsverðmæti áls og kísiljárns á tímabilinu, samkvæmt útflutningsskýrslum Hagstofunnar. Eftir innflutning um 40 þús. bíla á síðustu tveim árum spáir Bílgreina- sambandið því þó að bílainnflutn- ingur muni minnka töluvert í ár frá því sem hann var 1987. Sú spá gerir Rúmlega 5 þúsund fólksbflar voru fluttir til landsins á síðustu 3 mánuðum ársins 1987, þar af 3.918 nýir og 1.106 notaðir. Af tölum Hagstofunnar um bflainnflutning verður því tæpast ráðið að bílamarkaðurinn sé að mettast, eins og margir hafa talið. T.d. var bflainnflutningurinn á tímabilinu október-desember nú um 20% meiri en sömu mánuði 1986 og sömuleiðis nokkru meiri en á fyrstu 3 mánuðum síðasta árs. Einnig má benda á að innflutningur fólksbíla þessa 3 vetrarmánuði var álíka mikill og allt árið 1985 og mun meiri en allt árið 1983. Alls voru fluttir inn 22.575 fólksbílar á árinu, samanborið við 15.018 árið 1986 og 8.947 árið 1974, sem var mesta bílainnflutningsár sögunnar fram til ársins 1986. ráð fyrir um 13.500 nýjum bílum, sem er svipað og árið 1986 og um 3.500 gömlum bílum, sem er um tvöfalt meira en 1986, eða samtals umm 17.000 bíla innflutningi. Gangi þessi spá eftir hafa þá á árunum 1986-1988 verið fluttir inn bílar handa þriðjungi allra fslendinga sem náð hafa bílprófsaldri á aðeins 3 árum. -HEI Þótt japanska yenið hafi hækkað hvað mest erlendra gjaldmiðla jókst hlutdeild japanskra fólksbíla upp í rúm 56% af heildarinnflutningi nýrra fólksbíla á síðasta ári - úr rúmum 48% árið áður. Frá Japan komu 10.143 af alls 18.080 nýjum fólksbílum á árinu. Austur-Evrópu- bílar voru 3.683. Þá má segja að nýir bandarískir bílar hafi nú loks komist á blað, með fjölgun úr 61 í 694 fólksbíla milii ára, sem sjálfsagt stafar af lækkun dollarans. Frá Bandaríkjunum og V-Evrópu voru það þó fyrst og fremst „gömlu“ bílarnir sem mestan svip settu á innflutningsskýrslur með nær þre- földun á innflutningi milli ára. Alls voru fluttir inn 4.858 notaðir bílar á árinu, sem var um 21% af heildar- innflutningnum og t.d. álíka fjöldi og öll bílaumboðin seldu af nýjum Bflar hrúgast inn í landið og ekkert lát virðist vera á áhuga landsmanna. bílum árin 1983 og 1985. Þar af voru þýskir bílar um 1.680 og bandarískir um 1.220, eða um 70-80% fleiri en nýir bílar frá þessum (öndum. Ladan var enn söluhæst, alls 2.824 Lödur, sem er 12% fjölgun milli ára. Toyota og Mitsubishi verð- ur þó eiginlega að telja sigurvegar- ana í fyrra. Alls seldust 2.327 Toy- otabílar, sem var 66% fjölgun milli ára og 2.050 Mitshubishi, sem var 84% söluaukning. 1 4. sæti voru Subaru, 1.383 bílar, og5. sæti Mazda með 1.368 bíla sem var 64% fjölgun milli ára. Alls voru 23.460 bílar fluttir inn á árinu, auk á annað þúsund fjórhjóla, eða samtals 24.485 farartæki. 1 lok nóvember var bílainnflutningurinn á árinu kominn í 6.223 milljónir króna (cif-verð). Til þess að borga þá upphæð þurfti t.d. rúmlega helm- Þingsályktunartillaga um innflutning loödýra til kynbóta: Öflugar kynbætur forsenda framfara Nokkur umræða spannst á Al- þingi í gær um þingsályktunartil- lögu Elínar R. Líndal (F.N.v) og Valgerðar Sverrisdóttur (F.N.e.), um að landbúnaðarráðherra verði falið að hefja þegar undirbúning að árlegum innflutningi kynbóta- dýra til loðdýraræktar. í greinargerð með tillögunni kemur fram að kunnáttan ein sé ekki nægileg til að tryggja afkomu loðdýrabúanna á íslandi. Þarskipti ekki minna máli frjósemi dýranna, fóðurverð og síðast en ekki síst gæði framleiðslunnar. Það sé því ákaflega mikilvægt að loðdýra- ræktin eigi kost á úrvalslífdýrum til að tryggja framleiðslu eftirsóttrar og samkeppnishæfrar gæðavöru. Benda flutningsmenn á að þar skorti talsvert á. Tekið er dæmi af minkaræktinni hér á landi, en þar er svart litarafbrigði uppistaðan í framleiðslunni. í samanburði við framleiðslu Dana á þessu sama litarafbrigði miðað við árið 1987, sé útkoman ekki góð. Meðaltal danskra skinna fær gæðastuðulinn 100. Á sama tímabili var meðaltal gæðastuðuls íslensku framleiðsl- unnar aðeins 76. Þá er bent á að hæsta danska búið hafi fengið 132 fyrir gæði sinna skinna á sama tíma og besta íslenska búið fékk 85. Til að bæta úr þessu leggja flutningsmenn tillögunnar áherslu á mikilvægi öflugs kynbótastarfs og innflutningur loðdýra því nauð- synlegur á næstu árum, sérstaklega í ljósi mikils vaxtar í atvinnugrein- inni. Þetta skipti þó minna máli í refaræktinni bæði vegna samdrátt- ar í henni og einnig vegna þess að kynbótadýr nýtist þar betur með tilkomu sæðinga. Nú er þegar fyrir hendi eitt sóttkvíarbú fyrir um 200 minkalæð- ur á Möðruvöllum í Hörgárdal, en það dugi engan veginn til eins og sakir standa. Auka þarf innflutn- inginn og á sama tíma koma upp fleiri sóttkvíarbúum eða þá hjá völdum loðdýrabændum til að sinna brýnustu þörfinni. Flutnings- menn telja þó erfitt að áætla þörf- ina, sem þó sé örugglega mikil næstu 2-3 árin. Þegar fram í sækir og jafnvægi komið á, þá ætti að nægja að flytja inn 200 til 300 læður árlega, en til að taka við þeim þurfi a.m.k. tvö sóttkvíarbú þar sem sóttkví tekur allt að tvö ár. Auk fyrsta flutningsmanns, El- ínar R. Líndal, tóku sex þingmenn til máls um tillöguna á Alþingi í Elín R. Líndal flutti jómfrúræðu sína gær, Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra, Egill Jónsson og Pálmi Jónsson, Sjálfstæðisflokki, Stefán Valgeirsson, Samtökum jafnréttis og félagshyggju og Hjörleifur Guttormsson og Ríkharð Brynj- ólfsson Alþýðubandalagi. Þing- mennirnir lýstu allir yfir stuðningi við tillöguna og töldu hana mjög nauðsynlega, ekki síst ef litið væri á Alþingi i gær. Tímamynd: Gunnar til þeirra erfiðleika sem loðdýra- ræktin ætti við að etja um þessar mundir. í máli landbúnaðarráðherra kom m.a. fram að nauðsynlegt væri að huga vandlega að þessum málum en rétt væri þó að fara að öllu með gát, til að koma í veg fyrir að óæskilegir sjúkdómar berust í ís- lenska loðdýrastofninn. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.