Tíminn - 12.02.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.02.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 12. febrúar 1988 Laust embætti Staða prófessors í íslensku og íslenskum fræðum við Kennaraháskóla íslands er laus til umsóknar. Meginverkefni væntanlegs prófessors eru kennsla og rannsóknir á sviði íslensks nútímamáls og hagnýtrar málfræði. Auk viðurkennds háskóla- prófs í grein sinni skal hann hafa próf í uppeldis- og kennslufræðum ásamt þekkingu á og reynslu af íslenskukennslu. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Gerð er ráð fyrir, að staðan verði veitt frá 1. ágúst 1988. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Umsóknir skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. mars nk. Menntamálaráðuneytið, 8. febrúar 1988 Orðsending til launagreiðenda frá fjármálaráðuneytinu Samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda skal launagreiðandi skila mánaðarlega því staðgreiðslufé sem honum bar að halda eftir á greiðslutímabilum síðasta mánaðar. Gjalddagi skilafjár vegna janúarmánaðar 1988 var 1. febrúar sl. Eindagi greiðslunnar er 15. febrúar nk. Athygli er vakin á því að hafi greiðsla ekki borist viðkomandi gjaldheimtu eðainnheimtumanni ríkis- sjóðs í síðasta lagi á eindaga reiknast álag á vanskilin. Fjármálaráðuneytið 10. febrúar 1988 Laus staða Starf fjármálastjóra (rekstrarstjóra) við Kennara- háskóla íslands er laust til umsóknar. Fjármála- stjóra er ætlað að hafa í umboði rektors og skólaráðs umsjón með gerð fjárhagsáætlana, rekstri og fjármálum skólans. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um náms- feril og störf skulu hafa borist menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 7. mars nk. Menntamálaráðuneytið 8. febrúar 1988 Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina nóvember og desember er 15. febrúar nk. Sé launskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Tilboð Óska eftir skiptum á fullvirðisrétti úr sauðfé í mjólk. Um er að ræða 100 til 150 ærgildi. Þeir sem hefðu áhuga, hafið samband við Auglýs- ingadeild Tímans merkt „Fullvirðisréttur 2“. Sigurður Þórólfsson, bóndi Innri- Fagradal á ráðunautafundinum á Hótel Sögu: Viljum reka smærri sláturhús í friði í framsöguerindi á ráðunauta- fundi RALA og Búnaðarfélags ís- lands ræddi Sigurður Þórólfsson, bóndi Innri-Fagradal Saurbæjar- hreppi í Dalasýslu, m.a. um upp- byggingu sláturhúsa hér á landi undanfarin ár og hugmyndir nú um að leggja niður smærri sláturhúsin. Orðrétt sagði Sigurður: „Ég er þeirr- ar skoðunar að sú bylting sem gerð var í sláturhúsabyggingum á 7. og 8. áratugnum hafi ekki verið raunhæf við okkar aðstæður. Og mér er ekki grunlaust um að fyrirmyndin hafi verið sótt til landa þar sem slátrunar- tími er mun lengri en hér á landi og nýting þessara fjárfestinga því mun betri. Ég sé ekki betur en að sú hagræðing og sparnaður sem átti að verða með þessum framkvæmdum hafi ekki skilað sér sem skyldi og a.m.k. í sumum tilfellum hafi fjár- magnskostnaður orðið erfiður baggi." Sigurður sagði það sína skoðun að ekki hafi verið réttlætanlegt í sumum tilfellum að ráðast í byggingu stórra sláturhúsa og miða þá við hugsanleg- an útflutning. „Ég er ekki sáttur við það að nú sé komið til forsvars- manna litlu sláturhúsanna og sagt; Nú hættir þú slátrun, við erum með stórt hús og mikla fjárfestingu, sem við þurfum að nýta betur, og því tökum við að okkur slátrun á ykkar fé,“ sagði Sigurður. I samtali við Tímann sagði Sigurð- ur að hann hafi í erindi sínu verið að benda á að ekki væri réttlætanlegt að þau sláturhús, sem bændur hefðu á sínum tíma byggt upp og miðað við ákveðinn heimamarkað, væru lögð niður og slátrun fjárins færð til stóru húsanna, til þess að greiða úr rekstr- arvanda þeirra. „Mitt sjónarmið er þetta: Við sem höfum byggt upp fyrirtæki, sem ekki hefur á nokkurn hátt íþyngt öðrum, eigum að fá að reka það áfram í friði. Við viljum ekki hafna samstarfi við aðra, en teljum hinsvegar að við eigum að fá að reka eigið fyrirtæki á meðan það er unnt. í sjálfu sér er mjög slæmt að illa skuli ganga hjá stóru sláturhús- unum. Slíkt er mjög slæmt í hverju byggðarlagi, en það er ekki hægt að réttlæta það að fólk í öðrum byggð- arlögum þurfi að borga þann halla úr sínum vösurn," sagði Sigurður. óþh Samúel Smári Hreggviðsson gjaldkeri, Einar Sigurðsson stjórnarmaður, Guttormur Sigurbjörnsson formaður, Freyr Jóhannesson varaformaður og Sverrir Kristinsson rítari. Matsmannafélag Eftir að Fasteignamat ríkisins var gert að sjálfstæðri stofnun fyrir tólf árum var hafist handa um nám- skeiðahald í hefðbundnum mats- fræðum. Þessi námskeið hafa verið eitt til tvö á ári og þau hefur sótt auk starfsmanna Fasteignamatsins nokk- ur hópur manna, sem hefur mats- störf að atvinnu í meira eða minna mæli. Nú hefur verið stofnað sérstakt Þeir voru ekki margir fslending- arnir sem seldu afla sinn á erlendri grund í síðustu viku. Aðeins eitt skip, Viðey RE, seldi afla sinn í Þýskalandi, ekkert skip seldi í Bret- landi, en þó voru seld tæp 750 tonn af fiski í gámum til Bretlands. Viðey RE landaði rúmum 174 tonnum í Bremerhaven og fékk fyrir rúmar 10,3 milljónir króna. eða meðalverð upp á 59,92 krónur. Mik- ill hluti aflans, eða tæp 132 tonn, var karfi og var meðalverð hans 60,60 krónur. Þá voru rúm 19 tonn af þorski, sem seldist á tæpar 57 krónur félag matsmanna, Matsmannafélag íslands. Er félaginu ætlað að vinna að eflingu hlutlauss mats fasteigna og annarra verðmæta sem til mats koma. Þá mun félagið vinna að því að hæfir matsmenn annist starfið. Auk þess er ætlunin að vinna að eflingu sameiginlegra áhuga- og hagsmunamála félagsmanna og góðri samvinnu þeirra á milli. Inntökuskilyrði í félagið eru sú að kílóið, tæp 18 tonn af ufsa, sem seldist á 47,12 krónur kílóið og rúmt hálft tonn af ýsu, sem seldist á tæpar 87 krónur kílóið. Rétt tæp 750 tonn voru seld í gámum til Bretlands í vikunni sem leið. 368 tonn voru af þorski, sem seldist á 80,12 krónur kílóið, 240 tonn af ýsu, sem seldist á 81,70 krónur kílóið og 44 tonn af kola. sem seldist á 79,51 krónu. Samtals söluverð var rétt tæpar 58 milljónir, og íslenskir aðilar seldu því fyrir tæpar 70 milljónir í vikunni sem leið. - SÓL félagi þarf að hafa unnið sem mats- maður eigi skemur en þrjú ár og hafa sótt matsmannanámskeið. Breytingar á Laugavegs- akstri strætisvagna: Enginn strætó á sunnudögum Nýverið tóku gildi breytingar á akstri strætisvagna borgarinnar niður Laugaveg. Breytingarnar eru í því fólgnar, að leiðir 2,3,4,5 og 15a munu aka niður verslunargötuna til klukkan 13 mánudaga til föstu- daga, og til klukkan 11 á laugar- dögum, eins og verið hefur. Hins vegar munu þeir aka frá Hlemmi niður Skúlagötu að Lækjartorgi án viðkomu eftir klukkan 13. Sérstakur Hlemmur-Miðborg- ar vagn mun aka niður Laugaveg- inn frá ofangreindum tímum til klukkan 18.30 mánudaga til föstudaga og til klukkan 17.00 á laugardögum. Eftir að akstri Laugavegs- vagnsins lýkur, svo og á sunnu- dögum og öðrum helgidögum, munu engir vagnar aka niður Laugaveg frá Hlemmi. -SÓL Ferskfisksölur erlendis: 70 MILLJÓN KRÓNA SALA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.