Tíminn - 12.02.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 12.02.1988, Blaðsíða 19
Föstudagur 12. febrúar 1988 Tíminn 19 SPEGILL Fjölskylduböndin ótraust Mallory, eldri systirin i Fjölskylduböndum, eða öllu heldur Justine Bateman, sem leikur hana, hefur nú fengið ávítur hvað eftir annað og verið sagt að ef hún hagi sér ekki almennilega, verði hún látin hætta í þáttunum. Ástæðan er sem sagt skapvonska stúlkunnar og óviðeig- andi uppátæki í vinnunni. Justine er 21 árs, en starfsfélagar hennar segja hana haga sér eins og fimm ára dekurbarn og það hafi oftsinnis leitt til tafa á upptökum. Nú kváðu allir búnir að fá nóg af svo góðu. Haft er eftir Meredith Baxter Birney, sem leikur móður hennar, að Justine sé dekurkrakki og rjúki á dyr í hvert sinn sem eitthvað sé að. Þegar búið sé að laga aftur, þurfi oftast að senda einhvern til að leita hennar. Hún hagi sér eins og hún sé eina manneskjan, sem skipti máli á staðnum og fólk sé að gefast upp á henni. Oj bara. Justine sætir lagi við að blása reyk framan í Michael Fox, sem er að reyna að hætta að reykja. Þá er haft eftir starfsmanni við upptökur á Fjölskylduböndum: - Justine er ekki sein á sér að gagnrýna meðleikara sína og stekkur umsvifalaust af sviðinu, ef einhver mismælir sig, eða mistök verða í lýsingu og tæknistörfum. Hegðun Justine er almennt talin spretta af þeirri staðreynd, að henni tekst ekki að verða alvöru- leikkona, sem er hennar æðsta takmark, að sögn kunnugra. Þó hún hafi leikið í mynd í fyrravor, er sú ekki enn komin á markað og ekki er gert ráð fyrir að hún nálgist neitt „Aftur til framtíðar“ að vin- sældum, en eins og flestir vita, var það einmitt meðleikari Justine í fjölskylduböndum, Michael Fox, sem þar fór með aðalhlutverkið. - Undanfarið hefur Justine hag- að sér einkar andstyggilega við Michael, segirstarfsmaðurinn, sem áður var vitnað í. - Michael er að hætta að reykja, en hún notar hvert tækifæri til að blása reyk framan í hann. Hann hefur marg- beðið hana að hætta því. - Ég reyki þar sem mér sýnist, svarar hún snúðug. Nýlega særði hún gest í upptöku- verinu svo, að allir viðstaddir fóru hjá sér. Gesturinn, unglingsstúlka, sem fengið hefur nokkur smáhlut- verk í sjónvarpsþáttum, var að tala við starfsmann, þegar Justine stik- aði til þeirra og spurði hana, hvort hún ætlaði ekki í háskóla. Stúlkan, sem var nýorðin stúdent, svaraði því til að hún ætlaði að taka sér frí um tíma og reyna að leika eitthvað. Þá næstum æpti Justine að henni: - Heldurðu að þú sért eitthvað sérstök? Það er hér fullt af fólki með mun meiri hæfileika en þú, sem á erfitt með að fá vinnu. Vertu bara raunsæ. Önnur ástæða fyrir skapillsku Justine er álitin sú, að einkalíf hennar sé í molum. Hún bjó með Bobby nokkrum Anderson þar til í sumar, að hann gekk út og tilkynnti að hann væri orðinn þreyttur á að vera í öðru sæti á eftir vinnu hennar. Þau sjást enn saman, en hann er ekki fluttur inn aftur. Undanfarið hefur Justine æ oftar sést í félagsskap illa klæddra og illa talandi stúlkna og þegar hún kom með tvær þeirra í verið, fór hrollur um viðstadda. Vinkona hennar segir: - Mallory er orðin þreytt á að vera góða stúlkan og vill helst líkjast Vítis- engli núna, bæði í klæðaburði og Sambýlismaðurinn, Bobby Anderson, gafst líka upp, tók sæng sína og gekk. framkomu. Þegar henni var tjáð, að vanda- laust væri að skrifa hana út úr þáttunum, slíkt hefði gerst með meiri manneskjur en hana, varð hún mállaus um stund, en stamaði loks, að slíkt myndi hún ekki þola þeim. Henni var svarað: - Michael Fox verður hér til eilífðar, en það þýðir ekki að þú verðir það. Justine vill ekki trúa, að yfir- mönnum sínum sé alvara, en heim- ' ildir fullyrða að svo sé. Ef daman bætir ekki hegðun sína, verður hún að leita sér að annarri vinnu fljót- lega. Það er mikillmun- ur á þessari út- gáfu af Mallory og þeirri sem við sjáum í Fjöl- skylduböndum. Hommar hata Donnu Summer Donna Summer, sem kölluð var „Drottning diskótekanna“ segist nú vera að skella sér út í skemmti- bransann á ný eftir nokkra lægð. Hún kvartar sáran yfir því hvað sl. þrjú ár hafi verið sér erfið vegna hatursherferða samtaka homma. Þeir hafi nærri því verið búnir að binda enda á framaferil hennar. Hatursherferðin svokallaða hófst með því að sérstakt tímarit samkynhneigðra vitnaði f ummæli söngkonunnar, þar sem hún átti að hafa sagt um eyðnifaraldurinn sem gengur yfir heiminn, að „þetta væri réttlát refsing fyrir misgjörðir homma og lífemi þeirra“. Donna Summer sem er frelsuð, segist aldrei í lífinu hafa sagt þetta, - en hommar hafa haldið fast við þessi ummæli blaðs síns og viljað hefna þeirra. Eitt sinn hafði Donna Summer verið kölluð „Lostafulla söngkon- an“. því þá söng hún oft mjög tvíræða söngva og klæddist eftir því, en hún hefur víst snúið við blaðinu - eins og sagt er. Donna Summer á blaðamannafundin- um: „Ég meinti ekkert illt með viðvörun minni til unga mannsins, en rang- túlkun hans og hatursherferð félaga hans gerðu nærri út af við mig sem söngkonu." „Samtök homma hafa verið hræðilega ósanngjörn og hatursfull út í mig. Þetta er allt tómur misskilningur og rangtúlkun," sagði Donna Summer á blaða- mannafundi, þar sem hún tilkynnti um áætlanir sínar og starf, sem hún ætlar nú að stunda af fullum krafti. Hún sagðist búast við að mis- skilningurinn hafi upphafist eftir að aðdáandi hennar kom eftir hljómleika og vildi fá smáviðtal. „Hann sagðist vera hommi og tal- aði mikið um hið frjálsa og ljúfa líf sitt, en ég sagði, að betra væri fyrir hann, og hans félaga, varlega í sakirnar vegna h lega sjúkdóms ,AIDS‘ sem gæti orðið þeirra bani. Þessi orð voru sögð í bestu meiningu sem aðvör- un. Það næsta var að pilturinn seldi tímaritinu ,viðtalið‘ við mig, sem •var mjög rangfært.“ Donna sagði að lokum, að hún hefði kynnst ágætu fólki, sem hefði verið samkynhneigt. Það væri auð- vitað „upp og ofan“ eins og annað fólk, og sér hefði aldrei dottið í hug að dæma einn eða neinn. George Burns leiftir Kleópötru sfna til sætis. „EKKERT BREYTIST HÚN KLEÓPATRA!" sagði George Burns - 91 árs Leikarinn George Burns þykir í meira lagi hress - miðað við aldur, en hann er orðinn 91 árs. Hann tók nýlega að sér að kynna nýtt ilmvatn, sem kallað er „Kona Cesars“ (Caesar’s Woman). Kynningin fór fram á veitingahúsi sem kallað er Höll Cesars (Caesar’s Palace), og þar mætti sá gamli í nýjum bláum fötum með fínan vindil, leiðandi fagra sýningarstúlku í Kleópötru-búningi. „Kleópatra mín, alltaf ertu jafn falleg -sama hver leikur þig,“ sagði George Burns og leiddi hina skrautklæddu í hásæti. Þar voru þau ljósmynduð með nýja ilmvatnið í höndunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.