Tíminn - 19.02.1988, Qupperneq 7

Tíminn - 19.02.1988, Qupperneq 7
Föstudagur 19. febrúar 1988 Tíminn 7 lilllllllllll ÚTLÖND illllii Launamál í Bretlandi: Fordsamn- ingurvísar veginn Verkamenn sem vinna hjá Ford bifreiðaverksmiðjunum í Bretlandi samþykktu í gær með miklum meiri- hluta að snúa aftur til vinnu eftir nærri tveggja vikna verkfall og hefja framleiðslu í 22 verksmiðjum fyrir- tækisins í landinu. „Þeir snúa aftur til vinnu á mánu- daginn," sagði talsmaður Ford eftir að talning var komin vel á veg í atkvæðagreiðslu um nýjan tveggja ára launasamning. Fyrstu tölur gáfu til kynna að um 70% þeirra 32.500 verkamanna sem vinna hjá Ford hefðu samþykkt nýja launasamning- inn. Verkfall þetta hefur kostað at- vinnurekendurna hjá Ford miklar fjárupphæðir. Auk þess truflaði það framleiðslu í verksmiðjum fyrir- tækisins í Belgíu og varð til þess að birgðir verksmiðja í öðrum löndum voru orðnar mjög litlar. Samið var um 7% launahækkun á einu ári og þykir víst að þessi samningur muni vísa veginn fyrir aðra launaþræla í Bretlandi. Þar hafa vinnudeilur verið að magnast að undanförnu. fhaldssöm blöð í landinu töldu að launahækkanirnar hjá Ford gætu, ef þær yrðu teknar upp víðar, orðið til þess að verðbólg- an myndi aukast og Financial Times sagði að samningurinn sýndi að nýr hernaðarandi svifi nú yfir vötnunum hjá launaþrælum landsins. hb ÚTLÖND Skotar slá öðrumBretum við í drykkju og reykingum Skotar, sem eru þekktir fyrir whiskyframleiðslu sína út um all- an heim, virðast drekka og reykja mest allra Breta. Þetta kom fram í tölum sem stjórnvöld birtu í vikunni. r Skotar eyddu að meðaltaJj 326 Sterlingspundum f áfenga drykki árið 1985 eða uþphæð sem svarar til rúmlega tuttugu þúsundum íslenskra króna. Hinsvegar eyddu Br.etar að meðaltali mun minna í áfengi það ár eða 279 Sterlingspundum. Skotar reyktu líka meir en aðrir íbúar Bretlands, eyddu 162 Sterlingspundum eða um tíu þús- und krónum íslenskum í tóbak árið 1985. Þarna snéru Skotar á nágranna sína í Norður-Englandi sem komu næstir í tóbakseyðsl- unni og eyddu að meðaltali 139 Sterlingspundum í eitrið. hb SRÍ LANKA Gnanaguru Aravinthan „hvarf“ að morgni 5. september 1985, tæpum tveimur vikur eftir þréttánda afmæl- isdag sinn. Hann hafði ásamt föður sínum verið viðstaddur athöfn klukkan átta um morguninn í sam- bandi við lát ættingja. Eftir athöfn- ina sendi faðirinn Aravinthan heim til að skipta um föt og bað hann koma aftur til miðdegisverðar í húsið þar sem athöfnin hafði farið fram. Aravinthan lagði af stað heimleiðis á reiðhjóli, en leið hans lá hjá Valvettiturai-herbúðunum. Hann kom ekki aftur. Þegar Aravinthan birtist ekki á tilsettum tíma fór faðir hans heim til að gá að honum. Hann fór síðan aftur og snæddi miðdegisverð með ætt- ingjum sínum, snéri heim um fjögur- leytið og beið sonar síns til klukkan sex. Loks lagði hann upp að nýju til að leita sonar síns og hitti tvo nágranna sem sögðust hafa sé Ara- vinthan ásamt tveimur eldri piltum í vörslu nokkurra hermanna í grennd við herbúðirnar klukkan tíu um morguninn. Faðirinn spurðist fyrir f Velvettit- urai- og Palali-herbúðunum, en allir foringjar í hernum neituðu að hafa handtekið son hans. Hann leitaði til yfirvalda á staðnum og margskonar stofnana og samtaka, en allt kom fyrir ekki. í apríl 1987 tilkynnti ráðuneytisstjóri í hermálaráðuneyt- inu, að ráðuneytið hefði engar upp- lýsingar eða skýrslur um handtöku drengsins. Amnesty International hefur um nokkurra ára skeið haft þungar áhyggjur af sívaxandi tilhneigingu stjómarhermanna til að handtaka karla, konur og stundum börn sem grunur leikur á að eigi einhver samskipti við vopnaðar sveitir Tam- íla. Þessu fólki er í fyrstu haldið með leynd, og ættingjar eiga þess engan kost að fá staðfest hvar það sé niður komið. f september 1986 gaf Amn- esty International út skýrslu um „Hvörf' í Srí Lanka, þar sem lýst var tilvikum 272 manna sem sagðir voru hafa „horfið" á tímabilinu júní 1983 til apríl 1986. Við þau bættist 31 tilfelli í nóvember 1986, og í maí 1987 lýsti Amnesty International 216 tilvikum „mannshvarfa", sem voru nálega öll studd eiðsvörnum vitnisburðum, aðallega sjónarvotta, um handtökur öryggissveita ríkisins. Einungis hefur tekist að fá upplýs- ingar um verustaði fjögurra þessara manna, en meðal þeirra var einn sem öryggissveitirnar skutu til bana eftir að hann var handtekinn. Amn- esty International hefur ekki fengið neinar skýrslur um „mannshvörf“ í Srí Lanka eftir 29. júlí 1987, þegar sáttmálinn milli Indlands og Srí Lanka var undirritaður. Stjómvöld í Srí Lanka hafa stað- fastlega neitað að „mannshvörf,, hafi átt sér stað og hafa haldið því fram að þeir sem eiga að hafa „horfið“ hafí aldrei verið handteknir eða hafi fariðj úr landi eða verið leystir úr haldi: Hins vegar hefúr Amnesíy Intémational fulla ástæðu til að ætla að margir þeirra sem „hurfu“ hafi verið pyntaðir og látið lífið af þeim sökum, en aðrir hafi verið skotnir eftir að þeir voru handteknir og lík þeirra fjarlægð með leynd. Allmörg- um fjölskyldum var sagt að koma ekki til herbúða, þar eð „horfnir" ættingjar þeirra „hefðu verið skotnir". Öðmm vom afhent blóði- drifin föt „horfinna“ ættingja þegar þeir fóm til herbúðanna með hrein- an fatnað handa þeim. Árið 1985 handtók herinn 17 ára pilt sem var á leið til kunningja síns á reiðhjóli. Faðir hans gerði ítrekað- ar fyrirspumir um hann í heila tvo mánuði, en þá var sonurinn leystur úr haldi eftir að hann hafði verið pyntaður með raflostum og barsmíð- um. Honum var tekinn vari fyrir að segja frá afdrifum sínum. Reiðhjól- inu var skilað þegar hann var leystur úr haldi. Gnanaguru Aravinthan var nem- andi í sjöunda bekk Chithambara- menntaskólans þegar hann var tek- inn höndum. Amnesty International kemur ekki auga á neina haldbæra skýringu á því að herinn skuli hafa hann í haldi, og hvetur stjórnvöld í Srí Lanka til að setja þegar í stað á laggirnar óvilhalla rannsóknarnefnd til að fá úr því skorið hvar hann er niður kominn. Áskorunum skal beint til: His Excellency President J R Jayewardene Prestidential Secretariat Republic Square Colombo 1 SRÍ LANKA: PAKISTAN Mohammad Azeem hefur verið dæmdur til dauða fyrir rán og morð. Hann var 12 ára gamall í október 1984, þegar ránið sem hann er sakaður um var framið, en þá lét einn maður lífið. Hann var ákærður ásamt níu öðrum sökudólgum og dæmdur af hérrétti í árslok 1985, rétt áður en herlögum í landinu var aflétt. Dómur herréttarins var birtur í febrúar 1986 og allir sakborningar sakfelldir og dæmdir til dauða. Þegar sakborningarnir áfrýjuðu til forseta Pakistans, var öllum dauðadómum breytt í lífstíðarfangelsi nema dómi Mohammads Azeems. Talið er að hann sé í haldi í ríkisfangelsinu í Khairpur f Sind-fylki. f fyrstu skýrslu um ránið, sem lögreglan byggði síðari rannsókn sína á, er hvergi getið um að ungur drengur hafi átt hlut að því. f mars 1987 heimilaði hæstiréttur í Sind föngum, sem dæmdir höfðu verið af herrétti, að krefjast endurskoðunar dóma innan ákveðinna takmarka. Hæstarétti í Sind var síðan send beiðni um að endurskoða dauða- dóminn yfir Mohammad Azeem, m.a. á þeim forsendum að Barna- löggjöfin frá 1955 veitir afbrota- mönnum „á æskuskeiði" undanþágu frá dauðarefsingu. Þessari beiðni var hafnað í maí 1987. í sama mánuði var hæstarétti Pakistans send beiðni um endurskoðun, og hefur dauðarefsingu verið frestað þar til niðurstaða hæstaréttar liggur fyrir. Amnesty International er skilyrð- islaust á móti dauðadómum og telur þá vera grimmilega, ómennska og niðurlægjandi refsingu og brot á þeim greinum Mannréttindaskrár Sameinuðu þjóðanna og annarra mannréttindasamþykkta, sem kveða á um réttinn til að lifa. Amnesty International telur sérstaklega ískyggilegt, að föngum sem dæmdir voru meðan herlög voru í gildi (frá júlí 1977 til desember 1985) skuli meinað að leita réttar síns hjá æðri dómstólum, gagnstætt öllum laga- venjum, og að umræddur dauða- dómur sé brot á grein 6.5 í Sáttmála um borgaraleg og pólitísk réttindi, sem bannar dauðadóma yfir börnum yngri en 18 ára. Samkvæmt opinberum skýrslum voru 2105 dauðadæmdir fangar í Pakistan í desember 1984, að með- töldum þeim sem áfrýjað höfðu. Frá júlí 1984 til júní 1985 voru 106 manns líflátnir. Amnesty er kunnugt um að þrír þessara manna voru yngri en 18 ára. Allir voru þeir dæmdir af hérrétti. Amnesty International fer þess á leit að dómnum yfir Moham- mad Azeem verði breytt. Áskorunum skal beint til: His Excellency President Mohammad Zia-ul-Haq The Presidency Murree Brewery Road Ravalpindi PAKISTAN. Justice (rtd) Ghans AIi Shah Chief Minister Offtce of the Chief Minister Karachi PAKISTAN. Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjöröur Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Garöur Brynja Pétursdóttir Einholti 3 92-27177 Keflavík GuöriöurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgeröi Davíð Á. Guömundsson Hjallagötu 1 92-37675 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata 26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Grundarfjöröur Anna Aöalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 ísafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvik Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Flateyri Guörún Kristjánsdóttir Brimnesvegi 2 94-7673 Patreksfjörður Ása Þorkelsdóttir Urðargötu20 94-1503 Bíldudalur HelgaGísladóttir Tjarnarbraut 10 94-2122 Þingeyri KaritasJónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavík Elisabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132 Hvammstangi BaldurJessen Kirkjuvegi 95-1368 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauðárkrókur Guörún Kristófersdóttir Barmahlið 13 95-5311 Siglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut 54 96-71555 Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambageröi 4 96-22940 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Dalvík BrynjarFriðleifsson Ásvegi 9 96-61214 Ólafsfjörður HelgaJónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Húsavik Ásgeir Guðmundsson Grundargarði7 96-41580 Reykjahlið lllugi Már Jónsson Helluhraun 15 96-44137 Raufarhöfn Ófeigurl. Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður Einar Ólafur Einarsson Hamrahlið32 97-31124 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar 13 97-1350 Seyðisfjörður SigríðurK. Júlíusdóttir Botnahlið28 97-21365 Reyðarfjörður MarinóSigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167 Eskifjörður Björgvin Bjarnason Eskifjörður Fáskrúðsfjörður ÓlafurN. Eiríksson Hlíðargötu8 97-51239 Stöðvarfjörður SvavaG. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839 Djúpivogur ÓskarGuðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut13 97-81255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún51 99-4389 Þorlákshöfn Þórdís Hannesdóttir Lyngberg 13 99-3813 Eyrarbakki Þórir Erlingsson Túngötu 28 99-3198 Stokkseyri Friðrik Einarsson Iragerðiö 99-3211 Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir Sólheimar 99-8172 Vik PéturHalldórsson Sunnubrautö 99-7124 0LL VINNSLA PRENTVERKEFNA Við í Prentsmiðjunni Eddu tökum að okkur hönnun og vinnslu á stórum og smáum prentverkefnum. Höfum yfir 50 ára reynslu í prentverki. Reynið viðskiptin. i l’RENTSMIDJANi Cl Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000. Umboðsmenn óskast Tímann vantar umboðsmenn á eftirtalda staði: Húsavík, Dalvík og Neskaupstað Upplýsingar í síma 91-686300 + Þökkum innilega öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför móður okkar fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu Sigríðar Þórðardóttur frá Hofsstööum Þórdís Eggertsdóttir Kjartan Eggertsson Ingibjörg Eggertsdóttir Áslaug Gyða Guðmundsdóttir Sigmundur Guðmundsson Sofffa H. Guðjónsdóttir GísliÓ. Gíslason Gunnlaugur B. Óskarsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.