Tíminn - 19.02.1988, Qupperneq 20

Tíminn - 19.02.1988, Qupperneq 20
SparisjóÖsvextir og yfirdráttur á téKKareiKningum SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Ökeypis þjónusta 686300 Tímínn Teningamálinu lokið: ATTUNDI NFMANHI MMH ijH 11 uni/i FÆRADH nciviAiiui ALDA ÁFR nii AM möguleika, komi upp svipuð staða aftur, voru fjórar. I fyrsta lagi að sama regla gildi áfram, þ.e. að teningakast ráði úrslitum. í öðru lagi að kastað verði upp teningi, og sá, eða þeir, sem úrskurðaðir verði hefur hæstu einkunn þar, komist áfram. Fjórða og síðasta tillagan var sú, að fái tveir eða fleiri sömu einkunn, fari þeir allir inn. Skúli Haukur Skúlason, einn fulltrúa nemenda í Háskólaráði sagði í samtali við Tímann, að fundurinn hefði farið vel fram, þó vissulega hefðu menn verið með skiptar skoðanir, „en endirinn varð sá, að menn hafi kannski ekki orðið sáttir, lieldur sætt sig við niðurstöðuna." „Við stóðum frammi fyrir því, að reglan var fyrir hendi, þannig að Tannlæknadeildin var ekki að gera neitt annað en að frantfylgja regl- unni. Meginröksemdin fyrir niður- stöðunni, var þó að það hefði átt að standa öðruvísi að þessu, þ.e. að fara hægar í framkvæmdina og skoða betur fyrirfram hvernig standa átti að málinu," sagði Skúli. Fundurinn stóð í tæpa tvo tíma og kom fram á honum, að stólamál leysist sjálfkrafa í ár, vegna þess að nemandi á efra ári í tannlækning- um er að hætta námi, og því nægir stólar fyrir hendi. „Ég held því að málinu sé lokið og það hafi hlotið ágætan endi,“ sagði Skúli. -SÓL „Niðurstaða málsins er sú að drengurinn verður tekinn inn í deildina. Væntanlega verða reglur um teningakast, sem vissulega eru í reglugerð, teknar til endurskoðunar og reynt að finna einhvern annan valkost. Rektor lagði fram hugmyndir um fleiri mögu- leika, en það var ekki rætt beint, heldur ákveðið að taka j það fyrir sem reglugerðar- hreytingu við annað tækifæri,“ sagði Stefán Sörensson, há- skólaritari í samtali við Tímann í gær. Mál „áttunda nemandans", eða þess sem úrskurðaður var fallinn í tannlæknadeild eftir teningakast, var tekið fyrir á Háskólaráðsfundi í gær, og var gengið til skriflegrar atkvæðagreiðslu um málið. Úrslit- in urðu þau, að 12 greiddu atkvæði með því að nemandinn skyldi fá að halda áfram náminu, en 2 voru á móti. Tveir fulltrúar voru farnir af fundinum þegar atkvæðagreiðsla fór fram. í samtali við Tímann í gær, sagði nemandinn, að hann vildi ekkert tjá sig um niðurstöðuna, „en ég er fallnir, fái forgang ári seinna. f þriðja lagi að meðaleinkunn ráði, og séu tveir eða fleiri með sömu meðaleinkunn, verði litið á eink- unn í ákveðnu fagi, sem ákveðið hefur verið fyrirfram, og sá sem ánægður með að málinu er lokið.“ Hann sagðist ekkert vita um fundinn, annað en að 12 hefðu verið með og tveir á móti, og hann vildi ekki vita meira. Hugmyndir rektors um fleiri Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, segist tilbúinn til Moskvufarar, ef hún mætti leysa úr ullarsamningsþrengingum: Mun ekki telja sporin eftir mér Eftir því sem næst verður komist er lítil hreyfing á samningavið- ræðum við Sovétmenn um kaup þeirra á ullarvörum frá Sovétríkjun- um. Rússinn virðist enn fastur fyrir. Mál sýnast í svipaðri sjálfheldu og þegar samningsmenn Álafoss hf., Aðalsteinn Jónsson og Guðjón Hjartarson sneru heim eftir árangurslausa samningalotu við Sovét- menn í Moskvu. Þó hafa verið í gangi að undanförnu viðræður milli Álafoss hf. og viðskiptafulltrúa Sovétmanna hér á landi svo og sendiherra þeirra, Igor N. Krassavin. Einnig hafa tíðar telexsending- ar verið á milli Moskvu og Reykjavíkur um þessi mál. Handleggsbrotnaði á lögreglustöðinni: Lögreglumenn beittir innanhússviðurlögum? En þrátt fyrir að ákveðin viðleitni hafí verið uppi að undanförnu til samninga, virðist sem þetta mál sé f torleystum rembihnút sem erfitt er að sjá að fái farsælan endi nema þvf aðeins að gengið verði beint í það af stjórnvöldum. Og óhætt er að segja að þessir ullarvörusamningar hafi fléttast inn í deilur undanfarinna. daga um boð Sovétmanna um opin-j bera heimsókn forseta íslands til Sovétríkjanna. Steingrímur Hermannsson, utan- ríkisráðherra segir að hann hafi reynt að ýta verulega á eftir þessu máli að undanfömu. Hann segir að greinilega sé fullur vilji til þess hjá báðum sovésku innflutningsfyrir- tækjunum að kaupa alla þá ull sem um ræðir héðan, en hinsvegar strandi málið á uppsettu verði. „Samningamenn Sovétmanna hafa fengið fyrirmæli frá æðri yfirvöldum að hækka engin verð vegna gjaldeyr- isskorts. En við höfum hinsvegar sagt að við yrðum að útvega okkur gjaldeyri vegna kaupa á olíu. En ég vil taka fram að okkar innflytjendur á olíu eru mjög ánægðir með þessi viðskipti, þannig að við hótum engu þar,“ sagði Steingrímur. Varðandi ummæli iðnaðarráðherra í einu dag- blaðanna í gær um að rétt væri að utanríkisráðherra færi sem fyrst til Moskvu til að koma ullarvörusamn- ingunum í höfn, sagði Steingrímur að hann væri vissulega tilbúinn til að gera allt til að leysa úr þessum málum. Hinsvegar sæi hann ekki ástæðu til að fara til Moskvu, nema því aðeins að líkur væru á úrlausn málsins. „Ég er raunar sannfærður um það að heimsókn forsetans hefði verið mun áhrifameiri." Steingrímur sagði að ekki væri ljóst hvert yrði framhaldið á þessu máli. „Samningar eru vitaskuld í höndum Álafossmanna og þeir hafa enn sem komið er ekki farið þess á leit við mig að fara austur. En ég tel að hér sé um svo mikið hagsmuna- mál að ræða að ég myndi ekki telja sporin eftir mér,“ sagði Steingrímur Hermannsson. óþh „Við erum að reyna að komast til botns í þessu máli, en við rannsökum að sjálfsögðu ekki í eigin rnálurn," sagði Böðvar Bragason, lögreglu- stjóri, um rannsókn á handtöku og meðferð á ungum manni, sem hand- leggsbrotnaði, við það að lögreglu- maður færði hann úr yfirhöfn í fangamóttöku. „Við verðum að komast að því hvort beita eigi þessa lögreglumenn einhverjum innan- hússviðurlögum, skv. lögum um op- inbera starfsmenn, sem verður á í starfi. Sem betur fer gerast slíkir atburðir ákaflega sjaldan.“ f stuttu máli var atburðarásin á þennan hátt: Ungur maður undir áhrifum víns ráfaði um helgina á bíl í Aðalstræti fyrir utan krána Fóget- ann og skemmdi lítillega. Hann gaf eiganda bílsins, sem er lögreglu- þjónn, upp nafn sitt og heimilisfang, svo hann gæti gert upp skuldir sínar síðar. Bifreiðareigandinn var ekki á lögregluvakt og fór því að finna föður sinn, sem einnig er lögreglu- þjónn, og var starfandi þá um kvöldið. Faðirinn hélt þegar ásamt öðrum til að hafa af unga manninum tal og reyndist hann vera kominn heim. Ekki var ætlunin að handtaka manninn, en mál „æxluðust þannig", s.s. lögreglustjóri orðar það. Þegar faðirinn hafði látið flytja manninn í fangamóttöku í lögreglustöðinni færði hann sjálfur manninn úr jakka. Við það handleggsbrotnaði ungi maðurinn og hrökk bein í sundur á tveimur stöðum. Hann hefur kært atburðinn til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Niðurstaða um innanhússaðgerðir lögreglunnar verður bráðlega ljós. Varðandi aðgerðir gegn viðkomandi lögreglumönnum, verður álit ríkis- saksóknara haft til hliðsjónar, þegar þar að kemur. Þangað verða niður- stöður RLR sendar. þj Púðurkerling sett ofan í barnavagn Sá ótrúlega atburður átti sér stað á Nesveginum rétt eftir hálf fjögur í gær, að púðurkerlingu var hent ofan í barnavagn, þar sem lítið barn svaf. Barnið meiddist ekki, en farið var með það á slysavarðstofuna til vonar og vara. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki, en lýsing var gefin á nokkrum smástrákum, og leitaði lögreglan þeirra í gær. -SÓL

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.