Tíminn - 18.02.1988, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 18. febrúar 1988
2 Tíminn
Alfreð Þorsteinsson.
Efasemdir í borgarráði
um færslu Hringbrautar
í skipulagi borgarinnar er gert ráð fyrir breytingum á
Hringbraut sunnan Miklatorgs. Alfreð Þorsteinsson fulltrúi
Framsóknarflokksins í skipulagsnefnd hefur gagnrýnt þessa
skipulagsbreytingu og talið hana alltof kostnaðarsama.
Á fundi borgarráðs, s.l. þriðju-
dag, áttu sér stað ítarlegar umræð-
ur um fyrirhugaða færslu Hring-
brautar og gerð umferðarmann-
virkja sunnan Miklatorgs. Þar lýsti
Alfreð Þorsteinsson tillögum fram-
sóknarmanna, sem miða að
óbreyttri legu Hringbrautar, en
jafnframt að frámlengdur Bústað-
avegur geti tengst Vatnsmýrarvegi
til vesturs og umferð af Hringbraut
til austurs. Þannig komast þeirsem
ætla inn á Bústaðaveg framhjá
Miklatorgi. Með þessu fyrirkomu-
lagi mundi álag á Miklatorgi
minnka og umferðargeta á Hring-
braut og Miklubraut aukast veru-
lega.
Tíminn spurði Alfreð hverjar
viðtökur þessar tillögur hans hefðu
fengið í borgarráði. Hann sagði að
þar ríktu töluverðar efasemdir um
réttmæti flutnings Hringbrautar.
Það hefði m.a. komið greinilega
fram í máli borgarstjóra, að hann
óttaðist að ríkið myndi ekki standa
við gerða samninga. Mun væntan-
lega verða látið á það reyna á
næstu dögum hvað ríkið hyggst
gera, en færsla Hringbrautar með
breytingum sem fylgja mun vart
kosta undir hálfum milljarði króna.
í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg-
ar er gert ráð fyrir 157 milljónum
kr. á þessu ári til framkvæmda sem
tengjast málinu.
Ml==í== i ==!==—
LISTUNARÁÆTLUN
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
Aarhus:
Alla þriðjudaga
Svendborg:
Annan hvern þriðjudag
Kaupmannahöfn:
Alla fimmtudaga
Gautaborg:
Alla föstudaga
Varberg:
Annan hvern laugardag
Ferskfisksölur erlendis:
Meðalverð á
öllum stöðum
Síðasta vika skaraði engan veginn
fram úr öðrum vikum í ferskfisksölu
á erlendri grund. Meðalverð fékkst
fyrir allan afla, og ef það var eitthvað
sem var frábrugðið, þá var það hve
fá skip seldu aflann í Bretlandi og
Þýskalandi.
Aðeins tvö skip seldu afla sinn í
Þýskalandi í vikunni sem leið. Vigri
RE seldi 246,5 tonn í Bremerhaven,
fékk fyrir rúmar 16 milljónir og
meðalverð aflans var rétt rúmar 65
krónur. Engey RE seldi einnig í
Bremerhaven, en örlítið minna en
Vigri, eða tæp 184 tonn. Söluverð-
mætið var rétt tæpar 12 milljónir og
meðalverð 64,88 krónur á hvert kíló.
Vigri og Engey seldu samtals rúm
430 tonn, þar af 356 tonn af karfa og
var meðalverð hans 70,43 krónur.
Þá voru 18 tonn af ufsa á meðalverð-
inu 42,47 krónur, tæpt tonn af þorski
á 67 krónur og tæp 54 tonn var
blandaður afli. Heildarmeðalverð
var 65 krónur sléttar.
Otto Wathne NS var eina skipið
sem seldi í Bretlandi í síðustu viku.
Otto seldi í Grimsby tæp 102 tonn
fyrir 8,8 milljónir og var meðalverð
86,63 krónur.
Af þessum tæpu 102 tonnum,
voru rúm 98 tonn af þorski, sem fór
á 86,79 krónur kílóið, tæp 2 tonn af
grálúðu sem fór á 95,60 krónur
kílóið og rúmt tonn var blandaður
afli.
Gámasalan til Bretlands var held-
ur líflegri en skipasalan. Rúm 692
tonn voru seld í gámum, 325 tonn af
þorski, 205 tonn af ýsu, 73 tonn af
kola, tæp 8 tonn af ufsa og tæp 7 tonn
af karfa. Meðalverð þorsks var 88,98
krónur, ýsu 86,41 króna, ufsa 48,15
krónur, karfa 51,41 króna og kola
89,38 krónur. -SÓL
Borgaraflokksmenn
litu inn á Tímann
Tveir heiðursmenn, þeir Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins,
og Júlíus Sólnes, fyrri þingmaður flokksins í Reykjaneskjördæmi, litu inn á
Tímann í gærmorgun, og áttu fyrst og fremst erindi við Kristin Finnbogason,
framkvæmdastjóra Tímans vegna auglýsinga. Indriði G. Þorsteinsson,
ritstjóri, var einnig viðstaddur, en hann var kosningastjóri Alberts í síðustu
forsetakosningum. Heimsókn þeirra borgaraflokksmanna var hin ánægjuleg-
asta og sýnir myndin að vel getur farið á með mönnum, þótt þeir þurfi að
takast á í pólitík. Tíminn þakkar þeim Albert og Júlíusi fyrir komuna.
Tímamynd GE
Moss:
Annan hvern laugardaga
Astráður hjá Loðnunefnd:
Larvik:
Alla laugardaga
Hull:
Alla mánudaga
LOÐNAN SNUIN VID
Antwerpen:
Alla þriðjudaga
Rotterdam:
Alla þriðjudaga
Hamborg:
Alla miðvikudaga
Helsinki:
Arnarfell ............. 18/2
TimS ................... 5/3
Gloucester:
Jökulfell............... 9/3
Jökulfell...............31/3
New York:
Jökulfell.............. 11/3
Jökulfell............... 1/4
Portsmouth:
Jökulfell.............. 11/3
Jökulfell............... 1/4
SK/fíADEILD
SAMBANDSINS
LINDARGÖTU 9A • 101 REYKJAVÍK
, SÍMI 698100
L A A A A 1 A A A
1ÁKN TRAUSTRA FLUTNINGA
„Loðnan er snúin við og farin að
halda af stað austur aftur. Hún var
komin vestur úr sláturhúsinu og er
nú komin austur fyrir það aftur. Ef
þú ætlar að fá að vita af hverju, þá
verðurðu aðhringjaog spyrja hana,“
sagði Ástráður Ingvarsson, hjá
Loðnunefnd í samtali við Tímann í
gær.
Ástráður sagði mikið rjátl á loðn-
unni núna, en þó væri að lifna yfir
veiðinni. Léleg veiði var þó framan
af gærdeginum, loðnan var dreifð og
á hörðum botni.
Frá áramótum hafa veiðst 315.000
tonn, en frá upphafi hafa veiðst
626.000 tonn. Um miðjan dag í gær
höfðu nokkrir bátar samtals tilkynnt
um tæp sjö þúsund tonn.
Loðnan virðist í góðu ástandi, því
nú eru menn farnir að huga að
frystingu, en að sögn Ástráðs, finnst
sjómönnunum að eitthvað vanti
samt inn í hana, því að hún er ekki
nógu stór miðað við hvernig hún er
venjulega fyrst í göngunum.
„Loðnan er núna út af Hornafirði
aftur, og ég sagði við einn áðan að
hún endar kannski aftur norðan við
Langanes," sagði Ástráður. -SÓL
Klippið hér
Tíxninn
□ ER ÁSKRIFANDI
□ NÝR ÁSKRIFANDI
Dags.:
BEIÐNI UM MILLIFÆRSLU
ÁSKRIFTARGJALDS
Kortnr.: □□□□□□□□□□□□□□□□
Gildir út:
Nafnnr.: C
ÁSKRIFANDi...............................
HEIMILi..................................
PÓSTNR. - STAÐUR:.................. SÍMI:
Undirritaður óskar þess að áskriftargjald
Tímans verði mánaðarlega skuldfært á
VISA-greiðslukort mitt
UNDIRSKRIFT.
SENDIST AFGREIÐSLU BLAÐSINS
SÍÐUMÚLA 15, 108 REYKJAVÍK