Tíminn - 18.02.1988, Side 20
Sparisjóðsvextir
qg yfirdráttur
á téKKareiKningum
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF
Auglýsingadeild hannar
auglýsinguna fyrir þig
Fiskvinnslan rekin með 15% halla að meðaltali:
Húsin farin að afla
sér lokunarheimilda
Fulltrúar fiskvinnslufyrirtækja á suðvesturhorni landsins héldu
með sér fund á Gaflinum í Iiafnarfirði í gær, og var mikill hiti í
mönnum. Lögð var fram tillaga þess efnis að fiskvinnslan drægi
sig út úr samningum, en atkvæði fóru þannig að tillagan féll á
jöfnu.
Árni Benediktsson, hjá Sambandsfrystihúsunum, samninga-
maður fyrir fiskvinnsluna, sagði um fundinn í Hafnarfirði: „Að
vísu hefðu þeir ekki ráðið því að menn drægju sig út úr
samningum, þar sem þeir eru aðeins lítill hluti úr hópnum. En
þetta sýnir kannski best hve alvarlegt málið er.“
Framkvæmdastjórar hraðfrysti-
húsa á Norðurlandi héldu með sér
fjölmennan fund á Akureyri á
þriðjudag, þar sem varað var við'
alvarlegu hruni, sem blasi við fisk-
vinnslunni um þessar mundir.
„Vaxandi framleiðslu- og fjár- •
magnskostnaður, og kröfur um
meiri útgjöld, sein þegar eru til
umræðu milli aðila vinnumarkað-
arins, auka enn á vandann, án þess
að vitað sé um nokkra hækkun á
framleiðslutækjum," segir í álykt-
un framkvæmdastjóranna. Enn-
fremur kemur fram að hallinn á
vinnslunni sé 10-15%, og slíkur
halli þýði ekkert annað en stöðvun
innan örskamms tíma.
„Ég held að ástandið sé nokkuð
svipað alls staðar. Á Austurlandi
eru menn komnir lengst. Þar eru
þó nokkur frystihús búin að afla
sér stjórnarheimildar til að loka.
Menn hafa verið að afla sér þessara
iheimilda síðustu dagana, en ég
'held að menn komi til með að bíða
og sjá til hvað kemur út úr þessum
kjarasamningum, því það er engin
spurning að það er verið að reyna
að semja. Forsætisráðherra hefur
lagt til að reynt verði að semja í
einum punkti, þannig að kjaramál-
in verði leyst um leið og rekstrar-
vandamál fiskvinnslunnar, og
menn eru að reyna að semja á þann
hátt,“ sagði Árni.
Hann sagði ennfremur að hann
héldi að meðalhalli vinnslunnar
væri í kringum 14%, þó algengt
væri orðið að menn töluðu um
meiri halla, og þá sérstaklega þeir
sem keyptu fisk á fiskmörkuðun-
um.
En hvaða lausn er þá til á vanda
fiskvinnslunnar?
„Pað er enginn vafi á því, að það
versta sem fyrir atvinnulíf getur
komið er gengisfelling. Hins vegar
er ekki rétti tíminn til að stöðva
gengisfellingu þegar gengið er
fallið. Það er fallið og menn komast
ekki hjá því að skrá það rétt. Þegar
það hefur verið gert, þá er rétti
tíminn til að koma í veg fyrir
gengisfellingu, þ.e. þá næstu. Það
dugar þó ekki eingöngu gengisfell-
ing núna, svo það verður jafnframt
að stöðva þensluna, draga úr fjár-
festingu og lækka vexti, væntan-
lega með lagaboði," sagði Árni.
1 ályktun framkvæmdastjóranna
á Norðurlandi kemur fram, að þeir
telji að meginforsenda áframhald-
andi reksturs frystihúsanna sé, að
frjáls verðmyndun ráði verðlagi
gjaldeyris, sem fyrir framleiðslu-
vörurnar fáist.
„Bent skal á, að aðrar atvinnu-
greinar þjóðfélagsins velta sínum
kostnaðarhækkunum beint út í
verðlagið. Þar sem stefna stjórn-
valda er að framboð og eftirspurn
ráði verðmyndun, verða allir að
sitja við sama borð, sem hafa á
hendi atvinnustarfsemi,“ segir í
bréfinu.
„Þetta þýðir einfaldlega, að ef
að það á að vera frjáls verðlagning
á öllum sviðum, þá dugar ekki að
halda verðiagningu sjávarútvegsins
bundinni. Þá verðum við að fá að
selja okkar gjaldeyri á markaðs-
verði,“ sagði Árni. -SÓL
Mikið fjör
á öskudag
Öskudagurinn var í gær, og
samkvæmt áralangri hefð klæddu
krakkarnir sig í furðuiöt og bún-
inga og skeinmtu sér og öðrum.
Vopnuð öskupokum læddust þau
um bæinn og hengdu þá aftan í
gesti og gangandi, og reyndu að
fara svo hljóðlega að viðkomandi
yrði þess ekki var. Öskudagshát-
íðir voru haldnar víða um bæ,
kötturinn sleginn úr tunnunni og
frí gefin í skólum. Þessir krakkar,
sem einn Ijósmyndari Tímans
rakst á niðri í miöbæ, voru búnir
að hengja tugi poka á fólk og
virtust reiöubúnir til að gera slíkt
hið sama við Ijósmyndarann.
Tímamynd: Gunnar
Vatnselgur í
Landeyjahreppi:
Vatnslaust
í Vest-
manneyjum
Glaöningur til
skákunnenda:
Jóhann
hlýtur
styrki
Jóhann Hjartarson var styrktur
höfðinglega af tveimur fyrirtækjum
í gær. Kaupþing afhenti Jóhanni við
hátíðlega athöfn eina milljón króna,
og þegar Jóhann þakkaði fyrir sig,
notaði hann tækifærið og þakkaði
íslenskum aðalverktökum fyrir að
hafa styrkt sig með svipaðri viður-
kenningu.
Jóhann lýsti ánægju sinni með það
að íslensk fyrirtæki hefðu nú tekið
við sér og sýnt áhuga á að styrkja
skáklistina og væri það vel.
-SÓL
Dansstúdíó Sóieyjar:
Sérbyggða húsið á sölu
„Það er ekkert hæft í þessum
sögum. Það hefur aldrei gengið
eins vel og núna, nemendafjöidinn
hefur aldrei verið meiri. En ég held
að sögurnar hafi farið af stað vegna
þess að ég er að selja húsið," sagði
Sóley Jóhannsdóttir, cigandi Dans-
stúdíós Sóleyjar, í samtali við
Tímann, en þær sögur ganga nú
fjöllunt hærra, að Dansstúdíóið sé
orðið gjaldþrota.
Húsið, sem sérstaklcga var byggt
fyrir danskennslu og veggjatennis,
er sem sagt til sölu og Dansstúdíóið
á leið annað. En hvers vegna er
Sóley að selja húsið?
„Mér finnst það of stórt og ekki
nógu huggulegt fyrir mig. Ég gcrði
kannski feil með því að blanda
dansinum og veggjatennisnum
saman, en það er alls ekkert hæft í
því að ég sé gjaldþrota," sagði
Sóley.
Sóley hefur nú fest kaup á öðru
húsnæði, sem er að hennar sögn
mun hentugra en það „gamla", en
hún var ófáanleg til að gefa upp
hvar það hús væri. Sóley ætlar að
einskorða sig við djassbaliettinn og
láta veggjatennisinn öðrum cftir
-SÓL
Vatnsleiðslan til Vestmannaeyja
fór í sundur í Landeyjahreppi í gær,
og olli að sjálfsögðu vatnsskorti víða
í Eyjum. M.a. varð að loka loðnu-
verksmiðju vegna vatnsskorts.
Viðgerð er erfið vegna mikils
vatnselgs, en þegar Tíminn fór í
prentun, var áætlað að viðgerð
myndi ljúka á miðnætti s.l. nótt.
-SÓL