Tíminn - 21.02.1988, Page 3

Tíminn - 21.02.1988, Page 3
Sunnudagur 21. febrúar 1988 Tíminn 3 „Fyrst í stað eru þeir teknir í bóklegt nám, enda gengur þetta flug nánast út á það sama og annað flug, eftir það eru þeir látnir hlaupa um með drekann á jafnsléttu og finna hvernig hann tekur í. Pá er farið í mjög aflíðandi brekku þar sem hæð- armunurinn er einn til tveir metrar og þeir hlaupa af stað og láta drek- ann lyfta sér aðeins frá jörðinni, það má eiginlega segja að valhoppað sé niður brekkuna,“ sagði Kristján. Þetta þarf að æfa mjög vel vegna þess að lítið mál mun vera að stjórna drekanum þegar á loft er komið, heldur felst aðal vandamálið og hættan í flugtaki oglendingu. „Sfðan færa þeir sig lengra og lengra upp í brekkuna, þangað til að komið er upp á topp. Þá fyrst eru þeir tilbúnir til að fara renniflug, sem er beint flug frá toppi og niður á fyrirhugaðan lendingarstað. Síðan þróast þetta stig af stigi þang- að til að þeir geta farið að fljúga eitthvað að ráði, sem tekur yfirleitt einn til tvo mánuði hjá flestum," sögðu þeir Þorsteinn og Kristján. HAFAFARIÐÍ FRÖNSKU ALPANA Þegar hér var komið sögu voru þeir heldur farnir að ókyrrast enda var ætlunin að fljúga en ekki að sitja inn í bíl og tala. En eitt var það sem brann á vörum leikmannsins, hvern- ig tilfinning það er að vera þarna uppi. „Þetta er svo stórkostlegt að það er ekki hægt að lýsa því,“ sagði Þorsteinn. Að þessum orðum sögð- um fóru þeir að undirbúa flugið. Helsta markmiðið með þessari íþrótt er að komast sem lengst frá flugtaksstað, en einnig er það keppi- kefli að komast einhvern stóran þríhyrning og lenda aftur á sama stað, þetta hafa menn verið mikið að glíma við í útlöndum. Þorsteinn og Kristján hafa síðastliðin fjögur ár farið í frönsku Alpana til að læra af svifdrekaflugmönnum þar í landi enda munu aðstæður þar vera allt aðrar en hér á landi. Munar þar mestu, að hægt er að vera á flugi svo til allan daginn fjóra til fimm daga vikunnar að meðaltali, en hér á landi gefst þeim kannski tækifæri á að fljúga einn dag í viku. Þessa dagana fer fram í Ástralíu heimsmeistaramótið í svifdrekaflugi en það mun vera haldið annað hvert ár. Núverandi heimsmet í langflugi er um 360 km sem Bandaríkjamað- urinn Joe Bostik setti í júní 1987. Til samanburðar má geta þess að lengsta flug á svifdreka hér á landi er 61 km en þá var flogið frá Úlfarsfelli og út á Reykjanestá. Það ber þó að hafa f huga að hér á landi er mjög ólíklegt að hægt sé að ná jafn löngu flugi og Bostik náði, vegna þess að hitaupp- streymi frá landinu er ekki nógu mikið. ÓLÝSANLEG TILFINNING Næstur á vegi mínum varð Ingólf- ur Bruun sem stundað hefur svif- drekaflug á fjórða ár og fékk ég hann til að segja mér hvernig tilfinn- ing það væri að fara í fyrsta flugið. „Þegar ég var búinn að ganga í gegn um alla þjálfunina og æfa vel flugtak og lendingu, þá fór ég í fyrsta renniflugið," sagði Ingólfur. „Það fer þannig fram að maður fer upp á fjall og tekur beint flug upp í vindinn og hugsar ekki um neitt annað en að fara í loftið og komast niður. Þetta verður maður að endurtaka nokkr- um sinnum áður en hægt er að fara að fljúga eitthvað að ráði. Ég man það að í fyrsta skiptið sem ég ætlaði að fljúga stóð ég á brúninni í þrjú korter, skeifingu lostinn og ætlaði ekki að þora af stað, þvf hæðin villir manni sýn. En það er í raun betra að hafa góða hæð því þá vinnst meiri tími til að leiðrétta ef eitthvað fer úrskeiðis. Nú, þegar ég var búinn að hanga þarna á brúninni í þrjú korter og kominn að þvf að hætta við allt saman og fara að pakka drekanum saman þá hugsaði ég með mér, ef ég fer ekki núna þá fer ég sennilega aldrei. Ég setti því á mig hjálminn, hengdi mig í drekann og liljóp af stað. Enda þegar ég var lentur þá átti ég líka heiminn, þetta er ólýsan- leg tilfinning, manni leið svo vel,“ sagði Ingólfur að lokum. ABÓ “Við fleygjum okkur ekkert fram af fjallinu. Vindurinn kemur upp með fjallinu þannig að við í raun löbbum bara út í vindstrenginn og förum upp, svo einfalt er það,“ sagði Kristján. (Tímamynd ABO) Það voru orð að sönnu og upp fór hann. (Tímamynd ABÓ) Galdurinn við svifdrekaflugið er að nýta sem best náttúruöflin, vinda og uppstreyml. (Tímamynd ABÓ)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.