Tíminn - 21.02.1988, Síða 4

Tíminn - 21.02.1988, Síða 4
4 Tíminn Sunnudagur 21. febrúar 1988 Sunnudags- LEIÐARI SMÁFRÍÐINDI Hið skörulegasta fórst þeim, feðgunum tveimur, lögreglumönnum í Reykjavík, sem heimtu rétt sinn um fyrri helgi af ungum manni við skál, er rambað hafði utan í bíl annars þeirra. Gyrtu þeir sig megingjörðum, tóku hús á delinquentinum og fluttu í dyflissuna. Þar var að honum þumað uns hann lá með limu brotna og sér fram á að verða ófær í langan tíma. Ber ekki á öðru en forngarpa- andinn sé enn við lýði með þjóðinni, kominn rakleitt eða krókalítið frá þeim Agli, Grími frá Hrafnistu og Þorgeiri Skorargeir. En ungi maðurinn er ekki sáttur við orðinn hlut og vill nú fara að kvaka utan í dómstólunum, ef vera mætti að honum heimtust bætur fyrir meðferð- ina. Víst má hugsast að sú stund renni að hann fái bætur, en jafnframt er trúlegt að hann muni segja sig fullsælan, áður en lýsir af deginum þeim. Sú varð amk. reynsla annars manns í vel kunnu máli fyrir fáum árum. Niðjar Egils og Skorargeirs munu sennilega nú sem þá verða hægir en því þéttari fyrir í vörninni og silfrið reynast torsótt í lúkur þeim. Margt mun koma upp á yfirborðið um atferli unga mannsins og ólíkt því sem í fyrstunni virtist vera og sægur smámuna sem hvorki verða sannaðir né afsannaðir. í fyrra málinu var líka nokkur áhersla lögð á að gera hið krímótta og glóðaraugum skreytta fórnarlamb sem allra skoplegast. Oft heppnaðist að gera réttarhaldið að vettvangi óborganlegra brandaramála á þess kostnað, þar sem sjálfir dómararnir fengu tæpast haldið aftur af gleðitárunum. Lögmenn, sem fengið höfðu sér í aðra löppina, töldu einboðið að slá þráðinn að næturþeli undir svefninn, svosem um þrjúleytið, og skófu ekki utan af því. Nei, sannarlega má ætla að unga manninum veiti ekki af þeim fyrirbænum sem hann getur hlotið, áður en hann „leggur á djúpið“. Víst er lögreglumönnum vorkunn þótt þeir krefjist vissra forréttinda í oft óyndislegum starfa sínum. Hver sem vinnur í bakaríi er vel að því kominn að stungið sé að honum ókeypis brauðhleif eða kleinupoka af og til. Starfsmaður í járnvöru- verslun á að geta skotið undan fáeinum skrúfum eða hespu á bílskúrinn, án þess að það teljist stórsynd. Má þá ekki lögreglumaður gefa stöku kjaftshögg sér að kostnaðarlitlu? Ja, það er nú það. Þó væri heppilegra að lögreglumenn tækju sér smáfríðindin með einhverju öðru móti. Þeir gætu til dæmis slegið köttinn úr tunnunni í vinnutíman- um, eins og börnin fyrir norðan. í tunnunni ættu þeir að hafa uppstoppaða eftirmynd Jóns dóms- málaráðherra. Er hann ekki að narra af þeim kauphækkunina? Við þetta mundi enginn hafa neitt að athuga og víst væri það frekar til hagræðis fyrir borgarana. Umsjón Helgarblaðs: Atii Magnússon , _,' Agnar Birgir Óskarsson líminn llllllllllllllllillll ERLENDMAL ItlllllllllllllllllllllllIllllllllllllllllllllllIlllllW^ Olympíuleikarnir í Calgary geta flýtt kosningum í Kanada Heppnist þeir vel styrkir það stjórnina EF vetrarólympíuleikarnir í Cal- gary heppnast vel og verða beint og óbeint rós í hnappagatið á Mulroney forsætisráðherra er talið sennilegt að hann boði til þing- kosninga fyrr en ella, en þær eiga að fara fram í seinasta Iagi í september 1989. Venju samkvæmt hefur því verið spáð að Mulroney efni til kosninga áður. Annað gæti einnig flýtt fyrir kosningum. Fríverslunarsamning- ur Bandaríkjanna og Kanada, sem þeir Mulroney og Reagan forseti undirrituðu 2. janúar virðist eiga talsvert meira fylgi en stjórnar- flokkurinn, eins og síðar verður vikið að. Hann verður samþykktur í kanadíska þinginu í vetur. Mul- roney gæti talið heppilegt að boða til kosninga fljótlega eftir það. Fríverslunarsamningurinn er mjög víðtækur, en hann á smátt og smátt að koma til framkvæmda á næstu árum. Árið 1999 á hann að vera kominn til fullra fram- kvæmda. Þá á að vera búið að fella niður alla tolla og allar hömlur á viðskiptum milli landanna. Fjár- magnsflutningur og fólksflutningur milli landanna eigi að vera án allra hamla. Verðlag á hráefnum á að vera gagnkvæmt í báðum löndun- um. Þetta er ekki síst mörgum Kanadamönnum þyrnir í augum. Samkvæmt því verða Kanadamenn að selja Bandaríkjamönnum olíu og gas á sama verði og gildir í Kanada. Hingað til hafa Kanada- menn hagnast á sölu þessara hrá- efna til Bandaríkjanna. Kanada er að flatarmáli annað stærsta land í heimi. Hin víðáttu- miklu og lítt byggðu norðurhéruð þess eru talin auðug af málmum, olíu og gasi. Þetta getur orðið Bandaríkjunum mikil auðsupp- spretta, en mun einnig flýta fyrir nýtingu þessara auðlinda. BRIAN MULRONEY varð forsætisráðherra í Kanada í sept- ember 1984. í júní það ár hafði Pierre Trudeau látið af forsætisráð- herraembættinu eftir að hafa gegnt því í 16 ár að fáum mánuðum undanskildum á árunum 1979- 1980, þegar Clark, sem þá var formaður íhaldsflokksins, var for- sætisráðherra minnihlutastjórnar. f stað Trudeau var John N. Turner kosinn formaður Frjálslynda flokksins og varð jafnframt for- sætisráðherra. Eftir þessi mannaskipti bentu skoðanakannanir til þess að fylgi Frjálslynda flokksins færi stórvax- andi og mun aðalorsök þess hafa verið sú, að Trudeau var orðinn óvinsæll. Við þetta bættist svo að klofningur var í íhaldsflokknum, því að Mulroney, sem áður hafði lítið skipt sér af stjórnmálum, hafði brotist til valda í flokknum og fellt Clark frá endurkjöri sem formann og látið kjósa sjálfan sig sem formann. Mulroney, sem áður hafði fengist við fjármálaviðskipti og efnast vel, var lítið þekktur og umdeildur, þótt hann kæmi vel fyrir. Turner taldi því, að rétt væri að freista gæfunnar og efna strax til þingkosninga, sem fóru fram 4. september 1984. í kosningabarátt- unni stóð Mulroney sig vel, en Tumer mjög illa. Úrslitin urðu því óvænt. íhaldsflokkurinn vann stærsta kosningasigur í sögu Kan- ada. Hann fékk 211 þingmenn kosna af 282 alls. Frjálslyndi flokk- urinn fékk aðeins 40 þingmenn kosna, en hafði fyrir kosningarnar 147. Flokkur nýdemókrata, sem svipar til sósíaldemókrata í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, fékk 30 þingmenn. f kosningabaráttunni lýsti Mulroney sér sem miðjumanni (I am a Centrist) og taldi John F. Kennedy og Hubert Humphrey fyrirmyndir sínar. Mulroney myndaði að sjálfsögðu stjórn og gerði Clark að utanríkis- ráðherra. í mörg önnur ráðherra- embætti valdi hann félaga sína úr viðskiptaheiminum, en þeir reynd- ust flestir illa og hugsuðu mest um eigin hag. Hvert hneykslismálið rak annað og Mulroney varð að skipta um menn. Vinsældir hans fóru stöðugt minnkandi og á síðast- liðnu ári var svo komið, að íhalds- flokkurinn fékk aðeins 23 % í skoðanakönnun. Frjálslyndi flokk- urinn hafði bætt við sig, en ný- demókratar mest. í SKOÐANAKÖNNUN, sem birt var eftir áramótin, hafði íhaldsflokkurinn heldur rétt við. Hann fékk þá 28 %, en Frjálslyndi flokkurinn 38 % og nýdemókratar 34 %. Þegar leitað var álits á flokksforingjunum fékk Ed Broad- bent,foringi nýdemókrata, flest at- kvæði, Mulroney varð annar í röðinni, en Turner rak lestina. Dæmt eftir þessu áliti á flokksfor- ingjunum gæti vel svo farið, að nýdemókratar verði stærsti flokk- urinn eftir næstu þingkosningar. Það er talið valda Turner erfið- leikum og álitshnekki, að hann á við áfengisvanda að stríða og þykir hafa borið á því í sjónvarpsumræð- um. Hlutur íhaldsflokksins þykir hafa styrkst vegna batnandi efna- hagsástands, þótt atvinnuleysi sé enn mikið. Þá treystir Mulroney því, að fríverslunarsamningurinn styrki stöðu hans. Þótt samningur- inn sé umdeildur nýtur hann sam- kvæmt skoðanakönnun fylgis 48 % kjósenda en 46 % eru mótfallnir honum. Þetta er talið geta ýtt undir það, að Mulroney hraði kosning- unum, eða fljótlega eftir að þingið hefur samþykkt samninginn. Báðir stjómarandstöðuflokk- amir beita sér hart gegn samningn- um, en nokkurs klofnings gætir þó innan Frjálslynda flokksins. Mul- roney hefur gefið til kynna, að næstu kosningar muni snúast fyrst og fremst um fríverslunarsamning- inn. Sama segja stjórnarandstæð- ingar, því að þeir halda því fram, að komist hann til framkvæmda verði Kanada orðið fylki í Banda- ríkjunum innan skamms tíma. Margir spá því, að enginn flokk- ur fái meirihluta í næstu kosning- um. Líklegast þykir þá, að Frjáls- lyndi flokkurinn og flokkur ný- demókrata myndi þá samsteypu- stjórn eða annar þeirra myndi minnihlutastjórn með stuðningi hins. Svo gæti farið, að það yrði flokkur nýdemókrata, ef hann reynist sigursæll í kosningunum. Það hefur verið talið valda slíkri stjórn vanda, að nýdemókratar hafa á stefnuskrá sinni, að Kanada segi sig úr Nató. Flokkurinn hefur þó lagt minnkandi áherslu á það að undanförnu. Samt þykir ólíklegt, að hann felli það úr stefnuskránni. Sænskur blaðamaður sem var ný- lega á ferð um Kanada, telur sennilegast að það verði látið hald- ast áfram í stefnuskránni líkt og það er enn í stefnuskrá sænskra sósíaldemókrata, að Svíþjóð verði lýðveldi. Bæði Frjálslyndi flokkurinn og nýdemókratar hafa lýst yfir því, að fríverslunarsamningnum við Bandaríkin verði sagt upp, ef þeir fái meirihluta á þingi, en í stað leitað nýs samnings við Bandarík- in. Brian Mulroney og kona hans eftir kosningasigurinn 1984 ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON SKRIFAR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.