Tíminn - 17.03.1988, Side 6

Tíminn - 17.03.1988, Side 6
6 Tíminn Fimmtudagur 17. mars 1988 Norræni fjárfestingarbankinn: 1,7 milljarða króna hagnaður I fyrra Útlán Norræna fjárfestingarbank- ans (NIB) á s.l. ári voru umfangs- mikil eins og árið þar á undan. Útborguð lán árið 1987 námu sam- tals 572 milljónum SDR, eða tæp- lega 29 milljörðum íslenskra króna (ÍSK). Upphæð útistandandi lána hækkaði um 33% og er nú 1,9 milljarðar SDR eða rúmlega 96 milljarðar ÍSK. - (Miðað er við gengi (sl. kr. ( árslok 1987). Stærstu lán innan Norðurland- anna fóru til orkumála. NIB veitti m.a. 7 milljarða fSK lán til lagningar dreifikcrfa fyrir jarðgas í Dan- mörku. Af alþjóðlegum lánum má nefna fyrsta lán NIB til Sovétríkj- anna, en það fer til að fjármagna kaup á skipum frá Danmörku. Niðurstöðutala efnahagsreiknings hækkaði um 30% í 3,1 milljarð SDR sem samsavarar tæplega 160 mill- jörðum ÍSK. Vaxtamismunur jókst um 13% í 41 milljón SDR eða rúmlega 2 milljarða ÍSK. Hagnaður bankans er næstum því hinn sami og árið á undan, eða 34 milliónir SDR (rúmlega 1,7 milljarð- ar ISK), eftir að afskrifaðar hafa verið 6 milljónir SDR (rúmlega 304 milljónir ÍSK) vegna fyrsta lánstaps í sögu bankans. Einn af lánþegum NIB, Kongs- berg Vápenfabrikk A/S í Noregi, stöðvaði greiðslur til lánardrottna ( júní 1987. Bankinn átti inni hjá fyrirtækinu sem svarar 76 milljónum NOK vegna tveggja lána sem veitt voru árið 1977 og 1984. í uppgjöri sínu fyrir árið 1987 hefur bankinn afskrifað 6 milljónir SDR, sem sam- svara um 70% af útistandandi lánum NIB hjá Kongsberg Vápenfabrikk A/S. Grunnféð tvöfaldað Grunnfé NIB var tvöfaldað í ágúst 1987 og er nú 1.600 milljónir SDR. Um leið tvöfaldaðist hinn almenni útlánarammi bankans og er nú 4.000 milljónir SDR eða rúmlega 202 mill- jarðar ÍSK. Að auki hefur bankinn 700 milljóna SDR lánaramma til alþjóðalegra lána. Bankinn greiddi eigendum sínum, Norðurlöndunum fimm, arð fyrir árin 1985 og 1986, en enginn arður verður greiddur fyrir árið 1987. Samkvæmt samþykktum bankans verður varasjóður hans að nema að minnsta kosti 10% af grunnfé til að hægt sé að greiða arð. Varasjóður nemur nú 109 milljónum SDR. Nýr sjóður fyrir „mjúk“ lán í ráði er að stofna á komandi sumri nýjan samnorrænan sjóð - Norræna þróunarsamvinnusjóðinn - sem starfa á í tengslum við NIB. Sjóðsupphæðin á að nema 100 mill- jónum SDR eða rúmlega 5 milljörð- um ÍSK. Sjóðurinn er liður í norrænni þróunarsamvinnu og á að stuðla að efnahagslegum og félags- legum framförum í þróunarlöndun- um. Sjóðurinn á að veita lán til verk- efna í norræna þágu (hinum fátækari þróunarlöndum. Lánin verða veitt samkvæmt IDA-kjörum Alþjóða- bankans, þ.e.a.s. vaxtalausoggreið- ast upp á löngum tíma. Sjóðurinn á að taka þátt í fjár- mögnun verkefna með NIB og helstu alþjóðlegu þróunarbönkunum. Þeg- ar Norðurlandaráð hefur fjallað um sjóðinn mun Norræna ráðherra- nefndin taka endanlega ákvörðun um stofnun hans. 20 milljóna króna trygging greidd: Kongsaa siglir Danska flutningaskipið Kongsaa er á leið til heimahafnar, en það hafði verið kyrrsett á Seyðisfirði í nær hálfan mánuð vegna deilna um björgunarlaun. Útgerð togarans Stálvíkur frá Siglufirði fór fram á björgunar- laun, eftir að hafa siglt út til Kongsaa, sem var vélarvana og rak til lands, og tekið það f tog. Á leiðinni rákust skipin saman og laskaðist Stálvfk. Skipstjórnar- menn og útgerð Kongsaa hafa ekki fallist á, að um björgun Kongsaa hafi verið að ræða, og voru því lengi að taka ákvörðun um, hvort þeim bæri að greiða uppsett tryggingagjald, kr. 20 milljónir. Tilskilin trygging var ekki greidd fyrr en að morgni mánu- dags. þj Þessi mynd var tekin við afhendingu verðlauna í samkeppni um gerð handrits að kennslumynd fyrir grunnskóla. Verðlaunahafarnir Einar Guðmundsson (fjórði frá hægri) og Viktor Arnar Ingólfsson eru í hópi forráðamanna tryggingafélaganna og dómnefndarmanna. (Ljósm.: Kristján Pétur Guðnason) „Danni“ fékk fyrstu verðlaun Nýlega voru afhent verðlaun í samkeppni sem Fararheill ’87 efndi til um gerð handrits að kennslumynd um umferðarmál fyrir 9. bekk grunn- skóla. Fyrstu verðlaun hlaut Einar Guðmundsson fyrir handrit um Danna, strák utan af landi sem flytur til Reykjavíkur og kynnist umferð- inni þar. Einar er yfirkennari í Ártúnsskóla í Reykjavík og hefur um árabil verið mikill áhugamaður um umferðarmál. Verðlaunin, sem hann hlaut, voru krónur 150.000-. Önnur verðlaun, kr. 50.000, hlaut Viktor Ingólfsson, tæknifræðingur og rithöfundur. í dómnefnd í samkeppninni sátu Anna Magnúsdóttir deildarstjóri hjá Námsgagnastofnun. Arnaldur Árna- son ökukennari. Guðni Bragason fréttamaður, Þorgeir Lúðvíksson deildarstjóri hjá Almennum trygg- ingum og Þorgrímur Guðmundsson varðstjóri hjá lögreglunni í Reykja- vík. Á næstunni verður hafinn undir- búningur að gerð myndar eftir hand- riti Einars og verður hún vonandi tilbúin til notkunar í skólum landsins áður en langt um líður. Nýir þingaðilar bætast í hópinn: Ný stjórn kjörin í Verðbréfaþing Kosið var til stjórnar Verðbréfa- þings íslands 29. febrúar 1988, en skv. reglum um þingið skulu þing- aðilar aðrir en Seðlabankinn, kjósa þrjá fulltrúa í stjórn og fer at- kvæðamagn eftir viðskiptum þeirra undangengin ár. Seðlabankinn til- nefnir tvo fulltrúa. Stjórnin er nú skipuð þannig: Eiríkur Guðnason, formaður og Sveinbjörn Hafliða- son, frá Seðlabanka íslands, Gunn- ar H. Hálfdanarson frá Fjárfesting- arfélagi fslands hf., Helgi Bach- man frá Landsbanka íslands og Pétur Blöndal, varaformaður frá Kaupþingi hf. Stjórn Verðbréfaþings íslands samþykkti hinn 3. mars sl. verð- bréfadeild Útvegsbanka íslands hf. sem þingaðila. Auk hennar eiga aðild að þinginu Fjárfestingarfélag íslands hf., Kaupþing hf., Lands- banki íslands, Samvinnubanki ís- lands hf., Seðlabanki íslands, Sparisjóður Hafnarfjarðar og Verðbréfamarkaður Iðnaðar- banka íslands hf. Stjórn þingsins hefur einnig sam- þykkt til skráningar eftirtalda skuldabréfaflokka: Skuidabréf Landsbanka íslands í 3. fl. 1987, 5. fl. 1987 og 6. fl. 1987, skuldabréf SÍS í 1. fl. 1987 og spariskírteini Ríkissjóðs í 1. fl. A 1987 til 2ja ára, í 2. fl. D 1987 til 2ja ára og í 2 fl. A 1987 til 6 ára. Námsgagnastofnun: Leitað eftir góðu stafsetningarefni Námsgagnastjórn ákvað á fundi sínum þann 1. mars síðast liðinn að auglýsa eftir vel útfærðum hugmynd- um að námsefni í íslenskri stafsetn- ingu handa 4.-6. bekk og 7.-9. bekk grunnskóla. Þessi ákvörðun var tekin, þar sem lengi hefur verið talin brýn þörf á að endurnýja námsefni f stafsetningu og hefur málið verið um hríð til umfjöllunar hjá stofnuninni. Pá hafa farið fram rannsóknir á vegum menntamálaráðuneytisins um stafsetningu í 6. og 8. bekk. Lýsingar á aðferðum, útfærðar hugmyndir eða sýnishorn af náms- efni ber að senda til Námsgagna- stofnunar fyrir 15. apríl næst kom- andi, en höfundar efnis sem dóm- nefnd þykir vænlegt verða síðan ráðnir til að semja efnið. Stjórnin leitaði til Bandalags kennarafélaga til að fá tvo fulltrúa af fimm í dómnefnd, en hinir þrír eru úr Kennaraháskólanum, skólaþró- unardeild menntamálaráðuneytsins og einn frá Námsgagnastofnun. -SÓL Ekið á og Lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt um 13 árekstra í umferð- inni í fyrradag og í tveimur tilfell- um var ekið á vegfarendur. í öðru tilfellinu var ekið á dreng við Engjasel og var hann stungið af fluttur á slysadeild. í>á var ekið á reiðhjólamann við Laugaveg 77 og stakk öku- maðurinn af vettvangi. Hann gaf sig þó fram síðar. -SÖL

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.