Tíminn - 17.03.1988, Síða 12

Tíminn - 17.03.1988, Síða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 17. mars 1988 FRÉTTAYFIRLIT BELGRAD - Mikhael Gor- batsjov sem verið hefur í opin- i berri heimsókn í Júgóslavíu1 kynnti hugmyndir sem miða að I slökun spennu á Miðjarðar-' hafssvæðinu sem hann lýsti sem „einu af eldfimustu svæð- um veraldar". Gorbatsjov ávarpaði júgóslavneska þingið og benti á atriði sem hann taldi snerta Júgóslava, nefnilega áhuga NATO ríkja á að auka hernaðarumsvif sín í ríkjunum . við Miðjarðarhaf, til þess að vega á móti samningum um , fækkun meðaldrægra kjarn- orkuvopna. NIKOSÍA - íranar segja að íranskar hersveitir hafi ráðist inn í norðurhluta Irak, hertekið' landamærabæinn Khormal og' vegið hundruð írakskra her- manna í bardaganum um. þorpið. Á meðan skutu Irakar sjö flugskeytum á Teheran og sprengiþotur gerðu loftárásir á sjö aðrar borgir og bæi í Iran. Iranar sögðust hafa skotið fjór- um flugskeytum á Bagdad. PARÍS - Utanríkisráðherra Sýrlands, Farouq Al-Shara sagði að arabar væru samein- aðir í andstöðunni gegn nýj- ustu tillögum Bandaríkja- manna um friðaráætlanir f mið- austurlöndum. Sagði hann'1 blaðamönnum að engin leið væri fyrir araba að samþykkja svokailaða Shultz-áætlun, þar sem hún gerði ekki ráð fyrirþví að Israelsmenn skiluðu öllum hernumdu svæðunum, auk þess sem hugmyndir um sjálf-t stjórn Palestínumanna eru ekki að fullu skilgreindar. HÖFÐABORG - Fjár- málaráðherra Suður-Afríku, Barend du Plessis sagði í fjár- lagaræðu sinni i gær að efna- hagsþvinganir erlendra ríkja sem vinna gegn aðskilnaðar- stefnunni hafi eyðilagt efna- hagslíf í Suður-Afríku og kæmu í veg fyrir pólitískar úrbætur. MOSKVA - Sovéskt dag- blað sagði að krímverskir tatar- ar sem þrýsta á stjórnvöld um að fá að flytja til fyrri heimkynna sinna á Krímskaga valdi nú óróa í Uzbekistan. Málgagn kommúnistaflokksins í Uzbek- istan, Pravda Vostoka, sagði að öfgamenn kyntu undir óeirðir í þessu sovóska mið-1 asíuríki. ; GENF - Ríkisstjórn Afganist- an heldur fast í þá ákvörðun sína að neita að fallast á þau skilyrði sem Pakistanar og Bandaríkjamenn telja að séu lykilatriði til að ná friðarsamn- ingum í Afganistan. ÚTLÖND Svíar brutu eigin lög og seldu Aströlum vopn sem notuð voru í Víetnamstrfðinu: FALLBYSSUR EINNIG SELDAR TIL ÍSRAELS Frá Ingemar Carlson fréttaritara Tímans í Upp- sölum Hið sænska ríkisrekna vopnafyrir- tæki FFW stóð ekki aðeins í ólög- legri vopnasölu til Ástralíu meðan á Víetnamstríðinu stóð, heldur seldi fyrirtækið ísraelum vopn á árunum 1970 til 1973 í trássi við sænsk lög. Eins og greint var frá í Tímanum í síðustu viku sökuðu fjölmiðlar FFW vopnafyrirtækið um að hafa selt Áströlum vopn í gegnum Bret- land eftir að Ástralíumenn sendu hersveitir til Víetnam árið 1966. En samkvæmt sænskum lögum er óheimilt að selja þjóðum, sem eiga í stríði eða eiga á hættu að lenda í vopnuðum átökum, sænsk vopn. Nú hefur FFW kannað þetta mál og segja að ekki séu til skjöl sem benda beinlínis til þess að Áströlum hafi verið seld vopn á ólögmætan hátt. Hins vegar hafi Bretar keypt sama magn og sömu tegundir vopna og Ástralíumenn hugðust kaupa, skömmu eftir að Ástralíumönnum var neitað um vopnin. Þáverandi forstjóri FFW hefur viðurkennt að hafa átt í viðræðum við breska varnarmálaráðuneytið um vopnasöluna og núverandi for- stjóri og framkvæmdastjóri FFW halda báðir því fram að þáverandi varnarmálaráðherra Svía Sven Anderson hafi samþykkt að selja Ástralíumönnum skotfærin í gegn- um Breta. Fulltrúi FFW í London á þeim tíma sem vopnasalan fór fram hefur sagt að hann og forstjóri FFW á þeim tíma hafi gengið frá samning- um um vopnasöluna til Ástralíu í gegnum Breta með fullri vitund og vilja Sven Andersons þáverandi varnarmálaráðherra Svía, enda hafi Ástralíumenn hótað að rifta samn- ingum sem gerðir höfðu verið við sænsk iðnfyrirtæki um verkefni í Ástralíu. Segir hann einnig að Anderson hafi komið til London þegar verið var að ganga frá vopna- sölunni og þá sagt við hann „Ég veit hvað þú gerir, en opinberlega vil ég ekki neitt vita.“ Ef marka má frétt Dagens Nyhet- er sem fyrst kom með fréttir um að FFW hefði selt Ástralíumönnum vopn, þá seldi FFW ísraelum vopn á árunum 1970 til 1973, en þá án vitundar ríkisstjórnarinnar. Vopnin voru fyrst seld hollensku ríkisfyrir- tæki sem seldi ísraelsmönnum vopnin. Framkvæmdastjóri FFW segir það vel hugsanlegt að ísraelsmönnum hafi verið seld vopn á þennan máta, en segir að ekki finnist skjöl sem sanni það beint. Hins vegar hafa eldri starfsmenn fyrirtækisins stað- fest að vopnasala til ísraela hafi farið fram. ísraelskir hermenn í viðskiptum við Palestínumenn. ísraelsmenn hafa að undanförnu verið harðlega gagnrýndir vegna framkomu sinnar á hernumdu svæðunum. Til að mynda hefur danska þingið gagnrýnt barsmíðar og skotárasir ísraelskra hermanna á Palestínuaraba. Þá koma þær fréttir frá Svíþjóð að Svíar hafi selt ísraelum vopn þrátt fyrir að sænsk lög banni slíkt. Ráðherra Dana fordæmir bar- smíðar ísraela Útför liösmanna IRA sem skotnir voru til bana á Gíbraltar endaöi meö ósköpum: Þrír létu lífið í handsprengju- árás mótmælanda Úför hinna þriggja liðsmanna IRA sem sérsveitir breska hersins skutu til bana á Gíbraltar fyrir stuttu enduðu með ósköpum í hinum kaþólska hluta Belfast í gær. Öfgafullur mótmælandi varp- aði handsprengjum oghófskothríð á mannfjöldann sem fylgdi þre- menningunum til grafar með þeim afleiðingum að þrír menn létu lífið og tuttugu og þrír særðust. Þar á meðal var tíu ára drengur skotinn í bakið. Að minnsta kosti fjórir hinna slösuðu voru í bráðri lífs- hættu í gær. Að sögn lögreglu var maðurinn handtekinn og færður á sjúkrahús, en sjónarvottar segja að fjöldi manna hafi elt manninn uppi og barið hann til óbóta. Lögregla og breskir hermenn héldu sér úr augsýn hinna nær tíu þúsunda manna sem fylgdu þrem- enningunum til grafar til að koma í veg fyrir að óeirðir brytust út. Algengt hefur verið að óeirðir hafi brotist út í kjölfar útfara liðsmanna IRA, en að þessu sinni hafði mann- fjöldinn fylgt þremenningunum til grafar án nokkurra rósta. Árásin var gerð í þá mund sem líkkistur þremenninganna voru lagðar í grafir þeirra. Mikil skelfing greip um sig meðal mannfjöldans og leitaði fólk skjóls bak við leg- steina og við hús í nágrenni kirkjugarðsins. 1 róstum þeim sem verið hafa á Norður-írlandi síðan sérsveitir breska hersins skutu liðsmenn IRA til bana á Gíbraltar hafa tveir kaþólikkar látið lífið. Viðskiptahalli Bandaríkjanna við útlönd minnkaði á síðasta ársfjórð- ungi 1987 í 38,99 milljarða dollara úr 43,44 milljörðum dollara á þriðja ársfjórðungi sama árs, að sögn full- trúa bandaríska fjármálaráðuneytis- ins. Þessar fréttir urðu frambjóðend- um Republikana mikið ánægjuefni Rcutcr-Danmörk Danmörk lýsir því yfir að ofbeldi ísraelskra hermanna gegn Palestínu- aröbum sé „smánarlegt". Uffe Elle- mann-Jensen, utanríkisráðherra Dana, sagði á þinginu að árásirnar á palestínskt kröfufólk á yfirráða- svæðum Israela væru óforsvaranleg- ar. „Sú stefna, að berja niður and- stöðu, er andstæð öllum lagalegum og siðferðislegum kröfum,“ sagði hann. „Hún er smánarleg og að mér virðist algjörlega óskiljanleg, sér í lagi hjá þjóð sem ísrael." Varnarmálaráðherra fsraels, Yit- zhak Rabin, tilkynnti í upphafi að stefna byggð á „mætti, afli og bar- smíðum" væri fremur rekin en að vegna yfirstandandi kosningabaráttu í Bandaríkjunum, þar sem sýnt þótti að aðgerðir stjórnvalda til að minnka viðskiptahallann höfðu borið árang- ur. Fvrir allt árið 1987 var viðskipta- halli Bandaríkjanna 160,69 milljarð- ar þegar mest var og hafði aukist um 20 milljarða frá árinu á undan. lægja ófriðaröldurnar á Gaza og vesturbakkanum með skotvopnum. Uffe Ellemann-Jensen hélt því fram, að Palestínuarabarnir á svæð- inu væru „örvæntingarfullir og reiðir vegna þess að lausn hafi enn ekki fundist á vandanum." Hann sagði að þolinmæði þeirra væri á þrotum og ástandið þar nú ætti að minna menn á, að vandamálin leysast ekki af sjálfu sér. Þingið samþykkti með 108 atkvæðum gegn 6 að Danmörk for- dæmdi ofbeldi beggja deiluaðila og skoraði á Sameinuðu þjóðirnar að standa að alþjóðlegri friðarráð- stefnu. Ellemann-Jensen sagði fyrir at- kvæðagreiðslu að gott samband Danmerkur við ísrael „leggi sérstaka skyldu á herðar Dana að láta í Ijós álit þeirra og þá von að fólk taki mark á því, þegar nánir vinir sýna hluttekningu.“ fsraelar herða enn tök sín á her- numdu svæðunum. Eldsneytisflutn- ingar til hernumdu svæðanna voru stöðvaðir á sunnudag og í gær lok- uðu ísraelar símasambandi her- numdu svæðanna við útlönd. Að sögn ísraela var það gert til að koma í veg fyrr að yfirstjórn Frelsissam- taka Palestínumanna, PLO, gæti komið skilaboðum til liðsmanna sinna á hernumdu svæðunum. Viðskiptahalli fer minnkandi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.