Tíminn - 24.03.1988, Síða 5

Tíminn - 24.03.1988, Síða 5
Fimmtudagur 24. mars 1988 Tíminn 5 Stjórnarfundur lceland Seafood um launamál Guöjóns B. Ólafssonar: Stjórn Iceland Seafood kom saman í Reykjavík í gær og komst hún óskipt að eftir- farandi loka niðurstöðu varð- andi athugun á launamálum Guðjóns B. Ólafssonar með- an hann gegndi stöðu fram- kvæmdastjóra I.S.: „Stjórn Iceland Seafood, saman komin á fundi í Reykjavík, 23. mars 1988, hefur farið yfir skýrslur Geirs Geirssonar, löggilts endurskoðanda, og Sigurðar Markússonar, fram- kvæmdastjóra, varðandi launamál Guðjóns B. Ólafssonar á tímabilinu frá 1. janúar 1981 til starfsloka hans hjá Iceland Seafood. Stjórnin lýsir yfir fullu trausti á þá samninga um þetta efni sem fyrrverandi stjórnar- formaður gerði fyrir hennar hönd. Stjómin hefur nú kontist að þcirri ioka niðurstöðu að ekkert sé athugavert eða vefengjanlcgt í sambandi við launagreiðslur til Guðjóns B. Ólafssonar meðan hann var framkvæmdastjóri fyrir- tækisins fyrir vestan haf. Timamynd Pjetur Með tilvísun til greiðslu á sérstök- um kostnaðarliðum (bónusum), þá samþykkir stjórnin uppreiknaða kostnaðarliði um staðgreiðslu skatta til þess að tryggja að móttakandi fengi þá bætta að skaðlausu. Geir Geirsson telur í sinni skýrslu að ekki hafi „ennþá verið lögð fram nægilega skýr gögn varðandi suma hinna greiddu bónusa". Sigurður Markús- son hefur í sinni greinargerð fjallað um þann mismun sem hér er um að ræða. Stjórnin samþykkir að fella niður ágreining um niðurstöður í þessum skýrslum og lýsir því yfir að máli þessu er lokið frá hennar hendi.“ Við afgreiðslu á samþykkt þessari sat Guðjón B. Ólafsson, stjórnarfor- maður hjá og greiddi því ekki at- kvæði um sín eigin launamál. Með þessari samþykkt hefur stjórn I.S. tekist að Ijúka þessu máli frá sinni hendi, þannig að ekki er talin ástæða til að vefengja þá samn- inga sem gerðir voru á sínum tíma milli þáverandi stjórnarformanns, Erlendar Einarssonar, og þáverandi framkvæmdastjóra, Guðjóns B. Ólafssonar. Er talið að hér hafi verið komist að varanlegri niðurstöðu um þetta mál sem fengið hefur mikla umfjöllun í tengslum við brottrekst- ur Eysteins Helgasonar fyrrverandi framkvæmdastjóra Iceland Seafood í Bandaríkjunum. Sú staðreynd að skýrsla Sigurðar Markússonar tekur af vafa um svör Áhyggjufullir kennarar greiddu atkvæði gegn verkfallsheimild en krafa meirihlutans var þó skýr: við ósvöruðum spurningum í skýrslu Geirs Geirssonar, er talið liggja í því að hún er unnin eftir að Geir hefur lagt fram sínar niðurstöður. Niður- stöður stjórnarinnar eru því byggðar á báðum þessum skýrslum. KB LESIUNARAfETLIIN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Varberg: Annan hvern laugardag Moss: Annan hvern laugardag Larvik: Alla laugardaga Þeir óttast margra mánaða launaleysi Margir þeirra kennara, sem greiddu atkvæði gegn verkfallshei- mild til handa stjórn og trúnaðarráði K.Í., óttast að ef til verkfalls kemur, nú eftir páskana, geti svo farið að þeir verði launalausir allt til hausts. Telja þeir að ríkisvaldið muni ákveða að fella niður grunnskólap- róf í vor og hugsanlega taka þess í stað upp eins konar inntökupróf í framhaldsskólana í haust. Með slíkri ákvörðun minnkaði þrýstingur á rík- ið á nýja samningagerð, en eftir stæði að kennarar væru í kjarabar- áttu launalausir svo dögum eða vik- um skipti. Töldu þeir kennarar sem Tíminn ræddi við í gær að þarna lægi skýringin á því að um þriðjungur kennara vildi ekki veita forustu- mönnum sínum verkfallsheimild. Ekki náðist í hlutaðeigandi aðila í menntamálaráðuneytinu í gær til að fá fram hvort slík niðurfelling prófa kæmi til greina. Eins og komið hefur fram, sam- þykktu kennarar í Kennarasam- bandi íslands í allsherjaratkvæða- greiðslu, að fela stjórn og trúnaðar- mannaráði sambandsins að boða til verkfalls frá og með 11. aprfl nk., ef samningar takast ekki fyrir þann tíma. Ákvörðun um boðun verkfalls verður tekin á morgun, þegar full- trúaráð K.í. kemur saman til fundar, en lögum samkvæmt þarf að boða verkfall með 15 daga fyrirvara. Af niðurstöðum atkvæðagreiðsl- unnar má ráða að ekki er einhugur í hópi félagsmanna K.í. um verkfall- saðgerðir. Með verkfallsheimild reyndust 1849 kennarar (60,8%), en 1022 (36,6%) henni mótfallnir. Þetta er skýlaus meirihluti, en þó ekki eins sannfærandi og í fyrstu virðist því yfirleitt fást verkfallsheimildir átaka- laust hjá öðrum stéttarfélögum. Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands íslands segist ekki vita hvaða félagsmenn innan K.í hafi greitt atkvæði gegn verk- fallsheimild og þá af hverju. „En hinsvegar er náttúrlega Ijóst að verkfall er mjög erfið aðgerð. Það má einnig hugsa til þess að kennarar eru mjög lágt launaðir og því senni- lega bundnari í viðjar lána, vaxta og vísakorta, en þeir sem hafa hærri laun.“ Svanhildur sagðist tvímælala- ust túlka niðurstöður þessarar at- kvæðagreiðslu sem mjög afgerandi vilja kennara til að þrýsta á samn- ingagerð með verkfallsvopninu. „Þrátt fyrir þessa heimild, og hugs- anlega verkfallsboðun, viljum við leggja allt kapp á að ná samningum, sem allra fyrst og forða þannig verkfallsaðgerðum," sagði Svanhild- ur. Næsti fundur samninganefnda K.í. og ríkisins hefur verið boðaður í dag. óþh/BG Svíar og Norðmenn styðja Steingrím í Tromsö: Ræða Palestínu Utanríkisráðherrafundurinn í rromsö hófst síðdegis í gær og jskaði Steingrímur Hermannsson, áðherra, eftir því að deila Pale- itínumanna og ísraelsmanna á ternumdu svæðunum yrði tekin tpp á fundinum. Fundinum er ljós tfstaða Steingríms en hann segist ekki enn hafa lagt fram formlega tillögu um að stofnað verði sjálf- stætt ríki Palestínumanna. „Það eru komnar fram tillögur frá Norðmönnum og Svíum um sama efni,“ sagði Steingrímur í gærkvöld. Málið verður tekið fyrir á fundinum í dag. þj Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alia miðvikudaga Helsinki: TimS ............. 11/4 TimS .............21/4 Gloucester: Jökulfell.................. 12/4 Jökulfell................... 3/5 Jökulfell...................24/5 New York: Jökulfell.................. 14/4 Jökulfell................... 5/5 Jökulfell...................26/5 Portsmouth: Jökulfell.....................14/4 Jökulfell..................... 5/5 Jökulfell.....................26/5 1* SKIPADE/LD SAMBANDSINS LINDARGÖTU 9A • 101 REVKJAVÍK SlMI 698100 l 1 i 1 1 1 k k X TÁKN TRAUSTRA FLUTNINGA I J

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.