Tíminn - 24.03.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn
Fimmtudagur 24. mars 1988
lllllllllll!
:llll||||||||illlll!!lllli
DAGBÓK
Anna Guðný Guðmundsdóttir píanólcik-
ari.
Páll P. Pálsson hljómsveitarstjóri.
Áskriftartónleikar
Sinfóníuhljómsveitar íslands:
Anna Guðný Guðmundsdóttir
leikur Píanókonsert eftir Mozart
Síðustu áskriftartónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands fyrir páska verða í
Háskólabíói í kvöld, fimmtud. 24. mars
kl. 20:30. Stjórnandi verður Páll P. Páls-
son og einíeikari Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanóleikari.
Þrjú verk verða á efnisskránni; Ríma
eftir Þorkcl Sigurbjörnsson, Píanókons-
ert í c-moll eftir Mozart og Sinfónía nr. 1
eftir Sjostakovits.
Anna Guðný lauk burtfararprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík 1979.
Stundaði síðan framhaldsnám við Guild-
hall School of Music and Drama og lauk
þaðan prófi 1982. Hún hcfur komið fram
á fjölda tónlcika, bæði sem cinleikari og
í samleik og gert upptökur fyrir útvarp og
sjónvarp, cn nú kcmur hún í fyrsta skipti
fram með Sinfóníuhljómsveitinni. Hún
leiðbeinir nú við söngdeild Tónlistarskól-
ans í Reykjavík.
Revíuleikhúsið:
Sætabrauðskarlinn í Kópavogi
Ævintýrasöngleikurinn SÆTA-
BRAUÐSKARLINN er sýndur í hinu
nýuppgerða félagsheimili Kópavogs laug-
ardaginn 26. mars kl. 14.00 ogsunnudag-
inn 27. mars kl. 14:00 og kl. 16:00.
Miðasalan er opin í félagsheimilinu frá
kl. 13:00 sýningardagana. Einnig cr sjálf-
virkur símsvari, sem svarar allan sólar-
hringinn, 656500.
Eddie Skoller skemmtir í
íslensku óperunni
Lionsklúbburinn Njörður í Reykjavík
fékk danska skemmtikraftinn Eddie
Skoller til að skcmmta á herrakvöldi
klúbbsins í janúar. Hann vakti mikla
hrifningu og hafa ráðamenn Lionsklúbbs-
ins Njarðar nú gcngist fyrir því að fá
Skoller til að halda almennar skemmtanir
hér á landi.
Eddie Skoller heldur því tvær skcmmt-
anir í íslensku óperunni þann 27. og 28.
mars.
Forsala aðgöngumiða er þegar hafin í
Islensku óperunni.
Aðalfundur Samtaka
gegn astma og ofnæmi
Aðalfundur Samtaka gegn astma og
ofnæmi verður haldinn að Norðurbrún I
í Reykjavík laugardaginn 26. mars 1988
kl. 14:00.
Fundarefni: Vcnjuleg aðalfundarstörf,
kaffiveitingar.
Stjórnin
Félag eldri borgara
Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3,
fimmtudag. Kl. 14: Frjáls spilamennska,
t.d. brids eða lomber. Kl. 19.30: Félags-
vist, hálft kort. Kl. 21: Dans.
Minningarkort
SJÁLFSBJARGAR
í Reykjavík og nágrenni
fást á eftirtöldum stöðum:
Reykjavík: Reykjavíkur apótek,
Garðsapótek, Vcsturbæjarapótek.
Kirkjuhúsið við Klapparstíg, Bókabúð
Fossvogs, Grfmsbæ við Bústaðaveg,
Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10,
Bókabúðin Úlfarsfell, Hagamel 67,
Vcrslunin Kjötborg, Búðargerði 10,
Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers
Steins, Strandgötu 31.
Kópavogur: Pósthúsið.
Minningarkort fást einnig á skrifstofu
Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta.
Listasafn íslands
Frá og með 1. mars verður Listasafn
íslands opið sem hér segir:
Virka daga kl. 11:30-16:30, nema mánu-
daga.
Laugardaga og sunnudaga kl. 11:30-
18:00.
Kaffistofa hússins er opin á sama tíma.
Aðgangur er ókeypis.
Kristján Steingrímur Jónsson.
Kristján Steingrímur í
Glugganum á Akureyri
Á morgun, föstud. 25. mars kl. 21:00
opnar Kristján Stcingrímur Jónsson mál-
verkasýningu í Glugganum Glerárgötu
34.
Kristján Steingrímur er fæddur á Akur-
eyri 1957. Hann útskrifaðist úr Nýlista-
deild Myndlista- og handíðaskóla Islands
1981 og stundaði síðan framhaldsnám við
Ríkislistaháskólann í Hamborg 1983—'87.
Kristján hefur haldið einkasýningar á
Akureyri, í Reykjavík og Þýskalandi, og
auk þess tekið þátt í samsýningum hér
heima og erlendis. Á sýningunni í Glugg-
anum verða aðallega olíumálverk ný af
nálinni.
Sýningin verður opnuð föstudagskvöld-
ið 25. mars kl. 21:00 og stendur til
mánudagsins 4. apríl. Glugginn er opinn
daglega kl. 14:00—18:00 en lokað er á
mánudögum, nema annan dag páska er
opið eins og aðra daga.
Opnunarkvöldið kl. 21:30 mun Jón L.
Halldórsson fara með fáein kvæði við
lágværan undirleik nokkurra félaga sinna
sýningargestum til gamans.
Hrognkelsi - Háskóla-
fyrirlestur um líffræði þeirra
Dr. John Davenport, sjávarlíffræðing-
ur frá Sjávarrannsóknastöð Háskólans í
Wales í Menai Bridge, heldur fyrirlestur
um lfffræði hrognkelsa.
Fyrirlesturinn verður í dag, fimmtud.
24. mars kl. 15:15 í stofu G-6 á Líffræði-
stofnun Háskólans, Grensásvegi 12.
Fyrirlesturinn verður á ensku og eru allir
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Lögfræðiaðstoð Orators
Orator, félag laganema, verður með
ókeypis lögfræðiaðstoð í kvöld kl. 19:30-
22:00 í síma 11012.
Þetta er jafnframt síðasta kvöldið sem
lögfræðiaðstoðin starfar í vetur, en nú
taka við upplestrarfrí og prófannir hjá
háskólanemum.
Aðalfundur
Styrktarfélags vangefinna
Aðalfundur Styrktarfélags vangefinna
verður haldinn í Bjarkarási laugardaginn
26. mars kl. 14:00.
Venjuleg aðalfundarstörf og önnur
mál.
Minningar frá fyrstu árum félagsins:
Sigríður Ingimarsdóttir.
Kaffiveitingar.
Stjórnin
Ghana-piltur óskar
eftir pennavinum
Tvítugur skólapiltur í Ghana óskar
eftir að komast í bréfasamband við fólk á
öllum aldri á lslandi. Hann hefur áhuga á
dansi, tónlist, íþróttum og ferðalögum.
Utanáskrift til hans er:
Teye Ocansey
Y.M.C.A.
P.O.Box 438,
Accra
Ghana
West Africa
Bjarnanesprestakall:
- Fermingar um páska
Pálmasunnudagur kl. 11:00
Hoffellskirkja
Erna Gísladóttir Svínafelli
Pálmasunnudagur kl. 13:30
Bjamaneskirkja
Birna Rafnkelsdóttir, Klettabrekku
Guðmundur Hjartarson, Bjarnanesi
Jóhann Þór Stefánsson, Hæðagarði 10
Jón Ingimar Sigurðsson, Ási
Nanna Dóra Ragnarsdóttir, Akurnesi
Pálmar Hreinsson, Hæðagarði 13
Þórir Gísli Sigurðsson, Ási
Þórunnbjöfg Sigurðardóttir, Ási
Skírdagur kl. 10:30
Hafnarkirkja
Anna María Gíslad., Tjamarbrú 18
Anna Þórdís Ölafsd., Hólabraut lb
Gísli S. Ómarsson, Hlíðartúni 15
Hálfdan Ingvarss., Smárabraut 7
Helga Bragadóttir, Kirkjubraut 22
Ingólfur H. Baldvinss., Norðurbr. 8
Ingvaldur M. Ingv.son, Norðurbraut 8
Ingþór Stefánsson, Hafnarbraut 9
Karl Guðni Ólafsson, Hlíðartúni 21
Kristinn Þór Óskarss., Hlíðart. 13
Magnús Skúlason, Hafnarbraut 16a
Rósa Bjarnadóttir, Miðtúni 13
Sigrún Ólafsdóttir, Silfurbraut 10
Skúli Rúnar Jónsson, Hólabraut 14
Stefán Jónsson, Miðtúni 14
Svala Björk Kristjánsd., Smárabr. 15
Sveinn Rúnar Jónsson, Hafnarbraut 29
Vilberg Tryggvason, Hólabraut 13
Vilborg Stefánsd., Silfurbraut 13
Þorvaldur B. Hauksson, Vogabraut 2
Skírdagur kl. 13:30
Hafnarkirkja
Alda B. Þorvarðard., Miðtúni 23
Anna Björg Kristjánsd., Dilksnesi
Anna Þorsteinsd., Norðurbraut 10
Arnbjörg Sveinsdóttir, Bjarnahóli 7
Benedikt A. Víðisson, Dalbraut 8
Borgþór Egilsson, Hagatúni 11
Brynjar Már Karlsson, Vogabraut 5
Ellý María Guðmundsd. Silfurbraut 39
Eva Ósk Eiríksdóttir, Hólabraut 7
Friðrik Jónas Friðriks., Vogabraut 1
Guðm.H. Gunnarsson,Kirkjubraut55
Guðrún Bára Gunnarsd., Silfurbr. 29
Hólmfríður Sigþórsd., Hlíðartúni 27
Hulda Valdís Gunnarsd. Hólabraut 11
Inga Sigurrós Guðnad. Silfurbraut 2
Ingi Stefán Guðmundss. Hafnarbraut 5
IngibjörgÓsk Sigurðard., Kirkjubr. 52
Jón Þorbjörn Ágústsson, Hrísbraut 13
Katla Stefánsdóttir, Hlíðartúni 17
Kristján Baldursson, Safamýri 49, Rvk.
Annar páskadagur kl. 14:00
Stafafellskirkja
Anna Halldóra Ragnarsd., Syðra-Firði
Húsverndarsjóður
Reykjavíkur
Á þessu vori verða í annað sinn veitt lán úr
húsverndarsjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er
að veita lán til viðgerða og endurgerðar á húsnæði
í Reykjavík sem sérstakt varðveislugildi hefur af
sögulegum eða byggingasögulegum ástæðum.
Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja greina-
góðar lýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum,
verklýsingar og teikningar eftir því sem þurfa þykir.
Umsóknarfrestur er til 25. apríl 1988 og skal
umsóknum stíluðum á Umhverfismálaráð Reykja-
víkur, komið á skrifstofu garðyrkjustjóra, Skúlatúni
2, 105 Reykjavík.
Lögmenn
Aðalfundur Lögmannafélags íslands 1988 verður
haldinn í Hvammi að Hótel Holiday Inn á morgun
föstudaginn 25. mars og hefst kl. 13.30.
Árshóf félagsins verður haldið að kvöldi aðalfund-
ardags í Átthagasal Hótel Sögu og hefst kl. 19.00
Stjórnin
Frá Tónlistarskóla
Kópavogs
Vortónleikar verða haldnir föstudaginn 25.mars
kl. 18 og laugardaginn 26. mars kl. 14. f sal
skólans Hamraborg 11,3. hæð.
Skólastjóri
illllllll
ÚTVARP/SJÓNVARP
llllllllllllll
Fimmtudagur
24. mars
6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Þórhallur Höskulds-
son flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið með Ragnheiði Ástu Péturs-
dóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttirkl. 8.00
og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum
dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30.
Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og
9.00. Margrót Pálsdóttir talar um daglegt mál
laust fyrir kl. 8.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Morgunstund barnanna: „Gúró“ eftir Ann
Cath.-Vestly. Margrót örnólfsdóttir les þýðingu
sína (14).
9.30 Dagmál Umsjón: Sigrún Björnsdóttir.
10.00 Fróttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tfð Hermann Ragnar Stefánsson
kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur Umsjón: Anna Ingólfsdóttir.
(Einnig útvarpað að loknum fróttum á miðnætti).
12.00 Fróttayfirlit. Tónlist. Tilkynningar.
12.20 Hádeglsfréttir
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist.
13.05 „Láttu ekkl gáleysið granda þér“ -
Fræðsluvika um eyðni, 5. hluti. Hlutverk skólans
í baráttunni við eyðni. Umsjón: Ásdís Skúladótt-
ir.
13.35 Mlðdeglssagan: „Fagurt mannlíf", úr æfi-
sögu Árna prófasts Þórarinssonar. Þórberg-
ur Þórðarsson skráði. Pétur Pótursson les (9).
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Fyrlr mig og kannski þig Umsjón: Margrót
Blöndal. (Frá Akureyri) (Einnig útvarpað aðfara-
nótt þriðjudags að loknum fréttum kl. 2.00).
15.00 Fróttir.
15.03 Þingfróttir
15.20 Landpósturinn - Frá Norðurlandi Umsjón:
SigurðurTómas Björgvinsson.
16.00 Fróttir.
16.03 Dagbókin Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið. Umsjón: Sigurlaug Jónas-
dóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi - Albéniz og Mendels-
sohn. a. Þættir úr Spánskri svítu eftir Isaac
Albéniz. Nýja Flharmoníusveitin í Lundúnum
leikur; Rafael Fruhbeck de Burgos stjórnar. b.
Fiðlukonsert I e-moll op. 64 eftir Felix Mendels-
sohn. Anne-Sophie Mutter leikur með Fílharm-
oníusveit Berlínar; Herbert von Karajan
stjórnar.
18.00 Fréttir.
18.03 Torglð - Úr atvinnulífinu Umsjón: Jón
Gunnar Grjetarsson.
Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Tilkynningar.
19.35Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá morgni
sem Margrót Pálsdóttir flytur.
19.40Að utan Fróttaþáttur um erlend málefni.
20.00 Tónlistarkvöld Ríkisútvarpslns Frá tón-
leikum Kammersveitar Reykjavíkur í Listasafni
Islands 14. mars sl. a. „Summer Music" op. 8
fyrir blásarakvintett eftir Samuel Barber. b.
„Zehn stúcke" fyrir blásarakvintett eftir György
Ligeti. c.Kvintett op. 39. fyrir óbó, klarinettu,
fiðlu, lágfiðlu og kontrabassaeftirSergei Prokof-
iev. Kynnir: Bergljót Haraldsdóttir.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Lestur Passlusálma Sóra Heimir Steinsson
les 45. sálm.
22.30 „Of lengi hafa sumar staðið við borðin"
Mynd skálda af störfum kvenna. Áttundi og
síðasti þáttur. Umsjón: Ragnhildur Richter og
Sigurrós Erlingsdóttir. Lesarar: Anna Sigríður
Einarsdóttir og Jóhann Sigurðarson.
23.10 Tónlist að kvöldi dags. a. Concerto grosso
op. 6 nr. 11 D-dúreftir Arcangelo Corelli. Norska
kammersveitin i Anlaen leikur. (Frá norska
útvarpinu) b. Konsert fyrir óbó, strengjasveit og
fylgirödd í d-moll eftir Alessandro Marcello.
Barrokksveit Lundúna leikur. (Frátónlistarhátíð-
inni í Schwetzingen 1987). c. Sinfónía í A-dúr
eftir Joseph Haydn. Kammersveitin í Wúrttem-
berg leikur; Jörg Faerber stjórnar. (Frá tónlistar-
hátíðinnni í Salzburg 1987).
24.00 Fróttir.
24.10 Samhljómur Umsjón: Anna Ingólfsdóttir.
(Endurtekinn þáttur frá morgni).
01.00 Veðurfregnir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
01.00 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagt frá veðri,
færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
7.03 Morgunútvarpið Dægurmálaútvarp með
fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00
og 9.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblað-
anna að loknu fróttayfirliti kl. 8.30. Fastir liðir en
alls ekki allir eins og venjulega - morgunverkin
á Rás 2, talað við fólk sem hefur frá ýmsu að
segja. Hlustendaþjónustan er á sínum stað en
auk þess talar Hafsteinn Hafliðason um gróður
og blómarækt á tíunda tímanum.
10.05 Miðmorgunssyrpa. Einungis leikin lög með
íslenskumflytjendum.sagðarfróttiraftónleikum
innanlands um helgina og kynntar nýútkomnar
hljómplötur. Umsjón Kristín Björg Þorsteinsdótt-
ir.
12.00 Fréttayfirllt - Auglýsingar
12.10 Á hádegi Dagskrá Dægurmáladeildar og
hlutsendaþjónusta kynnt. Sími hlustendaþjón-
ustunnar er 693661.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Á milli mála Umsjón: Gunnar Svanbergs-
son.
16.03 Dagskrá Meinhomið verður opnað fyrir nöld-
urskjóður þjóðarinnar klukkan að ganga sex.
Sem endranær spjallað um heima og geima.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Kvöldtónar Tónlist af ýmsu tagi.
22.07 Nútíminn Kynning á nýjum plötum, fróttir úr
poppheiminum og sagðar fróttir af tónleikum
erlendis.
23.00 Af fingrum fram - Skúli Helgason.
24.10 Vökudraumar
01.00 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00
verður endurtekinn frá mánudegi þátturinn „Á
frívaktinni" þar sem Þóra Marteinsdóttir kynnir
óskalög sjómanna. Fróttir kl. 2.00 og 4.00 og
sagt frá veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00
og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00,
10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00,
17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2
8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands
18.30-19.00 Svæðisútvarp Austurlands Umsjón:
Inga Rósa Þórðardóttir.
Fimmtudagur
24. mars
17.50 Ritmálsfréttir.
18.00 Stundin okkar Endursýndur þáttur frá 20.
mars.
18.30 Anna og félagar (talskur myndaflokkur fyrir
börn og unglinga. Þýðandi Óskar Ingimarsson.
18.55 Fréttaágrip og táknmálsfréttir
19.05 íþróttasyrpa Umsjónarmaður Samúel örn
Erlingsson.
19.25 Austurbæingar (EastEnders) Breskur
myndaflokkur í lóttum dúr. Þýðandi Kristmann
Eiðsson.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Spurningum svarað Dr. Sigurbjörn Einars-
son biskup svarar spurningu Sjafnar Sigur-
bjömsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa.
20.50 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjón-
armaður Ólafur Sigurðsson.
21.25 Taggart. (Taggart - Death Call) - Lokaþátt-
ur - Skoskur myndaflokkur í þremur þáttum.
Leikstjóri Haldane Duncan. Aðalhlutverk Mark
McManus og Neil Duncan. Þýðandi Gauti
Kristmannsson.
22.20 Umhverfið - náttúran - hvað er það?
(Omverden - Naturen - hvad er det?) Dönsk
heimildamynd. Hægt er að svara spumingunni
á ýmsa vegu eins og kemur fram í myndinni.
Heimsóttur er friðaður neðanjarðarhellir, „nátt-
úrulegt" umhverfi gert af mönnum og einnig er
farið á sýningu þar sem fjallað er um það
hvemig maðurinn umgengst umhverfi sitt. Jafn-
framt kynnast áhorfendur fjölskyldu sem hvarf
aftur til „jámaldar" og því hvaða áhrif það hafði
á hana. Þýðandi Ólöf Pótursdóttir. (Nordvision
- Danska sjónvarpið).
23.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.