Tíminn - 24.03.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 24. mars 1988
Ævisaga Roberts Maxwell komin út:
Ævisaga milljarðamæringsins,
útgefandans og blaðakóngsins Ro-
berts Maxwell er komin út undir
nafninu „Maxwell, the Outsider“
sem e.t.v. mætti þýða sem Utan-
garðsmaðurinn Maxwell, og ereft-
ir Tom Bower. Maxwell er líklega
eitthvað óánægður með bókina því
að hann hefur lagt sig í líma við að
reyna að hindra útkomu hennar og
hefur m.a. reynt að fara dómstóla-
leiðina. En þegar hún brást, greip
hann til annarra aðferða, hann
reyndi að beita bóksala þrýstingi
að hafa bókina ekki á boðstólum.
Þau afskipti hans ollu miklu fjaðra-
foki í bókaheiminum í Englandi og
virðast ekki ætla að bera tilskilinn
árangur.
Kannski gefur eftirfarandi frá-
sögn úr bókinni einhverja skýringu
á því hvers vegna Maxwell var
svona í mun að hindra að bókin
kæmist fyrir almenningssjónir. Þar
er nefnilega skýrt frá uppvexti
blaðakóngsins og hinum skjóta
frama hans í útgáfuheiminum þeg-
ar Evrópa lá í rúst að aflokinni
heimsstyrjöldinni síðari.
Laun erfiðisins
uppskorin
Á hlýju júníkvöldi 1985 var
mikið um dýrðir á heimili Roberts
Maxwell að Headington Hill Hall í
Oxford í tilefni 40 ára brúðkaups-
afmælis hans. Allt var með glæsi-
brag, innan dyra sem utan, og
gestirnir 500 voru ekki af verri
endanum. Maxwell, Elisabeth
kona hans og 7 börn þeirra hjóna
böðuðu sig í auðæfum og ham-
ingju, eins og öllum mátti ljóst
vera.
Maxwell, sem hefur sóst eftir
kunningsskap við þekkt, voldugt
og auðugt fólk, heilsaði með
handabandi skartbúnum stjórn-
málamönnum, bankamönnum,
viðskiptajöfrum, vísindamönnum,
blaðamönnum, lögfræðingum,
verkalýðsforkólfum fótboltagörp-
um og stjörnum í skemmtanaiðn-
aðinum. Hann skálaði í kampavíni
við Harold Wilson, David Frost,
sir Robin Day, Ludovic Kennedy,
Rothermere lávarð, Sieff lávarð,
Hugh Scanlon, Ray Buckton og
margt annað þekkt fólk sem sýndi
sína bestu hlið í þessu glæsilega
samkvæmi þar sem jafningjar
blönduðu geði.
í geysistóru tjaldi sem reist var
yfir sundlaugina og dansgólf leit-
uðu gestirnir að sætum sínum við
eitt af þeim 44 lystilega skreyttu
borðum. Innan um allan silfur-
borðbúnaðinn fann hver gestur
gjöf frá „Bob og Betty“; rándýrt
leðurveski með snyrtisetti. Rausn-
arlegt upphaf að glæsilegu og
ógleymanlegu kvöldi.
Þegar gestirnir höfðu gert fjór-
réttaðri máltíð góð skil upphófust
ræðurnar. Elisabeth talaði hrærð
um hvað manni hennar hefði áunn-
ist í lífinu og hversu einmana hún
hefði sjálf verið á meðan hann var
að hendast heimsendanna á milli
til að byggja upp hið mikla veldi
sitt og auðæfi. Og öll sjö börn
þeirra hj óna stóðu upp þegar greint
var frá því hvað þau væru komin
langt á menntabrautinni, allt frá
gagnfræðaprófi til háskólaprófs.
Og Harold Wilson, sem reyndar er
farinn að fella talsvert af, stóð upp
og söng hjónabandinu og gestgjöf-
um sínum lof og dýrð.
Þá stóð gestgjafinn sjálfur upp,
feikna stór maður bæði til líkama
og sálar og umleikinn dularhjúpi.
Innihald hans ræðu var hamingju-
óskir til hans sjálfs fyrir þann
frábæra árangur sem hann hefði
náð í lífsbaráttunni. Ekki minnsti
efi steðjar að honum um að honum
hafi tekist að sigrast á öllum erfið-
leikum, þrátt fyrir erfiða og ójafna
baráttu. Hann vildi að umheimur-
Drengurinn Jan Ludvik Hoch
inn gleymdi þeim tilfellum þar sem
hann hafði beðið ósigur og dáðist í
staðinn að heimsveldinu sem hann
hefur byggt upp.
Fáir geta neitað því að þetta
kvöld var ógleymanlegt, og þá eru
þeir ekki undanskildir sem eru
með alls staðar þar sem eitthvað er
um að vera. „Þetta er eitthvað fyrir
safnara," heyrðist tuldrað og ein-
hverjum datt í hug samlíking við
Gatsby, hina frægu söguhetju F.
Scotts Fitzgeralds. Þetta kvöld var
nefnilega enn merkilegra þegar
haft er í huga hvert Robert Max-
well á uppruna sinn að rekja.
Fæddur meðal
frumstæðra fátæklinga
í Karpató Rúteníu
Robert Maxwell fæddist 10. júní
1923 í Slatinske Doly, litlu þorpi í
Karpató Rúteníu, í miðju vfðáttu-
mikils skóglendis sem afmarkast af
Karpatafjöllum og fljótinu Tisza,
sem markaði þá landamæri Tékkó-
slóvakíu og Rúmeníu.
Á þessum slóðum voru sennilega
frumstæðustu og fátækustu íbúar á
öllu meginlandi Evrópu. Sagan
segir að íbúar Slatinske Doly, 6000
að tölu, hefðu ekki einu sinni ráð
á að eiga kirkjugarð, annaðhvort
fluttust þeir burt eða fuglarnir átu
líkama þeirra úr gálgunum.
Fæstum þorpsbúa auðnaðist að
finna sér öruggan tekjustofn en
fundu þó flestir einhverja leið til að
draga fram lífið. Meðal þeirra
alfátækustu var faðir Roberts,
Mechel Hoch, hávaxinn og elju-
samur bóndi, sem vann fyrir lúsar-
launum með því að kaupa naut-
gripi frá bændum og selja aftur
slátrurum í grenndinni, og síðan
húðirnar súturum. Þegar hart var í
ári bætti hann við tekjurnar með
því að vinna daglaunavinnu sem
skógarhöggsmaður eða kaupamað-
ur á bóndabæjum, sérstaklega á
uppskerutímanum.
Við fæðingu nefndi Mechel son
sinn Abraham Ljabi. En þegar
hann lét skrá drenginn á ráðhúsinu
heimtaði tékkneski embættismað-
urinn að drengurinn bæri ték-
kneskt nafn í manntalinu. Fullt
nafn drengsins varð því Jan Ludvik
Hoch.
Mechel var Gyðingur og stund-
aði sína trú þó að hann væri ekki
heittrúaður. Stundum sagði hann
krökkunum til í Talmud, hinni
fornu lögbók Gyðinga og stöku
sinnum þjónaði hann í einhverri af
hinum fábrotnu sýnagógum í þorp-
Óbreytti hermaðurinn
Leslie du Murier
inu. Robert var ekki sérlega ná-
kominn föður sínum, aðsumu leyti
vegna þess að Mechel varði miklu
af tíma sínum í ferðalög um sveit-
irnar í leit að nautgripum til kaups
og að hluta til vegna þess að hann
var ákaflega hændur að móður
sinni og afa.
Hoch-fjölskyldan bjó í tveim
herbergjum í leiguhúsnæði. Á vetr-
um urðu krakkarnir að skiptast á
um að nota skóna, eitt barn fór í
skónum í skólann að morgni en
annað notaði skóna eftir hádegið.
Bernska Roberts Maxwell ein-
kenndist af fátækt og áhrifum
ævagamallar og ómengaðrar Gyð-
ingartrúar. Öll börnin í þorpinu
báru svarta kollhúfu, að nóttu
jafnt og degi, og hrokknir hárlokk-
ar dingluðu fyrir framan eyrun.
Hann talaði jiddísku við foreldra
sína og vini. f trúarbragðakennsl-
unni var honum kennd hebreska.
Þar að auki lærði hann slæðing af
ungversku, rútensku og tékk-
nesku.
Maxwell heldur því sjálfur fram
að hann hafi bara stundað
sjálfsnám, en rétt eins og hin
börnin í þorpinu naut hann skóla-
göngu í 7 ár, þó að hún líkist
raunar ekki þeirri skólagöngu sem
við þekkjum nú á dögum. Vinir frá
skóladögunum minnast hans sem
bráðþroska, áhugasams og vel gef-
ins nemanda. Hann var orðinn læs
8 ára gamall, að vísu aðeins á
hebreska letrið. En enn í dag finnst
honum erfitt að handskrifa og það
sem hann setur niður á blað er því
sem næst ólæsilegt.
Lffið var enginn dans á rósum í
Slatinske Doly en þar var þó einn
möguleiki til þess að gera lífið
bærilegra. Staðurinn var alveg
kjörinn til smygls. Geysileg eftir-
spurn eftir nautgripum var handan
við landamærin, í Rúmeníu, en
þar voru háir skattar lagðir á
slátmn og kjötsölu. Enginn vafi
leikur á því að Maxwell hefur
fylgst með því af lifandi áhuga
hvernig viðskiptin fóru fram milii
kjötsmyglaranna og viðskiptavina
þeirra.
Sérstæðir og lærdóms-
ríkir viðskiptahættir
Þegar tunglið var fullt var bæði
hestum og nautgripum smalað á
fleka til að fleyta þeim yfir ána
Tisza og þaggað niður í þeim með
pokum fylltum höfrum auk þess
sem hófar þeirra og klaufir voru
vafin strigadruslum. Þegar flekarn-
ir höfðu náð landi á hinum bakkan-
um, hófust viðskiptin.
Liðsforínginn Ian Robert Maxwell
Hestaprangarar eru víst sömu
gerðar hvar sem er og þeir eru
alræmdir fyrir að gefa loforð, sem
ekki standast, og vera ófeimnir við
að ýkja kosti gripa sinna. Svo ekki
sé talaðum prúttgáfuna. Smyglarar
í samningagerðum í tunglsljósi
hljóta að standa enn hallari fæti í
viðskiptunum, þar sem kaupend-
urnir gerðu sér vel ljóst að þegar
Tékkarnir voru búnir að ferja
„varning" sinn yfir fljótið áttu þeir
ekki annars úrkosti en að selja
skepnurnar. Tunglskinsbaðaðir
bakkar fljótsins Tisza í Karpató
Rúteníu voru óvenjulegt stæði fyrir
verslunarskóla, en það var einmitt
þar sem Maxwell tileinkaði sér þær
viðskiptaaðferðir sem hann hefur
viðhaft æ síðan.
Maxwell gekk líka í smiðju til
afa síns, Yaacov Schlomovitch,
sem annaðist milligönguviðskipti
með hvaða varning sem var og hirti
ágóða í leiðinni. Maxwell varð
margs vísari við að fylgjast með afa
sínum síleitandi að viðskiptamögu-
leikum og prúttandi á báðar hend-
ur til að bæta eigin hag sem mest.
Þessi sýnikennsia, auk meðfædds
viðskiptavits hefur komið Maxwell
að góðum notum þegar hann hefur
átt í höggi við menntaðri kaup-
sýslumenn beggja vegna Atlants-
hafsins, og þeir hafa lært að óttast
og fyrirlíta aðferðir hans, sem þeir
sífellt verða að láta í minni pokann
fyrir.
Fortíðin grafin og nýtt
líf hefst - en hvernig?
í apríl 1939 yfirgaf Jan Hoch
heimaslóðirnar í Slatinske Doly og
fór ásamt Alex Pearl, nánasta vini
sínum á þeim tíma til Búdapest.
Þar tókust þeir af fullri festu á við
það verkefni að glata fortíð sinni.
Þeir tóku herbergi á leigu og fundu
vinnu sem sendisveinar. Þeir lögðu
svörtu kollurnar sínar á hilluna og
létu klippa hár sitt svo að þeir bæru
ekki eins með sér að þeir væru
Gyðingar.
Og þá allt í einu, upp úr þurru
hvarf Hoch. Mörgum árum síðar
ságði Maxwell/Hoch Pearl frá því
að hann hefði hitt hóp tékkneskra
hermanna, sem ætluðu að komast
til Frakklands. Þeir féllust á að
taka hann með í hópinn gegn því
skilyrði að hann kveddi ekki vini
sína. í fyllstu leynd ferðaðist hann
með Tékkunum með lest til Zagreb
í Júgóslavíu og hélt ferðinni þaðan
áfram til Palestínu.
Á sjöunda áratugnum leit önnur
útgáfa dagsins ljós í fréttatilkynn-
ingu frá Maxwell sjálfum. „Hoch/
Maxwell, sem þá var aðeins 16 ára,
gekk í tékkneska herinn, barðist
gegn Þjóðverjum og Rússum í
Austur-Evrópu, hörfaði yfir Evr-
ópu allt til Svartahafsins með tékk-
neska hernum og aftur tilbaka til
Frakklands um Búlgaríu og
Grikklands, nógu snemma til að
lenda aftur í bardögum við Þjóð-
verja. Særðist og var tekinn til
fanga af nasistum í Orleans en
tókst að flýja.“
Síðar sagði Maxwell í viðtali við
enska blaðið The Sunday Times að
í desember 1939 hefði verið
„klappað á öxlina á honum á
götuhorni" í Búdapest þegar hann
hafði aðstoðað nokkra tékkneska
flóttamenn sem ætluðu til Júgó-
slavfu. Hann gaf í skyn að á þeim
tíma hefði hann tekið þátt í ands-
pyrnuhreyfingunni og það eina sem
hefði komið í veg fyrir að hann
hefði verið tekinn af lífi var hversu
ungur hann var, ekki enn orðinn 18
ára.
Á næstu árum þar á eftir voru
margar útgáfur sögunnar á kreiki,
þar til í júlí 1987 að Maxwell var í
útvarpsviðtali á BBC. Þar gaf hann
eftirfarandi skýringu á ferli sínum:
„Ég leiddi tékkneska sjálfboðaliða
út úr því sem þá var Tékkóslóvak-
ía, gegnum Ungverjaland, inn í
Júgóslavíu, en þeir voru á leiðinni
að slást í hóp tékkneska sjálfboða-
liðahersins í Frakklandi."
Hann bætti því við að hann hefði
verið tekinn höndum, „píndur og
laminn og dæmdur til dauða fyrir
njósnir," en hefði komist hjá því
að dauðarefsingunni væri fullnægt
vegna afskipta franska sendiherr-
ans. Síðan flúði hann „til Júgó-
slavíu, þaðan til Grikklands, Búlg-
aríu, Tyrklands, Sýrlands og Pal-
estínu til Frakklands og þar í
tékkneska herinn.“
Þessar mismunandi útgáfur eru
vægast sagt ruglingslegar. T.d. var
engin tékknesk andspyrnuhreyfing
til sem barðist gegn Þjóðverjum
1939 í Karpató-Rúteníu eða Búda-
pest. M.a.s. voru engir þýskir her-
menn þar niðurkomnir á þeim
tíma. í þokkabót yfirgáfu margir
Tékkar föðurland sitt á þessum
tíma og lestarleiðin sem lá um
Ungverjaland var síður en svo.
leynileg. Þeir hefðu áreiðanlega
ekki þurft á 16 ára unglingi að
halda til að leiðbeina sér.
En þó að sögurnar séu hver með
sínum hætti koma þær þó allar
saman í Frakklandi, í Agde fyrir
vestan Marseille, en þar stakk
Maxwell upp kollinum snemma árs
1940. Nokkrum mánuðum síðar,
þegar Þjóðverjar höfðu ráðist inn í
Frakkland, sigldi hann með tékk-
neska herfylkinu til Bretlands.
Tékkneskur flugmaður, Jan
Horal að nafni, hitti Maxwell
skömmu eftir komu hans til
Bretlands. Þá var Horal að safna
saman vélvirkjum og Maxwell gaf
sig á tal við hann. þar sem hann