Tíminn - 24.03.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.03.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 24. mars 1988 Tíminn 7 vildi umfram allt losna úr því tilbreytingarlausa og leiðinlega lífi sem honum fannst í búðum tékk- nesku herdeildarinnar í grennd við Dover. „Landar hans, Tékkarnir, voru með þjóðernisgorgeir og höfðu fyrirlitningu á Gyðingum. Þcim var í blóð borið að þykja lítið varið í ómenntaðan Rúteníumann sem leit út eins og flakkari og talaði bara litla og lélega tékknesku," segir Horal. Maxwell hafði ekkert vit á vélum og Horal gaf honum þess vegna afsvar. En Maxwell var þrár. „Ég er mjög fljótur að læra,“ sagði hann. Slík ýtni þótti ekki viðeig- andi en þetta er í fyrsta sinn, svo að hefur fengist staðfest, að Max- well lét í ljós metnað sinn og sjálfstraust. Eftir afsvar Horals greip Max- well til þess ráðs sem heyrir alger- lega til undantekninga. Hann sótti um inngöngu í verkfræðingasveitir hersins, sem sjá um vega- og brúa- gerð, þó að ekki leiki eins mikill ljómi um þær og bardagasveitir. En þarna sá hann tækifæri til að losna við fordóma og einangrun. Hann var sendur til herbúða í Englandi og segist hafa lært þar ensku af konu á staðnum á 6 vikum. Það er a.m.k. vitað að áður en tvö ár voru liðin hafði hann tileinkað sér þá ensku framkomu sem hann sýnir enn í dag. Þveröfugt við flesta aðra flótta- menn vann hann meðvitað að því að afneita uppruna sínum og kynnti sér gaumgæfilega lífshætti innfæddra Breta. Hann hlaut umb- un ástundunarsemi sinnar í októ- ber 1943 þegar honum var fengin staða við breska herdeild. Það var mjög óvanalegt og heyrir til undan- tekninga að tékkneskur ríkisborg- ari hljóti inngöngu í breskt her- fylki, jafnvel þó á stríðstímum sé. En þessi herdeild var einmitt að þjálfa sig fyrir innrásina í Norm- andí og hafði þörf fyrir þýskumæl- andi liðsmenn til að þýða skilaboð óvinanna, sem náðust á Ijósvakan- um. Stórfylkisstjóranum Gary Cart- hew-Yourson, æðsta yfirmanni herdeildar Maxwells, leist strax vel á Robert og féllst óðar á að hann tæki við störfum við njósnadeild- ina. Sú ákvörðun var upphafið að ferli Maxwells. Skipt um nafn einu sinni - tvisvar og þrisvar! Áður en Maxwell fékk inngöngu í bresku herdeildina tók hann sér nafnið L.I. du Maurier, óbreyttur hermaður, en það nafn hafði hann valið af sígarettutegund til að dylja sitt rétta þjóðerni ef hann lenti í höndunum á Þjóðverjum. Flestir starfsbræðra hans voru námu- og verkamenn frá héraðinu umhverfis Stoke-on-Trent og honum samdi vel við þá enda margt líkt með honum og þeim, allir lítið menntaðir og sjóndeildarhringur- inn þröngur. Þegar 21 árs afmælisdagur Max- wells rann upp hafði hann verið hækkaður í tign og gerður að liðþjálfa, yfirmanni 7 leyniskyttna. Hann kunni að meta tignarmerkin sem voru tákn valdsins og að segja öðrum mönnum fyrir verkum. Einn undirmanna hans sagði að það virtist honum meðfætt að skipa fólki fyrir. í orrustu í Frakklandi, skömmu eftir innrásina, sýndi Maxwell fram á að hann var atorkusamur her- maður, sem gekk að starfi sínu af sannfæringu og vann af hollustu fyrir liðsforingjann sem ábyrgð bar á njósnum á vígvellinum. Maxwell lét sig stöðugt hverfa bak við víglínuna og oft kom hann aftur fram í þýskum einkennisbúningi. Þó að mikið mannfall væri í liðinu komst Maxwell heilu og höldnu í gegnum átökin og kom til Parísar skömmu eftir frelsun borgarinnar í september. Þá var hann þekktur undir nafninu „Jones, óbreyttur hermaður" en því hafði hann gegnt þegar hann stundaði njósnirnar. Nú gekk Maxwell aftur á fund stórfylkissstjórans Carthew-Your- son, sem hafði yfirstjórn breska herliðsins í höfuðborg Frakklands með höndum, og fékk nú það verkefni að slást í lið með frönsk- um hópi sem tók hlýlega á móti starfsliði herliðs bandamanna góð- ar viðtökur. í þeim hópi vann sem túlkur Elisabeth (Betty) Meynard, dóttir silkiframleiðanda frá Lyon, sem var mótmælendatrúar. Hún lýsir fyrsta fundi þeirra Maxwells sem „ást við fyrstu sýn". Þau smíðuðu saman framtíðaráætlanir og hann lýsti þeim metnaði sínum að: vinna í Bretlandi, verða ríkur og taka sæti á þingi. Nú var svo komið að yfirmenn hans höfðu veitt honum góða eftir- tekt og líkað vel það sem þeir sáu. Auðjöfurinn Bob Maxwell, útgefandi Hann var enn hækkaður í tign. A sama tíma stakk Carthew-Yourson því að honum að hvorki nafnið du Maurier né Jones hæfðu honum lengur. Einhver stakk upp á nafn- inu Robert Maxwell, sem þótti hæfa sérlega vel enda rammskoskt. Jan Hoch var hins vegar ekki reiðubúinn til að kasta fortíð sinni algerlega fyrir róða og tók sér því Ian sem fyrsta nafn. Löngu síðar gat Ian Robert Maxwell ekki enn gert upp við sig hvort „skírnarnafn- ið“ hann vildi heldur nota. Frami Maxwells innan breska hersins hélt áfram. Hann var í forystu fyrir hersveit sinni í Hol- landi í janúar 1945 og var sæmdur heiðursmerki fyrir framgöngu sína þar. Það var sjálfur Montgomery marskálkur sem nældi því í búning hans. Þá lá leið Maxwells til Parísar þar sem hann gekk að eiga Betty sína 15. mars. Gnótt tækifæra í stríðsrústum Þýskalands í lok stríðsins var gnótt tækifæra í Þýskalandi þar sem metnaðar- gjarn og vel gefinn liðsforingi gat makað krókinn. Maxwell varð kyrr í hernum og fór til Berlínar þar sem hann tók við starfi hjá nefnd, sem úthlutaði leyfum til Þjóðverja sem óskuðu eftir að sýna kvikmyndir, setja leikrit á svið eða gefa út bækur og blöð. Hann var gerður yfirmaður þeirrar deildar sem átti samskipti við blöðin. Hann gekk úr hernum í júlí 1946 en hélt áfram yfirmannsstarfinu í leyfisveitinganefndinni. Um sama leyti varð hann sér úti um fyrsta forstjóratitilinn í London, í smá- fyrirtæki sem Tékki, Arnos Lobl að nafni hafði komið á fót. Það hefur reynst erfitt að slá því föstu hvort Maxwell tók að sér stjórn fyrirtækisins á meðan hann gegndi enn störfum á vegum nefndarinnar í Berlín, en það er vitað að ekki leið á löngu áður en hann átti meirihluta fyrirtækisins. Hann var stöðugt á höttunum eftir viðskipt- um og ferðaðist m.a. í því skyni iðulega til rússneska hernáms- svæðisins. í eitt skipti heimsótti hann hina víðfrægu bókamessu í Leipzig, sem hafði verið endurvak- in, og þar vaknaði áhugi hans á bókum. í mars 1947 hætti hann störfum hjá nefndinni í Berlín og sneri til London, þar sem hann stofnaði fyrirtæki, sem gengur undir nafn- inu Eppac. Aðalverksvið þess var að flytja inn þýsk blöð og selja þau þýskum stríðsföngum í Bretlandi. Það var mikið verk fyrir Maxwell og félaga hans, Tékkann John Kisch, að ferðast um milli stríðs- fangabúða á risastórum gráum Dodge bíl sem enn bar einkennis- númer hernámsveldanna í Berlín. Að vísu gengu viðskiptin vel en þeir félagar sáu fljótlega að við- skiptavinunum færi ört fækkandi. Haustið 1947 fór Maxwell þess vegna eina ferðina enn til hinnar stríðshrjáðu Berlínar og nú var erindið að koma við í niðurníddum aðalbækistöðvum stærsta útgáfu- fyrirtækis á vísindaritum í heimi, Ferdinand Springer. Þaðan fór hann ekki fyrr en hann hafði upp á vasann samning um að fyrirtæki hans, Eppac, ætti einkarétt á að dreifa ritum Springers og bókum um allan heim. Sé verðmæti þess- ara viðskipta reiknuð til núvirðis nema þau um hálfri milljón sterl- ingspunda. Á grundvelli þessa við- skiptasamnings byggði Robert Maxwell síðan útgáfu- og fjármála- veldi sitt. Umboðsmaður Springer- fyrirtækisins í útlöndum Ferdinand Springer og Tonjes Lange, eigendur Springer-útgáfu- fyrirtækisins, voru að eðli til venju- fastir og íhaldssamir. En þessi glæsilegi breski liðsforingi, sem var fullur sjálfstrausts og talaði auk alls annars þýsku, hafði geysimikil áhrif á þá. Maxwell varð sérstak- lega handgenginn Lange og leit reyndar síðar á hann sem föður sinn og kallaði hann „frænda“. Lange var í öngum sínum. Nú voru meira en tvö ár liðin síðan stríðinu lauk og eftirspurnin eftir gömlum tölublöðum af vísinda- tímaritum og bókum var yfirþyrm- andi, sérstaklega frá bókasöfnum. En það var einn óyfirstíganlegur þrándur i götu. Fyrirtækið mátti ekki senda tímaritin úr landi nema í stórum bunkum, það var því þörf fyrir einhvern til að annast dreif- inguna til viðskiptavina í yfir 20 löndum. Maxwell stakk upp á því að hann yrði umboðsmaður Springer-fyrir- tækisins í útlöndum og tók Lange þeirri hugmynd fagnandi, þó að Ferdinand Springer hefði sínar efa- semdir vegna reynsluleysis Max- wells í útgáfumálum. Það hittist vel á, nýlega höfðu hernaðaryfir- völdin fallist á að sleppa hendinni af dýrmætum birgðum Springer- fyrirtækisins, sem geymdar voru í vöruhúsi á rússneska hernáms- svæðinu. Maxwell kastaði sér yfir verkcfnið eins og hvirfilvindur, skipulagði flutninga og útvegaði nauðsynleg útflutningsleyfi. Hann var ákveðinn í því að þessi viðskipti skyldu takast vel. Öll viðskipti Þjóðverja voru undir stjórn skrifstofu í Frankfurt á meðan Þýskaland laut yfirstjórn bandamanna. Á þessari skrifstofu var sett ákveðið verð á allan út- flutning, og sú vcrðlagning byggð- ist á gengi hins fyrirlitna ríkismarks gagnvart dollar eða sterlingspundi. 1947 var algengasta gengið 13 mörk fyrir pundið, en Maxwell tókst að fá 21 markeða 60% meira, sem jók ágóða hans verulega. í ársbyrjun 1948 tóku tímarit og bækur Springers að streyma til London. Þar veitti þeim viðtöku Vernon Baxter, þýskur flóttamað- ur, og var hans verksvið að koma ritunum áfram áleiðis. Þegar Baxter mætti til vinnu fyrsta daginn hafði Maxwell steingleymt til hvers hann hefði verið ráðinn. „Hann spurði mig hvort ég gæti sett upp bókadeild," segir Baxter. „Án þess að blikna eða blána sagði ég að ég gæti það, en í raun og veru hafði ég enga hugmynd um hvernig átti að gera það.“ Flestir starfsmenn Maxwells voru Gyðingar frá Mið-Evrópu, flóttamenn, sem voru þakklátir fyrir að fá vinnu, þó að hún væri illa borguð og aðstaðan ekki upp á marga fiska. „Húsnæðið var að springa utan af okkur,“ segir Baxter. „Og þegar nýr starfskraft- ur bættist í hópinn var ætlast til þess að hann fyndi sér planka og stól og hæfist handa.“ Maxwell, ungur og óreyndur, lét sér hvergi bregða þar sem hann ríkti við gnýinn afblöndu af þýsku, pólsku og jiddísku. Ferdinand Springer hafði í fyrstu verið sallaánægður með hvað Max- well tókst vel til með ritaflutning- ana til Bretlands, en nú vöknuðu efasemdir hans á ný. Springer- fyrirtækið hafði af alúð tamið sér á meira en aldarlöngum ferli virðu- lega framkomu eins og hæfði út- gefanda þekktra höfunda, og kom- ið sér upp ákaflega reglusömu dreifingarkerfi. „Hefur ekkert vit á bók- um og gæti eins verið að braska með nautgripi!“ „Áhugamanna“aðferðirnar í London leiddu til kvartana frá gömlum viðskiptavinum um að rit- in bærust þeim seint í hendur. Ferdinand hafði uppi ásakanir um að Maxwell hefði enga ást á bókum og rithöfundum eins og gömlum og grónum útgefanda bæri, hann væri bara mangari sem af tilviljun höndlaði með bækur en gæti eins verið á kafi í nautgripabraski. Lange var ekki eins áhyggjufull- ur og Ferdinand. Hann var sann- færður um að framtíð útgáfufyrir- tækisins ætti allt sitt undir Englend- ingnum. Hann varð enn vissari í sinni sök þegar Maxwell upplýsti sumarið 1948 að hann hefði ekki bara tryggt sér pantanir á vísinda- tímaritum frá bresku stjórninni og breskum háskólum. Hann hefði líka komið því svo fyrir að háttsett- ur maður í utanríkisráðuneytinu opnaði sýningu á þýskum bókum í London. Þá bauð Lange Maxwell annan stóran hluta af eignum Springers: lagerinn af tímaritum og bókum, sem geymdur var í Vín og ekki var hægt að nálgast þar sem öll viðskipti milli Austurríkis og Þýskalands voru stranglega bönnuð. Maxwell lét ekki bjóða sér það tvisvar að austurrísku birgðirnar yrðu seldar Eppac, væru fluttar til London og aftur seldar út um allan heim fyrir hönd Springers. Vínar- birgðirnar voru um hundrað þús- und punda virði, en Springer vissi að ef þeir gæfu yfirvöldunum upp- lýsingar um raunverulegt verðmæti þeirra, yrði útflutningur þeirra þegar stöðvaður. Springer og Lange tjáðu Maxwell að þeir hefðu ákveðið að vanmeta birgðirnar og á samningi Springers og Eppacs kemur fram verðið 4.000 sterl- ingspund (en var reyndar síðar hækkað upp í 12.000 pund). Innan örfárra vikna hafði Max- well tekist að ryðja öllum skrifræð- ishindrunum úr vegi og 70 kössum með bókum og tímaritum var hlað- ið á járnbrautarvagn á Ieið til London. Fjórum mánuðum síðar, þegar sjöunda og síðasta sendingin fór frá Vín, hafði Maxwell þegar umráð yfir feiknamagni bóka og tímarita, sem átti eftir að vekja áhuga alls hins menntaða heims. Þegar aðrir liðu neyð lifði Maxwell í vellystingum í London var Maxwell sjálfs- traustið uppmálað. Þrátt fyrir þrengingar eftirstríðsáranna, virt- ist hann aldrei verða var við skömmtunina á öllu, allt frá brauði og eggjum til bensíns og fatnaðar. Hann þaut um London, klæddur vel sniðnum klæðskerasaumuðum fötum og virtist hafa komið sér upp lífsstíl sem fáir aðrir höfðu efni á. Hann ók um á rauöum Chryslerbíl, hinni mestu bensíngleypu, sem hann hafði komið með frá Prag, en ekki leið á löngu þar til hann skipti um og fékk sér Cadillac. En það leit ekki allt eins vel út á vinnustaðnum. Þrátt fyrir ótæm- andi orku Maxwells og einbeitnina, var ringulreið ennþá rtkjandi hjá fyrirtækinu Eppac. Yaacov Schlomovitch hafði kennt sonar- syni sínum hvernig ætti að bera sig við að prútta í viðskiptum með góðum árangri, en honum hafði láðst að kenna stráknum hvernig ætti að skipuleggja skrifstofu og starfslið. Sumarið 1949 lifnaði enn einu sinni vantrú Ferdinands Springer. Það hafði tekið heilt ár að pakka upp, raða og skrá Vínarbirgðirnar og enn hafði starfslið Eppac ekki náð tökum á því að halda rétt birgðabókhald eða afgreiða pant- anir fljótt og vel. Það var Maxwell sjálfur sem hafði orð á því við Springer að Eppac væri reyndar ekki þess megnugt að dreifa „hinum heims- þekktu ritum Springers". í staðinn stakk hann upp á að þeir stofnuðu nýtt fyrirtæki, sem yrði nefnt Lange, Maxwell & Springer (LMS) og 49% hlutabréfanna yrðu í eigu Þjóðverjanna fyrir 10.000 pund. Lange yrði ólaunaður stjórnarfor- maður en Maxwell framkvæmda- stjóri. Þjóðverjarnir féllust á þetta fyrirkomulag, vegna þess að þeir álitu að þar með kynnu þeir að ná betri stjórn á alþjóðlegu við- skiptunum en þeir höfðu þá í gegnum Eppac. Hugmyndir Maxwells um LMS eru dæmigerðar um viðskiptavitið hans. Hann var stjórnandi tveggja fyrirtækja, Eppac og LMS, sem skv. kenningunni áttu áð starfa saman en þau gætu líka komið honum í hagsmunatogstreitu. Það var snilldarbragð Maxwells að tryggja sér samþykkt Springer- fyrirtækisins við þessi tvíræðu við- skipti, sem færðu hann nær þeirri stöðu milljarðamæringsins sem hann þráði. Það var einfalt fyrir- komulag sem leiddi í ljós kjarna starfsaðferða hans í framtíðinni, að hólfa verkefnin niður. „Allir vinna í blossum, nema Maxwell,“ sagði einn traustra ráð- gjafahans20árumsíðar. „Maxwell er sá eini sem kann alla áætlunina, og hún er reyndar alltaf að breyt- ast.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.