Tíminn - 24.03.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.03.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Fimmtudagur 24. mars 1988 llllllllllillillllllllllll AÐ UTAN Lýðræðisleg rekstrarform fyrirtækja Þátttöku- og samvinnufyrirtæki Hvað getum við lært af reynslu Evrópu og Bandaríkjanna? Derek C. Jones, prófessor í hagfræöi viö Hamilton College í New York fylki í Bandaríkjunum, heldur fyrirlestur á Hótel Sögu fimmtudag- inn 24. mars kl. 20.00. Pallborðsumræður á eftir. Stjórnandi: Jónas Guðmundsson hagfræðingur. Þátttakendur: Guðjón B. Ólafsson forstjóri Kjartan Jóhannsson alþingismaður Kristín Ástgeirsdóttir kennari Tryggvi Sigurbjarnarson verkfræðingur Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Samband ungra framsóknarmanna hvetur samvinnumenn og fram- sóknarmenn til að mæta á fyrirlesturinn. Húnvetningar - % fi. p Æ: k ■ Guðni Valgarður Almennur fundur um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga verður haldinn á Hótel Blönduósi fimmtudaginn 24. mars n.k. kl. 20.30. Frummælendur verða Guðni Ágústsson alþingismaður og Valgarður Hilmarsson oddviti. Allt áhugafólk um framtíð landsbyggðarinnar hvatt til að koma. Framsóknarfélag Austur-Húnvetninga Hafnarfjörður Framhaldsaðalfundur í Framsóknarfélagi Hafnarfjarðar verður hald- inn mánudaginn 28. mars kl. 20.30, að Hverfisgötu 25. ATH: Breyttan fundartíma. Stjórnin Hafnarfjörður Aðalfundur í fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Hafnarfirði verður haldinn að Hverfisgötu 25, mánudaginn 28. mars kl. 21.00. Fundurinn er öllum opinn, en ásamt aðalmönnum eru varamenn sérstaklega boðaðir. Formaður eða framkvæmdastjóri kjördæmissambandsins og ein- hverjir af þingmönnum flokksins í kjördæminu munu mæta á fundinum. ATH: Breyttan fundartíma Stjórnin Reykjanes Kjördæmissamband framsóknarmanna í Reykja- neskjördæmi hefur ráðið framkvæmdastjóra, Sig- urjón Valdimarsson. Aðsetur hans verður að Hamraborg 5 í Kópavogi. Sími 43222. Skrifstofan verður opin: Þriðjudaga kl. 16.30-19.00 Fimmtudaga kl. 16.30-19.00 Föstudaga kl. 16.30-19.00 Fulltrúaráðsfundur - Reykjavík Fulltrúaráðsfundur Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 29. mars kl. 20.30 í Nóatúni 21. Fundarefni: Starfs- og málefnanefndir fulltrúaráðsins gera grein fyrir sínu starfi og ákvarðanir teknar um áframhaldandi nefndarstarf. Stjómin. Staða Framsóknarflokksins í íslensku flokkakerfi 29. mars: Menningarmál, Haraldur Ólafsson. 5. apríl: Utanríkismál, Helga Jónsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráð- herra. Skólinn er öllum opinn. Stjórnmálaskóli SUF og LFK. P.S. Nánari dagskrá síðar í neðanjarðarbrautinni í Stokkhólmi er allt í röð og reglu enda annað ekki þolað Stríð milli lestarmanna og veggjakrotara í Stokkhólmi: T ússpennar bannaðir í neðanjarðarlestum Neðanjarðarlestin í Stokkhólmi er þekkt fyrir tvennt, list og klessuverk. Hins vegar eru skiptar skoðanir um hvað skuli teljast Iist og hvað klessuverk. Listakonan Siri Derkert var fengin til að skreyta neðanjarðarstöðina undir Östermalm, efnaðra manna hverfi í Stokkhólmi, 1965 og valdi sér að efnivið boðskap friðar og kærieika. Þá skipti engum togum að allt varð vitlaust ofanjarðar. Þetta var þó a.m.k. ekki list, voru góðborgararnir á Östermalm sammála um. Þegar krakkarnir úr úthverfunum laumast til að sprauta hugmyndaauðugum myndverkum á vagnana, verður ár- angurinn stundum hið mesta skraut. Meistarar tússlistarinnar En stundum er árangurinn líka hreinasta hörmung. f augum unglinga á Stokkhólmssvæðinu er tvennt á sviði tússlistarinnar sem greinir meistarann frá skussanum. Þeir hljóta meistaratignina sem geta skrifað nafn sitt á sem allra óaðgengilegustu stöðum, s.s. á skýjaklúfum Stokkhólmsborgar við Högtorget. Þar er alltaf unnið að því að mála yfir veggjakrotið og veggmálningin teygir sig sífellt ofar og ofar. Sá sem á nafnið sitt efst er ókrýndur meistari tússlistarinnar. Annað afrek leiðir líka til meist- aratignar. Það er að geta krotað nafnið sitt sem víðast. Afleiðingin af þessari keppni um meistaratignina er sú að flestir vagnar neðanjarðarlestarinnar eru sífellt útataðir af eiginhandarárit- unum ungra hetja sem skrá lista- Steinþilin á neðanjarðarstöðvun- um eru ómótstæðileg freisting fyrir veggjakrotara. mannanöfn sín eins og „Zip“, „Nr. 9“ og þ.u.l. Þetta krot er nú orðið að opinni styrjöld milli járnbraut- arstarfsmannanna og veggjakrots- listamannanna. Tilskipun gefin út: Tússpennar bannaðir í lestunum! í september sl. unnu járnbraut- armennirnir sigur. Þá var gefin út tilskipun þar sem blátt bann var lagt við að hafa tússpenna með- ferðis í neðanjarðarlestunum. En allt kom fyrir ekki, krotið heldur áfram, þó að sérstakir verð- ir hafi verið ráðnir að járnbrautun- um til að klófesta ungu listamenn- ina með tjáningarþörfina. Þeir halda áfram iðju sinni þó að viður- lögin séu ströng, fébætur og sú nauðungarvinna að hreinskúra járnbrautarvagna. í undirheimum Stokkhólms er það ekki bara krotið sem breiðist út, það gerir listin líka. „Lengsta listasafn heims“ er neðanjarðarb-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.