Tíminn - 24.03.1988, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. mars 1988
Tíminn 11
llllllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR !liil:V!iill'!Ni:''\lijl:iHi'!:i N!'!'i:lí;r:liii:!'Ii'IT i:!|!i: hli'!'!ill|l'..i:i|-::!i!j;í; i:ii!l'i;í!i! i|i|1 :i;!i!! 1l"'V|:!!'|::i;;!:! i;l|:r,i;||:!'Ui'1 ,!ill: i::N ;IN ':i!;r ;:l!:i '!^r!i!:
íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla:
Úrslitaleikur Vals og FH
- FH vann Víking 31-25 og Valsmenn lögðu Stjörnuna 21-19 og feika Valur og FH því til úrslita um titilinn
Það var mikil spenna í íþróttahús-
inu í Hafnarfirði í gærkvöldi. í þann
mund er leik FH og Víkinga lauk þar
með sigri heimamanna fréttist að
Stjörnumenn væru yfir 14-11 á móti
Val í Digranesi. Sigur Stjörnunnar í
þeim leik hefði þýtt að íslandsbikar-
inn færí í Fjörðinn. Menn biðu því
spenntir fyrir framan útvarpstækið
og hlustuðu á lýsingu úr Kópavogin-
um en þegar Valsmenn jöfnuðu og
komust síðan yfir þóttust leikmenn
FH þess fullvissir að nú væri Hlíðar-
endaliðið með unninn leik og þar
með fóru þeir í sturtu. „Þeir eru
agalegir að gefa manni svona vonir,“
sagði Þorgils Óttar Mathiesen fyrir-
liði FH eftir leikinn og svipað var
hljóðið í öðrum Hafnfirðingum á
staðnum. „Við ætlum okkur að
vinna þá á miðvikudaginn,“ sagði
Þorgils Óttar þegar úrslitin í Digra-
nesi voru Ijós en það er einmitt
miðvikudaginn 30. þ.m. sem Valur
og FH mætast að Hlíðarenda.
FH-Víkingur 31 >25 (13*14)
Leikurinn var mjög jafn framanaf
og það var fyrst og fremst í sókn-
armistökum Víkinga sem munurinn
lá í seinni hálfleiknum. Þeir röndóttu
sendu þá knöttinn margsinnis í hend-
ur FH-inga sem komnir voru mjög
framarlega með vörnina og tóku
raunar Sigurð Gunnarsson úr um-
ferð auk þess sem Guðmundur
Guðmundsson var alveg kiipptur út
í horninu. Hafnfirðingar hafa ekki
látið segja sér tvisvar að nota hraða-
upphlaup í vetur og á því varð engin
breyting í gærkvöldi og munurinn
jókst því jafnt og þétt allan síðari
hálfleikinn.
Sigurður Gunnarsson hóf leikinn
með stórskotahríð á mark FH og
mörk hans voru orðin 13 áður en
flautað var til leiksloka. Þarf vart að
taka fram að hann er markahæstur í
1. deildinni eftir leikinn. Sigurður
hefur gert 107 mörk í vetur. Sigurður
var lang besti maður Víkinga í
leiknum og gekk FH-ingum lítið að
stöðva hann þrátt fyrir að hann væri
lengi vel tekinn úr umferð. Aðrir
Víkingar léku ekki líkt því sem þeir
best geta. Hjá FH átti Óskar Ár-
mannsson einn af sínum bestu leikj-
um, geysilega skemmtilegur og út-
sjónarsamur leikmaður. Hann og
Guðjón Árnason áttu margar gull-
fallegar sendingar á Þorgils Óttar á
línunni en þessir þrír voru yfirburða-
menn í liði FH. Héðinn Gilsson sat
á bekknum allan tímann, hann á við
bakmeiðsl að stríða. „Héðinn hefur
verið meiddur og var hvíldur alveg í
kvöld en ég reikna með að hann
verði kominn á fulla ferð eftir viku,“
sagði Þorgils Óttar eftir leikinn. „Ég
er ánægður með leikinn en vörnin
var samt ekki nógu góð. Við þurfum
að laga hana fyrir leikinn á móti
Val.“
Leikur Vals og FH verður á Hlíð-
arenda eftir viku en ekki í Laugar-
dalshöll eins og margir handknatt-
leiksunnendur höfðu gert sér vonir
um en ljóst er að mun færri en vilja
komast að í Valshúsinu. „Það er
leiðinlegt að leikurinn skuli ekki
verða í Höllinni, sérstaklega fyrir
handknattleiksunnendur," sagði
Þorgils Óttar. „en mjög skiljanlegt
þar sem við erum með miklu betri
stuðningsmenn en þeir og okkar
stuðningsmenn myndu yfirgnæfa þá
í Höllinni," sagði Þorgils Ottar sem
sagðist ekki eiga von á því að fullt
hús af Valsmönnum hefði nein áhrif
á þá FH-inga á miðvikudaginn.
Helstu tölur: 0-1.1-2, 5-3, 8-8,13-13, 13-14
- 14-15, 18-15, 18-17, 19-18, 21-19, 22-20,
25-20, 27-22, 28-24, 30-24. 31-25.
Mörkin, FH: óskar Ármannsson 10(2),
Guðjón Árnason 6, Þorgils óttar Mathiesen
6, Gunnar Beinteinsson 4, Pétur Petersen 4,
óskar Helgason 1. Magnús Árnason varði 9
skot og Bergsveinn Bergsveinsson 2. Víking-
ur: Sigurður Gunnarsson 13(4), Guðmundur
Guðmundsson 5, Siggeir Magnússon 2, Ámi
Friðleifsson 1, Bjarki Sigurðsson 1, Einar
Jóhannesson 1, Hilmar Sigurgíslason 1, Karl
Þráinsson 1. Sigurður Jensson varði 7 skot.
Stjarnan-Valur 19-21 (9-10)
Vamarleikurinn var í fyrirrúmi í
Digranesinu og hart barist. Að lokn-
um jöfnum fyrri hálfleik byrjuðu
Stjörnumenn þann síðari mjög vel
Staðan í 1. deild
FH..................... 17 14 3 0 484-376 31
Valur ................. 17 13 4 0 384-290 30
Víkingur............... 17 10 0 7 429-392 20
Breiðablik .............17 9 1 7 375-387 19
Stjarnan............... 17 7 2 8 397-415 16
Fram................... 17 7 1 9 401-416 15
KR .................. 17 7 1 9 375-404 15
KA .................... 17 5 4 8 367-370 14
ÍR..................... 17 4 2 11 359-402 10
Þór.................... 17 0 0 17 332-451 0
Úrslitakeppnin í blaki:
Stúdentar í stuði
ÍS vann Þrótt í fjórum hrinum í
fyrsta aukaleik þriggja liða um ís-
landsmeistaratitilinn í blaki. Hart
var barist og lauk fjórðu og síðustu
hrinunni ekki fyrr en staðan var
orðin 17-15. Þróttur vann fyrstu
hrinuna 15-13 en ÍS tvær þær næstu
15-10 og 15-7.
Þróttarar léku ágætlega í gær-
kvöldi en Stúdentar áttu mjög góðan
leik; þeir voru einfaldlega betri.
Marteinn Guðgejrsson og Sigurður
Þráinsson voru fremstir í flokki í
sterkri liðsheild en hjá Þrótti voru
þeir bestir Leifur Harðarson og
Lárentsínus Ágústsson sem átti sinn
besta leik í langan tíma.
Stúdentar geta tryggt sér íslands-
meistaratitilinn í kvöld, vinni þeir
sigur á HK. Leikurinn verður í
Digranesi og hefst kl. 20.00. - HÁ
1X2
Það gerðist í 29. leikviku, í þriðja sinn í vetur, að enginn var með 12
eða 11 rétta. Fyrir 10 rétta fengust kr. 13.261.- og voru 20 með slíkan
vinning. Fyrsti vinningur kr. 618.858.- fiyst yfir ■ næstu leikviku.
Spá fjölmiðlanna fyrír 30. viku er þessi:
LEIKVIKA 30 Leikir 26. mars1988 Tíminn JD > Q -g 'O £L Dagur RÚV. Bylgjan C\J .o :0 CO C «0 c cö
1. Charlton-Oxford 1 1 1 2 1 1 1 2 1
2. Chelsea-Southampton X 1 1 1 X 1 1 2 1
3. Derby-Arsenal 2 2 X X X 1 2 2 2
4. Man. United-WestHam 1 1 1 1 1 1 1 1 X
5. Newcastle-Coventry 1 X 1 1 1 1 1 1 1
6. Norwich-Sheff.Wed. 1 X 1 1 1 1 1 1 1
7. Portsmouth-Q.P.R. X 2 X 2 X X X 2 2
8. Tottenhám-Nott’mForest X 1 1 1 1 2 2 X X
9. Watford-Everton 2 2 2 2 2 2 2 2 1
10. Barnsley-Man. City 1 2 2 2 X 1 1 X 2
11. Bournemouth-Leeds 2 X 2 1 2 2 2 1 X
12. Plymouth-Blackburn 2 X 2 1 2 2 1 1 1
Staðan: 139 144 165 144 148 144 159 146 151
Framhalds-
skólamótið
íkeilu 1988
Fyrsta framhaldsskólamót ein-
staklinga í keilu var haldið fyrír
skömmu. Var keppt í keilusalnum
Öskjuhlíð og voru þátttakendur á
fimmta tug. Keppnin var mjög
hörð en Halldór Sigfússon MH
stóð að lokum uppi sem sigurvegari
í drengjallokki og Helga Jónsdóttir
sigraði í stúlknafiokki. Hæsta leik
drengja náði Halldór Sigfússon,
242 stig og besta leik stúlkna Þor-
björg Krístjánsdóttir MH, 196 stig.
íslandsmót einstaklinga í keilu
stendur nú yfir í báðum keilusölun-
um en úrslitaleikirnir verða næst-
komandi laugardag. -HÁ
en reynsla Valsmanna kom sér vel á
síðustu mínútunum og þeir náðu að
trýggja sér sigurinn. Júlíus Jónasson
og Jón Kristjánsson léku mjög vel í
liði Vals og Einar Þorvarðarson
varði prýðisvel í lokin. Hjá Stjörn-
unni var Sigmar Þröstur Óskarsson í
markinu einna sterkastur en liðið
lék vel saman sem heild.
Helstu tölur: 0-1, 4-4, 4-6, 6-9, 7-10, 9-10 —
13-10, 14-11, 14-13, 15-14, 16-18, 17-20,
18-21, 19-21.
Mörkin, Stjarnan: Sigurður Bjarnason6(3),
Gylfi Birgisson 4, Skúli Gunnsteinsson 4,
Einar Einarsson 3, Hafsteinn Bragason 1,
Hilmar Hjaltason 1. Sigmar Þröstur óskars-
son varði 10 skot. Valur: Júlíus Jónasson
10(5), Valdimar Grímsson 5, Jón Kristjánsson
4, Jakob Sigurðsson 1, Þórður Sigurðsson 1.
Einar Þorvarðarson varði 14(1) skot.
- HÁ
Pétur Petersen skondinn á svip þar sem hann brýst inn úr hominu fram hjá
Hilmari Sigurgíslasyni í vöm Víkinga. Pétur átti ágætan leik í horninu í
gærkvöldi. Tlmamynd Pjctur
Framhaldsskólameistarar í keilu 1988: Helga Jónsdóttir VÍ og Halldór
Sigfússon MH.