Tíminn - 24.03.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.03.1988, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. mars 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR_________________- i;, :|. Eysteinn Sigurösson: „Týnda“dagbókin Athugasemd við skrif Ölafs Ragnarssonar Einn af burðarmeiri forleggjurum landsins, Ólafur Ragnarsson, sendi mér heldur betur kveðju sína hér í blaðinu á þriðjudag. Var tilefnið ritdómur sem ég skrifaði á dögunum um nýjustu bók Halldórs Laxness, Dagar hjá múnkum, sem er að stofni til dagbók hans frá því hann var í klaustri suður í Lúxemborg árið 1923. Áður en ég vík að efni greinarinnar er þó rétt að ég upplýsi forleggjarann um annað. Það er að víða á dagblöðum, m.a. hér á Tímanum, tíðkast það að þeir sem vinna við að skrifa blöðin merki greinar sínar með upphafsstöfum sínum. Sjálfur merki ég skrif mín yfirleitt með “esig“, og er ástæðan sú að vinnufélagi minn hér á blaðinu, Eggert Skúlason fréttastjóri, merkir sínar greinar með „ES“. Hef ég þannig látið honum eftir þessa sameiginlegu upphafsstafi okkar. En Ólafi Ragnarssyni er hins vegar alveg óhætt að ávarpa mig fullu nafni, sjái hann tilefni til þess í framtíðinni að fjalla um persónu mína í blöðum, enda síður en svo leyndarmál hver skrifar undir þessari skammstöfun. En dylgjum hans í greininni út af því að ég hafí ekki merkt umræddan ritdóm með fullu nafni vísa ég af þessum sökum rakleiðis aftur til föðurhúsanna. Yfirlýsing um endurskoðun Aftur á móti var að því viss bókmenntalegur fengur að fá hér fram yfirlýsingu forleggjarans um það að Halldór Laxness hefði endurskoðað texta dagbókarinnar fyrir þessa útgáfu. í ritdómnum gat ég þess að allt benti til að svo væri, þó að upplýsingar um það skorti á sjálfri bókinni. En þegar vandvirk- ir forleggjarar gefa út bækur þá geta þeir um það ef texta þeirra hefur í einhverju verið breytt frá upphaflegri gerð. Slíkt þykir svo sjálfsögð skylda að óþarfi ætti að vera að hafa um það orð. En þessarar sjálfsögðu skyldu útgefanda gætti Ólafur Ragnarsson ekki við útgáfu bókarinnar og af því stafar allt húllumhæið. Vita- skuld hefur Halldór Laxness fullt leyfi til að endurskoða eigin verk. Að slíku getur vissulega verið fengur, og enginn heimtar fræðileg vinnubrögð af skáldi, en um slíkar breytingar á þó að geta. Að öðrum kosti gæti það til dæmis hent ein- hvern fræðimann, sem væri að rannsaka verk höfundarins, að vitna í þessa útgáfu, í stað þess að fara í frumtextann, og kannski með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Eins og bókin liggur fyrir venju- legum lesanda er því ekki annað að sjá en að hún sé óbreytt og óendur- skoðuð útgáfa dagbókarinnar. Ef Ólafur Ragnarsson hefði gáð að því að láta þess getið að svo væri ekki þá hefði hann bæði sparað mér aðfinnsluna í ritdómnum og sjálfum sér fyrirhöfnina við að skrifa þessa grein sfna. Um það snýst málið. Og af þessum sökum kemst ég heldur ekki hjá því að senda bein- leiðis aftur til föðurhúsanna allar dylgjur Ólafs Ragnarssonar um það að ég hafi í þessu tilviki ekki fjallað um verk Halldórs á fagleg- um og málefnalegum grundvelli, hvað þá að ritdómur minn bendi „til ótrúlegs þekkingarskorts á verkum Halldórs Laxness og vinnubrögðum", svo sem hann tel- ur viðeigandi að taka þarna til orða. Ef það skiptir einhverju máli þá get ég raunar með mestu ánægju lýst því áliti mínu að Halldór sé mesti skáldsagnahöfundur sem ís- lensk þjóð hafi eignast fyrr og síðar, og get ég auðveldlega fært fullgild rök að þessu mati mínu ef þörf krefur. En af því leiðir svo líka hitt að textum hans verður að sýna tilhlýðilega virðingu við út- gáfu. f>ar dugar enginn jarð- vöðulsháttur. Og jafnframt er þá hitt leitt í ljós með yfirlýsingu forleggjarans að til er annar texti þessarar dagbókar. Þar sem sjálfur Halldór Laxness á í hlut hlýtur sú spurning því að vakna hvort ekki geti verið ástæða til þess að koma þeim texta á prent einnig, e.t.v. ásamt einhverjum af sendibréfum hans úr klaustrinu sem til munu vera, svona rétt eins og hverri annarri sögulegri heimild. Að því er að gæta að ritlist Halldórs er af þeirri stærðargráðu að allt sem til er frá hendi hans hefur gildi í og af sjálfu sér. Hins vegar verður að vona að slík útgáfa verði forleggjara hans þó ekki tilefni til fleiri skrifa á borð við áminnsta þriðjudagsgrein. Halldór Laxness á satt að segja allt annað og betra skilið af þjóð sinni en að þurfa að dragast inn í slíkt leiðinda- karp á háum og virðulegum aldri. Umfjöllun Hallbergs Líka kemst ég ekki hjá að benda Ólafi Ragnarssyni á að kynna sér betur þær fjölmörgu og gagnlegu rannsóknirsem PeterHallberghef- ur í áranna rás gert á skáldskap og ferli Halldórs. Eins og ég benti á í margnefndum ritdómi þá er í bók Hallbergs, Vefaranum mikla, fjall- að mjög skilmerkilega um þann þátt í ævi Halldórs sem klaustur- dvölin var partur af. Af grein Ólafs er hins vegar ekki að merkja að hann hafi nokkru sinni opnað það rit. En klausturdagbók Halldórs var hvað sem öðru líður ekki týndari en svo á þeim árum, þegar Hallberg var að semja þetta rit, að hann notaði hana við samantekt þess og birti þar úr henni allmarga orðrétta kafla. Kemur það raunar skýrt fram í riti Hailbergs, nánar til tekið í öðru bindi á bls. 229 í íslensku útgáf- unni, að hann hefur fengið það sem hann nefnir spjaldfilmur af dagbókinni að láni frá þeim gagn- vandaða fræðimanni Stefáni heitn- um Einarssyni prófessor, sem eins og menn vita starfaði nær allan feril sinn í Bandaríkjunum. Kemur það skýrt og greinilega fram í bók Hallbergs að frumeintak klaustur- dagbókarinnar hefur á þessum tíma verið í vörslu Stefáns Einars- sonar. Og er það svo annar hand- leggur að það er kannski heldur vafasamur heiður við minningu þess ágæta manns að bera það rétt si sona upp á hann látinn að hann hafi týnt frumeintaki dagbókarinn- ar. Og svo sem í leiðinni má auk- heldur benda Ólafi Ragnarssyni á að umrædd bók Hallbergs var á vETT Vanguf 'ur ^agnarsson. v„ð> sl ber. a íandi. n, að menn Hani ániKíís -* *a' sem hann f • ■ r«™«vv2;; ',nn«' hefn, l*irr* l>öfund, i*rMd«m, Slej„„ 'ljuncv,. f;,M ^TOámngumforse" uyiu d'm> en> u„ P.nrina, 1—-I-. rna “ i,<> j ""K'hvafc fc'ndi KcílS,,,,,i,, ' f un* u' N’krrin, •'»««- "jM, hu,ú * Þcvm^ SkJld'u''' ‘hUherta‘ u"' ** '"’dljtur , „ y '*'*“' > r t nil grcma u . " hW:ur Zi’zsrXszzx ” ">•■»>,.1 nt •>""« * l ">'Kl „rri v ,",ku,» VIð v,n«iubfó„(y . fcru Nrð n,Jf7 'Un" '•>'* u, "nulcgu M(> ' 'Un,‘-,r u< I u' •"1 'uns nuí '‘‘"l u" h-,U' 'vrð.nn, j‘[ rn‘ n,J ncfnj . ,n >kki /r.riv, eerA *ok; 'óndrsi ''un,u,» Irlv.k nunns Vni n,,. *V,n"uh'ofl •“'.'» «>•»,., 'r'J 1 h.md '"'liiMiu, , H. '! v,nnj að ;U' d*"» um '°,U K hl" l'id'T 'J,,“ * u' u' 'knrnnn t ? 'J' /*"' N>k « J n‘ L 'V' K,£ haíð, „t.rl . ,n Pctcr '"'nicrk, k ul "nd„ skoi ~......................... ‘T•», ‘l ;•*>"“»»«, »Md.> ■“ tts tgg** ™' •™,:;t; ' 'ned "ð Hj||,u 'í!,,ð 1 v,ð,dngscfni scn, „ ' ' U ,'*ðtlc«u dnum fvnr . H n°ka- »"0auðuni hi„. i J'd hc,dur cltki Of Æ C,,duru'k.,fu 'I haiK " íni '^intu u cca u' vc„A k„n,i„ á if.;rahh*«P mun.. " ' >*|« M, hjW| ðvkjö *■»• hann " cmhvcrn undar- , "K'írani, I / &££ / “nd/uifií.— / MedaJ J / Þnrsaillingl / *°° OR HaUdór / ^UuUdiisieú, „ / eu,numvt«i0 “rri»i»b«la'ml‘" „m r‘"> »,a. , Laxncu, sj r,. nvort HaJl, '■•-SÍÍIÍ'WÍS ;fv>%ö,ur ptL11""" * cinhvc hcMur ít'k?3" lkod* h'kjorðum ha„v t'”' máK" ■«» úl undir skötkf,'*' Mk ‘ Hvað vky/Ji nkku/°rmcrk,- >u,ð v,ð u,íá/u ,v°na 9 er að maii* hóka,,nnjr J'eynd að . . ^^'ynandj su i fr*Au C cr eí>ir „ *5J5r#*j 'tíis °íl vcldur tu n. x ,a*W- ‘nbögðum U'“ada h°n- "crrr-r ?!”" sS.VS' “ð ma,i * piMlanna fíaJ/a Þorí um r°inantiskt Jí tm mann niunkum. ÞorberK'oge * mei",»,iiir sem ég ["‘ý^Jllsem",^"' ,r* í»f. e,"r ,l*,W«r — ,'SkSiS" - ■*",« ‘i* ">«nkum "'ii'nni Dagaf ísi'rHiSdr” "*ma t '*•> vH, ,w„ «,1 .•.•", h.wki l|.1|U„f‘"*,'"»>íl "ftl aður h,rt j h„k ,.1 'r*ð,mcnn .'kald\tn*t». aA^k Un’ uPPva*«ar. '•*yð, /„.^"^'"að -igrldir um kjf, k,JU»«ur. a<V >'u “ka fr-Ptcm. pcinj m , , ' ðjgb„kin i ,,, , iP'e''*.!../'.,JW'I". Wnndaf >,•„„ h/a lam "‘""‘"n, „í / uka- All, cr b,.., ha'ðlifj kjn. ll Pðii ejj.. .. * II á koflunum c/Lfu'l^^'!0 *'*" J aðra sögu a,y " da*h»>kinni cr Í5 «'»"« he«m7»W' l>etoa , Laancss. p.... . .m HaH- tusi J<>l vfl' bokmj sci ;(U;"aðhannhj "V'nunum skáldv l.T”' '•■»» "k *ljus,urvis, • hafj ha'nn Punktur sinum tíma gefin út hjá forlaginu Helgafelli og kom þar út í tveimur bindurn árin 1957 og 1960. Hafi hann aldrei lesiö hana er alls ekki ósennilegt að cintak af henni sé þar enn finnanlegt. Ef hann les þar í gegn kaflann um klausturdvöl Halldórs þá vænti ég að hann sjái að ívitnanir í bréf skáldsins úr klaustrinu til ýmissa vina sinna eru hagnýttar þar með áberandi öðrum hætti en í nýju bókinni. Skal það síðarnefnda þó alls ekki lastað hér, heldur eru þar mcð þvert á móti komin fram tvö ólík sjónarhorn, sem einmitt getur verið ákaflega áhugavert að skoða og bera saman. Pess vegna skal forlcggjaranum enn og aftur bent á að líta í bók Hallbergs. Dagbókin var í Landsbókasafni En eins og ég gat um var Stefán Einarsson traustur fræðimaður, og raunar einn af þeim mönnum sem hvað sfðast hefði verið ætlandi að týna eiginhandarriti skálds á borð við Halldór Laxness. Og þegar slíkir fræðimenn fá í sína umsjá handrit á borð við þetta þá reyna þeir yfirleitt að sjá um að koma því í geymslu á opinberu safni. Þar sem vitað var að klaustur- dagbókin hafði verið í höndum Stefáns Einarssonar hefur því naumast verið um nema einn stað að ræða til að bera niður við leit að henni, og sá staður er Landsbóka- safn íslands. Eftir að ég sá grein Ólafs Ragnarssonar fyrst á mánu- daginn var spurðist ég því fyrir um það hjá Landsbókasafni hvort menn þar hefðu einhverja hug- mynd um þetta umrædda handrit Halldórs. Jú. þar stóð ekki á svörunum. Dagbókin hafði komið þangað frá Stefáni Einarssyni fyrir einum tveimur áratugum og verið þar í tryggri og öruggri geymslu á vísum stað allar götur síðan. í Landsbókasafni er fjöldinn all- ur af handritum frá ýmsum tímum sem geyma hinar margvíslegustu minjar er snerta bókmenntir og sögu þjóðarinnar. Forleggjaranum til upplýsingar má geta þess að það hefur ekki til þessa tíðkast að telja þau gögn týnd og tröllum gefin sem þar eru í geymslu. Landsbókasafn er þvert á móti stofnun sem menn bera meira traust til en sem slíku svarar. Og yfirleitt hefur ekki þótt viðeigandi að blása það út um stræti og torg, að verið væri að gefa út handrit sem lcgið hafi gjörtýnt einhvers staðar og einhvers staðar, þó að menn séu að birta á prenti einhver þau gögn sem í Lands- bókasafni eru varðveitt og alltaf er verið að gera öðru hverju. Hafi forleggjarinn vcrið búinn að lcita lengi að klausturdagbók- inni, án þess að láta sér detta í hug að slá upp í bók Hallbergs og spyrjast síðan fyrir á Landsbóka- safni, þá er álitamál hvort hann hefði ekki bara átt að þegja yfir því. í því efni verður enn og aftur að hafa í huga að Halldór Laxness er þvílíkur höfuðskörungur ís- lenskra bókmennta að allt varð- andi verk hans skiptir máli. Hvort sem er að hluta eða í heild búa þau yfir því gildi að ætlast verður til þess að þeim sé sýnd viðeigandi virðing og um þau fjallað af fag- mannlegri alvöru. Og einnig skal undirstrikað að við Halldór Laxness er ekki að sakast í þessu efni. Vel má skilja að það hafi getað hent hann að gleyma því að Stefán Einarsson hafði komist yfir dagbókina, og engum dettur í hug að ásaka hann um eitt né neitt í því sambandi. Frumhlaupið er alfarið forleggjar- ans. Óskemmtileg gagnrýni En annað er hins vegar sýnu alvarlegast í þessari grein Ólafs Ragnarssonar. Hann hnýtir þar í mig fyrir að ég skuli núna á þessum árstíma vera að skrifa um bækur eftir og um þá Halldór Laxness, Stein Steinarr og Þórberg Þórðar- son sem komið hafi út fyrir jólin. Víkur hann þar að ritdómum sem ég mun hafa birt í febrúar og byrjun mars, en hins vegar eru hér gagnrýni og sjónarmið á ferðinni sem satt að segja er heldur óskemmtilegt að rekast á hjá um- svifamiklum bókaútgefanda. Eins og menn vita demba for- leggjarar óheyrilega miklu af bók- um hér út á markaðinn örskömmu fyrir hver jól. Þá gerast hlutirnir með svo miklum hraða að engum einum ritdómara er ætlandi að gera sér grein fyrir öllu þessu magni, hvað þá að vega og meta það allt, fyrir hátíðina. Aftur á móti er hér fjöldi fólks sem lcs og kaupir bækur og vill gjarnan fylgj- ast með skrifum og umræðum um þær. Þetta fólk á sanngjarna heimt- ingu á því að ritdómarar reyni að vinna verk sín eins sómasamlega og þeir eru menn til, og þar með að taka sér nauðsynlegan tíma til að lesa bækurnar áður en þeir skrifa um þær í blöðin. Það er vissulega mögulegt að rubba upp í snarheitum einhverj- um málamyndaritdómum um bæk- ur sem koma út í jólahrotunni og birta þá strax í blöðum. En slíkt yrði aldrei nein marktæk umfjöllun um viðkomandi verk. Slíkt yrði í besta falli ókeypis auglýsing fyrir útgefandann, sem út af fyrir sig er skiljanlegt að hann sækist eftir. Aftur á móti er að því gætandi að allur bakfiskur í íslenskri bóka- framleiðslu er árangur af listrænu sköpunarstarfi. Þar er að finna atriðin sem ritdómarar eiga að vega og meta í skrifum sínum, í stað þess einungis að lofa, prísa og auglýsa, og með þvf að skoða þessi atriði eiga þeir að leggja sitt af mörkum til halda uppi einhverju í átt að vitrænni umræðu um bók- menntir í landinu. Hér er með öðrum orðum um að ræða muninn á því hvort ritdómarar vilja láta líta á sig sem auglýsingamenn fyrir forleggjara eða sem blaðamenn sem vinna að því að þjóna lesend- um sínum á þann hátt sem þeir eru best menn til. Ég held að ég þurfi ekki að biðja Ólaf Ragnarsson afsökunar á þvf að mig langar meira til að fá að vera í síðar nefnda hópnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.