Tíminn - 20.04.1988, Page 3

Tíminn - 20.04.1988, Page 3
Miðvikudagur 20. apríl 1988 Tíminn 3 Niðurstaða fundar um gámaútflutning: Fiskur skammtaður á erlenda markaði „Niðurstaða fundarins varð sú að menn munu halda áfram á sömu braut og reynd var á Þýskalands- markaðinum, það er að segja að grípa til tímabundinna stöðvana," sagði Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra í samtali við Tím- ann í gær, um fund þann er haldinn var í gærmorgun um ástandið í gámaútflutningi fisks til Bretlands og Þýskalands. Fundarmenn, sem voru ráð- herra, Árni Kolbeinsson ráðuneyt- isstjóri, Kristján Skarphéðinsson deiídarstjóri, fulltrúar úr utanríkis- ráðuneytinu og Fiskifélagi íslands, ásamt hagsmunaaðilum í sjávarút- vegi, voru sammála um að reyna þessa leið og mun sjávarútvegsráð- herra skipa á næstunni starfshóp, sem taka mun til starfa á næstunni. Sá hópur verður til ráðuneytis um stöðvanirnar. „Þegar sá hópur hefur tekið til starfa og fjallað um stöðuna, þá munu verða teknar ákvarðanir um þessar stöðvanir, en ætlunin er að hann starfi reglulega," sagði Halldór. „Jú, þetta var rætt og ákveðið að kanna málið betur og sjá hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir að svona hlutir gerist aftur. Þetta hefur hins vegar allt leitað jafnvægis á ný og meðalverð á þorskkílói í síðustu viku var komið upp í 96 sent, sem er hátt í 70 krónur. Það er svipað og við höfum verið að fá fyrstu þrjá mánuðina, sem er hærra en við fengum í fyrra. Fiskvinnslumenn geta því ekki sagt að þetta fari í fiskvinnslu og skapi möguleika til undirboðs þegar að það er tvisvar sinnum meira en við fáum fyrir þetta hér heima,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, í samtali við Tímann. Ekki er enn búið að ákveða hverjir verða í starfshópnum. Landið liggur því þannig að gripið verður til skömmtunar á útflutningi á ferskum fiski, þannig að framboðið verði ekki meira en eftirspurnin. -SÓL Nýibær á Eiðistorgi. Timamynd Þorgcir Erfiðleikar í rekstri Sláturfélagsverslunar á Eiðistorgi: Hagkaup í viðræðum um kaup á Nýjabæ Steinþór Skúlason hefur verið ráðinn forstjóri Sláturfélags Suður- lands í stað Jóns H. Bergs, sem setið hefur á forstjórastóli félagsins frá 1. janúar 1959, eða um tæpra 30 ára skeið. Steinþór starfaði áður sem framleiðslustjóri fyrirtækisins. Ákvörðun um forstjóraskiptin var tekin á stjómarfundi Sláturfé- lagsins í fyrradag og er rökstudd svo að skoðanaágreiningur hafi verið uppi með fráfarandi forstjóra og stjórn SS. Páll Lýðsson, stjórn- arformaður Sláturfélags Suður- lands, greindi Tímanum frá því í gær að ráðningu nýs forstjóra Slát- urfélagsins mætti tengja áherslu- breytingu í starfi félagsins. Þá breytingu myndi hann og aðrir stjórnarmenn SS útskýra á aðal- fundi félagsins sem verður á Hvols- velli eftir tæpa viku, fimmtudaginn 28. apríl. Að öðru leyti vildi Páll ekki ræða ástæður þess að Jón H. Bergs lætur nú af störfum. „Ég vil einungis segja það að Jón H. Bergs er að mínu mati mjög mætur maður,“ sagði Páll. Tíminn hefur fyrir því traustar heimildir að forstjóraskipti Slátur- félagsins séu beint tengd erfiðleik- um í rekstri Sláturfélagsins að undanförnu. Einkum séu þessir erfiðleikar miklir í matvöruverslun félagsins á höfuðborgarsvæðinu. í raun kemur þetta ekki á óvart, því vitað er um miklar þrengingar um þessar mundir hjá mörgum mat- vöruverslunum á höfuðborgar- svæðinu. Ljóst er að vegna aukinn- ar samkeppni á þessum markaði lenda einhver fyrirtæki illa úti í kuldanum. Öraggar heimildir Tímans herma að verslun Sláturfélagsins í Nýjabæ á Eiðistorgi sé rekin með miklum halla. Af þeim sökum leita þeir Sláturfélagsmenn fyrir sér með sölu á henni. Að undanförnu hafa verið og eru í gangi viðræður við Hagkaupsmenn um kaup á versl- uninni. Það er næsta víst að Hag- kaupsmenn muni taka ákvörðun á Steinþór Skúlason. næstu dögum um hvort af þessum kaupum verður, en á þessari stundu er, samkvæmt heimildum Tímans, ekki talið líklegt að Hag- kaup teygi einnig anga sína út á Eiðistorg. Ástæðan sé einfaldlega sú að Hagkaup hafi „nóg með sitt“, eins og einn viðmælandi Tímans orðaði það í gær. Þarna er átt við að vegna gífurlegra fjárfestinga á síðustu misserum, allra Kringlu- milljónanna, sé ekki talið ráðlegt að Hagkaup leggi að sinni út í meiri fjárfestingar. Páll Lýðsson, stjórnarformaður Sláturfélagsins, vildi ekki staðfesta að hugmyndir væru uppi um sölu á eignum félagsins á Eiðistorgi. „Ég ætla að ræða öll þessi mál á aðal- fundi Sláturfélagsins í næstu viku. Ég get ekki að svo stöddu svarað neinum spurningum um áherslu- breytingar hjá Sláturfélaginu. Full- trúum á aðalfundi verða fyrst kynntar þessar breytingar, en um hana hafa stjórn og varastjórn félagsins fundað að undanförnu," sagði Páll Lýðsson. óþh Tillaga frá minnihluta í borgarráði: 42.000 króna lágmarkslaun Fulltrúar minnihlutans í borgar- ráði Reykjavíkur lögðu fram tillögu um kr. 42.000 lágmarkslaun á vegum borgarinnar, á borgarráðsfundi í gær. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, stýrði fundinum sem formaður borgarráðs í fjarveru Da- víðs Oddssonar. Afgreiðslu tillögu- nnar var frestað. Það voru þau Alfreð Þorsteinsson, Sigurjón Pétursson, Ingibjörg Sólr- ún Gísladóttir og Bjarni S. Magnús- son sem fluttu tillöguna. í henni segir m.a.: „í tilefni af réttmætum yfirlýsingum forseta borgarstjórnar um að ósæmilegt sé að greiða fyrir fullan vinnudag laun undir skattleysismörkum, samþykki borgarráð eftirfarandi: Frá og með 1. maí nk. verði lágmarkslaun á vegum Reykjavíkurborgar kr. 42.424,- miðað við mánaðarlega dagvinnu. Núgildandi launaflokkar með lægri krónutölu falli úr gildi frá sama tíma.“ Á fundinum óskaði Alfreð Þor- steinsson eftir því að eftirfarandi yrði bókað. „f tilefni af ársskýrslu Granda hf., sem nýlega var lögð fram í borgarráði, og svörum við fyrirspurn minni um stöðu fyrir- tækisins, sýnist augljóst, að staða þess sé ekki jafntraust og borgar- stjóri og ýmsir aðrir hafa látið í veðri vaka.“ Alfreð bendir á að Grandi hf. eigi við vanda að etja eins og önnur fiskvinnslufyrirtæki landsins. Til við- bótar sé ljóst að fyrirtækið hafi ýtt úr vör með allt of miklar skuldir á herðunum. Heildarskuldir hækkuðu um 67 milljónir króna á síðasta ári og voru þá orðnar tæpar 1350 milljónir króna um síðustu áramót. „Fyrirtæki, sem skulda of mikið miðað við veltu og söluverðmæti eigna, lenda oftast í óyfirstíganleg- um erfiðleikum. Spurning er, hvort nokkrar líkur séu til þess, að Grandi hf. komist út úrþessari skuldasúpu." Þar segir einnig að reikningar fyrirtækisins sýni hagnað upp á 1,7 milljónir króna en í raun hafi tap verið upp á 172 milljónir króna þegar reiknaðar tekjur hafi verið dregnar frá hagnaði. En reiknaðar tekjur er ekki hægt að nota til að greiða skuldir. JIH Þorsteinn og Reagan funda Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, hefur ákveðið að þiggja boð Ronalds Reagan, Bandaríkjafor- seta, um að koma í opinbera heim- sókn til Bandaríkjanna. Ákveðið hefur verið að fundur þeirra verði 16. maí næst komandi. Tilkynningin um fundinn var gefin út samtímis hér og í Washington, en Marlin Fitzwater, sagði að ekki væri um hefðbundna opinbera heimsókn að ræða, heldur væri um að ræða opinberan vinnufund. -SÓL Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.