Tíminn - 20.04.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 20.04.1988, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 20. apríl 1988 Tíminn 19 BRÆÐUR GIFTAST MÆDGUM N lýlega var haldið tvöfalt brúð- kaup í Paignton í Englandi, sem er út af fyrir sig ekki í frásögur færandi. En við þetta brúðkaup urðu tengsl brúðhjónanna innbyrð- is ákaflega ruglingsleg, - því að þarna gengu bræður í hjónaband með mæðgum. Það voru bræðurnir David Fone (23 ára) og Jonathan (18 ára), sem gengu að eiga Janette (37 ára) og dóttur hennar Rachel (18 ára). Þau Rachel og Jonathan voru jafngöm- ul, en 14 ára aldursmunur var á hinum brúðhjónunum. Það var yngra parið sem fyrst fór að vera saman, en svo bauð Jona- than eldri bróður sínum, David, í partí heim til kærustunnar og þá varð David skotinn í mömmunni Janette, sem er fráskilin 6 barna móðir. - Móðirin verður mág- kona dóttur sinnar! - og annar bróðirinn verður tengdapabbi bróður síns!! David segir að vinir sínir hafi strítt sér með stjúpföður-nafnbót- inni, en það hafði engin áhrif á hann, enda segir hann að þetta séu bestu börn og orðin stálpuð og stór, - eins og t.d. mágkona hans sýni. Pað var svo 28. febrúar að bæði pörin fóru og létu gefa sig saman hjá borgardómara á staðnum. Brúðhjónunum kom saman um að hagkvæmast væri að hafa tvöfalt brúðkaup, því að báðir bræðurnir eru atvinnulausir og lifa á styrkjum. Það má segja að sé „fullt hús“ hjá David, en hann á íbúð með fjórum svefnherbergjum. Þar býr hann nú ásamt konu sinni og börnum hennar og sömuleiðis ungu hjónin Jonathan og Rachel og eins árs dóttir þeirra, alls 10 manns. Giftingarmyndin af brúðhjón- unum Draumahlutverkið varð að martröð Ne lei, ég vil ekki leika Christinu Onassis í kvikmynd, sagði Victoria Principal, þegar henni var boðið að leika aðalhlutverkið í mynd um líf hinnar auðugu, en óhamingjusömu Christinu Onassis. Hlutverkið krafðist þess sem sagt að Victoria bætti á sig allnokkrum kílóum, en aukakíló eru sem kunnugt er, eitur bæði á og í beinum hinnar tággrönnu og vel þjálfuðu Victoriu. Hún vill ekki sjá þau. í fyrstu varð hún bálreið, er minnst var á að hún fengi hlutverkið og tók boðið hreinlega sem móðgun. -Christina Onassis? spurði hún. - Varla er neitt líkt með okkur. Nema kannske.að við erum báðar dökkhærðar. Smám saman rann henni reiðin, þegar hún hugsaði sig betur um og svo sá hún, að þetta var stórkostlegt hlutverk. Ef bara... - Ég játa, að það er draumahlut- hefur næstum verið hægt að lesa verk, að leika Christinu Onassis, en ég vil ekki gera það á kostnað líkama míns. Það er sjálfsagt að ég geri þetta, ef ég fæ að halda núverandi þunga mínum. Hins vegar harðneita ég, ef ég á að bæta á mig svo miklu sem 100 grömmum. Hamingja Christinu hefur iðu- lega fólgist í tertum og sælgæti. 1 hvert skipti, sem eiginmaðurinn hefur pakkað niður, hefur Christ- ina pakkað í sig sætindum. Þannig ástand ástarlífs hennar af vextin- um. I byrjun hvers hjónabands hefúr hún verið sæmileg um sig, en þegar vandræðin byrja, fjölgar kílóunum hratt. Eftir skilnaðina. hefur Christina alltaf farið upp í 100 kílóa flokkinn. Það er því skiljanlegt, að Vict- oriu langi lítt til að líkjast Christinu í útliti, því ekkert er mikilvægara í augum Victoriu en útlitið og vaxt- arlagið. Hún efnagreinir næstum hvern einasta bita, sem hún lætur ofan f sig og bragðar aldrei súkku- laði, nema einn og einn konfekt- mola, þegar hún slakar verulega vel á. Hvað Christinu sjálfa varðar, er hún reiðubúin að vaða eld og brennistein til að Victoria taki að sér hlutverkið og henni er nákvæm- lega sama, hvort það verður með eða án aukakílóanna. Það er varla von, að Victoria Principal hafi í fljótu bragði séð neitt líkt með þeim Christinu Onassis... annað en háralitinn. “ hans Roberts Mitchum Þessi glæsilega unga stúlka í glitrandi gullkjól með dýra skartgripi heitir Carrie. Hún leikur í amerískum sjónvarpsþáttum sem nefnast „The Bold And The Beautiful“. Afi hennar Carrie er enginn annar en hinn gamalkunni leikari Robert Mitchum, svo hún á ekki langt að sækja hæfileikana. Annars er hún hróðug af því, að hún hafi sjálf komið sér áfram og gengið ágætlega. Hún hafi ekki þurft að nota nafn afa síns, - þó ég sé mikil “afastelpa“, eins og hún segir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.