Tíminn - 20.04.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.04.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn: Miðvikudagur 20. apríl 1988 Bræðslur undir pressu frá bæjarbúum: Ekki brætt við ferm- ingar og í norðanátt Að minnsta kosti tveir undirskriftalistar hafa verið í gangi á landinu til að mótmæla reyk- og lyktarmengun frá fiskimjölsverk- smiðjum, en verksmiðjurnar eru undir mikilli pressu frá bæjarbúum vegna „peningalyktarinnar. Oformlegt samkomulag hefur verið á milli verksmiðjanna tveggja í Eyjum og bæjaryfirvalda um að helst verði ekki brætt nema í sunnanátt, þannig að lyktina leggi á haf út, og um síðustu lielgi fór sveitarstjórinn í Sandgerði fram á það við verksmiðjuna þar að slökkt yrði á bræðslunni á sunnudag vegna ferminga. Til þess kom þó ekki þar sem vindáttinn var hagstæð fyrir fermingarnar. Arnaldur Bjarnason, bæjarstjóri í Vestmannacyjum, sagði í samtali við Tímann í gær, að vaxandi þrýst- ingur væri á verksmiðjurnar að þær tækju upp reyk- og lyktarvarnarkerfi til að koma í veg fyrir ódauninn sem væri óþolandi í vissum vindáttum. Bæjarráð hefði verið afhentur undir- skriftalisti með nöfnum 1.572 ein- staklinga, þarsem óskað var úrbóta. „Að vísu hefur verið regla hjá annarri verksmiðjunni að hún reyndi að haga sinni starfsemi þannig að hún bræði frekar í sunnanátt, en þaö brcytast nú veður. Verksmiðjurnar hafa starfsleyfi útgefið í lok '85 og fyrir september '89 eiga þær að vera búnar að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi mengun. Þau skilyrði eru öll uppfyllt nema varðandi reyk- og lyktarmengun," sagði Arnaldur. Hann sagði að bæjarbúar hefðu einungis verið að brýna fyrir bæjar- yfirvöldum að við skilyrðin yrði staðið. I Sandgerði var ástandið óvenju slæmt á laugardag, og hafði lögregl- an nóg að gera við að taka á móti símtölum frá fólki sem kvartaði yfir lyktinni, en mjög sjaldgæft er að vindáttin standi cinmitt yfir bæinn. 200 manns skrifuðu undir undir- skriftalista til að krefjast úrbóta í formi hreinsibúnaðar. Ólafur Pétursson hjá Hollustu- vernd ríkisins, sagði í samtali við Tímann að vissulega væru sumar verksmiðjur í miður góðu ástandi, en sem betur fer væri það ekki alls staðar. Þá sagði hann að á flestum stöðum stæði til að hefja endurbæt- ur. Hann sagði að það væri aðallega tvennt sem kæmi í veg fyrir að verksmiðjurnar uppfylltu mengun- arskilyrðin á næstunni. Annars vegar væri Hollustuverndin ekki í nógu góðri aðstöðu til að aðstoða þær við að setja upp hreinsibúnað, og hins vegar væru svo margar verksmiðj- anna úreltar. Bræðslur á landinu eru milli 40 og 50, og sagði Ólafur að um 20 þcirra væru á fresti. Þess má að lokum geta að hreinsibúnaöur á meðalstóra verksmiðju kostar nokkrar milljónir króna. -SÓL Þing Landssambands iðnverkafólks ályktar: hitunar- kostnaðar Bæjarstjórn Ólafsvíkur sendi nýlega frá sér áiyktun um húshitunar- og byggðamál, þar sem hún átelur harðlega það misrétti í lífskjörum scm ríkis- stjórn fslands og Alþingi lætur viðgangast á niilli landsbyggð- arinnar og Stór-Reykjavíkur- svæðisins. Par cr einkum bent á hinn mikla mismun orkukostnaðar í landinu og þá sífclldu tilfærslu á fjármunum sem á sér stað af landsbyggðinni, til að halda uppi betri lífskjörum á höfuð- borgarsvæðinu, sem lýsir sér í íramkvæmdaþenslu og launa- skriði, m.a. vcgna rangrar gengisskráningar þess fjár- magns sem sjávarútvegurinn aflar til þjóöarbúsins. Pó svo að leiðrétting til lækk- unar hafi verið gerð á húshitun- artöxtum Landsvirkjunar, þá segir bæjarstjórnin að þar sé hvergi nærri nógu langt gengiö og telur að algjör jöfnun hús- hitunarkostnaðar um landið allt sé skýlaus krafa. Bæjarstjórnin tckur undir þá kröfu fulitrúaráðs Sambands íslenskar sveitarfélaga, að framlag til Jöfnunarsjóðs verði hækkað til leiðréttingar á þessu ári. f lok ályktunarinnarhvetur bæjarstjórnin stjórnvöld til að hcfja nú þegar markvissar úr- bætur vegna hins ótrygga ástands í byggða og atvinnu- málum þjóðarinnar og skorar á sveitarstjórnir í dreifbýlinu að taka höndum saman til varnar hagsmunum byggöanna. -ABÓ Sumardagurinn fyrsti: Stór sumarhátíð við Þróttheima „Manni skildist af ræðu iðnaðar- ráðherra að það mcgi búast við aðgerðum stjórnvalda sem yrðu til þess að skerða launin. Ef ríkisstjórn- in er að huga að einhverjum efna- hagsaðgerðum, gengislækkun cða einhverju ámóta, scm ekki veröur bætt í kaupi, þá verðum viö að rísa upp og verja okkar kjör. Ef kemur til gengisfcllingar þá verður hart látið mæta hörðu," sagði Guðmund- ur Þ. Jónsson, formaður Lands- sambands iðnverkafólks, í samtali við Tímann. Áttunda þing Landssambands iðnverkafólks var haldið á Sclfossi í lok síðustu viku. Par var ályktað um ýmis hagsmunamál sambandsins og fluttu Friðrik Sophusson, iðnaðar- ráhcrra og Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, ræður. f ályktun þingsins segir að fólk verði að búa sig undir harða baráttu fyrir auknunt kaupmætti og félags- legu öryggi. „Ég skal ekki segja til um það hvort keniur til meiri hörku í næstu lotum cn fólk verður að vcra undir það búið. Við höfum verið að tapa niður kaupmætti og vcrðum að Guömundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iönverkafólks. sækja hann aftur,“ sagði Guömund- ur. í ályktun um atvmnumál er þeim tilmælum bcint til stjórnvalda að þau taki til hendinni við efnahags- stjórn landsins, m.a. með tak- mörkunum á vaxtafrclsi og starfsemi fjármagnsmarkaðarins. „Okkur er sagt hiklaust af mönnum sem eru í atvinnurekstri, að fjármagnskostn- aður fyrirtækja sé orðinn oft meiri en hlutur launa, og cf hann lækki þá mundi skapast svigrúm til að bæta kjörin," sagði Guðmundur. Á þinginu komu einnig fram hug- myndir um verndaraðgerðir til verndar íslenskum fataiðnaði. „Meðan flutt er inn óheft frá lág- launalöndum. þá er erfitt að keppa viö það innanlands. Við erum ekki að tala um innflutningsbann, kannski kvóta eða eitthvað slíkt, þannig að það verði einhver tak- mörkun. Við höfum líka höfðað til landsmanna að kaupa íslenska vöru. Pað vantar mikið uppá það að fólk geri það. Málið er það að menn eru pikkfastir í cinhverjum krcddum um t'relsi og svoleiðis. Nágrannalöndin eru með verndaraðgerðir cn hér má aldrei gera neitt. Pað eru þó fyrst og fremst við sem þyrftum á slíku að halda." sagði Guðmundur. -jih Á morgun. sumardaginn fyrsta, verður haldin stór og skemmtileg sumarhátíð við félagsmiðstöðina Þróttheima við Holtaveg. Á hátíðina er boðið öllum nemendum Voga-, Langholts-, Laugalækjar- og Laug- arnesskóla, svo og foreldrum, ætt- ingjum, vinum og öðrum scm tengj- ast þeim á annan hátt. Má segja að stefnt sé aö hverfishátíð. Hátíðin sjálf hefst klukkan 13 og stendur yfir til klukkan 17. Veður og vindar fá engu breytt. þar sem hluti hátíðarinnar verður innan húss, en forráðamenn hennar hafa hins vegar lýst því yfir að veður verði örugglega gott. Meðal þess sem fram fer utan dyra, má nefna ferðir í þrautabraut, þátttaka í útigrilli, BMX-rall, knatt- spyrnuleikur og fótboltasprell, snú- snú, brennó, teygjutvist og svampa- kast, en innan dyra má nefna biljarð, pílukast, borðtennis, fótboltaspil, leiki, leikþætti, bingó, skutlukeppni. veitingasölu og kökubasar. Að hátíðinni standa félagsmið- stöðin Þróttheimar, knattspyrnufé- lagið Þróttur og skátafélagið Dalbú- ar, og búast þessir aðilar fastlega við fjölmenni við Þróttheima á sumar- daginn fyrsta. -SÓL Akranes: Hvetja til aðgerða sem stuðlað gætu að vaxtalækkunum Sameiginlegur fundur fiskvinnsludeildar, verkamanna- og verka- kvennadeildar hjá Verkalýösfélagi Akraness hefur sent frá sér ályktun. þar sem fram kemur að uppgjöf sú sem átti sér stað við undirritun Akureyrarsamninganna og samþykkt þeirra í flestum verkalýðsfélögum, lýsi vel þeirri múgsefjun sem félagið telur að hafi átt sér stað í þjóðfélaginu á undanförnum árum, og verkafólk kallað til ábyrgðar á veröbólguþróun. Félagið beinir þeirn tilmælum til stjórnvalda, að þau upplýsi þcgnana um raunverulegan verðbólguvald og hefji þegar í staö aðgerðir sem lciði til vaktalækkunar. -ABÓ Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík: Skemmtun í Þórscafé á sumardaginn fyrsta Á morgun er sumardagurinn fyrsti, dagur sem skipar bjartan og skemmtilegan sess í hugum fólks. A síöasta ári hélt Fulltrúaráö Framsóknarfélaganna í Reykjavík veglega fjölskylduskemmtun í Þórscafé og bílaportunum þar í kring. I ár er ætlunin að endurtaka þessa skemmtan. Fjölskylduhátíðin í árhefst í Þórs- café klukkan 14.00. Þar verður söngur.glensoggaman allari daginn. Má þar nefna að eftirherma kemur í heimsókn, Jón Páll Sigmarsson mun heilsa upp á yngstu gestina og margt fleira verður til gamans gert. Ef veður verður gott mun verða opið útivistarsvæði á plani Mjólkur- samsölunnar þar sem komið verður upp lciktækjum fyrir börnin auk þess sem þar verður farið í skemmti- lega leiki. Vímulaus æska og fleiri félaga- samtök munu kynna starfsemi sína á svæðinu. Boðið verður upp á kaffi og með- læti fyrir fullorðna fólkið, en þcir yngri fá sælgætispoka. Þá verður kynning á Emmess ís og kóka kóla. Miðaverð er 400 krónur fyrir full- orðna og 250 fyrir börn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.