Tíminn - 20.04.1988, Page 7

Tíminn - 20.04.1988, Page 7
Miðvikudagur 20. apríl 1988 Tíminn 7 Kaffibaunamálið tekur nýja stefnu eftir ferilgreiningu Guðmundar Einarssonar verkfræðings: Ekki umboðsviðskipti Hér á eftir fer samantekt á helstu nidurstöðum Guðmundar Einarssonar verkfræðings úr ferilgreiningu viðskipta SÍS og Kaffi- brennslu Akureyrar. Guðmundur var fenginn til að vinna þetta verk að frumkvæði Guðjóns B. Ólafssonar og Vals Arnþórssonar í kjölfar dómsniðurstöðu Sakadóms Reykjavíkur fyrir rúmu ári. Markmiðið var að fá fram svar við grundvallarspurningunni: Ef viðskiptin voru ólögleg, hvernig átti þá að standa að þeim? Flest virðist nú benda til að viðskiptin hafi ekki veriö ólögleg og RLR, ákæruvaldið og Sakadómur ekki skilið eðli þessara viðskipta. Til að vinna þetta verk varð fyrir valinu Guðmundur Einarsson, verkfræðingur, sem hefur yfir 35 ára starfsreynslu í milliríkjaviðskiptum, samningagerð og framkvæmdum. Hann tók sér stöðu framkvæmda- stjóra við hrákaffikaup, án þess að að kynna sér ákæru og dómsniður- stöður umfram upplýsingar fjöl- miðla. Rannsóknaraðferðin sem beitt var, er ferilgreining (Operation Research) allra athafna og skjala tengdum hrákaffikaupum á árunum 1979-1981 og einnig innkaupum fyr- ir og eftir þetta tímabil. Þar sem viðskipti af þessu tagi fara fyrst og fremst fram á enskri tungu var leitast við að túlka og skýra öll þau orð og hugtök sem skipta máli. Þá voru höfð viðtöl við um 40 aðila sem hafa þekkingu og skoðanir á þessum málum, umsagnar leitað hjá Ríkisendurskoðun, Gjaldeyriseftir- liti Seðlabankans, Tollstjóra, Laga- deild Háskóla Islands, Viðskipta- deild Háskóla íslands og Verslunar- ráði íslands. Ákæran Ákært var fyrir fjársvik, skjalafals og gjaldeyrislagabrot og Sakadómur Reykjavíkur dæmir að um fjársvik hafi verið að ræða og gjaldeyrislaga- brot, sýknar af ákæru um skjalafals en dæmir á þeim grundvelli að beitt hafi verið blekkingum með ranglega tilgreindum upplýsingum í reikning- um. Dómurinn er byggður á þeim grundvelli, að Sambandið hafi ann- ast umboðsviðskipti fyrir Kaffi- brennslu Akureyrar. Dómurinn taldi að KA hafi borið allur sá afsláttur sem veittur var. SÍSátti kaffið Niðurstaða ferilgreiningarinnar er hins vegar sú að eðli þessara við- skipta hafi verið verslunarkaup, en ekki umboðsviðskipti, en á þessu er grundvallarmunur. SÍS er ótvírætt eigandi hrákaffisins, frá 27 upp í 140 daga áður en KA kaupir það af SÍS, sem hafði greitt það með eigin fé, teknu að láni af SÍS skrifstofunni í London. Samkvæmt því getur ekki hafa verið um fjársvik að ræða. Fjölmargt styður þessa niðurstöðu og má m.a. nefna eftirfarandi: 1. Sambandið er eitt af eigendum NAF - Norræna samvinnusam- bandsins - og annar aðili, t.d. KA, getur ekki keypt kaffi beint af NAF vegna reglna þess. SÍS er því aðili að samningum NAF við hina erlendu hrákaffiseljendur og kaupandi kaffisins og er það stað- fest af öllum viðkomandi aðilum. SÍS verður eigandi vörunnar við gerð samnings og tekur við ábyrgð á hrákaffinu við útskipun. Það er merkt SÍS á farmskírtein- um og SÍS greiðir seljanda vöruna frá skrifstofu sinni í London. 2. Kaffibrennsla Akureyrar verður fyrst eigandi vörunnar við sam- þykkt á víxli og afhendingu hans í Landsbanka fslands á Akureyri, þ.e. við við tollskil. KA staðfestir óbeint að ekki sé um umboðsvið- skipti að ræða með því að neita að greiða fyrir sendingu sem varð fyrir tjóni í flutningum. SÍS hefur því kaupandaábyrgð. KA er auk þess óbundið af hrákaffikaupum frá SÍS og leitaði tilboðs frá öðrum innflytjanda? sem ekki reyndist hagstæðara. 3. Umsögn Verslunarráðs íslands varðandi þessi viðskipti er sú, að ekki verði annað séð en að um hrein verslunarkaup sé að ræða. 4. Umsögn Lagadeildar H.Í., Þor- geirs Örlygssonar, prófessors, og Jóns L. Arnalds, dósents, segir m.a. að umsýslusamningur (ekki umboðssamningur) sé í gildi milli NAF og SÍS, þ.e. að NAF annist kaupin fyrir reikning SÍS, sem samkvæmt fyrirliggjandi gögnum greiði erlendum seljendum. Virð- ist SfS því vera eigandi farmsins fyrir milligöngu NAF þegar við útskipun í framleiðslulandinu. Þegar farmurinn komi til landsins virðist kaup gerast öðru sinni, þ.e. millum SÍS og KA, og þegar KA leysi farminn út úr tolli verði það eigandi hans. Sakadómur tekur það til staðfest- ingar þess að um umboðsviðskipti hafi verið að ræða, að KA greiðir SÍS 1,5% umboðslaun. Skýringin á því er einföld, nefnilega sú að þessi umboðslaun komu til á árum áður, þegar KA greiddi sjálf fyrir hrákaff- ið. en því var breytt að beiðni KA. Telja verður mistök að áfram skyldi haldið að greiða þessi umboðslaun eftir að eðli viðskiptanna breyttist í það form að SÍS keypti hrákaffið og endurseldi KA. Tveir vörureikningar í dómi Sakadóms Reykjavíkur er mikil áhersla lögð á það að tveir vörureikningar hafi verið gerðir vegna hverrar sendingar hrákaffis. Skyldi SÍS í London taka lán til greiðslu lægri upphæðarinnar, en vörureikningur með hærri upphæð sendur KA til innheimtu. Þetta atriði snertir það sem dómurinn kallar „afslátt" vegna viðskiptanna, sem SÍS hafi alfarið tekið sér. Þessi svokallaði „afsláttur" er í raun skilyrtar endurgreiðslur, eða það sem kallað er á máli seljenda hrákaffis „Avisos de Garantia". Til- gangur þessara skilyrtu endur- greiðslna er fyrst og fremst að binda kaupandann til áframhaldandi kaupa á hrákaffi, en þessar endur- greiðslur fást því aðeins að um áframhaldandi viðskipti sé að ræða, þ.e. þær fást aðeins eftir á. Vcrulega vantar á að skilningur hafi verið nægur á þessu atriði sam- kvæmt því sem fram kemur í dóms- skjölum. Þar er t.d. ekki að finna neina skýringu á 13 stafa lykli á viðskiptaskjölum, sent skýrir upp- runa endurgreiðslunnar hverju sinni, og virtist raunar enginn hér- lendur aðili hafa þær upplýsingar. Að sumu lcyti eru skýringar á þessu, þar sem bæði helstu viðskipta- lönd SÍS um hrákaffikaup (Brasilía og Columbía) viðhafa ákveðna leynd í sambandi við framkvæmd endurgreiðslna. Ástæður eru þær að kaupendur njóta mismunandi við- skiptakjara og þau eru breytileg eftir uppskeru og öðru sem snertir sam- keppnishæfni á mörkuðunum. Þá eru orð og hugtök notuð í óvcnju- legri mcrkingu, eins og sýnt er fram á í ferilgreiningunni. Skeytunum víxlað Villandi áhrif þessa eru m.a. þau, að Rannsóknarlögregla ríkisins víxl- ar í tímaröð skeytum, annars vegar tilboði NAF til SÍS og hins vegar svari SfS við því tilboði, þannig að svarskeyti SÍS lítur út sem fyrirmæli til NAF um að hækka verð á ákveð- inni hrákaffisendingu. NAF hefur staðfest leiðréttingu varðandi tíma- röð skeytanna, en vegna þessa fær þessi ákveðna pöntun sérstaka mis- skilda meðferð í málinu og skeytið notað sem sönnun þess að „þetta virðist gert í þeim tilgangi að dylja KA hvert hið raunverulega verð var" og að reikningar hafi verið „hækkaðirsannanlega að beiðni SÍS, að mati dómsins í blekkingarskyni við KA" sem talið er brjóta gegn 158. gr. alm. hegningarlaga. Raunar snertir þetta atriði málsins aðeins eina pöntun af 30 í málinu. Síðan eru dregnar ályktanir af þessari ntis- túlkun rannsóknaraðila. Þá má geta þess, að í samræmi við víxlun skeyt- anna lætur Rannsóknarlögregla ríkisins löggiltan skjalaþýðanda þýða allt skeyti SfS, en aðeins eina setningu í skeyti NAF. Lokaorðin Fengnar hafa verið umsagnir opin- berra aðila varðandi tvenns konar „vörureikninga" og niðurstaða þess máls sú að annað er vörureikningur en hitt er reikningsskilaskjal, til komið eftir að skilyrt endurgreiðsla hefur átt sér stað. Af fjórum sjálf- stæðum umsögnum - tveimur frá Ríkisendurskoðun, einni frá Gjald- eyriseftirliti Seðlabankans og einni frá tollstjóra - sem snerta þetta atriði má draga þá ályktun að ekki hafi verið unnt né heimilt að viðhafa aðra aðferð en gert var. JR Botnveiðikerfi sem hentar við ýmsar veiðiaðferðir. Tröppuveiðikerfi. Línan dregin inn í þrepum. Smokkfiskikerfi. Allur aukabúnaður fáanlegur. Vindan getur talið í fetum, metrum eða föðmum. Skjárinn sýnir hvaða kerfi er notkun. FADMAR UTI 132 Bv Tr AUTO FfiÐHAR UTI UEIÐI DVPI SKAK HflD START HLE BU-KERFI BOTN HLE HfEÐ FR BOTN SKAK FJÖLDI TR-KERFI TRÖPPU HfEÐ TRÖPPU HLE SHOKK-KERFI DVPISMINKUN M0T0R TIMI M0T0R HLE SF-KERFI SKAK FJÖLDI MINSTA DVPI M0T0R-KERFI SKfiK HRfiÐI UEIDI HRAÐI SMOKK HRfiÐI EXTRA NR. A HJ6LI LINU IVKKT TIMI A SKJA HLE DVPTfiR HLE UEIÐI HLE UEIÐI HLE N Skjár og kerfistafla á íslensku Mótorkerfi. Stillanlegur skakhraði, stillanlegur hraði upp. Stillanlegt veiðidýpi. Stillt inn ákveðið dýpi og vindan fer og veiðir þar. Juksa-Robot Unique tölvuvinda sameinar marga góöa kosti sem auövelda veiöarnar M uksa-Robot Unique er ein fullkomnasta B tölvuvinda sem fáanleg er I dag. Afkastamikil og fjölhæf, búin grunnkerfum s.s. botnveiðikerfi, tröppuveiðikerfi, sjálfvirkt fiskileitunarkerfi og smokkfiskkerfi. Stillanleg veiöiþyngd, stillanlegt átak. Af lóðréttu stjórnborði vindunnar er auðvelt að stjórna veiöikerfunum. Tölvuskjár sýnir upplýsingar um hvað er mikiö úti af llnu og gefur til kynna þegar fiskur er á og hvar hann tók. Vindan gefur hljóðmerki I hálfa mln. þegar veiðiþyngd er náö og aftur þegar hún er komin upp. Þótt slökkt sé á Juksa-Robot vindunni, geymir hún allar innsettar skipanir og er tilbúin að vinna eftir þeim þegar kveikt er á henni. En ofan á alla þessa kosti er Juksa-Robot Unique tölvuvindan létt I meöförum, ódýr í viðhaldi og sparneytin. Með vindunum fylgja allar festingar, rofi með öryggi, hlífðarpoki og notendahandbók á íslensku. Greiðslukjör eða kaupleiga til 3ja ára. Þjónustuaðilar um land allt. JUKSA-ROBOT UNIQUE tryggir góöan hlut Öll rafmagnsþjónusta fyrirsmábátaeigendur: Viðgerðir - Raflagnaefni Raflagnir-Töflur Alternatorar - Rafgeymar o.fl. RAFVÉLAVERKS SÚÐARVOGI 4 £

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.