Tíminn - 20.04.1988, Side 8

Tíminn - 20.04.1988, Side 8
8 Tíminn Miðvikudagur 20. apríl 1988 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15. Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Bragð er að Þensla í framkvæmdum og atvinnulífinu yfirleitt og almenn velmegun fara saman,en þegar raunveruleg verðmætasköpun eða arðbær uppbygging eru ekki forsendur þenslunnar er hætta á að velmegunin standi á brauðfótum og framkvæmdasemin flokkist undir bruðl og óráðsíu fremur en að búið sé í haginn fyrir framtíðina. Ljóst er að umbrotatímar ganga nú yfir íslenskt þjóðlíf, tímabili góðæris og sívaxandi tekna er lokið og viðskiptahalli og erlend skuldasöfnun er sú staðreynd sem stjórnvöld standa nú frammi fyrir og verða að takast á við fyrr en síðar. Verði ekkert að gert stefnir í meiri viðskiptahalla á þessu ári en dæmi eru um áður og afleiðingarnar verða enn aukin skuldasöfnun, atvinnuvegum hrakar og lífskjörin versna, hvað svo sem um er samið í kjarasamningum. Enn má telja að stórfelld búseturöskun fylgir í kjölfar ört breytilegra atvinnuhátta og liggur straumurinn allur í sömu átt, til höfuðborgarsvæðisins, þar sem þenslan og eyðslan er mest og lífskjörin væntanlega best. Það er í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í efnahagslífinu að miðstjórn Framsóknarflokksins hefur verið kölluð saman til fundar og er þess að vænta að þar verði talað tæpitungulaust um málin og mörkuð stefna um hvernig taka skuli á þeim vandamálum sem auðsjáanlega bíða úrlausnar. Öll þau ytri einkenni velmegunar sem birtast í óhóflegum framkvæmdum og auðsjáanlegri eyðslusemi fyrirtækja og einstaklinga eru sjúkdómseinkenni þjóðar sem lifir langt um efni fram og kann ekki fótum sínum forráð á lánamarkaði þar sem ótakmarkað fé er í boði, aðeins ef hægt er að leggja fram tryggingu fyrir greiðslu einhvern tíma seinna. Frjálshyggja, grár peningamarkaður og gengdarlaus samkeppni í nafni frelsis, sem fæstir kunna með að fara, eru að leika atvinnuvegina svo grátt að engum kemur til góða nema erlendum samkeppnisaðilum. Offram- boðið og verðhrunið á íslenskum fiski á Evrópumarkaði er glöggt dæmi þar um. íslensk fiskvinnsla er rekin með stórtapi á sama tíma og fiskseljendur púkka undir breskan fiskiðnað með offramboði á íslenskum fiski og tilheyrandi verðlagi. Málsvari óskoraðs markaðsfrelsis, Sjálfstæðisflokk- urinn, viðurkennir ekki opinberlega hvert stefnir í íslensku efnahagslífi og skellir skollaeyrum við öllum viðvörunum um hvert eyðslustefnan leiðir. Er svo komið að jafnvel Morgunblaðinu er farið að blöskra. Síðasta Reykjavíkurbréf er ein allsherjar áminning um þann hrunadans sem stiginn er. Staðhæft er að fyrirtæki séu almennt illa rekin og spurt er hvort öll velgengnin sé byggð á sandi og þar með verslunin, flugstöð, Kringla og nú ráðhús. Bragð er að þá barnið finnur. Höfundur Reykjavíkurbréfs telur að forystumenn samvinnuhreyfingarinnar hafi eðlileg viðhorf til stöð- unnar í atvinnulífinu og að framsóknarmenn telji tímabært að funda um ástandið og að fjármálaráðherra sýni að hann sé tilbúinn að taka fast á ríkisrekstrinum. Um Sjálfstæðisflokkinn er aðeins sagt að ætla megi að þar sé skilningur á að taka á málum. En hvort sem forysta Sjálfstæðisflokksins skilur það eða ekki, er ljóst að lántöku- og eyðslustefnunni hlýtur að vera lokið og ekki dugir að fljóta sofandi að feigðarósi. GARRI llillliP1 Hlutur landsbyggðar Segja má að íslandi megi í gróf- um dráttum skipta í tvennt. Annars vegar er suðvesturhornið, sem ekki er fjarri lagi að telja að afmarkist af Esjunni og Hellisheiðinni. Hins vegar er svo landsbyggðin utan þessa svæðis. Á suðvesturhorninu býr rúmur helmingur þjóðarinnar, og þar er höfuðborgin. Því fylgir að þar fer stjómsýsla landsins fram. Þar sitja Alþingi og ríkisstjórn, þar er Stjórnarráðið og þar era flest fyrir- tæki og stofnanir hins opinbera. Þangað þurfa menn því að leita um flest þau mál sem horfa til framfara eða endurbóta í öðrum hlutum landsins. Og auk þcss vill svo til að á suðvcsturhorninu hefur einnig vax- ið upp miðstöð fyrir verslun og þjónustu landsmanna. Það er þar sem nánast allur inn- og útflutning- ur þeirra fer fram, og þar er þjónustan veitt. Af sjálfu leiðir svo að flest stærstu fyrirtæki landsins eru með aðsetur svðra, jafnt versl- unar- sem þjónustufyrirtæki. Af þessu stafar svo vitaskuld visst ójafnvægi. Sjálf frumframleiðslan, hvort sem er á sviði landbúnaðar eða fiskvinnslu, fer að stærstum hluta til fram á landsbyggöinni cn þjónustan syðra. Setið eftir Á síðustu mánuöum hafa orðið stöðugt háværari þær raddir sem halda því fram að landsbyggðin sé nú farin að sitja eftir að því er varðar afkomu fólks og almcnna grósku í atvinnulífinu. Þar er ekki aðeins um að ræða þá erfiðleika sem íslenskur landbúnaður stendur nú frammi fyrir og bændur hafa reyndar tekist mjög myndarlega á við. Ekki síður hefur verið kvartað undan því að fískvinnslan eigi nú við vaxandi erfiðleika að stríða. Vandi hcnnar er að hluta til af erlendri rót runninn og stafar af lágri stöðu Bandaríkjadals. En vandi hennar er líka til kominn vegna vaxandi þenslu á höfuðborg- arsvæðinu. Þar er nú mikil sam- keppni um bæði fjármagn og vinnuafl, sem verkar hækkandi á jafnt fjármagnskostnað sem launa- kostnað. Á sama tima og físk- vinnslan býr við lækkandi tekjur er henni þannig ætlað að taka á sig hækkandi tilkostnað. Allir sjá að það dæmi gengur ekki upp. Umtalsvcrð atvinnuskapandi fyrirtæki, í líkingu við þau scm stærst gerast syðra, eru sárafá á landsbyggðinni. Þar fer mest fyrir vinnslustöðvum fyrir sjávar- og landbúnaöarafurðir. Það segir sig sjálft að fólkið á landsbyggðinni á þess vegna óhcmju mikið undir því komið að þau fyrírtæki gangi vel. Annars er allt atvinnulífíð í hættu og afkoma fólksins um leið. Fjármagnsstreymið Eitt af því, sem lengi hefur verið kvartað undan, er flótti fjármagns- ins frá landsbyggðinni til suðvest- urhorasins. Péningar eru nú einu sinni afl þcirra hluta sem gera skal, og þess hefur gætt undanfarið að mikil sókn væri í fjármagn einmitt á suðvesturhorninu. Það er einfalt lögmál að sömu krónurnar verða ekki notaðar til þess að skapa atvinnu bæði í Reykjavík og úti á landi. Hver króna, sem rennur frá dreifbýlinu til ávöxtunar syðra, stuðlar þannig að því að fækka atvinnutækifærunum þar en fjölga þeim á suðvesturhorninu. Að hluta til vilja margir kenna þetta þeirri auknu samkeppni sem ■ seinni tíð er farin að vera á milli banka og annarra fjármagnsstofn- ana um sparifé landsmanna. Ekki er aðeins að bankar keppi sín á milli um spariféö, heldur eru verðbréfasalar orðnir athafnasamir á þessum markaði með hvers konar gylliboðum. Og vitaskuld er ekki nema gott um það að segja að fólki sé boðin góð ávöxtun á fjánnunum sínum. Og við það bætist svo að háir vextir hvetja vitaskuld til sparnaðar og draga úr ótímabærrí eyöslu eða sóun. En hér sem oftar eru tvær hliðar á málinu. Háu vextimir eru nefni- lega, þegar upp er staðið, greiddir af fyrirtækjunum sem fá þetta Ijármagn að láni, en hvorki af bönkunum né verðbréfasjóðunum. Og meðan byggð og verkaskipt- ingu í landinu er skipt milli lands- hluta með sama hætti og hér gerist þá getur verið að sýna þurfi meiri aðgæslu í þessu efni en í öðrum löndum. Það er enginn kominn til með að segja að útlend hagfræði- lögmál um frjálsan markað, þar sem framboð og eftirspurn ráði ferðinni, eigi við óbreytt í landi þar sem byggð er jafn tvískipt og er hér hjá okkur. Af þeim sökum virðist vera orðið meira en tímabært að fara að huga að hlut landsbyggðarinnar. Það gengur ekki að fólk sitji þar uppi án atvinnu og með óscljanlegar eignir. Þess vegna þarf núna með öllum ráðum að beina fjármagni og framkvæmdum þangað, þannig að atvinnutækifærum fjölgi. Það sem við þurfum núna er kröftug uppbygging úti á landsbyggðinni. Garri VÍTTOG BREITT Hvers er misst? Von er til að bjórþvælunni á þingi og víðar linni eitthvað eftir að neðri deild Alþingis samþykkti að innflutningur og bruggun á sterkum bjór verði lögleg að ári. Efri deild á eftir að samþykkja löggildingu öls sem maður verður fullur af að drekka, en spámenn fjölmiðlanna telja nær öruggt að málið fljúgi þar í gegn og að ölteitið mikla geti hafist eftir svo sem tíu og hálfan mánuð. Meðferð löggjafarsamkundunn- ar á máli málanna, sem löngum hefur verið að reyna að ákveða hve margar prósentur mega vera af alkóhóli í bjór, hefur löngum ein- kennst af því að taka ekki ákvörð- un og hafa þingmenn lagt mikið á sig til að losna við að greiða atkvæði um skoðun st'na á málinu. Þing eftir þing hefur verið fjarg- viðrast um alkóhólprósentur í bjór og hefur fjölmiðlunin ekki farið varhluta af allri þeirri umfjöllun sem málinu fylgir. Það er engu líkara en að ótal skoðanir séu og hafi verið uppi um sterka ölið, en í raun eru þær aðeins tvær. Annað- hvort eru menn með sölu á áfengu öli eða á móti. Hlutleysi er ekki skoðun. Hætt að tala, farið að þamba Þegar gengið var til atkvæða um ölið í neðri deild hafði ríkissjón- varpið svo mikið við að senda beint út af þingfundi, rétt eins og um stórviðburð væri að ræða. Engin skýring hefur fengist á hvers vegna það er endilega svo stórbrotið að bjórmál sé sent á milli deilda, að það taki því að sjónvarpa beint, QicrGí. mk w/ œff fremur en öðrum þingmálum sem sífellt eru á ferð gegnum Alþingi. En kannski er þctta svona merki- legt vegna þess að alþingismenn manna sig loks upp í að greiða atkvæði með eða móti bjór sem hægt er að drekka sig fullan af. Ef efri deild ber gæfu til að skila af sér alkóhólprósentu bjórs í svip- uðum farvegi og sú neðri er þegar búin að gera verður íslenskt mann- líf næstum fullkomið ef mark er takandi á þeim sem hvað ákafast hafa barist fyrir alkóhólríku öli. En það kemur ekki í ljós fyrr en nokkur brugghús hafa komið fram- leiðslu sinni á markað og hundruð innflytjenda með bjórumboð hafa fyllt vínbúðir og krár af flestum heimsins tegundum af bjór sem hægt er að drekka sig fullan af. Þá kemur fyrst í ljós hvílík búbót verður af einum alkóhól- styrkleikanum til viðbótar þeim sem fyrir eru. En mest er um vert að brátt verður hætt að tala um áfenga bjórinn og í þess stað farið að drekka hann, sem hlýtur að vera miklu skemmtilegra. Ólög gerð að lögum Ef bjórspámenn hafa rétt fyrir sér og efri deild samþykkir prósent- una sem skilur á rnilli óáfengs öls og áfengs mun Alþingi loksins gera stórfelldan innflutning á sterkum bjór löglegan. Sjómenn og fluglið- ar hafa lengi mátt flytja inn sterkan bjór og síðan var ferðamönnum sem koma að utan leyft að taka áfengt öl með sér inn í landið. Þau ólög sem gert hafa þetta kleift verða að löggildum lögum þegar og ef bjórfrumvarpið verður endanlega samþykkt. Raunar er illskiljanlegt hve lengi það hefur viðgengist að banna áfengt öl en leyfa síðan tilteknum atvinnustétt- um og ferðafólki að sullast með forboðna ávexti inn í íslenska lög- sögu eftir að hafa keypt bannaða ölið í ríkisrekinni verslun. Bráðum verður allt þetta löglegt og siðlegt og svo verður reynslan að skera úr um hvort það verður ekki alveg eins gott að drekka sig fullan af víni og brennivíni eins og áfenga bjómum þegar þar að kemur. Eða hvers er misst þótt áfengur bjór sé ekki á hvers manns borði? OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.