Tíminn - 20.04.1988, Page 9

Tíminn - 20.04.1988, Page 9
Miðvikudagur 20. apríl 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR BJÓR Rósmundur G. Ingvarsson: PROFSTEINN SAMVISKU OG ABYRGDAR Bjórfrumvarp hefur verið samþykkt til þriðju umræðu í neðri deild Alþingis. Þetta málefni hefur reynst afar lífseig afturganga í þingsölum um alllangt skeið. Á síðasta þingi var ekki meirihluti fyrir því að leyfa bjórinn, en kosningar í fyrra virðast hafa skolað inn á Alþingi nýju bjórliði og ber það vott um aukið gengi ábyrgðarleysis á löggjafarsamkundu íslendinga. Það er því ekki úr vegi að athuga svolítið hvernig menn veljast til setu á framboðslistum og Alþingi. Að undanförnu hefur þróunin orðið í þá átt, að ákvörðun um val manna og röðun á framboðslista er tekin með prófkjörum. Fólk býður sig fram í prófkjör viðkomandi stjórnmálasamtaka og kjósendur fá svo að velja og raða á listana. í framkvæmdinni verður þetta þannig, að þeir sem eru frakkastir og hafa mest sjálfsálit, sækjast eftir að bjóða sig fram og það eru vissulega ekki alltaf þeir hæfustu. Kjöri ná svo þeir sem mestum peningum hafa yfir að ráða, því auglýsingarnar og skrautið er það sem gjarnan ræður úrslitum. Það þarf hinsvegar ekki að fara saman - og fer líklega sjaldnar saman, að þeir ríkustu séu hæfastir. Ætli það séu ekki oftast eiginhagsmuna- menn og menn tengdir auðjöfrum, sem mest fjárráðin hafa. Að sjálf- sögðu eru undantekningar frá þessu öllu. Einnig má gera ráð fyrir að nýir þingmenn séu ekki eins vel kunnugir málum, eins og þeir eldri og reyndari. Stefnulausir froðuflokkar Margir kjósendur virðast vera reikulir í skoðunum og gjarnir á að hlaupa til fylgis við jafnvel stefnu- lausa froðuflokka, sem kannski skjóta upp kolli fyrirvaralítið. Vax- andi fjöldi skiptir um flokk við hverjar kosningar. Hæfasta og besta fólkið fer líklega í fæstum tilfellum í framboð undir þessum kringumstæðum. Þessar aðferðir á vali þingmanna eru sem betur fer ekki einráðar, en færast mjög í vöxt. Þjóðfélag vort er alltaf að breytast. Frjáls- hyggjuglópar, sem skeyta lítt um afleiðingar gerða sinna eða farsæld þjóðarinnar og byggðar út um landið, vaða nú uppi bæði á Alþingi og utan þess. Ekki má skilja þetta svo, að engir góðir þingmenn séu til. Þeir eru margir, en virðast ætla að verða í minnihluta í bjórmálinu. Ef til vill hafa sumir látið glepjast, vegna þrýstings frá þeim, sem ætla sér að græða á bjórnum eða ábyrgðarlausum áfengisdýrkend- um sem ekkert vilja vita um skað- semi þess eða annarra eiturlyfja, né heldur um það mikla böl sem áfengisneyslu er oft samfara og oft á tíðum hryllilegar afleiðingar. Að hafa vit fyrir fólki Alþingismenn eiga tvímælalaust að leitast við að hafa vit fyrir þjóðinni og stuðla að framgangi þeirra mála, sem eru henni fyrir bestu. Ungum og óreyndum hættir öðr- um fremur til að hlaupa á sig og falla á prófum. Hætt er við að þeir sem samþykkja bjórfrumvarpið eigi eftir að sjá alvarlega eftir að greiða því atkvæði sitt, enda er ólíklegt að nokkur leið verði að losna við bölvaldinn aftur. Ábyrgð- in er því þung. Meðal helstu ástæðna sem menn færa fyrir því að réttara sé að lögleyfa bjór er, að hvort sem er sé flutt inn í landið nokkurt magn af bjór, ólöglega. (Hann sé einnig seldur í fríhöfninni við Keflavík- urflugvöll og íslendingar, sem til útlanda ferðist geti allsstaðar feng- ið bjór). Það á sem sagt að láta undan lögbrjótunum sem smygla þessu áfengi inn í landið. Þessi afstaða er svo fyrir neðan allar hellur, að furðu gegnir að menn sem eiga að vera öðrum fremur ábyrgir skuli ekki skammast sín fyrir hana. Samkvæmt svona skoðunum ætti þá einnig að gefa frjálsan innflutning á hassi og öðr- um eiturlyfjum og frjálsa dreifingu á þeim. Vill fólkið það? Það ætti þá einnig að opna landið fyrir innflutningi á kjöti, sem veruleg hætta er á að sjúkdómar á borð við gin- og klaufaveiki berist með til landsins. Jú frjálshyggjuglóparnir vilja það. Sumir menn gera talsvert af því að stela. Á þá ekki einnig að afnema bönn við því? Margir aka bíl undir áhrifum áfengis og þeim fjölgar örugglega við tilkomu bjórsins. Lögreglan nær í suma, en margir sleppa. Það gengur illa að draga úr - hvað þá uppræta þetta. Vill fólk ekki bara láta breyta lögunum svo að allir megi aka fullir úr því sumirgera það hvort sem er? Eiga lögbrjótar að hafa sigur? Nei. Að láta undan þeim sem stunda það að brjóta lög og reglur, er nokkuð sem alls ekki má gjöra. Bæði er það ræfildómur og svo skapar það fordæmi, sem óvandað- ir nota. Þeir sjá þá, að ef lög eru brotin þá verða þau bráðlega felld úr gildi eða þeim breytt, þannig að nánast allt verði leyfilegt. Þá verða þau sannkölluð ólög. Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. Þótt frjáls- hyggjumenn haldi kannski að nán- ast allt ætti að vera leyfilegt, þá er máltækið góða enn í fullu gildi. (Þeir hugsa Iíklega stutt). Það er áreiðanlega svo, að ólög og frjáls- hyggja yrðu iljót að eyðileggja lýðveldið okkar og sennilega einnig landið og þjóðina, ef þau fengju að komast í öndvegi. Allmiklu magni af sterkara áfengi en bjór er smyglað inn í landið. Eins yrði það með bjórinn. Lögleiðing hans tæki væntanlega ekki fyrir slíkan innflutning, frekar en með hitt áfengið, - jafnvel kemur til greina að smyglið aukist. Bjórdrykkjan bætist við Til að koma á lögleyfingu bjórs- ins hefur verið fundið upp það snjallræði að látast ætla að með- höndla hann sem áfengi og selja aðeins í áfengisbúðum. Trúlegast ætlast þeir menn sem komu þeirri hugmynd að ekki til að þannig verði þetta lengi, heldur að fljót- lega verði þau höft afnumin enda samrýmast slík höft ekki frjáls- hyggju. Það er því óhætt að reikna með að, þótt einhverjir þingmenn ætlist til annars í dag, þá verði fljótlega seldur bjór í sjoppum og matvöruverslunum, - ef Alþingi fellur á prófinu. Þótt minna áfengi sé í bjórnum en öðrum tegundum, þá bendir margt til að bjórinn reynist íslend- ingum hættulegra áfengi en það sem við höfum. Bjórdrykkja bætist við þá drykkju sem fyrir er, eins og reynslan sýnir hjá nágranna- og frændþjóðum okkar. Það er auð- vitað eðlilegt að þeir sem telja að íslendingar drekki ekki nóg áfengi og loka jafnframt augunum fyrir öllum þeim gífurlega neikvæðu áhrifum drykkjunnar sem þjóðin á við að stríða, - vilji bæta bjórnum við. Þeir telja þá væntanlega æski- legt að áfengisneysla barna og unglinga aukist til muna og áfeng- isneysla á vinnustöðum verði algeng, en þetta eru fyrirsjáanlegar afleiðingar áfengs bjórs, jafnvel þó hann verði ekki til sölu nema í' útsölum Á.T.V.R. Reynsla nágrannaþjóða af bjórnum er mjög slæm og ekkert bendir til að hún verði betri hér. Þvert á móti má fastlega búast við verri afleiðingum hér, því þótt sumir fari vel með vín, þá sýnir reynslan að íslendingar eru veikari fyrir á þessu sviði en flestar aðrar þjóðir, a.m.k. í Evrópu. Ef svo illa fer að bjórlög nái fram að ganga, þá hefur það, auk margs annars, þau áhrif, að fjármagns- streymið frá landsbyggðinni eykst enn til muna og er það þó ærið nóg fyrir - og alltof mikið. Höfuðborg- in nærist á þessu aðstreymi fjár- muna frá landsbyggðinni og sýgur nú svo fast, að fyrirsjáanlegt er, að með sama áframhaldi hrynur byggðin víða á næstu mánuðum eða árum, bæði í sveitum og sjáv- arplássum, og landsbyggðin hættir síðan að geta brauðfætt borgríkið á suðvesturhorningu. Neitum okkur um bjórinn vegna framtíðar þjóðarinnar og tryggjum okkur um leið góða samvisku varð- andi þetta mál. BÓKMENNTIR Fyrirspurn til esig Vegna ummæla í bókmenntaþætti Tímans 15/3 sl. langar undirritaðan til að fá skýringu á því sem þar er haldið fram. Ekki er það af neinni meinfýsi, þótt mér finnist einkenni- lega staðhæft, heldur hreinni forvitni á að vita á hverju esig byggir ummæli sín. Umræddur bókmenntaþáttur fjallar um Vísnabók Káins. Þar er m.a. gerður smá samanburður á andríki Káins og Stephans G. Step- hanssonar. Dálítið sýnist óraunhæft að bera þá saman, svona eins og að reyna að meta hvort sé fallegra fífillinn í brekkunni, sem kemur öllum í sólskinsskap, eða háa gilda grönin sem horfir í botnlausa fúafen- ið. En látum það liggja milli hluta. Það sem kemur á eftir hljóðar svo: „Líka er því ekki að leyna að meðferð Káins á hrynjandi og brag- arháttum er ekki alltaf með þeim hætti að hafið sé yfir aðfinnslur. Svo er að sjá að hann hafi ekki verið mjög sterkur í bragfræðinni, svo furðulegt sem það má heita um mann sem orti jafn mikið og hann“. Ekki verður annað sé en esig dæmi svo út frá Vísnabókinni«em hann er að fjalla um. Engin sýnishorn leggur hann þó fram til skýringar staðhæf- ingu sinni og er það óneitanlega galli. Nú er vissulega enginn dauð- legur maður hafinn yfir aðfinnslur, en einkennilegt finnst mér að taka Káinn sem dæmi um klaufa á sviði braglistar. Flesta textahöfunda mætti kannski nefna á undan honum, ef leitað skal að hagmælsku- skorti. Nú er því ekki að leyna að margir hafa lýst áhyggjum sínum yfir því að Islendingar séu að glata brageyranu. Þeir viti ekki lengur hvort vísa standi í hljóðstaf, hvort hún sé vel gerð eða leirhnoð. Gjarnan er þá vitnað í dægurtexta sem hámark niðurlæg- ingarinnar. Enda er það svo að stundum er verið að hrósa textum sem eru klaufalegri leirburður en svo að hægt sé að hlæja að þeim, rétt eins og aðdáendurnir hafi ekki hug- mynd um hrynjandi og hljóm, rím eða stuðlafall í bundnu máli. Fyrir mörgum er hinsvegar Káinn og hans líkar meistarar okkar gömlu þjóðarfþróttar, nær óskeikulir snill- ingar lausavísunnar, hagmælskunn- ar og hrynjandinnar. Listamenn í leik sínum með bragarhætti, rím og orð. Við lestur Vísnabókarinnar finnst mér ekki liggja í augum uppi hvað esig á við með ummælum sfnum og hefði kosið að sjá það skýrt með dæmum. Hvað finnst honum benda til að Káinn hafi verið slakur í bragfræði, og hvað finnst honum svo aðfinnsluvert um meðferð hans á hrynjandi og bragarháttum? Auðvitað eru vísurnar í bókinni ekki allar jafnsnjallar, en væri ekki vænlegra að leita að hneykslunar- hellum annarsstaðar? Vinsamlegast, Eysteinn G. Gíslason. SVAR VIÐ FYRIRSPURN Nafna mínum Gíslasyni í Skáleyj- um þakka ég þetta vinsamlega tilskrif, og skal ég með mestu ánægju útskýra betur umrædd orð mín. Eg var þar að vitna til þess að fari menn yfir kveðskap eftir gömlu skáldin okkar hér heima, karlana sem lásu, kváðu og ortu jafnvel sjálfir rímur, þá þarf ekki að lesa lengi til að sjá að þeim var ákaflega gjarnt að grípa til rímnabragarhátta þegar þeir vildu setja saman vísur eða ljóð. Um rímnabragarhætti giltu mjög fastar reglur, og eftir þeim var farið hér um aldir. Þær fólust ekki síst í því að stuðlasetning og rím voru ófrávíkj- anleg skilyrði, en einnig samanstóðu þessir hættir að stofni til einvörð- ungu af tvíliðum og einliðum. Væri ort þar með þríliðum þá var það undantekning frá meginreglunum. í margar aldir voru þríliðir nánast eingöngu notaðir hér á landi í sálma- háttum og öðrum þeim skyldum. Þegar ég las Vísnabók Káins í gegn á dögunum þóttist ég hins vegar veita því athygli að hann færi töluvert frjálslegar með rímna- eða vísnabragarhætti en menn eiga að venjast frá skáldunum hér heima, jafnt hinum eldri sem samtíma- mönnum hans. Ég get sem best nefnt dæmi um þetta, svo sem þessa vísu hans sem ég vel af handahófi: Kvenfólkið er að kyssast; keinst svo aldrei af stað. Það er eitt, sem mœtti inissast, ininnið þið prestinn á það! Hér er talsvert meira af þríliðum en menn eiga að venjast úr lausavísum, einir fjórir, eða í orðunum „kven- fólkið“, „aldrei af“, „minnið þið“ og „prestinn á“. Þar að auki er svo tveggja atkvæða forliður í þriðju línu, í orðunum „það er“, en slíkt reyndu skáld hér heima að forðast þótt því bregði fyrir. Og fleiri brot á gömlu reglunum eru þarna, svo sem í þessari vísu: Þeir hafa ekki neinar húfur, en hitt geta allir séð, að guð hefir gefið þeint hausinn til að kinka kolli með. Þetta er út af fyrir sig ágæt vísa, en hún er þó röng ef menn vilja binda sig fast við gömlu reglurnar úr rímnabragfræðinni. Ástæðan er sú að í seinni helmingnum eru tveir stuðlar í þriðju línu og aðrir tveir í fjórðu, í staðinn fyrir tvo stuðla í þriðju og höfuðstaf í fjórðu sem rímnaskáldin a.m.k. hefðu viljað hafa. Og er þá ógetið um þríliðina sem eru margir í vísunni eins og sjá má, að því ógleymdu að forliðir eru í öllum vísuorðum og reyndar tveir í því síðasta. Og rím er ekki í fyrsta og þriðja vísuorði, þó að naumast geti annars farið á milli mála að hátturinn sé sóttur í ferskeytluna gömlu. Af slíkum frávikum er talsvert mikið í þessari bók. Hitt erþó annað mál að ekki vil ég samþykkja án fyrirvara það orðalag nafna míns að Káinn hafi af þessum sökum verið klaufi á sviði braglistar. Til þess er hagmælska hans og orðsnilld allt of mikil. En kannski kæmi alveg eins til greina að kalla hann brautryðjanda fyrir þetta, eða jafnvel einhvers konar forvera formbyltingarskáld- anna? Að minnsta kosti virðist hann alls ekki vera eins fastur í gömlu reglunum og flestir aðrir á sama tíma. -esig

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.