Tíminn - 20.04.1988, Qupperneq 13
Miðvikudagur 20. apríl 1988
Tíminn 13
Fimmtán dagar liðnir frá
því kúvætsku farþega-
þotunni var rænt:
Ógn gíslanna
heldur áfram
Lyf til hægðateppu var krafa
flugræningja kúvætsku farþega-
þotunnar sem enn var á flugvell-
inum í Alsír í gærmorgun, en þá
rann upp fimmtándi dagurinn
sem gíslarnir þrjátíu og einn sitja
fastir í prísundinni. Hefur þetta
ftugrán því staðið lengur en nokk-
urt annað flugrán í sögunni.
Eins og gefur að skilja er
ástandið í þotunni orðið ógnvæn-
legt eftir þetta langan tíma og eru
menn mjög uggandi um sálarlíf
farþeganna, auk þess sem líkam-
legt ástand er eflaust orðið mjög
alvarlegt.
Engin merki voru um að úr fari
að rætast og að gíslunum verði
sleppt. Flugræningjarnir jafnt
sem stjórnvöld í Kuwait standa
hart á sínum hlut. Flugræningj-
arnir segjast ekki sleppa gíslun-
um fyrr en sautján föngum í
Kuwait verður sleppt, en kúv-
ætska stjórnin neitar því staðfast-
lega.
Knattspyrnulandslið Kúwait
með bróður emírsins í Kuwait í
fararbroddi hefur boðist til að
ganga flugræningjunum á hönd í
stað gíslanna sem í haldi eru.
Ekki eru miklar líkur á að það
verði samþykkt.
Weizman for-
dæmir morð-
ið á Al-Wazir
Ezer Weizmann sem sæti á í
írsaelsku ríkisstjórninni for-
dæmdi í gær morðárásina á æðsta
herforingja PLO Al-Wazir.
Weizmann sagði morðið heim-
skulegt og myndi án efa kalla
nýja öldu hryðjuverka yfir ísrael.
Weizmann er hér á öndverðum
meiði við Shamir forsætisráð-
herra fsrael, en hann fagnaði
mjög morðárásinni, eins og
reyndar stór hluti ísraelsku þjóð-
arinnar sem velkist ekki í vafa um
að sérsveitir ísraelska hersins og
ísraelsku leyniþjónustunnar hafi
staðið að baki morðárásinni.
Viðbrögð Frelsissamtaka Pale-
stínu PLO undirstrika að ótti
Weizmanns um aukin hryðjuverk
er réttur. Þau segja að baráttunni
verði haldið áfram af auknum
krafti eftir morðið á Al-Wazir,
sem jarðsettur verður í Damascus
í Sýrlandi í dag. Þó Yassir Arafat
verði ekki viðstaddur útför Al-
Wazir í Sýrlandi, þá verður mjög
háttsett sendinefnd PLO send til
að taka þátt í athöfninni. Er það
talinn nokkur tímamótaatburður
þar sem PLO var úthýst úr Sýrl-
andi árið 1983 eftir að leiðtogar
hreyfingarinnar lentu upp á kant
við sýrlensk yfirvöld.
Morðtilræðið hefur verið ford-
æmt víða um heim, þar á meðal
fordæmdi Bandaríkjastjórn árás-
ina, en Bandaríkjastjórn hafði
verið ásökuð um að vera í vitorði
með ísraelsmönnum í tilræðinu.
Sten Andersson utanríkisráð-
herra Svía sagði í gær að Svíar
kynnu að sniðganga hátíðarhöld
sem haldin eru í tilefni af því að
fjörutíu ár eru liðin frá stofnun
Israelsríkis vegna framkomu
ísraela.
UMSJÓN:
Hallur
Magnússon
BLAÐAMAÐU
TILKYNNING FRÁ
VERZLUNARMANNA-
FÉLAGI REYKJAVÍKUR
Verslunar- og skrifstofufólk,
sýnum samstöðu í komandi verkfalli, sem
hefst á miðnætti aðfaranótt föstudagsins
22. apríl.
Mætið því til verkfallsvörslu á föstudags-
morguninn, í Húsi verslunarinnar, 9. hæð.
Hringið í síma 687100 og látið skrá ykkur
til verkfallsvörslu.
Mikilvægt er að algjör samstaða ríki í
þessum aðgerðum. Stöndum saman í
kjarabaráttunni.
Síminn er 687100.
VERZLUNARMANNAFÉLAG
REYKJAVÍKUR
VERKFALLSSTJÓRN.
VÖRUMERKI VANDLÁTRA
NÆRFATNAÐUR
NÁTTFATN AÐU R
CALIDA
Heildsölubirgðir:
Þórsgata 14 - sími 24477
Frá menntamálaráðuneytinu
Lausar stöður við framhaldsskóla
Við Menntaskólann að Laugarvatni eru lausar
kennarastöður í eftirtöldum greinum:
í stærðfræði og tölvufræði ein staða,
eðlisfræði og stjörnufræði ein staða,
í frönsku og dönsku um það 1/2 staða í hvorri
grein.
Einnig vantar þýskukennara og er þar um að ræða
ráðningu til eins árs frá 1. ágúst 1988 að telja.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, 150 Reykjavík fyrir 15. maí næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið. _______
LANDI, ATHUGIÐ
SÝNUM EFTIRTALIN TÆKI HJÁ
BÍLASÖLU VESTURLANDS,
BORGARNESI, föstudaginn 22/4
frá kl. 13-18 og laugardaginn 23/4
frá kl. 10-16:
BÆNDUR VESTUR-
FIAT 80-90 DT 80 HÖ 4WD
ZETOR 7745 70 HÖ MEÐ ÞRÍTENGIBEISLI OG AFLÚR-
TAKI AÐ FRAMAN
NÝTT FRÁ ZETOR
ZETOR 7745 70 HÖ MEÐ ALÖ OUICKE 3301 ÁMOKST-
URSTÆKI TVÍVIRK M/185 CM SKÓFLU
ZETOR 6211 59 HÖ NÝ STÆRÐ
STRAUTMANN VITESSE 1 DO FJÖLHNÍFAVAGN 38
M3 MEÐ BESTA BÚNAÐI
NEW HOLLAND 940 HEYBINDIVÉL NÝ STÆRÐ
FELLA 310 STJÖRNUMÚGAVÉL
FELLA KM 192 KC SLÁTTUÞYRLA
KVERNELAND MZ PLÓGUR 3x14" MEÐ LANDHJÓLI
UMBOÐSMENN:
VÉLABÆR H.F.
BÆ, ANDAKÍLSHREPPISÍMI: 93-51252
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON
HROSSHOLTI SÍMI: 93-56622
G/obuse
Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555