Tíminn - 14.05.1988, Síða 3

Tíminn - 14.05.1988, Síða 3
HELGIN 13 Séra Eggert árið 1867, eða 27 ára gamall. anno 1887: Janúar 1, febrúar 1, mars 0, apríl 1, maí 0, júní 0 ... = 3 Júlí 3, ágúst 3, september 5, október 2, nóvember 0, desember 0... = 13. LÓMAR ALLS: = 16. Greinilega hefur flokkur skúm- anna því verið heldur betur öfiugri að áliti Eggert en hinna blessuðu lóma. PENINGAR, TÓLG, GEMLINGAR 0G GRÚTUR En þótt séra Eggert væri hvers- dagslega hæglátur og ljúfur, þá átti hann þó til að svara hressilega fyrir sig, ef einhverjir skúmar urðu til að ráðast að honum og dró enga dul á, ef svo bar undir, að hann væri af allt öðru og göfugra sauðahúsi en þeir. Eitt sinn sat hann fjölmenna veislu og var þar margt rætt um búskap og fénaðarhöld, en sr. Eggert þagði allan tímann og lagði ekki til mál- anna. Einn stórbóndinn vék sér þá að honum og mælti: „Hvað kemur til að þér, séra Eggert, takið engan þátt í umræðum okkar bændanna? Þér hljótið að hafa aðrar hugsanir en við, úr því að þér hafið ekki ánægju af búskap. Hann er þó það sem heldur okkur uppi og yður líka.“ „Nei,“ svaraði séra Eggert og leit með stakri fyrirlitningu á bóndann. „Yðar þanki er ekki eins og minn, því yðar þanki snýst ekki um annað en peninga og tólg, gemlinga og grút!“ Með kostulegri plöggum sem frá séra Eggert hafa varðveist eru bréf hans til Lefoliiverslunar á Eyrar- bakka og hér er eitt sýnishorn frá árinu 1905. Seðlinum fylgdi öxi, blikkdós, skjóða, tréstokkurogfleiri ílát: 1.. . Niðurhöggvinn melis í þctta sívala blikkílát. En ef hann er ekki til, þá umbiðst höggvið með öxinni: hvítasykur í þetta ílát. Hristist vel, svo að sem mest komist í það. 2.. . Tvö pund af neftóbaki og eitt pund af munntóbaki (Skraa). 3.. . Eldspýtur í þennan tréstokk með dragloki. 4.. . Kringlur í skjóðuna og um- biðst þá skjóðan hrist, svo að sem mest komist í hana. Athugasemd: Ég fékk melis í haust úr Hafnar- firði á 29 aura pundið. Simplari og' óhrjálegri melis fyrirfinnst ekki und- ir sólinni. Tveir molar fylgja hér með til sýnis í dálítilli dós. Ég treysti því að þessi fjandi fyrirfinnist ekki í Lefoliiverslun. Dósin umbiðst fyllt með púðursykur. Hristist vel svo að sem mest komist í hana. Hún tekur kannske allt að því eitt pund. En bölvuðum molunum umbiðst fleygt fjandans til. Kandíssykur nota ég aldrei.“ ÉG Á NÓG Hér hefur verið brugðið upp fáein- um svipmyndum af þessum kynlega presti. Hann var ólíkur öðrum mönnum og auk þess er á það að líta að hann var sprottinn upp úr jarð- vegi gamallar aldar, sem er orðin nútíðarfólki fjarlægari en svo að það geti borið skynbragð á hana. Þó er ekki lengra frá dauða hans en svo að enn í dag er nær efalaust til - að vísu mjög aldrað - fólk sem man hann sem börn, en hann lést 1908. Hér hefur mest verið gert úr því sem sérkennilegast þótti við hann en minna drepið á ágæta eiginleika hans. Hann tók sannleika og ein- lægni fram yfir allt annað og predik- ari var hann ágætur, enda þótt ræður hans stæðu sjaldnast lengur en sjö til fimm mínútur. Þá var hjálpsemi hans við bágstadda við brugðið og vandaðri mann og skilríkari getur ekki. Svik fundust ekki í hans munni. Á sama hátt virti hann sér til fánýtis og trafala hverja þá fjárntuni sem tóku til annars en brýnustu nauðþurftar og byðu fátækir menn honum greiðslu fyrir unnin em- bættisverk, hafnaði hann henni jafn- an með einu viðkvæði: „Þú mátt ekki missa þetta. Ég á nóg.“ Á efri árum hans gekk sá spádóm- ur um sóknir hans að heimsendir væri í nánd. Höfðu margir af því þungar áhyggjur og þar á meðal var ungur drengur sem bar sig illa. Reyndi prestur að hughreysta hann og mælti: „Nei, barniðgott, almættið hefur ekki neinn heimsendi í huga og þú þarft ekki að óttast hann í bráð. En komi heimsendir seinna, verða það mennirnir sem hrinda honum af stað.“ Hvort spegluðu þessi orð klerksins lífsreynslu hans eða sá hann svo miklu lengra en þeir menn sent festu sér ummælin í minni, vegna þess hve fjarstæðu- kennd þau þá virtust - fyrir rúmum 80 árum. Það var liinn 12. október 1908 í gráu og hráslagalegu haustveðri að Vogsósapresturinn var að koma frá messu í Krýsuvík - gangandi að vanda. Hann var kominn að túngarði í Vogsósunt, þegar vinnumaður á bænum sá hvar hann greip sér um hjartastað og féll niður. Hann kom að honum örendum. þar sem hann lá á grúfu í sölnuðu grasinu og hélt dauðahaldi um lítinn böggul, scm vinnumaðurinn vissi að geymdi snjáða prestshempu hans. Þar með var lokið ævi síðasta prestsins sem sat í Vogsósum - og vafalaust hins undarlegasta þeirra allra um leið. Jakob Jónsson frá Hrauni DAUÐINN Dauðinn ber að dyrum. Hann leggur orfið upp að bæjarveggnum og biður um svaladrykk. Löðrandi í svita lafmóður og hás. „Ég vildi ég gæti dáið.“ se^ir dauðinn. „Eg hef ekki við, eins og heimurinn er í dag.“ Ég horfi á hann hverfa fyrir hornið - og heyri sláttuhljóðið inn um hálf-opinn gluggann. maí 1988

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.