Tíminn - 14.05.1988, Qupperneq 6

Tíminn - 14.05.1988, Qupperneq 6
Fimmtudagur 12. maí 1988 3JSS*S ■ Fimmtudagur 12. máí 1988 H Kátar ekkjur í Austurlöndum Það hefur oft vakið undrui hafa komist til mikilla valda njóta ekki annars mikillar vij skýringar og eru þær raktai Spiegel nýlega. M.G. Ramatschandran, í di aðalráðherra suðurindverska af vinsælustu stjórnmálamöi desember sl. Kvikmyndastjarnan fyrrverandi, hetjan í ótalmörgum ástarvellum frá sjöunda áratugnum, stjórnaði eins og einræðisherra og fyrst og fremst til eigin ávinnings. En kjós- endur hans, yfir 50 milljónir manns, elskuðu hann út af lífinu og dýrkuðu MGR eins og guð. Þeir syrgja enn sinn mann. KÍ. er 10 að kvöldi á mildu marskvöldi í Madras, höfuðborg Tamíla. Skyndilega streyma ber- fættar konur hljóðlaust inn á ver- önd húss MGR og flykkja sér um mynd hins látna. Hljóðlega, en þó færist styrkurinn í aukana, hefjast kveinstafir og andvörp sem smám saman breytast í væl. Ekkjan og hjákonan Nú stendur Dschanaki við skrínið, 64 ára ekkja hins látna. Hún setur andlit sitt í áhyggjufullar stellingar og snöktir aðeins með kvennakórnum. Síðan hverfur hún aftur inn í húsið. Á meðan konurnar halda aftur til beyglaðs áætlunarbílsins, sem hafði flutt þær frá fjarlægu þorpi til að taka þátt í þessari helgu stund, má heyra rödd Dschanakis innan úr húsinu. í kuldalegum fyrirskipunartón leysir hún deilu milli ráðgjafa sinna. Þá heldur fundurinn áfram og má glöggt heyra að þessi smá- vaxna kona stjórnar þar ferðinni. Ekkjan Dschanaki ber einungis sorgarmerki út á við. Innan sinna eigin veggja lætur hún tilfinning- arnar ekki hlaupa með sig í gönur, heldur æfir hún sig í valdabaráttu - þegar allt kcmur til alls vildi hún gjarna feta í fótspor manns síns og taka viðstjórnartaumunum íTamil Nadu. Hún hefur ekki marga kosti til að bera til að taka að sér stjórn þessa mikilvæga indverska fylkis, fyrrverandi kvikmyndastjarna sem hefur aldrei haft á hendi neitt embætti, né heldur hefur hún boð- ið sig fram til pólitísks embættis. Hún hefur ekki einu sinni haldið ræðu. Og nú hefur hún eignast keppi- naut. ÞaðerenginönnurenDscha- jalalitha Dschajaram, 38 ára gömul fegurðardís sem á líka kvikmynda- stjörnuferil að baki. Hún var árum saman ástmær MGR og heldur því fram að hann hafi ákveðið að hún yrði pólitískur arftaki hans. Til sönnunar þeirri staðhæfingu hefur hún sett upp fyrir framan einbýlishúsið sitt í Madras risastóra auglýsingamynd sem helst minnir á auglýsingaspjöld í Hollywood. Myndin sýnir hinn aldraða fyrrver- andi aðalráðherra, eins og alltaf með hvíta loðhúfu á höfði og falinn bak við kolsvört sólgleraugu. Hann réttir sigri hrósandi Dschajalalitha logandi veldissprota. Það verður að viðurkennast að Dschajalalitha hefur ekki önnur sönnunargögn í málinu en þessa mynd. Veldissprotinn stendurmilli mjög skreytts málverks af hinum látna, sem minnir helst á mynd af skurðgoði, og Jesú-mynd úr gifsi í stofunni heima hjá ekkjunni Dschanaki. Kemur hún til með að láta hann af hendi? „Það verða kjósendur að ákveða," segir Dschanaki virðulega. á Vesturlöndum hvaö konur Suður-Asíu, þar sem konur lingar. Þetta á sér þó sínar í grein í þýska vikuritinu ;legu tali nefndur MGR, var dkisins Tamil Nadu og einn lum Indlands. Hann dó 24. Hvernig svo sem þessu kostulega erfðastríði í Tamil Nadu lýkur, hvort Dschanaki sest í autt hásæti MGR eða hin fjörlega Dschajala- litha, leiðir það í ljós að í Suður- Asíu koma alltaf ný tilbrigði fram í pólitísku starfi kvenna. Undarlegar andstæður í þjóðfélögum sem dæma konur til valdaleysis og eymdar, þar sem konur eru ofsóttar kynferðis síns vegna, þar sem ekkjur eru neyddar til að fylgja látnum eiginmönnum sínum á bál og heimanmundar- morð á ungum eiginkonum eru daglegt brauð án þess að nokkur sakfelling komi fyrir, geta konur komist til ólíklegustu mannvirð- inga í stjórnmálum - svo framar- lega sem þær eru ekkjur eða dætur mikilla eða vinsælla stjórnmála- manna. Nefnum dæmi: Sirimavo Bandaranaike, fyrsti forsætisráðherra af kvenkyni í heiminum öllum. „Grátandi ekkja“ forsætisráðherra Ceylon, sem nú nefnist Sri Lanka, en hann var ráðinn af dögum. Þessi kona, sem hafði enga pólitíska reynslu að baki, grét sig inn í hjörtu kjósenda og hélt um stjórnartaumana - að vísu með hléum - í 12 ár. Indira Gandhi, forsætisráðherra „fjölmennasta lýðræðisríkis heims“. Hún varskarpgreind, sam- viskulaus og valdagírug. Öfugt við aðrar konur sem hafa tekið völdin að erfðum, tók hún við sínu emb- ætti eftir góðan undirbúning og hafði sjálf tekið þátt í stjórnmál- um. Samt sem áður hefði hún varla náð að komast í valdamesta emb- ætti þjóðar sinnar ef hún hefði ekki notið þeirrar virðingar sem faðir hennar, Jawaharlal Nehru, naut í lifanda lífi. Corazon Aquino, 55 ára. Ekkja stjórnarandstöðuforingjans Be- nigno Aquino, sem var drepinn 1983. Hún tók við embætti forseta Filippseyja án alls undirbúnings, eftir að Marcos hafði verið steypt af stóli og flæmst úr landi. Stjórn- málaástandið á Filippseyjum er þó ótryggt og óvíst um hversu lengi henni verður vært í embættinu, en enn sem komið er hefur enginn komið fram á sjónarsviðið sem gæti velt henni úr sessi. Benazir Bhutto, 34 ára. Dóttir fyrrum forseta Pakistans, Sulfikar Áli Bhutto. Hún sneri aftur til Pakistan úr útlegð í London fyrir tveim árum til að berjast gegn manninum sem hrakti föður henn- ar frá völdum og lét síðan taka hann af lífi, Zia-ul-Haq hershöfð- ingja. I Bangladesh, sem áður var Austur-Bengal og vann sjálfstæði frá Pakistan 1971 með hjálp Ind- verja, eru tvær konur í fararbroddi fyrir stjórnarandstöðunni: Sjeik Hassina Wajid, fertug dóttir föður Bangladeshríkis, Mujibur Rah- man, sem féll fyrir morðingjahendi 1975 er formaður Awami-banda- lagsins, sósíalistaflokks föður síns, en það er bandalag átta vinstri sinnaðra stjórnarandstöðuflokka. Begum Chaleda Zia er 42ja ára gömul ekkja Ziaur Rahman for- seta, sem myrtur var 1981. Hún er í fararbroddi sjö borgaralegra og íhaldssamra flokka. Þessum konum semur ekkert alltof vel. Samt sem áður ýttu þær samkeppninni til hliðar í haust er leið og koma nú fram hlið við hlið í þeim tilgangi að fella hina spilltu stjórn Husseins Mohammeds Ershad. Pólitísk barátta þessara kvenna óskyld kvenfrelsis- baráttu Frami þessara kvenna, allt frá Sirimavo Bandaranaike til Has- sina, á fátt sameiginlegt með þeirri baráttu sem kynsystur þeirra á Vesturlöndum heyja til að láta meira til sín taka í stjórnmálum. Pólitísk barátta þessara kvenna í Asíu hefur ekkert með kvenfrels- ismál að gera. Valdaerfingjarnir í Asíu eru yfir- leitt úr æðri stéttum þjóðfélagsins. Þær eru „konur sem eiga eitthvað undir sér,“ segir indverskur félags- fræðingur, „sem láta sig engu skipta vesælt hlutskipti kvenna í eigin landi“. Þegar konurnar sitja að völdum stjórna þær fyrst og fremst með hagsmuni sinnar stéttar í huga. „Fjölskylduáætlanir" hét kerfi frú Bandaranaike í Sri Lanka og það þýddi einfaldlega að koma ættingj- um sínum í áhrifamestu embættin. Cory Aquino rekur líka blygðunar- laust frændsemisstjórn. „Hún byggir ekki upp lýðræði heldur lögbindur fámennisstjórn,“ segir prófessor við háskólann í Manila. Þessar konur líta á sig sem vörslumenn valda til bráðabirgða. Þær eru bardagakonur, sem sýna kjark, úthald og árásargirni - þ.e. eiginleika sem konur í þessum heimshluta geta fært sér í nyt, og reyndar víðar líka. Þingbyggingin í Dhaka er frá- hrindandi og steinrunnin. Þessi risavaxni steinkassi, sem stingur í stúf við allt umhverfið og er teikn- aður af Louis Kahn, amerískum arkítekt, teygir sig frekjulega til himins, yfir lágreistar trébygging- arnar í kring, og þykist vera mun voldugri en stofnunin sem þar er til húsa. Lýðræðið í Bangladesh er fyrir- bæri á brauðfótum, sem haldið er byggingargöllum og skorti á póli- tísku jafnvægi. Á hverjum degi gæti það riðað til falls vegna sífellt nýrra ástæðna. Af þeim 17 árum sem þetta lýðveldi, sem hugsað var sem þing- ræði, hefur verið til hefur þingið varla starfað meira en fjögur. Þing- haldi hefur alltaf verið slitið áður þinglok höfðu verið fyrirhuguð. 36 sinnum hefur herinn hrifsað völdin, og tveir forsetar hafa fallið fyrir hendi liðsforingja í hernum. Herliðið í landinu, 156.000 manns, er stöðugur og óútreiknanlegur valdaþáttur í pólitíkinni. 78 stefnulausir stjórnmála- flokkar - gæta hagsmuna klíkna og ætta Stjórnmálaflokkarnir í Bangla- desh, 78 að tölu, hafa lítið haft áhrif á stefnumótun, þeir eru full- trúar klíkna og ætta, sem brytja hver aðra niður þegar um embætti og fé er að tefla. Um allar götur Dhaka mátti sjá merki orrustu sem varð vegna kosninga um útdeilingu embætta og starfa á vegum borgar- innar, mörgum vikum eftir að blóðsúthellingum linnti. Brotnar gluggarúður, niður- brenndar kosningaskrifstofur, tætl- ur þr heimagerðum sprengjum voru um allar trissur sem vitnis- burður um skotgleði þátttakenda á öndverðum meið í baráttunni um kosningakassana. Á einni götu í norðurhluta borgarinnar mátti enn sjá sundurtætt reiðhjól sem 17 ára piltur hafði fallið af á kosningadag- inn með þeim afleiðingum að sprengjurnar sem hann var með í vösunum sprungu. Hundruð manna létu lífið þenn- an dag, en þeir hefðu allt eins vel getað skipt þúsundum, segir Has- sina. Það mætti halda að í slíku óreiðulandi, félagslega séð, þar sem 100 milljónir manna lifa á einu stóru fátækrahæli, falli pólitískur arfur varla í hendur kvenna. En þar kemur söguleg röksemdafærsla til skjalanna. Þar sem valdið gengur í erfðir Þar sem sterkur leiðtogi hefur komið fram í Asíu og hefur tekist að halda völdum árum saman, stofnar hann til ættarveldis í dul- búningi vestræns lýðræðis, þannig að sonurinn tekur við völdum að föðurnum gengnum. Þannig fór það á Taiwan, í Kóreu, en líka í Indlandi, þar sem sterki maðurinn var kona, þar sem enginn arftaki var fyrir hendi af sterkara kyninu. I Singapore er Lee Kuan Yew að undirbúa son sinn til að setjast í sæti sitt. Ef aftur á móti stjórnmálaforingi er ráðinn af dögum áður en hann hefur getað séð til þess að erfingi ^v.1 Vinsæla kvikmyndastjarnarn M.G. Ramatschandran skilur eftir sig óleystan pólitískan arf. Hjákon- an gerir tilkall til arfsins. sé fyrir hendi, eða lætur lífið í afmörkuðum og tilfinningahlöðn- um árekstri við fólk sitt, þá nær ættarveldisþráin annað hvort til konu hans eða dóttur. Þannig gengu hlutirnir fyrir sig á Ceylon og Filippseyjum, í Pakistan og Bangladesh. Dætur og ekkjur þeirra myrtu tákn þess sem hefnir alls óréttlætis Hversu sterkur þessi þrýstingur getur orðið fékk Indira Gandhi, sér mjög á móti skapi, að finna eftir að yngri sonur hennar, San- jay, fórst af slysförum. Ekkja hans, Maneka stofnaði pólitíska hreyf- ingu í nafni Sanjays, sem efldist fljótt og gaf í skyn að langt úti í ófyrirsjáanlegri framtíð gæti arf- taki Indiru borið nafnið Maneka. Þetta pólitíska brölt tengdadótt- urinnar gekk hins vegar þvert á hugmyndir Indiru sjálfrar um frama Rajivs, eldri sonar hennar, sem hún ætlaðist til að tæki við völdum af henni, þó að hann hefði ekki sýnt minnsta áhuga á pólitík. Indira hafði þá engar vöflur á en henti Manaka á dyr tæpum tveim árum síðar til að sýna almenningi svo að ekki yrði um villst að forsætisráðherrann hefði ekki hug á því að veita framgang pólitískum Ekkja MGR er ekki á því að afsala sér pólitískum völdum bónda síns. Corazon Aquino hyglir ættingjum sínum metnaði Manaka. Með þvf að snúa sér til kvenn- anna sem næstar standa hinum látna, lifa þessar fjölskyldur að sögn indverska rithöfundarins Salman Rushdie í „sameiginlegum draumi“, sem gefur stöðugum um- skiptum í pólitísku umhverfi þeirra vald goðsagnanna: Dóttirin, sem berst gegn böðlinum sem tók föður hennar af lífi, er tákn þess sem hefnir alls óréttlætis í þjóðfélaginu. Ekkjan, sem tók við völdum á Filippseyjum þegar maður hennar var drepinn - „svo að lýðræði megi aftur ríkja á Filippseyjum" -styðst við upprisukenningu kristninnar. Aðdráttarafl þessara kvenna í kvennafjandsamlegum þjóðfélög- um leiða líka hugann að hinu forna mæðraveldi. Söguleg stríðsdrottningahefð Að treysta konum fyrir forystu stjórnarandstöðuhópa - og það er reyndar staða flestra þessara kvenna - fylgir þeirri sögulegu hefð stríðsdrottninga, sem Vestur- landabúar vita lítið um. I Indlandi lifa þær góðu lífi í teiknimyndasög- um: Rasijja ríkti sem soldán í Delhi á 13. öld og fór í fylkingarbrjósti hers síns í orrustum; Tschand Bibi, prinsessa af Dekkan leiddi her sinn í bardögum gegn Mongólum og var mikið lofuð fyrir hreysti sína; eða Lakschmi Bai, rani (eiginkona rajsins) af Dschhansi, sem stjórn- aði mikilli uppreisn gegn Bretum 1857 klædd karlmannafatnaði - hún lét lífið í bardaga. Fordæmi hennar leiddi til stofn- unar hreyfingar herskárra ung- meyja á 20. öldinni þegar Indverjar börðust fyrir sjálfstæði sínu undan yfirráðum Breta. Hreyfingin bar nafnið Rani af Dschhansi. „Við konur í Bangladesh þurfum ekki að leita til Cory Aquino um fyrirmynd og heldur ekki Jóhönnu af Örk,“ segir Chaleda Zia í Dhaka. „Hér á Indlandsskaga eig- um við okkar eigin bardagahefðir, allt frá Rasijja soldán til Rani af Dschhansi og ungu stúdínunnar sem reif niður breska fánann af stjórnarráðsbyggingunni 1949 og dró í fyrsta skipti að hún pakist- anska fánann." Begum Chaleda Zia er glæsileg kona og er kölluð „hin fagra Begum". Fyrir dauða manns henn- ar var hún svo gott sem óþekkt meðal þjóðar sinnar. Múhameðs- trúarmanninum Ziaur Rahman þótti það óviðeigandi að láta konu sína koma almenningi fyrir sjónir. Mynd af henni mátti ekki birtast í blöðum. Ziaur hershöfðingi varð æðsti dómari herréttar í uppreisn sem var gerð án blóðsúthellinga árið 1976. Árið 1978 settist hann í forsetaembætti samkvæmt þjóðar- atkvæðagreiðslu og stjórnaði síðan með styrkri hendi, en hann notaði ekki tækifærið og makaði krókinn og stjórn hans þótti tiltölulega réttlát. Hversu mikið hann hafði áunnið sér hylli þjóðarinnar kom þó ekki í ljós fyrr en eftir dauða hans. Þegar kona hans kom fyrst fyrir almannasjónir að liðnum þeim sorgarfresti sem tilhlýðilegurer, 40 dögum, laðaðist að henni gífurleg- ur fjöldi fólks. „Eins og umkomu- laus börn þyrptist fólkið að henni,“ segir prófessor í Dhaka. Afleiðingin var að Chaleda Zia tók fljótlega við forystu stjórn- málaflokks manns síns og bauð sig fram í forsetakosningum gegn Ershad. Hún hafði enga undirbún- ingsmenntun hlotið. Menntun hennar lauk með heimsókn í kvennaskóla í Dhaka. Hvaðan kom henni skyndilega sú þekking, sem sá verður að hafa sem sækist eftir svo háttsettu emb- ætti? Hún brosir og svarar: „Að heiman". Hvaðan hafa þessar konur fengið pólitískan lærdóm sinn? í raun og veru búa margar þess- ara að því er virðist ólærðu kvenna í pólitík, yfir heilmikilli vitneskju um stjórnmál í smáatriðum, sem þær hafa ósjálfrátt sogið til sín. Það er ekki í byrgðum bakher- bergjum eða þingsölum sem póli- tískar ákvarðanir eru teknar í Suð- ur-Asíu, heldur í einkahúsum, sem oft hafa tilheyrt sömu fjölskyldunni í marga mannsaldra. Oftast nær eru þessi hús hvert öðru lík. í forsal með mörgum sessum bíða gestir eftir að vera hleypt inn til áheymar. Við áheyrnina, sem á Indlands- skaga nefnist „durbar“ eru notuð Sirímavo Bandaranaike grét sig inn í hjörtu kjósenda. K Benazir Bhutto var tekið með kostum og kynjum þegar hún sneri heim til Pakistan úr útlegð. Nú er Ijóminn aðeins farínn að dofna. Indira Gandhi henti tengdadóttur sinni út þegar hún gerði sig líklega til að leggja út í pólitíkina. salarkynni þar sem ekkert fer milli mála hvar sú persóna situr sem mestu ræður. Á tímum rajanna var þarna að finna hásæti. Mikilvægur húshlutur í slíku her- bergi er forhengi, oft úr brókaði, sem skilur borðstofuna frá salnum. Að baki forhengisins situr frúin í húsinu í hlutverki gestgjafans og sendir hressingu á fundinn. Þannig tekur hún á óbeinan og ósýnilegan hátt þátt í því sem fram fer. Þannig kynnist hún líka náið þeim mönnum sem ganga inn og út hjá manni hennar. Hún heyrir það sem sagt er og skilur mismunandi mikilvægi hinna ýmsu klíkna og ætta sem öllu ráða í pólitíkinni. Erfiður pólitískur arfur Hassina, hin valdamikla konan í stjórnarandstöðunni í Bangladesh, kallar marga ráðgjafa sína enn virðingarheitinu „frændi“, eins og hún gerði þegar sem barn, þegar þessir sömu menn komu til föður hennar. Hassina, sem er gift kjarn- orkueðlisfræðingnum Mia Wajid og á tvö börn hlaut erfiðan pólitísk- an arf. Faðir hennar Mujibur Rahman, hinn töfrandi leiðtogi sjálfstæðis- baráttunnar - hrífandi ræðumaður sem gat stráð með orðum von yfir almenning eins og manna - var ekki fyrr kominn til valda en hann sagði skilið við sósíaliska lífsskoð- un sína, eins og hann hefði aldrei af henni vitað. Hann gerði ríkið að eins flokks ríki, flokks Awami-bandalagsins þar sem hann sjálfur réð lögum og lofum, og lyfti óhæfum sonum sínum og frændum í vellaunaðar stöður og auðgaði sjálfan sig blygð- unarlaust á kostnað blásnauðs al- mennings. Við dagrenningu 15. ágúst 1975 var Mujibur Rahman ásamt fjöl- skyldu sinni ráðinn af dögum heima hjá sér, morðingjarnir voru yfirmenn í hernum. Hassina komst lífs af þar sem hún var ásamt yngri systur sinni Rehana þá á ferð í Vestur-Þýskalandi. Nú er almenningur því sem næst búinn að gleyma illum örlögum Mujiburs. Þó ber hús hans enn ummerki morðnæturinnar. Eins og ógróin sár sitja enn í hurðinni að vinnuherberginu götin eftir byssukúlurnar sem sprengdu hana upp. Við innganginn blikna á gólfinu brúnir blóðflekkir. Bak við sundurskotið gler eru gulnaðar myndir frá mektardögum hans. Hassina vinnur við skrifborð föður síns, umkringd bókum sem hann hafði safnað. Á bak við stór gler- augun glampa skýrleg augu, hraðar handhreyfingar leggja áherslu á það sem hún segir. Forysta Awami-bandalagsins sótti á sínum tíma þessa 33ja ára konu úr útlegð í Nýju Delhi og valdi hana nýjan formann flokksins. Það lá við klofningi í flokknum og til að koma í veg fyrir hann var nafn Mujiburs enn lausn- arorðið. Dóttir hans, félagsfræð- ingur að mennt, hafði tekið þátt í pólitísku stúdentastarfi og vakið Hassina Wajid hlaut óþægilegan pólitískan arf en hún og ... ... Chaleda Zia geta orðið Ershad skeinuhættar í Bangladesh athygli, hún hafði ekki fyrirgert orðstír sínum sem vinstri sinnuð. Af þessum tveim konum hefur Hassina líklega meiri pólitíska hæfileika, en töfrar Begum Zia heilla fólkið. Þær eru kallaðar „tígrisdýrin frá Bengal" og eru orðnar skæðustu keppinautar Er- shads hershöfðingja. 23svar sinnum hvöttu þær til allsherjarverkfalls frá því í nóvem- ber á fyrra ári til mars og hvatning þeirra til þjóðarinnar að greiða ekki atkvæði í kosningunum sem Ershad hafði efnt til bar þann árangur að 9 af hverjum 10 kjós- endum kusu að sitja heima á kjördag. Þær hafa ekki enn náð því mark- miði sínu að neyða Ershad til að víkja. En hershöfðingjanum hefur ekki heldur tekist að ná því mark- miði sem hann óskar heitast, að fá réttmæta setu í embætti með kosn- ingu almennings. Óskammfeilið kosningafals Kosningarnar sem Ershad boð- aði til 3. mars sl. voru óskamm- feilnasta fölsun sem útlendir frétta- menn höfðu orðið vitni að. í kjörkassana var stungið kosn- ingaseðlum sem höfðu verið rifnir í bunkum úr sömu skrifblokkunum og merktir með einu og sama fingrafarinu. Fréttamennirnir veittu athygli kjósendum sem gengu inn á sama kjörstað til að greiða atkvæði allt að tíu sinnum. Sumum kjörstöðum var lokað þeg- ar aðeins hálf klukkustund var liðin frá opnun þeirra, ástæðan var sögð sú að þá hefðu allir greitt atkvæði sem ættu þar kjörsókn. í „kosningunum án kjósenda" eins og Hassina orðar það náðu flokksmenn Ershads 83,6% þing- sætanna með brögðum. Tígrisdýrin ætla að halda baráttu sinni áfram. í rauninni hafa kosningasvik Ershads komið þeim vel þar sem hann apaði hreint eftir kenningu andstæðinga sinna, sem halda því fram að stjórn Ershads sé ólögleg. „Slíkar konur þarfnast pólitísks neyðarástands," segir pakistanski dósentinn Nilam Hussein, „við eðlilegar pólitískar hversdagslegar aðstæður glatar glansmynd hetj- unnar sem berst gegn harðstjórn í nafni myrts föður, töfrum sínum.“ Gagnrýnisróddum fjölg- ar í flokki Benazir Bhutto Benazir Bhutto, gift Begum Sardari, er það vel Ijóst. Á hvítmáluðum vegg sem um- lykur aðsetur fjölskyldu hennar í ríkmannlegu hverfi í Karachi stendur stórum vel fægðum mess- ingstöfum nafn föður hennar: Sul- fikar Ali Bhutto, lögmaður. Benazir stóð á því fastar en fótunum að halda áfram nafni föður síns við giftingu og kostaði það frestun á brúðkaupi hennar og auðjöfursins Asif Ali Sardari í meira en ár, en það fór loks fram 18. desember 1987. Þegar Benazir sneri aftur úr útlegð í London fyrir tveim árum fór hrifningaralda um landið. Svo hundruðum þúsunda skipti flykkt- ust þeir út á götur og settu ekki fyrir sig að þeir urðu að bíða klukkustundum saman eftir því að líta hana augum. Þeir hlupu ber- fættir samsíða bílnum hennar sem aðeins fikraðist áfram í allri þvög- unni. Rósablöð þyrluðust í loftinu og féllu aftur á mannþvöguna eins og rauður snjór. Þessi hrifning endurtók sig í öllum 4 héruðum Pakistans sem Benazir heimsótti. Jafnvel skynsamir Pakistanar sem héldu ró sinni höfðu á þessum tíma trú á því að þessari ungu hetju tækist að binda enda á harðstjórn Zia-ul Haq. En hershöfðingjanum tókst að draga undan henni töfrateppið. Hann felldi úr gildi neyðarlög, setti forsætisráðherra í embætti og lof- aði kosningum fyrir árið 1990. Nú helltist vandlæting islamsks þjóðfélags yfir Benazir Bhutto, þar sem ekki er litið mildum augum að ógiftar stúlkur hafi pólitískan áróður í frammi. „Ég varð að breyta ímynd minni," segir Benazir Bhutto, svöl eins og stjórnandi kosningabaráttu í Ameríku. „Að berjast upp á eigin spýtur gegn harðstjóranum, það gat gengið meðan neyðarlög giltu. Þegar þau voru felld úr gildi gat ég ekki verið lengur ógift. Það var algerlega pólitísk ákvörðun." Föl og fíngerð, en full sjálfs- trausts situr hún alein á breiðum sófa sem pabbi hennar sat oft í. Tveir rosknir ráðgjafar standa hvor sínum megin við formann PPP, Pakistan’s People Party, stjórn- málaflokksins sem faðir hennar stofnaði. Meðal þeirra kvenna sem hafa erft pólitískt hlutverk er Benazir sú eina sem hefur hlotið pólitískt uppeldi. Hún stundaði nám í Ox- ford og Harvard, upphaflega með það í huga að ganga í utanríkis- þjónustuna. Sulfikar Ali Bhutto áíti líka syni • en hann ákvað að ala Benazir upp sem arftaka sinn og á meðan hann dvaldist í fangelsinu fræddi hann hana um undirstöðuatriði ræðu- mennsku og ýmis pólitísk brögð. Eftir að Bhutto var tekinn af lífi 1979 lét Zia ul-Haq taka Benazir höndum því að þá þegar hafði blossað upp þessi hetjudýrkun sem einræðisherranum leist á að gæti orðið hættuleg. Benazir eyddi 6 mánuðum í aðalfangelsinu í Sindh í einangrun og við vesælar aðstæður. Síðar var hún sett í stofufangelsi og að lokum fór hún til London í útlegð. Enn í dag fylgjast leyniþjónustu- menn með heimili hennar. Póstur- inn hennar er opnaður og símtöl hleruð. Við þessar erfiðu kringumstæður heldur Benazir sig strangt við póli- tíska stundarskrá, sem hefst kl. 7 á morgnana með því að lesa blöðin og er oftast ekki lokið fyrr en um miðnættið. Enn getur hún kveikt hrifningareld í brjóstum almúgans og enn brosa leigubílstjórar ánægð- ir þegar farþegar þeirra nefna heimilisfang hennar sem áfanga- stað. En í hennar eigin flokki fjölgar gagnrýnisröddum. Þær álasa Ben- azir Bhutto fyrir að hafa glatað sambandinu við pólitískan raun- veruleika í Pakistan. Oft slær rauðum bjarma á himin- inn yfir Karachi að næturlagi. Það má heyra skot, lögreglubílavælur. Daginn eftir má lesa í blöðunum í hvaða borgarhluta hefur slegið í brýnu milli þjóðernishópa. Stríðið í Afganistan hefur lagt ýmislegt bðl á Pakistana Átökin milli ólíkra þjóðarbrota eru að ganga af Pakistan-ríki dauðu. Stríðið í Afganistan hefur lagt ýmislegt böl á nágrannaþjóð- ina í suðri, eiturlyfjabrask, vopna- smygl og glæpaflokkar hafa blómstrað, ekki síst vegna ríku- legrar fjárhagsaðstoðar Banda- ríkjamanna. Benazir Bhutto á engin svör við þessu segja gagnrýnendur hennar, sem allir koma af vinstri væng flokksins. Þeir segja óþægilegan ósigur PPP í sveitarstjórnarkosn- ingunum í nóvember eina afleið- inguna af þessum stefnuskorti Ben- azir. Þeirsegja Benazirofvinveitta Bandaríkjamönnum og hún hafi tekið upp slappa stefnu sósíal- demókrata í Evrópu í stað fjölda- sósíalisma föður hennar. Það ríkir því hálfgert kreppu- ástand á heimili Benazir Bhutto þessa dagana. Þar stinga menn saman nefjum, lágmæltiren þungir á brúnina. Tóbaksreykský svífur yfir höfðum þeirra. Ritararnir tala bara í hálfum hljóðum. Ein þeirra gaumgæfir sekúnduvísinn á vegg- klukkunni til að sjá til þess að yfirmaður hennar haldi sig við hina ströngu stundarskrá, 15 mínútur á hvern gest. Allar samræður þagna þegar Rao Raschid mætir. Hann situr í stjórnmálanefnd PPP fyrir Lahore og er einn af þeim sem hvað hvassyrtastir eru í garð Benazir. Hann fær viðtal strax en dvelst ekki lengi. Samanbitinn og þegj- andi yfirgefur hann hús Benazir hálftíma síðar. Blaðamönnum, sem bíða við hvíta múrinn, er brátt afhent fréttatilkynning. Þar er greint frá afsögn Rao Raschids úr forystu- sveit PPP. Benazir Bhutto hefur haft sigur í valdabaráttu. En skoðanaágrein- ingur er enn fyrir hendi. Nokkrum dögum sfðar láta uppreisnar- mennirnir í flokknum boð út ganga um að þeir hyggist kalla Begum Nusrat Bhutto, móður Benazirs til að koma á sáttum innan flokksins. Jafnvel upplýstir vinstrisinnar í PPP flokknum halda tryggð við ættarveldisgrundvallarregluna-: Síðasta orðið í pólitískum deilu- málum á að koma frá meðlim fjölskyldunnar og æðsti dómurinn er í hendi konu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.