Tíminn - 21.05.1988, Síða 1

Tíminn - 21.05.1988, Síða 1
^irv Spáís- 1 enskirstjórn- 1 jf málamenn í HELGIN stjömumar? • Blaðs. 16 Morðslóðin lá um mörg ríki • Blaðs. 12 „Þetta er hálfgerður sígauna- lifnaður“ Nýja Toyota Corolla í bílakynningu VÍDALÍN GEGN VALDNÍÐSLU SAGT FRÁ HRAKVIÐRASAMRI ÆVI PÁLS LÖGMANNS VÍDALÍNS Um ætt Páls Vídalíns förum við ekki mörgum orðum. Faðir hans var Jón Þorláksson, stór- bóndi og lögréttumaður í Víði- dalstungu í Húnavatnssýslu, en móðir Hildur Arngrímsdóttir hins lærða, en hann tók sér fyrstur Vídalínsnafnið. Jón Þor- láksson var hæglætismaður hinn mesti og sóttist aldrei eftir opin- berum frama, en Hildur, kona hans var öllu meiri skörungur og er víst talið að það hafi verið vegna metnaðar hennar um menntun hans að hann hófst til virðingarembætta með þjóð sinni. Aðeins sjö vetra var honum komið í læri hjá hjá Þorláki nokkrum að Stóruborg í Víði- dal. Lét Þorlákur hann læra að lesa á gamla lögbók, sem skrifuð var á kálfsskinn og mjög bundin og skyldi Páll hafa það yfir er hann hafði verið að lesa um daginn á matmálstímum. Sagði hann síðar að Þorláki ætti hann það líka að þakka hve lögbókin hefði snemma orðið sér föst í minni. Ekki var beðið með að láta hann læra latínu, eftir að hann var orðinn vel læs og skrifandi og tók þá við kennslu hans móðurbróðir hans, séra Bjarni Arngrímsson í Vestur- hópshóla-prestakalli. Þótti minni drengsins svo frábært, að þá hann hafði lesið opnu yfir einu sinni mundi hann hana nokkurn veginn, en vel ef hann las tvisvar. TIL HAFNAR Þá var Gísli Þorláksson bisk- up í Skálholti er Páll Vídalín settist þar á skólabekk 17 ára gamall, árið 1682. Skólameistari var séra Þorsteinn Geirsson, en þar sem sá síðarnefndi var veik- ur mikinn hluta námstíma Páls, kenndi biskup í hans stað. Þótti hinum bráðgjörva sveini frá Víðidalstungu lítið til um kunn- áttu biskupsins og sagði að oft hefði hann „strikað út góða latínu og sett aftur ónýta.“ Ekki hældi hann heldur húspostillu Gísla, sagði það sem nýtilegt væri í henni hefði faðir hans, Þorlákur biskup, skrifað, en hlutur Gísla væri „hégóminn sem í henni fyndist.“ Hér vakti næmi Páls athygli sem þá er hann var yngri og lauk hann skóla með láði 1685. Þá var komið að þeim tímamótum í ævi þessa efnismanns, er hann skyldi Þann 18. júlí 1727 er hópur manna kominn saman við eina tjaldbúðanna á flötunum við Öxará. Það er sól og heitt í veðri, en þetta fólk er þó hnípið og alvörugefið á svip. Hér er látinn fyrir lítilli stundu lögmaður Páll Vídalín. Hann hefur lifað róstu og umbrotatíma, sem sumum hafa þótt minna á hina gömlu Sturlungaöld, mikill lagaspekingur og lærdómsmaður; skáld var hann gott og spakmæli hans hafa lifað á vörum samferðamanna. Það fólk sem komið er að veita honum hinstu virðingu er líka engir kotungar og margt af því á eftir að eignast sinn sess í sögu þjóðarinnar. Hér strjúka þær vota hvarma Sigríður biskupsfrú og systir hennar Þórdís, sem síðar átti eftir að fá nafnið „Snæfríður íslandssól“ í bókmenntunum og hér er það Fuhrmann amtmaður sem traktérar syrgjendur á brennivíni í minningu lögmannsins heitins, þegar kista hans er komin upp á hross á leið norður í land. Þessi amtmaður hefur áunnið sér einskonar ódauðleika vegna Schwarzkopf - málsins illræmda á Bessastöðum, þar sem hann lék eitt lykilhlutverkið. En hér munum við nú stikla á ýmsu um ævi lögmanns Páls Vídalín og vonum að einhver þykist að fróðari, þótt geyst verði að fara yfir, þar sem líf þessa manns var ekki atburðasnautt. sigla til Kaupmannahafnar og er þangað kom varð hann þegar „civis academicus“ eða regíuleg- ur studiosus og var ytra þrjá vetur, árin 1686-7 og 1688-1689. í Kaupmannahöfn lagði hann stund á guðfræði og lauk'námi með einkuninni „haud illauda- bilem“, sem var önnur einkunn, en í þá daga gátu menn eiginlega valið sér hvaða einkunn þeir vildu fá, þ.e.a.s. að þeir ákváðu í hve miklu efni þeir vildu prófast. Mun Páli hafa sýnst þessi menntun fullnægjandi mið- að við þau not sem hann ætlaði sér af henni að hafa á íslandi. STRÍDSUNDIRBÚNINGUR Sitthvað dreif á daga Páls á þessum stúdentsárum og getum við séð hann fyrir okkur síðar á ævi heima í Víðidalstungu, hrakinn af mótstöðumönnum, voteygan og kvalinn af fótabjúg, er hann minnist þessara löngu liðnu stúdentsára, en meðal áheyrenda gamla mannsins hef- ur verið Jón Grunnvíkingur, er skrifaði ævisögu hans. Þá var Jón þar að nema undir skóla hjá lögmanni. Þannig var það eitt sinn á Klaustri að þar var fest upp tilkynning frá guðfræðiprófess- ornum Wandalin, að allir stúd- entar skyldu reknir frá hinu konunglega kommuniteti, vegna leti við að sækja fyrirlestra hans. Þó voru íslendingar undanskild- ir „en þá sé ég ávallt fjölmenna," eins og sagði í tilkynningunni. Páll var elstur íslenskra stúdenta og mun hafa þóst eiga eitthvað í því að svo vel tókst til fyrir löndum. Þá minnist hann á gjaf- mildi Lasseniums, prests við þýsku kirkjuna í Höfn, og þótt ekki geti Jón Grunnvíkingur um í>

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.