Tíminn - 21.05.1988, Side 11

Tíminn - 21.05.1988, Side 11
Laugardagur 21. mai 1988 HELGIN 1 11 Svolítill gusugangur var settur á svið tii minna menn á að hér er kominn fullgildur arftaki Tercelsins. Tímamynd p - Á fjórum hjólum - Reynsluakstur: Toyota Corolla 4WD Station Verðugur arftaki gamla, góða Tercel aksturhæfnina, en það er stýrið. Það er með ólíkindum létt og lipurt í innanbæjarakstri. En þegar kem- ur að því að aka á þjóðvegum eða fara upp fyrir ákveðinn hraða, þyngist það sjálfkrafa. Corolla verður því ekki hættulega kvik á vegi í þjóðvegaakstri. Stýrið er einnig lýsandi fyrir heildareigin- leika bílsins. Pví er hægt að velta upp og niður og lagar sig því að langkeyrslu og getur ekki hentað betur í snúningum. Lofthædin drjúg Um rýmið inni í bílnum er það að segja að þar er hugsað vel fyrir hlutunum. Hátt er til lofts í sætun- um, þó seturnar mættu jafnvel vera eilítið hærri undir lærin. Hæð- ina undir loft varð Tíminn að sannreyna. Fékk ég í þessu skyni föður minn til að setjast undir stýri og máta lofthæðina, en hann er um 190 cm á hæð og hár í sæti. Aldrei þessu vant var ekki annað að sjá en vel loftaði á milli þaks og höfuðs. Hljóðeinangrun og lúxus Talsvert hefur verið lagt uppúr því að hljóðeinangra bílinn. Er talað um það í bæklingum að gljásteinsofnar asfaltplötur hafi verið lagðar í gólfplötuna. Þrátt fyrir þetta verður það að segjast eins og er að götuhávaði eykst þegar ekið er út á malarvegi. Þessi ókostur er staðlaður fyrir alla bíla sem eru á sjálfberandi grind, en mikið hefur verið gert til að minnka áhrifin í Corolla 4WD. Um almennan aðbúnað farþega og bílstjóra er það að segja að hann er í alla staði vandaður. Mikið var ég feginn að ekki voru rafknúnir rúðuupphalarar í þessum bíl. Segir það meira en margt annað að hugsað er til endingarinn- ar og einföldunar fyrst og fremst, en ekki bara skírskotað til eigin- girni þeirra sem kaupa bílana nýja. Þá er notalegt til þess að hugsa að ekki þurfi að byrja á því að kaupa hljómtæki í Corolluna. Hann kemur tilbúin með steríóút- varpi og fjórum hátölurum. Þykir sumum þetta ókostur, af því að þá geti þeir ekki valið séreigin græjur. Til að koma til móts við það er gat á öðrum stað í mælaborðinu og má þar koma fyrir talstöð ef ekki kasettutæki. Mjög einfalt er að fella niður aftursætin og er hægt að gera það í tvennu lagi og á tvennan hátt. í flestum bílum er það að verða regla í útfærslu að skipta aftursætis- bakinu ekki jafnt í miðju. Þá er auk þessa þægilegt að ganga um afturhlerann. Sjálfdæmi um útlitið Um útlitið ætla ég að fullyrða sem minnst. Það er hlutur sem hver og einn verður að gera upp við sig sjálfur. Hins vega er það álit mitt að fallega sérstæður í útliti. Að framan sver hann sig sterklega í ætt við aðrar Toyotur, en að aftan er ekki ti! nokkurt fordæmi svo ég viti. Undir lok reynsluakstursins var ég farinn að hallast að því að hann væri fallega ófríður að aftan. Hvað sem sagt verður um útlit, er það greinilega Iagað að þörfum notendanna. Allarlínurbera þessu greinilegt vitni. Ég hef ekki verið nteð bíl áður sent vakið hefur jafn mikla eftirtekt. Tók ég eftir því að menn áttu til að ganga aftur fyrir Corolluna og aðgæta hvaða bíll þetta gæti verið. Þá bar það við að hópur manna af vinnustað, sem er ekki fjarri Tfmanum í Síðumúla, tók sig til og efndi til sérstakrar skoðunarferðar í kaffitímanum. Er það kannski besta lýsingin á því að hér er á ferðinni mjög athyglisverð- ur fjölskyldubíll til margra nota. Kristján Björnsson Stýri, fjöðrun, lipurð, millikassa- læsing, vél, akst- urseiginleikar, útlit. Gírskipting, hljóðeinangrun, útvarp. Þá er runnin upp sú stund að ný kynslóð taki við af hinni velþekktu fjórhjóladrifsbifreið Toyota Tercel, sem verið hefur geisivinsæl á íslandi um árabil. Hefur sá bíli verið mikið notaður til ferðalaga og annars, við góðan orðstír. Það þarf því að vera góður bíil sem taka á við af honum og standa sig í hjólförunum. í þessari úttekt verður þó leitast við að fjalla um þennan nýja bíl án þess að vera of mikið að bera hann saman við Tercelinn eða aðra sambærilega bíla. Þó verður ekki hjá því komist að öllu leyti. Hafa verður í huga að þessi bíll er hannaður frá grunni sem Corolla 4WD og er ekki ný útgáfa af Tercelnum. Stirður í skiptingu Það er nógur kraftur í nýju Corollunni og ekki vantar lipurð- ina. Fyrst ætla ég samt að byrja á því sem mér þótti miður við þenn- an annars ágæta bíl. Það sló mig strax að gírskiptingin var bæði hávær og vand með farin. Ég sem alla jafna er mjög snöggur að ná góðri samhæfingu á kúplingu og gírskiptingu, var á annan dag að ná góðum tökum á skiptingunni í Corollunni. Var ýmist að ég kúpl- aði of snemma í sundur eða of seint. Var þá eins og ég væri að slíta bílinn úr gírunum. Þá var ég hissa á að ekki var mjög þjált að renna honum í fyrsta gír eða þá bakkgírinn. Engu líkara en að sýnkrómatið (samhæfing gíranna) virkaði hægt eða illa. Þó að þessi bíll sem Tíminn ók, hafi verið alveg nýr (ekinn hundrað kílómetra) og geti verið stirður þess vegna, er það ekki nægileg afsökun. Þeim mun verri voru þessir annmarkar ef miðað er við allt það sem gott er og létt í meðförum. Höfðingi í holum Öll stjórntæki í bílnum önnur, þar með talið stýrið, kúpling, bremsur, bensíngjöf og allir takar, eru eins gott og frekast er unnt að vænta þess. Verð ég að segja að akstur geti varla orðið mikið léttari eða þægilegri en í Corolla 4WD og gildir það hvort sem er í miðbæn- um, á þjóðvegum eða á malarveg- um með misjafna fyllingu í yfir- borðinu. Corollan var að sjálfsögðu próf- uð við ýmis aksturskilyrði og á ýmsum vegum. Heildarútkoman var góð og hún reyndist mjög vel á hvaða vegi sem er. Ójöfnur sveif hún yfir með höfðinglegu yfir- bragði og fjaðraði sig með ótrúlegri lægni yfir jDvottabretti sem holótta vanrækta vegarkafla. Á þjóðvegum er Corolla einnig mjög sleip. Með fimm gírana sína var ekkert vandamál að komast vel áfram og nógur var krafturinn eins og ég gat um að framan. Vítt hraðasvið Það er mikið hraðasvið að finna í bílnum. Hann er, með sínum Um afturendann dæmi hver fyrir sig, en sumum þykir hann ■ djarfara lagi. Vel er hátt undur Corolluna miðja og fann ég ekki í fljótu bragði slóða með nógu háum hrygg til að hnekkja lægsta punkti bílsins, sem er 17,5 cm. Tímamynd Gunnar fimm gírum, hæfur til að læðast yfir misfellur og torfarna hliðarvegi og hann er einnig hæfur til að þjóta áfram milli sýslna ef ökumanni bíður svo við að horfa. Hins vegar er ekki um að ræða neinn sérstakan lággír eða lágt drif. Undirstrikar það betur en nokkuð annað í þessum bíl að hann er ekki ætlaður til torfæruaksturs eða jeppaglímu. Hann er þvert á móti ætlaður til notalegra ferðalaga. Til að láta farþegum sínum líða vel á ölium almennum vegum og hliðarvegum þeirra. Sídrifið Annað sem undirstrikar þetta er breytt fyrirkomulag á fjórhjóladrif- inu. Corolla er alltaf í fjórhjóladrifi og er það kallað sídrif. í mínu ungdæmi kom fram sídrif í Amer- íku sem kallaðist Quadratrack. Er hugmyndin ekkert ósvipuð í Cor- olla. Með sídrifinu er verið að tryggja jafnt átak á öll hjól og koma kostirnir mjög greinilega fram í beygjum og við akstur í bleytu og á lausri möl. Corollan bókstaflega rótliggur. En til að tryggja að í hálku, eða öðru viðkvæmu færi, verði ekki um það að ræða að aðeins eitt hjólið spóli, er Corolla útbúin með læs- ingu á millikassann. Það tryggir að aflið fari að helmingi til afturhjól- anna og að helmingi til framhjóla. Ósvikið Corolla-yfirbragð. Tímamynd Gunnar Læsingin er ekki með gír, heldur með rafmagnstakka. Grípur mið- drifið, eins og Toyota kallar milli- kassann, læsinguna sjálf eftir að hún hefur verið sett á með takkan- um og sleppur læsingunni sjálf eftir að slökkt hefur verið á henni. Þetta ætti að fyrirbyggja vitlaust átak x sem orsakað getur tannhjólabrot. Dregur seint kviðinn Stór kostur við staðsetningu miðdrifsins, er að það er á milli framhjólanna en ekki undir miðju bílsins. Corollan dregur því seint kviðinn á millidrifinu eða bitum undir því, eins og hendir margan jeppann. 1 staðinn er vélin höfð eilítið framan við miðju fram- dekkja þar sem hún hallast lftið eitt fram. Það vill segja okkur að enn er verið að hugsa um burðar- getu í farþega- og farangursrými og ekki síst fótarými fyrir framætis- menn. Vélin er sérstakur blómahnapp- ur f brjóstvasa þessarar bifreiðar. Hún er 16 ventla og nýtir eldsneyt- ið einkar vel. Skilar hún um leið miklum krafti miðað við stærð. Vegna þessa er mjög gaman er að aka Corollunni, jafnvel þótt bekk- urinn sé þétt setinn. Fullkomið stýri Eitt stórt atriði verð ég að fjalla sérstaklega um í sambandi við

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.