Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.05.1988, Blaðsíða 15
Laugardagur 21. maí 1988 fTI'llluuiiinBnBii Tíminn 15 I BETRI SÆTUM Eureka: Eg hefi fundiðþað! Stjörnugjöf = ★★ Aðalhlutverk: Gene Hackman, Ther- esa Russel, Rutger Hauer, Mickey Rourke Leikstjóri: Nicolas Roeg Ef ég man rétt, þá var Eureka sýnd hér á kvikmyndahátíð. Ég sá þær margar þar, en fór samt aldrei á þessa (ef hún var á hátíðinni). Það var kannski eins gott. Myndin segir frá Jack McCann (Hackman), sem leitað hefur að gulli í 15 ár, án árangurs. Loks þegar hann slítur félagsskap við danska vin sinn og gerist einfari, finnur hann meira gull en hann gat ímyndað sér að væri til í heiminum. Hann verður hins vegar að nokkurs konar Mídasi, því hann deyr innra með sér við ríkidæmið. Það gerist síðan síðari hluta myndarinnar að hann er drepinn á frekar ógeðsleg- an hátt og við fylgjumst síðan með yfirheyrslunum yfir tengdasyni McCanns, Claude Maillot van Horn (Hauer), sem er sakaður um morðið, án þess að vera sekur. Fyrst hér frábær punktur. Þýð- ingin á nafni myndarinnar, Eur- eka, sem er „Ég hefi fundið það“ finnst mér ekki við hæfi. Það er galli við myndina, eða þá mig, að myndin er greinilega of listræn fyrir heimskan alntúga- mann eins og mig, því ég náði tæplega helmingnum af henni. Ég rembdist eins og rjúpa bundin við staur með veiðimanninn á næsta leiti við að skilja nákvæmlega hvað fram fór, en án verulegs árangurs. Ég hefði greinilega þurft að horfa á myndina með einhverjum sem er í Myndlista- og handíðaskólanunt, eða Leiklistarskólanum, eða er bara „intellectual" við hliðina á mér, til að geta fengið sum atriðin útskýrð. Þau atriði sem ég skildi hins vegar, þeim hafði éggaman af. f>að er af hinu góða. „Symbólísku“ atriðin og boðskapurinn um kapí- talismann, fégræðgi, hvernig ríki- dæmi étur sálina upp, sjálfsmorð dauða mannsins, og allt það, fór langt fyrirofan, neðan, til hliðar og bak við garð hjá mér. Skítt með það. Ég skemmti mér í meðallagi við að horfa á myndina, tvær stjörnur eru því niðurstaðan. -SÓL Frá Samtökum íslenskra myndbandaleiga: „TOPP TUTTUGU" LA BAMBA: „Rokkbambinn“ veldur gæsahúð Stjörnugjöf = ★★★ Aðalhlutverk: Lou Diamond Phillips, Esai Morales og Rosana DeSoto. Handrit/Leikstjórn: Luiz Valdez Carlos Santana og Miles Goodman útsettu tónlistina. Sagan af Ritchie Valens er sorgleg cn uni leið hugljúf og á köflum fá áhorfendur með hjartað á rcttum stað gæsahúð (ég hljóp allur upp). Myndin er framúrskarandi afþrey- ing og hefur allt til að bera sem einkennir góðar myndir. Tónlistin er mér að skapi. I.eikurínn er ágætur og sagan spennandi en jafnframt sorgleg. Þessi mynd end- ar ekki vel og þó svo það sé leiðinlegt í lok þessarar myndar er það ágæt tilbrcyting frá öllum þeim er enda á svo ágætan og skcmmti- legan þátt. „Kokkbambinn“ eða La Bainba fjallar um ungan Mexíkana. alinn upp í örbirgð. Tónlistin er hans líf og yndi og nýkominn í mennta- skóla fær hann sitt fyrsta tækifæri til að leika opinberlega. Eftir það liggur lcið hins unga tónlistar- manns hratt upp á við og hann á nokkra smclli, með stuttu millibili, sem bandaríska þjóðin hcillast af. Sökum æsku sinnar og sakleysis hef ég kosið að kalla Kitchic Val- ens „Rokkbambann.“ Hann er nokkurs konar bambi, ungur að árum og órcyndur vinnur hann hylli bandarískrar æsku cr hann fetar óstöðuguin fótum nýjar slóðir. Myndin cndar á því sem kallað hcfur verið stærsta flugslys í sögu poppsins. Þar lætur Kitchie lífíð ásamt Buddy Iiolly og Big Bpppcr. Þcssi inynd á skilið þrjár stjörnur. Lou Diamond Phiilips, sem leikur hina ungu rokkstjörnu, á skilið cina stjörnu fyrir túlkun sína á Ritchic Valens. Carlos San- tana og Miles Goodman útsettu tónlistina í myndinni og er óhætt að bæta við einni stjörnu fyrir það vcrk sem gerir myndina svo góða sem raun ber vitni. Þriðju stjörn- una fær handritið og kvikmynda- vinna. Þetta er mynd við allra hæfi. -ES NO MERCY: CRIMSON TIDE OG MIAMI DOLPHINS! knownotimits, exjpect aammrcy. Stjörnugjöf= ★★★ Aðalhlutverk: Richard Gere, Kim Basinger Leikstjóri: Richard Pearce No Mercy er einhver langvinsæl- asta myndin á markaðnum í dag, enda leikararnir í vinsælli kantin- um og söguþráðurinn alls ekki lélegur. Myndin segir frá Chicago lög- reglumanninum Eddie Jillet (Gere), sem er ofsafenginn og áhugasamur í starfi sínu. Eitt kvöldið þykjast hann og félagi - hans vera leigumorðingjar, þar sem um slíka var beðið, en það endar með því að félagi Eddies er drepinn. Vitni að því morði var fegurðardísin Michel (Basinger), persónuleg eign undirheimakóngs- ins Losado í New Orleans. Eddie heldur því þangað og vill hefna sín. Einfaldur söguþráður, einföld mynd og lausnin er einföld. Að blanda saman kyntáknunum Gere og Basinger, er svipað og blanda saman John Travolta og Marilyn Monroe, árið 1933. Gere er orðinn eins amerískur í útliti og hægt er með baseballhúfu, drekkandi Bud- weiser, að horfa á Crimson Tide Alabama bursta Miami Dolphins í sjónvarpinu. Þvílík örlög! Basin- gcr hcldur sér hins vegar í góðu formi, en mikið óskaplega er ég farinn að vorkenna manninum hennar mikið að þurfa alltað að horfa upp á þessar samfarasenur með henni. Hann hlýtur að vera gersamlega með stáltaugar eða eitthvað. Eins og áður sagði er flest einfalt í þessari mynd. Einfalt er líka oft gott þegar um hreinar skemmtana- myndir er að ræða. No Mercy er hrein skemmtanamynd. Sem slík er hún góð og hafði ég mjög gaman af henni. Ég get mælt með henni, hún er góður gripur í videótækið þitt, hvenær sem er. -SÓL að ímynda sér. alveg fyrir sér Maður sér hann háskólabolnum, Blade Runner: Ein sem eldist illa! Stjörnugjöf= ★★ Aðalhlutverk: Harrison Ford, Rutger Hauer, Daryl Hannah Leikstjóri: Ridley Scott Ég man sem það hefði gerst í gær, að ég fór að sjá Blade Runner i bíó. Ég mundi að vísu akkúrat ekkcrt eftir myndinni sjálfri, hcld- ur aðeins því að ég hafi farið á hana. Ég mundi líka að mér fannst gaman að henni. En ég er greini- lega orðinn gamall, því fjarlægðin gerir fjöllin blá og sumar myndir skcmmtilegar í gamla daga. Þetta er mjög gott dæmi um mynd sem eldist alveg hræðilega illa. Svo mun víst vera um nokkrar myndir. eins og t.d. Bugsy Malone, sem svckkir mann vist alvcg ofboðslega ef maður horfir á hana í dag. Eins og hún var skemmtileg fyrir milljón árum. En víkjum þá aftur að Blade Runner, eða Sporfara eins og hún er þýdd á íslensku. Myndin gerist árið 2019 í Los Angeles. Flestir íbúar jarðarínnar cru fluttir út í gciminn á alls kyns nýlendur. Eftir eru þeir sem annað hvort eru bláfátækir, heilsuveilir, eöa citthvað þaðan af verra. Síðan cru það náttúrlega krimmarnir og löggumar. Ford er fyrruni Spor- farí, þ.c. sá scm eltir uppi og eyðileggur hcrmina. Hermirnir eru þcir scm líta út eins og menn, hcgða sér eins og menn, en eru vélar. Þeir eru tvöfalt sterkari en menn og viðbragðsflýtirinn tvöfalt meirí. Þeir eru jafngáfaðir og þeir sem sköpuðu þá. Hermum er bann- að að stíga á jörðina eftir að þcir gcngu berscrksgang og drápu fullt al' liði. Lítill liópur hcrma drepur 23 menn i geimfarí og fer niður til jarðar. Ford er falið það hlutverk að flnna þá og drepa. Þetta er meiriháttar góður sögu- þráður. Harrison Ford virðist hafa verið þvi sammála, því annars heföi hann varla lcikið ■ inyndinni. Eða hvað? Ford sleppur vel frá leiknum sjálfum, en mikið ijandi les hann illa inná myndina þar á inilli. Það er eins og hann kunni ekki að leika. Myndin sjálf er óttalega langdregin og virðist gerð í þeim tilgangi að konta fólki í rólegt skap og undirbúa það fyrir svefninn. Það tókst að minnsta kosti vel í mínu tilviki. Ef þú ert að leita að góðri mynd fyrir svefninn, flnndu þá Bladc Runncr á myndbandaleigunni þinni, leigðu hana og farðu upp i rúm. Garanteraður sveln. Tvær stjörnur fyrir söguþráðinn og Ford. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.