Tíminn - 01.06.1988, Qupperneq 3
Miðvikudagur 1. júní 1988
Tíminn 3
Ný skýrsla um framkvæmdbúvörusamninganna:
Jafnvægi að nást í
miólkurframleiðslu
í gær kynntu landbúnaðarráð-
herra og forsvarsmenn landbúnaðar-
ráðuneytísins og Stéttarsambands
bænda nýútkomna skýrslu Fram-
kvæmdanefndar búvörusamninga
um framkvæmd búvörusamning-
anna og horfur árin 1985-1992. Þar
er dreginn saman á einn stað ýmiss
fróðleikur um framkvæmd búvöru-
samningsins til þessa.
Jón Helgason, landbúnaðarráð-
herra, sagði við þetta tækifæri að
áþreifanlegasti árangur af búvöru-
samningnum væri m.a. sá að nú væri
svo til komið á jafnvægi milli mjólk-
urframleiðslu og sölu mjólkur-
afurða. Landbúnaðarráðherra sagði
m.a.að þrátt fyrir að loðdýraræktin
ætti nú í erfiðleikum teldi hann
mikilvægt að vinna áfram að bú-
háttabreytingum. Hann benti m.a. á
að á undanförnum árum hafi fjár-
festing í landbúnaði dregist mjög
saman jafnframt sem framlög til
landbúnaðar sem hlutfall af þjóðar-
framleiðslu hafi minnkað.
Guðmundur Sigþórsson, settur
ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðu-
neytinu, sagði að búast mætti við
meiri rýmun fjárfestinga í landbún-
aði en sem næmi samdráttarþörfinni.
Hann lét þess m.a. getið að í næsta
mánuði myndi nefnd sú, sem unnið
hefur úttekt á stöðu mjólkur-
samlaganna í landinu, skila áliti.
Guðmundur sagðist búast við fækk-
un mjóikursamlaga sem næmi 20-
30% og fækkun sláturhúsa um 30-40.
í máli Þórólfs Sveinssonar, stjórn-
armanns í Stéttarsambandi bænda,
kom fram að hagur mjólkurfram-
leiðenda nú væri þolanlegur en hin-
svegar væri staða kindakjötsfram-
leiðenda mun lakari. „Það hefur
Heimsbikarmót
Stöðvar 2 í skák:
Sterkast í
sinni röð
Nú hefur verið tekin ákvörðun um
hvar Heimsbikarmót Stöðvar 2 verð-
ur haldið. Teflt verður í Borgar-
leikhúsinu dagana 2. - 26. október.
Stöð 2 heldur mótið í samvinnu við
Stórmeistarasambandið og er það
eitt af sex mótum sem haldin verða
á þessu og næsta ári.
Rétt til keppni hafa 24 sterkustu
skákmenn heims og tekur hver
þeirra þátt í fjórum mótum. Þegar
svo kemur að útnefningu Heimsbik-
armeistara í skák, sigrar sá sem
staðið hefur sig best í þremur
mótum.
Endanlegur þátttakendalisti ligg-
ur nú fyrir, og er ljóst að skákmót
þetta er hið sterkasta af þessari
stærðargráðu sem haldið hefur verið
í heiminum.
Meðal þátttakenda má nefna sjálf-
an heimsmeistarann, Garrí Kaspar-
ov, fyrrum heimsmeistarana Boris
Spasský og Mikhail Tal, Jan
Timman, Speelman, Yusupov,
Portisch, Viktor Kortsnoj, að
ógleymdum íslendingunum Jóhanni
Hjartarsyni og Margeiri Péturssyni.
Meðalstigafjöldi keppenda er um
2.620 stig og sýnir það kannski best
styrkleikann, að Jóhann er með
2.950 ELO stig og Margeir með
2.540.
Verðlaunin á mótinu nema
100.000 bandaríkjadölum. Stöð 2
verður með beinar útsendingar frá
mótinu og munu þekktir stórmeist-
arar skýra skákimar. -SÓL
gengið mjög vel að selja mjólkuraf-
urðirnar að undanförnu. Segja má
að við höfum haft rífandi meðbyr,“
sagði Þórólfur. Hann sagði að um
margt hefði vel tekist til með fram-
kvæmd búvörusamningsins, en þau
grundvallarmistök að huga ekki bet-
ur að uppbyggingu atvinnutækifæra
í sveitum áður en farið var út í
fækkun í hefðbundnum greinum,
kæmi nú alltaf betur og betur í ljós.
Þórólfur sagði það brýnt að styrkja
markaðsstöðu búvara, efla vöru-
þróun, hagræðingu og geta jafnframt
treyst á trausta niðurgreiðslustefnu,
eins og hann orðaði það.
Vegna plássleysis er ekki unnt að
gera frekar grein fyrir innihaldi þess-
arar skýrslu nú. Tíminn mun gera
henni skil síðar. óþh
s*a
■2|ÍI JWrrtMLTSS
gj| / ""'MusamreJ
X i
^5.07
fnmrll
GJALDDAGI
. FYRIR SKIL .
A STAÐGRBÐSLUFE
Launagreiðendum ber að
skila afdreginni staðgreiðslu
af launum og reiknuðu endur-
gjaldi mánaðarlega. Ekki
skiptir máli í þessu sambandi
hversu oft í mánuði laun eru
greidd né hvort þau eru greidd
fyrirfram eða eftir á.
Gjalddagi skila er 1.
hvers mánaðar en eindagi
þann 15.
Með greiðslu skal fylgja grein-
argerð á sérstöku eyðublaði
„skilagrein". Skilagrein ber að
skila, þó svo að engin stað-
greiðsla hafi verið dregin af í
mánuðinum.
Allar fjárhæðir skulu
vera í heilum krónum.
iilÍllilÍiiiÍiÍlil:
Allir launagreiðendur og sjálf-
stæðir rekstraraðilar eiga að
hafa fengið eyðublöð fyrir
skilagrein send. Þeir sem ein-
hverra hluta vegna hafa ekki
fengið þau snúi sér til skatt-
stjóra, ríkisskattstjóra, gjald-
heimtna eða innheimtumanna
ríkissjóðs.
-Gerið skil tímanlega
og forðist örtröð síðustu dagana.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI