Tíminn - 01.06.1988, Qupperneq 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 1. júní 1988
Oryggi i
fódurverkun
Heybindivelar!
Tvær gerðir Markant 55 og
verktakavélin Markant 65. Stillanleg
lengd á böggum 40-110 cm.
Öruggar og afkastamiklar vélar. A
KAUPFELOGIN
BUNADARDEILD
ARMULA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900
Laus staða
Viö Jarðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans er laus til
umsóknar staða sérfræðings á sviði kaldavatnsrannsókna.
Sérfræðingnum er ætlað að vinna að jarðefnafræðilegum rannsókn-
um á köldu vatni, bæði úrkomu, yfirborðsvatni og grunnvatni.
Rannsóknirnar skulu einkum beinast að því að skýrgreina hvaða
þættir ráða efnainnihaldi kalds vatns og hvernig þeir hafa áhrif á gæði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjanda,
ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og fyrri störf, skulu hafa
borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir
24. júní n.k.
Menntamálaráðuneytið
27. maí 1988
Laus staða
Staða sérkennara við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla
íslands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu
hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík,
fyrir 24. júní n.k.
Menntamálaráðuneytið,
27. maí 1988
Flutningar með Herjólfi jukust stórlega árið 1987:
52.300 manns
í 403 ferðum
Flutningar Herjólfs á fólki, bílum
og flutningavögnum jókst á síðasta
ári um 11 og upp í 20% frá árinu
áður. Herjólfur fór 403 ferðir til
Porlákshafnar fram og til baka á
árinu (þrátt fyrir 5 daga stopp vegna
bilunar), sem var rúmlega 4% fjölg-
un ferða frá 1986. í þessum ferðum
flutti skipið um 52.300 farþega (143
á dag að meðaltali), um 12.000 bíla
(33 á dag) og um 14.300 tonn af
vörum (39 tonn á dag).
Samtals hefur Herjólfur flutt rúm-
lega 545 þúsund farþega milli lands
og Eyja síðan hann hóf flutninga
fyrir tæplega 12 árum. Það svarar til
þess að hver einasti Vestmanna-
eyingur hafi farið 116 ferðir með
Herjólfi þessi ár, eða að Herjólfur
hafi flutt alla aðra íslendinga tvisvar
til Eyja auk 12 ferða allra Vest-
mannaeyinga. Þessir farþegar hafa
tekið með sér 114 þúsund bíla, sem
er álíka tala og öll fólksbílaeign
landsmanna. Og þar við bætast svo
um 131.000 tonn af vörum í þeim
4.233 ferðum sem Herjólfur hefur
farið á sínum tæplega tólf ára ferli.
Vestmannaeyingar telja framan-
greindar tölur styðja það sjónarmið
sitt að full þörf sé orðin á að fá nýtt
skip enda bæði aldur þessa Herjólfs
og möguleikar hans til að þjóna
núverandi ferðaþörf alls ekki full-
nægjandi lengur. Sérstaklega sé þó
þörf á aukinni flutningsgetu á vörum
og bílum, auk farþega á annatímum.
Stjórn Herjólfs hefur nú unnið að
því í þrjú ár að kanna með kaup eða
smíði nýrrar, stærri, þægilegri og
hraðskreiðari ferju. Sá undirbúning-
ur er nú kominn á það stig að
teikningar og útboðsgögn að nýrri
ferju voru tilbúin í janúar s.l. Þar er
um að ræða 79 metra langt skip með
17 sjómílna ganghraða sem styttir
ferðatímann milli Eyja og Þorláks-
hafnar niður í 2,5 klukkustundir og
lestunar/losunartíma í höfn niður í
hálfa klukkustund. Þetta skip gæti
tekið allt að 86 bíla ef engir flutn-
ingavagnar væru með, en 7 slíkir
kæmust í skipið í ferð. Þá yrði rúm
fyrir allt að 570 farþega, þar af 120 í
kojum, 350 í sætum inni og 100 í
sætum úti.
Áætlað verð slíks skip er í kring-
um 600 milljónir króna, sem sumum
finnst nokkuð mikið. En á móti
benda Vestmannaeyingar á að sú
fjárhæð sé álíka há og það mundi
kosta að leggja álíka langan malbik-
aðan veg eins og vegalengdin er milli
Þorlákshafnar og Vestmannaeyja.
Hve lengi Vestmannaeyingar
þurfa að bíða eftir nýju skipi og
hvort þeir fá lánveitingu fyrir þessu
skipi mun væntanlega ráðast af
niðurstöðum nefndar sem skipuð er
fulltrúum frá fjárveitinganefnd, fjár-
mála- og viðskiptaráðuneyti. En álits
þeirrar nefndar mun að vænta innan
tíðar. -HEI
Laun karla og kvenna hjá hinu opinbera:
Launamisrétti
fannst ekki
„Nefndinni hefur ekki tekist að
festa hendur á launamisrétti hjá
hinu opinbera, þannig að hægt sé að
benda á einstök dæmi þar um“.
Þetta er meðal niðurstaðna nefndar
sem skipuð var af félagsmálaráð-
herra og ætlað að stuðla að auknu
launajafnrétti karla og kvenna í
störfum hjá hinu opinbera. Nefndin
komst að því að hæstu dagvinnulaun
innan BSRB eru nú borguð fyrir
dæmigerð kvennastörf. Launamis-
réttið felst aftur á móti fyrst og
fremst í tvöfalt meiri yfirvinnu karla
en kvenna (sem óljóst er hvort öll er
unnin) svo og að um 90% allra
bílastyrkja og annarra hlunninda
renna til karlanna.
Nefndin fann að vísu 5-7%
launamun á milli kynja innan BSRB
og 17% innan BHMR, en telur hins
vegar að þann mun megi að verulegu
leyti skýra með öðrum þáttum en að
kynferði skipti þar máli. Munur á
heildarlaunum verður hins vegar
meiri þegar karlarnir bæta að meðal-
tali 68% ofan á sín laun með yfir-
vinnu en konurnar ekki nema 35%,
auk mismunar í bílastyrkjum sem
fyrr segir. Sé launamisrétti fyrir
hendi telur nefndin það felast í öðru
en mismun dagvinnulauna.
Nefndinni var m.a. falið að fjalla
um endurmat á störfum kvenna með
hliðsjón af mikilvægi ummönnunar-
og aðhlynningarstarfa og starfs-
reynslu á heimilum. Hvað þetta
atriði snertir bendir nefndin á að
tveir stórir hópar sem starfa við
ummönnun og aðhlynningu séu nú
með hæstu dagvinnulaun innan
BSRB. Dagvinnulaun ljósmæðra
hafi á síðasta ári hækkað um 41,4%,
laun heilbrigðishóps Starfsmanna-
félags ríkisstofnana (m.a. sjúkralið-
ar) hækkað um 36,1% og hjúkrun-
arfræðinga innan BSRB um 29,5%
samanborið við 29% meðalhækkun
allra BSRB félaga. Markmið stjórn-
arsáttmálans hafi því þegar náðst
fram að verulegu leyti fyrir ofan-
greinda hópa. Þá er bent á að margir
í neðstu launaflokkunum fái reynslu
við heimilisstörf metin til allt að 6
ára starfsaldurs.
Varðandi endurmat á störfum
kvenna hjá hinu opinbera bendir
nefndin á að starfsmat sem fram-
kvæmt var hjá ríkisstarfsmönnumm
árið 1970 hafi verið mjög umdeilt.
Nýtt starfsmat sé ekki talin raunhæf
leið til árangurs. Niðurstöður slíks
mats byggist líka algerlega á fyrir-
framgefnum forsendum og eigi þar
að taka sérstakt tillit til þátta eins og
ummönnunar mundu þau störf
hækka umfram önnur.
Með hlunnindagreiðslum gekk
nefndin út frá bílastyrkjum, greiðsl-
um fyrir óunna yfirvinnu og nefndar-
störfum sem unnin eru í vinnutíma
starfsmanna hjá hinu opinbera.
Fram kemur að karlar eru í kringum
90% þeirra sem sitja í stjórnum,
nefndum og ráðum kosnum af Al-
þingi og skipuðum af stjórnvöldum.
Hvað snertir jafnstöðu kvenna og
karla við stöðuveitingar og ráðning-
ar á vegum hins opinbera taldi
nefndin að skylt ætti að vera að
auglýsa allar ábyrgðarstöður í dag-
blöðum, enda hafi Lögbirtingablað-
ið mjög takmarkaða útbreiðslu.
Jafnframt er lagt til að tekið skuli
fram í starfsauglýsingum að hið
opinbera leggi áherslu á jafnrétti.
Með hliðsjón af framangreindum
niðurstöðum hefur félagsmálaráð-
herra skipað nefnd til að endurskoða
jafnréttislög frá 1985. Sérstaklega er
nefndinni falið að athuga hvernig
megi draga úr launamisrétti karla og
kvenna, jafna hlunnindagreiðslur og
auka hlutdeild kvenna í nefndum og
ráðum.
Ríkisstjórnin samþykkti síðan á
fundi s.l. fimmtudag tillögu félags-
málaráðherra um að lagt verði til við
ráðuneyti og ríkisstofnanir að gerð
verði fjögurra ára jafnréttisáætlun. I
henni komi fram núverandi staða
ráðuneytis/stofnunar og sömuleiðis
markmið í jafnréttismálum. -HEI
Minnisvarði um
Ragnar H. Ragnar
Ákveðið hefur verið að reisa
Ragnari H. Ragnar minnisvarða á
ísafirði og færa bænum að gjöf.
Minnisvarðinn sem rísa mun á túni
gamla sjúkrahússins, á að vera
hvort tveggja í senn minningartákn
um Ragnar og framlag í þágu
listsköpunar og fegrunar bæjarins.
Leitað hefur verið til listamanns-
ins Jóns Sigurpálssonar um gerð
minnisvarðans og vinnur hann nú
að listaverki sem hann kallar
KUML, en um verður að ræða 25
til 30 fermetra torf- og grjót-
hleðslu, sem verður um 1 metri að
hæð. Á miðri hleðslunni verður
grágrýtisbjarg og á það verða
meitluð einhver þau orð um lífið
og tilveruna sem Ragnar hélt á
lofti.
Nöfn gefenda verða skráð í sér-
staka bók sem afhent verður bæjar-
stjórn ísafjarðar til varðveislu, um
leið og minnisvarðinn verður af-
hjúpaður, en stefnt er að því að
það verði gert 28. september næst-
komandi, en þá hefði Ragnar H.
Ragnar orðið níræður, hefði hann
lifað. -ABÓ