Tíminn - 01.06.1988, Qupperneq 5

Tíminn - 01.06.1988, Qupperneq 5
Miðvikudagur 1. júní 1988 Tíminn 5 Fjármögnunarleigurnar gera „lánaútvegun“ úrelt hugtak: Senda her lánasölumanna í fyrirtæki landsmanna Þórður Ingvi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Lindar. Sú höfuðbreyting er nú sögð í þjóðfélaginu að í stað þess að standa í því að reyna að „útvega“ sér lán, eins og menn hafa mátt sætta sig við í áratugi, segja þeir nú sölumenn fjármögnunarleigufyrir- tækjanna ferðast um landið til að selja mönnum lán og jafnvel toga í stjórnendur fyrirtækja og einyrkja í atvinnurekstri til að bjóða þeim lán fyrir hvers konar véla- og tækjakaupum. Tíminn spurði Þórð Ingva Guðmundsson, fram- kvæmdastjóra Lindar hvort al- mannarómur færi þarna með rétt mál. „Það er staðreynd að það hefur orðið mikil breyting á fjármagns- markaðnum á undanförnum árum. Þetta er orðinn neytendamarkaður fremur en seljendamarkaður, það er að segja að það er orðið miklu meira framboð af peningum en áður var og ljóst að fjármögnunar- leigurnar hafa átt sinn þátt í því. En þær gera líka ákveðnar kröfur til þeirra sem þær lána, þannig að það getur hver sem er labbað inn í fjármögnunarleigu og þaðan út með milljónir. Herir sölumanna í sölu á lánum En að sjálfsögðu eru mönnum boðin lán. Það er staðreynd að það ganga orðið sölumannaherir frá fj ármögnunarleigufy rirtækj unum inn í fyrirtækin í landinu og bjóða þeim sína þjónustu, þ.e. bjóða þeim fjármagn til kaupa á vélum og tækjum. En það er vitanlega allt gert á grundvelli þess að þau fyrir- tæki standist lágmarks áhættumat. Almenna reglan er sú, að í fyrsta lagi þarf tækið sem viðskiptavinur- inn ætlar að kaupa að vera auðselj- anlegt og endursöluverð þess hátt ef segja þarf upp samningnum áður en honum lýkur vegna van- skila fyrirtækisins. Því leigufyrir- tækið reynir þá að koma því í verð eða í leigu hjá öðru fyrirtæki. í öðru lagi þarf fjárhagur fyrir- tækisins að vera þannig að það sé ljóst að það standi undir leigu- greiðslunum. Fyrirtækið þarf að bera arð og eiginfjárstaða þess þarf að vera jákvæð. Sú regla er t.d. hjá Lind, að það er aldrei fjármagnað allt eigin fé fyrirtækisins. Þ.e. að sé ákveðnu fyrirtæki t.d. boðin vél sem kostar 2 milljónir þarf eigin- fjárstaða fyrirtækisins að vera 4 milljónir að lágmarki. í þriðja lagi þá þarf greiðslustaða fyrirtækisins að vera með þokka- legu móti.“ Áhættunni fórnað fyrir græðgina? - Nú er ekki alltaf beinlínis um fyrirtæki að ræða, t.d. þegar ein- staklingar eru að kaupa sér smá- báta, vörubíla eða annað slíkt og viðkomandi tæki er í raun allur reksturinn? Þá er áhættan tekin í einstaklingi og þá á nákvæmlega sama hátt skoðuð hans nettó eign. í slíku tilfelli mætti segja sem svo að maður sem kaupir 5 milljóna króna bíl eða bát þurfi að eiga 10 milljóna króna nettó eign. En þarna slaka menn að sjálfsögðu aðeins á kröfunum. Ef við tökum dæmið um trillu- karlinn sem kaupir nýjan 10 tonna bát gegn um fjármögnunarleigu. Ekki á hann tvöfalt verðmæti þess báts í eignum? „Það er alveg staðreynd að í þeirri ofsalega hröðu þróun sem orðið hefur á undanförnum tveim árum þá hefur ýmislegt flotið með og menn kannski fórnað áhættunni fyrir græðgina. Því verður ekki neitað að sum fyrirtæki, ónefnd, hafa lagt á það megináherslu að verða nógu stór, þ.e. með stór útlán, kannski á kostnað áhættunn- ar. Á móti hafa þau kannski tekið einhverjar extra tryggingar. Það er hins vegar ekki eðlilegt þegar litið er á eðli þessara viðskipta, þar sem tryggingin er fyrst og fremst tækið sjálft og efnahagsstaða leigutak- ans.“ Húseignir manna I hættu ef... Mjög margir Islendingar eiga hús. Og þýðir það þá ekki að ef bjartsýnisvonir manna um rekstur t.d. bíls eða báts bregðast, að húsin þeirra eru í hættu? „Það er tvennt til í þessu. Ann- arsvegar er hugsanlegt að leigusal- inn hafi ekki bara eignarrétt á tækinu heldur líka einhverja extra tryggingu eða fasteignaveð í hús- eign hans. Þá er vitanlega sú hætta fyrir hendi, að fáist ekki það verð fyrir tækið, að það dugi fyrir því sem eftir stendur af samningnum þá er gengið á eignina. Hins vegar er innibyggt í öðrum fjármögnunarleigusamningum, þar sem ekki er gert ráð fyrir neinum tryggingum á bak við samninginn, að ef segja þarf upp samningnum og ekki fæst nógu hátt verð fyrir tækið til að greiða upp eftirstöðvar samningsins, þá ber einstaklingnum að greiða mis- muninn. Og eigi einstaklingurinn að geta borgað mismuninn, þá þarf hans nettó eign að vera að lágmarki helmingur eða % af verði tækisins. Þar er því hugsaniegt að gengið verði á hans einka eignir, þ.e. ef hann hefur þá ekki komið þeim undan.“ Slegist um lántakendur Þórður Ingvi sagði leigufyrirtæk- in þannig nota mismunandi áhættu- mat. Lind hafi t.d. eingöngu starf- að á grundvelli efnahagslegrar stöðu einstaklirigsins og gæðum tækisins, en hins vegar ekki tekið tryggingar, eða sjálfskuldar- ábyrgðir. Að sögn Þórðar Ingva er mikil samkeppni milli fjármögnunar- leigufyrirtækjanna um þessar mundir um sölu á viðskiptum. Bæði vegna þess að ákveðið jafn- vægi sé að nást, þ.e. eftirspurnin sé að minnka eftir það ákveðna æði sem greip íslendinga þegar þessir möguleikaropnuðust. Meðminnk- aðri eftirspurn sé því harðari bar- átta um hvern viðskiptavin. í vandræði vegna nýju reglnanna Spurður um fjármögnunina sagði Þórður Ingvi aldrei hafa verið neinum vandkvæðum háð að fjár- magna erlenda hluta lánanna. Það setji hins vegar fyrirtækin í vand- ræði núna að verið sé að auka það hlutfall fjármögnunarinnar sem verður að vera í íslenskum krónum, á sama tíma og sala á skuldabréfum fyrirtækjanna sé að dragastsaman. Leigufyrirtækin séu því þegjandi og hljóðalaust farin að undirbjóða hvert annað, sem leiði til þess að þau fari að bjóða betri ávöxtun en gengur og gerist á markaðnum. Þótt hin opinbera ávöxtun bréf- anna sé í kringum 11% raunvextir sagðist Þórður Ingvi nær viss um að a.m.k. ákveðnum kaupendum standi til boða hærri vextir. Sömu- leiðis væru fyrirtækin jafnvel að breyta starfsemi sinni í þá veru að þau fjármagni eingöngu erlenda hlutann, og leigutakinn verði þá að bjarga innlenda hlutanum sjálfur. Dæmi um yfir 20% raunvexti... - En þetta hlýtur að þýða að vextirnir í leigusamningunum geta orðið verulega háir? „Það fer eftir samkeppninni. En það er staðreynd að dæmi eru um að raunvextir á íslenska hluta leigusamninganna hafi farið yfir 20% þótt algengast sé að þeir séu 15-16%. Það er að vísu hár fjár- magnskostnaður, en hins vegar ekki neitt óvenjulegur miðað við íslenskar aðstæður." - Þarf ekki beinlínis „súper- rekstur" til að standa undir 20% raunvöxtum af atvinnutæki sem er kannski nær allt keypt út á lánsfé? ... en víxlasala litlu ódýrari • „Jú, sannarlega þarf það að vera mjög góður rekstur, það er ekki spurning. Hins vegar hefur íslenskt atvinnulíf undanfarin ár rúllað á vöxtum sem eru mjög nálægt þessu, og þá á ég við skammtíma- fjármögnun fyrirtækja einfaldlega gegn um víxilkaup. Menn þekkja þetta því alveg. Vextir í fjármögnunarleigu- samningum hafa þó sem betur fer lækkað á undanförnum mánuðum vegna samkeppninnar. Þetta er orðið ódýrara en það var í upp- hafi.“ T.d. 165-180 þús.kr. á mánuði af 5 milljóna króna bíl - Gera einstaklingar, sem t.d. byggðu húsið sitt fyrir lán með mínusvöxtum, sér alltaf grein fyrir hvaða vaxtabyrði þeir eru að taka sér á herðar? „Flestir held ég að geri það, þótt eitthvað kunni þar á að skorta í einhverjum tilfellum og láti þá kannski bjóða sér hvað sem er. En þetta eru gjarnan hörkutól, sem vinna lengi og mikið og bjarga sér þannig fyrir horn.“ Til að gefa dæmi um greiðslu var Þórður Ingvi spurður um mánaðar- greiðslu af 1 milljóna króna láni til 3ja ára. Það sagði hann geta þýtt á bilinu 33-34 þús. og allt upp í 36 þús. kr. á mánuði, eða sem svarar frá 3,33% upp í 3,6% af verði viðkomandi leigusamnings. Sum- um þyki 3.000 kr. á mánuði kannski ekki svo stórt bil, en í raunvöxtum þegar samningurinn er reiknaður upp sé þetta í raun gífurlega mikið vaxtabil, sem fari að skipta verulegu máli þegar um sé að ræða kannski tugmilljóna króna samning. - HEI Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landsambands smábátaeigenda: Allt veðsett í topp „Þessi kaupleiguíyrirtæki virð- ast ekki treysta meira á það, sem þær eru að lána mönnum í, heldur en svo, að þau krefjast þess að þeir sem kaupa mcð þessum hætti veðsetji lfka hús- eignir sínar upp í topp.“ sagði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landsambands smábátaeigenda. Hann sagði þá LS-menn hyggjast leita skýringa á því frá viðskipta- ráðherra af hverju menn verði cinnig að verðsetja húseignir sín- ar þar sem kauplcigufyrirtækin eigi tækin seni þau eru að lána út á. Örn teiur að þetta sýni að viðkomandi kaupleigur hafi ekki trú á þeim rekstri sem þær eru að lána til, enda mætti heyra úr öllum áttum að það sé orðið minnsta mál í heimi að fá svona lán. Tilefni samtalsins við Örn er dæmi sem bhtðið hafði spurnir af, um trillukarl í bæ úti á landi. sem lengi hefur drcymt um aö gerast alvöniútgerðarmaður. Banka- mm menn og frystihúsaeigendur á staðnum hafa hins vegar talið það bjarnargreiða að aðstoða hann við að uppfylla drauminn, þar scm reynsla var fyrir að honum hafði gengið hcidur brösuglega að bjarga sér við trilluútgcrðina, auk þess að vera orðinn hálfgerð- ursjúklingur. Eitt kaupleigufyrir- tækjanna leit öðruvísi á málið, svo karl hefur nú keypt glænýjan tæplega 10 tonna bát með kaup- leigukjörum, sem heimamenn óttast að muni koma honum á kaldan klaka. Tíniinn leitaði því álits Arnar á því hvort útgerð slíks báts geti staðið undir leigugreiðslunum af nokkurra milljóna króna bát. Miðað við þann litla kvóta sem skammtaður er á þessa báta sagð- ist Örn telja það tneira en hæpið, nema að um einstaka atlamenn væri að ræða- og raunar alveg útilokað dæmi, að kaupleigukaup á svona dýruni bát geti gengið upp öðruvísi en að viðkomandi leggi fram sæmilcga upphæð af bátsverðinu frá sjálfum sér. Með lánsfé eingöngu sé nær útilokað að kljúfa greiðslurnar miðað við þann aflakvóta sem skammtaður er á þessa báta. Hann tók sem dæmi að 125 tonna þorskafli gæfi um 4,7 milij. kr. aflavcrðmæti á ári. Þar af væri hlutur bátsins í kringum helmingur,eða2,4millj. kr., hvar af hálf milíjón færi beint í tryggingu á bát og áhöfn auk alls annars rekstrarkostnaðar. Af- gangur upp í afborganir yrði ekki stór þegar allt væri uppgert. Örn kvaðst reyndar vilja nota tækifærið til að vara nienn ein- dregið við að kaupa nýja báta, þar sem markaðurinn sé mettur. Hann kvaðst hafa kynnt sér að á bátasölum sé fjöldi báta undir 10 tonnum til sölu. Fyrir þá sem ætli að eignast slíka báta sc mun hagkvæmara að kaupa þá heldur cn að láta smíða nýja báta eða kaupa þá innflutta. - HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.