Tíminn - 01.06.1988, Síða 8

Tíminn - 01.06.1988, Síða 8
Miðvikudagur 1. júní 1988 8 Tíminn Tíminrt MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guömundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Að kanna og banna Fyrrum þingmaður í Suðurlandskjördæmi skrifar forystugrein í blað Sjálfstæðisflokksins, Suðurland, og hefur þar uppi nokkurn harmagrát út af erfiðleikum forsætisráðherra við að finna lausnir á erfiðleikum, sem steðjuðu að ríkisstjórn- inni á dögunum. Er að heyra á greinarhöfundi að þar hafi Steingrímur Hermannsson komið við sögu með óábyrgum hætti, þegar hann lagði fram tuttugu og tvær tillögur til lausnar. Blaðið Suðurland finnur tillögum Steingríms allt til foráttu, þótt Ijóst sé að taka varð tillit til þeirra við úrvinnslu og framkvæmd aðgerða, enda varð engu komið fram nema samkomulag yrði meðal stjórnarflokkanna. Þau eftirmál sem Suðurland er að rekja snúast fyrst og fremst um snilli formanns Sjálfstæðisflokksins, sem sagt er að sitji ekki með „hangandi hendi“, þegar vanda ber að höndum og mun þar átt við þær sex uppástungur, sem hann lagði fram í krísunni. Sjálfstæðismenn hafa varla mátt heyra í Stein- grími Hermannssyni svo að ekki hlypi ákveðinn vökvi fyrir hjartað í þeim, og eru skrifin í blaðinu Suðurlandi dæmi um það. Steingrímur hefur ekki mátt minnast á efnahagsmál öðruvísi en kansellíið í Garðastræti yrði virkt á stundinni. Og peninga- valdið í landinu hefur hvað eftir annað þóst sjá afnám lánskjaravísitölu, þegar lagt hefur verið til að vaxta og vísitöluáhrifin yrðu könnuð til hlítar. Auðvitað er alveg ljóst að margar samverkandi ástæður liggja að baki þeim margvíslega ófarnaði sem steðjar að íslensku efnahagslífi. Ein ástæðan er gífurlegur fjármagnskostnaður. Þegar laun- þegahreyfingin er að lýsa því yfir að verðbólgan hafi aukist án hennar tilverknaðar er hún að vísa til verðbólgu af völdum fjármagnskostnaðar. Þegar hér er verið að fella gengið, þá væri hægt að ná jafngildi gengisfellingar með minnkandi fjármagnskostnaði. Vandamálin eru því að hluta heimilisiðnaður okkar sjálfra. En formaður Framsóknarflokksins má ekkert um þetta tala, eða leita lausna á þessum vandamálum öðruvísi en peningahjarta sjálfstæðismanna fari að slá hraðar. Vonandi fara sjálfstæðismenn að sjá samhengi augljósra atriða, sem nauðsynlegt er að taka til meðferðar. Aðlögun peningamarkaðar okkar að fyrirmynd stórþjóða fær aðeins illan endi. Hér þykja vextir og vísitölutryggingar nokkurri furðu gegna hjá alþjóða fjármálastofn- unum. En það gengur illa að fá þau mál könnuð vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn vill það ekki. Engu að síður er blaðið Suðurland sannfært um að Sjálfstæðisflokkurinn megi ekki verða fyrir áföllum vegna þess að íslenskt samfélag þoli það ekki. Spurningin er hins vegar hvað samfélagið þoli lengi bann flokksins við könnun efnahags- mála. Illllllllllllll! GARRI List svartra kvenna Einhver Hjörleifur Sveinbjöms- son skrifar grein í síðasta helgar- blað Þjóðviljans, þar sem hann býsnast yfir veggteppi sem í nokkur ár hefur hangið á vegg ■ anddyri Holtagarða hjá Verslunardeild Sambandsins. Þetta teppi er ættað frá Suður-Afríku, unnið af þremur svörtum konum þar í landi og sent Verslunardeild að gjöf frá fyrirtæki þar syðra fyrir nokkrum árum. Þess hefur ekki orðið vart fyrr að menn vildu agnúast út í tilvist þessa teppis. Þvert á móti hafa ýmsir haft gaman af að skoða það. Það er í þremur hlutum og með jafnmörgum myndum, sem allar sýna efni úr ckki ómerkari bók en Heilagri ritningu. Ein myndin sýnir Adam og Evu í aldingarðinum Eden, önnur sýnir Nóa ganga um borð í örkina, og þriðja myndin sýnir hann ganga aftur út úr örkinni að loknu syndaflóðinu. Frumstæð list Nú er Garri ekki listfræðingur en sér þó ekki betur en að myndirn- ar á þessu teppi sýni, máski á heldur frumstæðan hátt, hvernig svartar konur í Suður-Afríku túlka Biblíuna og cinstök atriði úr hcnni. Það sýnist ekki fara á milli mála að þama er á fcrðinni heldur sérstætt og listrænt veggteppi sem tcngir áhorfendur sína beint inn í hug- mynda- og trúarheim sem er væg- ast sagt talsvert ólíkur því sem við eigum að venjast hér nyrðra. Af þeim sökum verður ekki annað séð en að margumrætt teppi verði að teljast heldur góð listræn eign og fengur að því að hafa það hér heima og á stað þar sem almenningur á kost á að virða það fyrir sér. Hvað sem Iíður aðskilnað- arstefnu suður-afrískra stjórnvalda og meðferð þeirra á hörundsdökku fólki. Um listaverk gildir það nú einu sinni að þau eiga menn ekki að skoða pólitískum augum. Af þessum ástæðum verður hér ekki tekið undir þá skoðun Hjör- leifs Sveinbjömssonar S Þjóðviljan- um um helgina að þetta veggteppi sé af hinu illa. Þvert á móti verður því haldið fram hér að teppið eigi að fá að hanga í friði þar sem það er, svörtu konunum þremur til áframhaldandi sóma. Listaverkabrennur Það er nefnilega þannig að mönnum hættir stundum til að líta á listaverk með hornauganu ef þau falla ekki að þeirri pólitísku h'nu sem þeir fylgja. Hjörleifur Svein- björnsson er greinilega & móti aðskilnaðarstefnunni, og það er Garri líka. En hér þarf að hafa það hugfast að á öldum áður tíðkaðist að menn brenndu listaverk. Einhvers staðar ■ gömlum heimildum segir til dæm- is frá því að við upphaf lútersku hafi fylgismenn hins nýja siðar gert sér lítið fyrír og brennt á báli margar gamlar bækur sem skráðar höfðu veríð á kálfskinn á pápískum tíma. Nú á dögum erum við ekki heldur pápisk, en ætli að við vild- um samt ekki gefa töluvert fyrír að eiga þessar brenndu bækur cnn? Jafnvel þótt eitthvað í þeim hafl ekki verið hálúterskt? Eyðileggingu listaverka hafa of- stækismenn á öilum tímum ástund- að, bæði að því er varðar bækur og myndverk eða skrcytilist. j öllu slíku er þó rétt að fara fram með fullri gát. Sérstaklega þarf að gæta að því að slíkt bitni ekki á þeim sem hlífa skyldi. Teppið góða er hvað sem öðru líður ofið af svörtum konum, sem við öll viljum að fái sömu mann- réttindi og við hin njótum. En ætli málstað þeirra sé nokkur greiði gerður með því að fjarlægja teppi þeirra af veggnum í Holtagörðum, eða jafnvel að eyðileggja það, eins og hætta virðist vera á að ofstækis- menn nútimans leggi til að gert verði? Þetta er nú einu sinni lista- verk svartra kvenna, og í rauninni ætti teppið góða að geta orðið öllum, sem hlut eiga að máli, góð áminning um að vinna sem best í baráttunni gegn aðskilnaðarstefn- unni. Svörtu konurnar þrjár eiga það skilið af okkur, þó ekki nema væri fyrir þetta listaverk sem þær hafa búið til. Og þess vegna á það að fá að vera áfram í friði þar sem það er, gestum og gangandi til augnayndis. Garri. VÍTTOG BREITT VERÐMÆTASKOPUN BANKASTOFNANA Á sama tíma og allar fram- leiðsluatvinnugreinar eru reknar með bullandi tapi og manni skilst að þær séu helst til óþurftar í þjóðfélaginu, að minnsta kosti eru þær baggi á fjármálakerfmu, felst ávinningur í því að velta peningum og ávaxta sitt pund á fljótvirkan og öruggan hátt. Peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal og þegar um er að ræða að græða sem mest á sem skemmst- um tíma eru blessaðir peningarnir sannkallaður aflgjafi. Og þeir eru ekki aðeins afl þess sem gera skal heldur takmark í sjálfu sér og hámarksgróði í peningum talið er æðra og göfugra markmið en sú verðmætasköpun sem fæst með framleiðslu. En þar sem tap er á allri framleiðslu en gróði af þjón- ustu og peningaumsvifum er auð- séð að framleiðslugreinarnar eru sníkjudýr á því fjármálakerfi sem gert hefur arðsemi af peningaversl- un að tilgangi og markmiði, en atvinnurekstur sem ekki stendur undir vaxtagreiðslum peninga- magnsins á engan rétt á sér, er þjóðfélaginu aðeins byrði. Afl þeirra hluta... Komið er í ljós að í peninga- stofnunum er ekki aðeins geymt afl þeirra hluta sem gera skal, heldur fer verðmætasköpunin þar einnig fram. Dagana fyrir uppstigningar- dag hvarf fjórðungur gjaldeyris- forða lýðveldisins íslands úr vörslu Seðlabanka. Þegar ríkisstjórn lýðveldisins fékk seint og um síðir að vita að ein af undirstöðum fjármálakerfisins var að bresta var gjaldeyrissala stöðvuð og rokið var til að setja bráðabirgðalög af slíku flaustri að setja varð enn ný bráðabirgðalög til að leiðrétta hin fyrri. Allt varð ósikkert í lýðveldinu, vísitölur eru á tjá og tundri, samn- ingsréttur tekinn af launþegum og samtök þeirra, sem í eru meirihluti þjóðarinnar, hóta að kæra gjörðir eigin ríkisstjórnar til alþjóðastofn- unar. Þegar farið var að spyrja hvað orðið hafði af gjaldeyri þjóðarinn- ar varð fátt um svör, enda ljóst að einhverjir höfðu grætt 250 milljónir króna á einni nóttu með því að misnota herfilega aðstöðu og trúnað, en skáka í því skjólinu að engin Iög hafi verið brotin. Leyniþjónustur Með eftirgangssemi var hægt að fá að vita að nokkru hverjir það eru sem sitja að kjötkötlum þeirrar fjármagnshyggju sem setur gróða öllum hagsmunum ofar. Vildarvið- skiptavinir bankanna fengu fyrir- greiðslu til að sanka að sér um helmingi gengisgróðans og fékkst það tiltölulega fljótt upplýst. Enn lengri tíma tók að skýra frá hverjir hirtu hinn helminginn, en eftir japl og jaml og fuður kom upp úr dúrnum að það voru bankarnir sjálfir, aðallega þeir ríkisreknu. Fer nú að skýrast hvers vegna ofuráhersla er lögð á bankaleynd- ina, sem á að vera til að verja hagsmuni viðskiptamanna, en sýn- ist ekki síður til komin til að halda leynd yfir gróðabralli bankanna sjálfra. Sé litið nánar á hvernig sú verð- mætasköpun verður til sem bank- arnir og vildarvinir þeirra ástunda, kemur í ljós að Seðlabankinn hefur tapað sömu upphæð á gjaldeyris- kúppinu og bankamir og hinir aðilarnir þénuðu. En svona fer verðmætasköpun fjármagnsins fram. Hún skilar miklu meiri hagnaði en framleiðsl- an er fær um, en hitt er annað að til að einn græði verður annar að tapa. 1 gjaldeyrisbraskinu fyrr í mánuðinum var það Seðlabankinn. En kannski er hann svo oft búinn að græða vel og mikið á gengismun að það gerir ekkert til þótt hinir ríkisbankarnir og aðrir fái að þéna líka á niðurlagi gjaldmiðils lýðveld- isins. Manni sýnist að bönkunum veiti ekkert af þénustu af gróðabralli þótt ekki væri nema til að tryggja bankastjómunum hlunnindi og verðug eftirlaun en eins og alþjóð veit skuldar ríkissjóður nokkrum fyrrverandi bankastjómm Útvegs- bankans 222 milljónir króna í eftir- laun. Varla hæfir að aðrir banka- stjórar þurfi að sæta verri kjörum og þeir geta unnið fyrir þeim t.d. með því að hlunnfara Seðlabank- ann og gera stjómvöldum nær ókleyft að halda þjóðfélaginu gangandi, aðeins af því að þeir sjá sér leik á borði að græða peninga. Skítt veri með það þótt hagnaður- inn byggist á tapi annars. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.