Tíminn - 01.06.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.06.1988, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 1. júní 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson: Hin hliðin á Kröflu Það er orðinn plagsiður hjá þjóðmálaskúmum þessa lands þegar þeir þurfa að ræða um mismunandi safarík fjármálahneyksli og misferli í þjóðfélaginu, sem nóg dæmin eru víst um, að taka „Kröfluævintýrið“, eins og það er gjarnan nefnt, til samanburðar. Þetta étur svo hver eftir öðrum, gagnrýnislítið að því er virðist, og flestir taka það sem löngu viðurkennda staðreynd, að þar sé að fínna eitt mesta, ef ekki mesta, fíasko okkar íslendinga. Vel má það vera, en þetta má vissulega skoða dálítið nánar. Saga Kröfluvirkjunar Það er nú orðið svo langt síðan að fyrst var farið að tala um virkjun háhitasvæðanna íslensku til raf- orkuframleiðslu, að erfitt getur reynst að finna upphaf þeirrar umræðu. Hitt er ljóst, að eftir að reynsla kom á litla rafstöð, sem byggð var í tengslum við Kísilgúr- verksmiðjuna í Bjarnarflagi, fór að vakna meiri áhugi ýmissa ráðamanna á að til skarar yrði látið skríða í þessum efnum og verkin látin tala. Hér skortir bæði rúm og þekkingu til að gera undirbúnings- vinnu Kröflunefndar og annarra skil, en eins og þeir muna sem fylgdust með á sínum tíma, þá voru þeir víst fáir, sem töldu úr mönnum kjark í þessu efni. Af blaðaskrifum frá þessum tíma má að minnsta kosti ráða, að jafnt lærðir menn og leikir luku upp einum munni um, hversu gott mál væri hér um að ræða og æskilegt í alla staði að gera nú alvöru tilraun til að virkja orku háhitasvæðanna. Sá sem þetta ritar hefur ekki haft aðstöðu til að kanna það mál af þeirri nákvæmni, sem fullyrðingar krefjast, en í fljótu bragði er ekki hægt að sjá nokkrar úrtölur í prentuðu máli hvað þetta varðar. Jarðvísindamenn munu hafa gert mönnum grein fyrir því, að gufu- öflunin gæti orðið fjárhagslegt happdrætti, því ekki væri hægt að segja nákvæmlega fyrir um, hvar gufan væri fyrir hendi, en hún væri þarna. Þeir munu einnig hafa fagn- að því, að loksins væri farið að gera eitthvað og kosta einhverju til á þessu sviði, því allur árangur, hver sem hann væri, myndi skila þeim dýrmætri þekkingu á jarðfræði þessa svæðis og raunar alls hins eldvirka hluta landsins. Það er fróðlegt að skoða viðtöl og greinar frá þessum tíma og sjá þar þá bjartsýni sem ríkti. Óveðursskýin hrannast upp En það fór að koma babb í bátinn og ýmsir erfiðleikar komu í ljós. Gufuöflunin reyndist dýrari en við var búist og kom þar bæði til það, sem fyrr er getið og tengist óvissuþáttum vegna skorts á þekk- ingu á jarðfræði, svo og komu þar til aðrir hlutir eins og bortæknileg óhöpp ogmistök. Úrtölumennirnir fóru að láta í sér heyra og í ljós kom, að valdamiklir menn í þjóð- félaginu lögðu fæð á virkjunar- framkvæmdir þessar og síðar kom einnig í ljós, að sú fæð náði raunar til allra virkjana, sem ekki væru gerðar á Þjórsársvæðinu. Enn er þó ótalið það, sem sköpum skipti, en það voru Kröflueldar. Öllum að óvörum hófust þarna eldsumbrot og jarðskjálftavirkni og atburða- röð, sem í sögu jarðvísinda verður> sennilega talið til kaflaskipta. Kröflueldar voru líkt og mikilvæg flís úr púsluspili hvað varðaði þá nýju heimsmynd jarðfræðinnar, sem verið hafði að þróast allt frá því dr. Alfred Wegener setti land- rekskenningu sína fram á árunum milli stríða, en hafði þó einkum verið að fá á sig mynd á næstliðnum tuttugu árum fyrir Kröfluelda og í huga almennings hefur flekakenn- inguna sem miðpunkt. Staðan nú Allt þetta olli þvf, að hætt var að mestu gufuöflun við Kröflu og síðari vélasamstæðan, sem átti að setja upp og komin var til landsins, stendur einhversstaðar ónotuð. Þrátt fyrir það að fyrri vélasam- stæðan geti unnið raforku, er ein- hverskonar þegjandi samkomulag milli ráðamanna um að helst megi alls ekki vinna rafmagn við Kröflu. Stóra hluta ársins stendur því virkj- unin nærri ónotuð og rekstrarhalli þar af leiðandi sjálfsagt mikill. Það virðist vera kappsmál að láta hann líka vera sem mestan. Enginn veit, hvort Kröflueldum er lokið. Þar af leiðandi er örðugt að meta áhættuna á frekari virkjun- arframkvæmdum. En við búum í landi, þar sem eldvirkni er mikil og kemur til með að verða það. Sú áhætta kemur einnig víðar við sögu, þótt ekki sé mikið gert úr henni alla jafna. Allt virkjunar- svæði Þjórsár og Tungnaár er líka í áhættu, hvað eldvirkni snertir. Það eru líklega ekki nema u.þ.b. 1000 ár, sekúndubrot í jarðsög- unni, síðan stórgos varð á Veiði- vatnasvæðinu og myndarlegt öskugos í Heklu samfara óhag- stæðri vindátt gæti á örskammri stund gert Búrfellsvirkjun óstarf- hæfa. En þessa áhættu verðum við að taka og tökum, ef við ætlum að búa í landinu. Að síðustu Sennilega hefði verið hægt að fresta Blönduvirkjun um ótiltekinn tíma og þar með þeim landsspjöll- um, sem hún vcldur, ef menn hefðu haft kjark og áræði til að setja upp síðari vélasamstæðu Kröfluvirkjunar og afla henni nægilegrar gufu. Blönduvirkjun er hinsvegar að verða og orðin stað- reynd og því ekki aftur snúið. Hinsvegar liggur fyrir, að næstu stórvirkjanir, sem eru á teikniborð- inu, hafa einnig í för með sér mikil spjöll á grónu landi. Má þar nefna fyrirhugaða Fljótsdalsvirkjun, sem myndi eyðileggja gífurlega stór gróðurflæmi á heiðalöndunum þar eystra. Það virðist því einsýnt, að menn láti af barnalegri þrákelkni og einfeldningslegu hatri á Kröflu- virkjun og geri henni fært að vinna þá raforku, sem henni var upphaf- lega ætlað, og reyna að læra af þeirri reynslu, sem þar hefur þó þrátt fyrir allt fengist. Raforku- framleiðsla með virkjun háhita- svæða er nefnilega all fýsilegur kostur fyrir margra hluta sakir, það hefur meðal annars orku- vinnslan í Svartsengi sýnt okkur áþreifanlega. Auðvitað voru menn þar heppnari en við Kröflu og auðvitað voru gerð ýmis mistök við byggingu Kröfluvirkjunar. Mistök eru hinsvegar til að læra af þeim og mörg þeirra, sem þar voru gerð, stöfuðu af þekkingarskorti, sem allt hið jarðfræðilega ferli Kröflu- elda hefur eytt. Það er hinsvegar skýlaus krafa allra hugsandi manna, að þeir fjármunir, sem þegar eru komnir í Kröfluvirkjun, verði nýttir sem mest og best. Það verður væntanlega best gert með því að vinna þar alla mögulega raforku og fá jDar með betri tíma og ráðrúm til að meta næstu virkj- unarkosti. Guðbr. Þorkell Guðbrandsson Sauðárkróki 11111111111 BÓKMENNTIR ' llllillllllilllllllllllllllllllllifiillllliillllllillilllil llllllllllllllllillllllilllllllllllllllllllilíllllllllllln lllllllllllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllll írska blóðið Gísli Sigurðsson: Gaelic influence in lceland (Studia Islandica 46), Menn- ingarsjóður, Rvk. 1988. Það er bæði gömul og ný spurning hvort eða að hve miklu leyti írska blóðið í Islendingum hafi ráðið því að hér á landi varð til bókmenning að fornu, á meðan ekkert sambæri- legt gerðist í Noregi. Það kom í hlut íslendinga að yrkja dróttkvæði og gerast hirðskáld erlendra konunga, og þeir skráðu konungasögur, Is- lendingasögur, fornaldarsögur og margt fleira þeim skylt. Á það hefur margoft verið bent að fslendingar og frar áttu það sameiginlegt að með báðum þjóðum voru samin rit á móðurmáiinu en ekki einungis á ritmáli þeirra tíma, latínunni. Einnig er vitað að talsvert af því fólki, sem hingað kom á landnáms- tímanum, var af keltneskum stofni. Blóðflokkarannsóknir á okkur Is- lendingum á seinni tímum virðast líka sýna talsvert meiri erfðafræði- legan skyldleika við íra heldur en Norðmenn, og á allmörg atriði hefur verið bent í íslenskum fornbók- menntum sem virðast sýna tengsl við írskar. En stóra spurningin er hvort blóðblöndunin við íra, eða þá menn- ingartengslin á milli þjóðanna, hafi valdið því að hér varð til sú skáld- skapar- og bókmenntahefð sem við tölum nú á dögum um sem þjóðar- arfinn. Um þetta hafa fræðimenn fjallað fram og aftur, en niðurstöðurnar eru loðnar og langt í frá áreiðanlegar. Og núna hefur ungur fræðimaður, Gísli Sigurðsson, tekið sér fyrir hendur að draga saman í einn stað yfirlit um það helsta sem lagt hefur verið fram til þessarar fræðilegu umræðu. Þetta gerir hann í rúmlega hundrað blaðsíðna ritgerð á ensku, sem var að koma út í ritröðinni Studia Islandica. Sú ritröð ereins og kunnugt er gefin út í samvinnu Bókmenntafræðistofnunar Háskól- ans og Bókaútgáfu Menningarsjóðs, undir ritstjórn Sveins Skorra Hösk- uldssonar. Gísli gengur mjög skipulega að þessu efni í riti sínu, og skiptir hann því í átta meginkafla. I þeim fyrsta fjallar hann um elstu samskipti vík- inga og Kelta fram til 1014, en þá er talið ljúka norrænum yfirráðum á Irlandi. Annar kaflinn fjallar um keltneskt fólk á íslandi, fyrst og fremst þræla á landnámsöld, og í þriðja kafla er vikið að blóðflokka- rannsóknum og skyldum atriðum. I fjórða kafla er svo fjallað stuttlega um skipti Kelta og íslendinga á tólftu og þrettándu öld, ekki síst í gegnum Orkneyjar. Fimmti kafli er sá efnismesti í bókinni og fjallar um Fornaldarsög- ur Norðurlanda. Sjötti kaflinn er um norræna goðafræði og möguleg kelt- nesk áhrif á hana. I sjöunda kafla er svo gefið yfirlit um áhrif frá írskum sögum á íslendingasögur, og í þeim áttunda er fjallað um rannsóknir fræðimanna á dróttkvæðum og hugs- anlegum áhrifum írskra bragarhátta á íslenska. Hér er geysimikið efni á ferðinni, og segir sig sjálft að engum manni er ætlandi að gera nema takmarkaða grein fyrir öllum sjónarmiðum, sem þar koma til álita, á svo takmörkuð- um blaðsíðufjölda sem hér er til umráða. Höfundur fer líka þá skynsamlegu leið að temja sér heldur knapporðan stíl og bæta úr því með miklu af tilvitnunum til annarra rita, sem svo eru talin upp í ýtarlegri ritaskrá í verkslok. Markmið hans sýnist líka fyrst og fremst vera að gefa yfirlit um stöðu rannsókna á þessu efni, en ekki að leggja sjálfur dóm á hvaðeina er það varðar. Af þeirri aðferð leiðir líka að sjálfstætt framlag hans til þessara rannsókna getur ekki talist verulega mikið. Af því er helst að nefna hugmyndir sem hann setur fram um fornaldarsögur og mega teljast ný- stárlegar. I stuttu máli leggur hann áherslu á írsk áhrif í þessum sögum, sem hann telur talsverð og rekur ýtarlega. I framhaldi af því talar hann svo þarna fyrir þeirri hugmynd að þessi írsku áhrif séu arfur frá keltneskum þrælum sem hingað hafi komið á landnámsöld. Þeir hafi kunnað írskar sögur og skemmt húsbændum sínum með því að segja þær. Norrænirhúsbændurþeirrahafi hins vegar lítinn áhuga haft á sögum um írskar fornhetjur, og því hafi þrælarnir breytt sögum sínum þann- ig að þær fjölluðu um norræna \ menn, en haldið söguefninu að öðru leyti óbreyttu. Af þessari rót telur Gísli síðan að írsku áhrifin í fornald- arsögum séu sprottin, oggott ef ekki sjálfar sögurnar einnig, að meira eða minna leyti. Þetta er vissulega heldur róttæk kenning, því að til þessa hafa menn verið þeirrar skoðunar að fornaldar- sögur væru til orðnar sem síðborið afsprengi konunga- og íslendinga- sagna. Einnig hafa menn álitið að þær væru ekki skráðar fyrr en á 14. öld, á meðan 13. öldin er talin blómaskeið ritunar konunga- og ís- lendingasagna. Líka er Ijóst að hug- mynd Gísla gerir því skóna að fornaldarsögur hafi verið til hér frá upphafi landnáms og lifað í munn- legri geymd allt þar til þær voru skráðar. Hann bendir líka réttilega á að lítið sé í rauninni vitað um nákvæm- an ritunartíma fornaldarsagna, og megi þær því sem best vera skráðar einhverju fyrr en menn hafa viijað telja. Og þar kemur raunar einnig annað til álita sem hann nefnir ekki. Það er að fræðimenn hafa í þessu efni vafalaust verið undir áhrifum frá frægri kenningu Sigurðar Nordals um vísindi og list í sagnarituninni fornu, og að hugsanlegt er að sú kenning hafi mótað um of hugmynd- ir þeirra um ritunartíma fornaldar- sagna. En gallinn við hina nýju hugmynd Gísla virðist þó í fljótu bragði skoð- að vera sá helstur að f rauninni er ekkert haldbært vitað með neinni vissu sem hægt er að nota til þess hvort heldur að rökstyðja hana eða hrekja. Um munnlegarsögurá með- al írskra þræla á íslandi á landnáms- öld vitum við nákvæmlega ekki neitt til eða frá. Þær mega sem best hafa verið til, og þær mega vel hafa orðið kveikja að fornaldarsögum, en allar heimildir vantar þó til þess að skera úr um það, af eða á. Þess vegna verður ekki annað séð en að þessi hugmynd sé og verði tilgáta sem í rauninni sé ósköp lítið hægt með að gera annað en að velta henni fyrir sér. En það má höfundur eiga að hún er djarfleg, og vissulega á það við hér sem endranær að þekkingu okkar á fornum tíma miðar lítið áleiðis nema menn þori að setja fram nýjar og djarflegar hugmyndir. Og í heildina tekið gefur þessi bók bæði gagnlegt og greinargott yfirlit um það helsta sem fræðimenn hafa komist að raun um í áranna rás og varðar írlandsvandamálið. Að því leyti er hún nytsamleg handbók og góður leiðarvísir að yfirgripsmeiri fræðiritum um efnið. Áð því er snýr að hérlendum lesendum er það þó óneitanlega nokkur galli hvað hún er samanþjöppuð í framsetningu, að ekki sé minnst á hitt að hún er skrifuð á ensku. Það stafar hins vegar af því að hún mun vera samin sem prófritgerð höfundar til mast- ers-gráðu f miðaldafræðum við há- skólann í Dublin. En mér sýnist það hafið yfir efa að Gísli Sigurðsson sé nú orðinn flest- um öðrum kunnugri sérhverju því sem snertir hin fornu tengsl á milli Islendinga og íra. Ákaflega væri gaman að því að hann settist núna niður og skrifaði nýja bók fyrir íslenska lesendur um þetta efni, að sjálfsögðu á móðurmálinu og kannski svo sem á að giska helmingi lengri en þessa. Það er trúa mín að slík bók myndi geta fundið töluverð- an hljómgrunn á meðal áhugamanna um þessi fornu fræði. -csig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.