Tíminn - 01.06.1988, Page 13
Miðvikudagur 1. júní 1988
Tíminn 13-
AÐ UTAN
Tyrknesk fjölskylda nýtur máltíðar á strönd vatns í Kreuzberg-hverfinu í Vestur-Berlín,
Vestur-þýskt vinnusiðferði og erlendir verkamenn:
Þýskir verkamenn
vilja styttri vinnu-
tíma og hærri laun
í Vestur-Þýskalandi fer nú, sem oftar fram mikil umræða
um erlenda verkamenn sem starfa þar í landi og frá ýmsum
sjónarhornum. Fjórar og hálf milljón erlendra verka-
manna, og fjölskyldur þeirra, eru nú búsettar í Vestur-
Þýskalandi. Þeir vinna lægst launuðu og erfiðustu störfín
og myndi margvísleg þjónusta víða um landið falla niður
ef þeir sinntu henni ekki.
f Vestur-Þýskalandi er 10% at-
vinnuleysi, en það er með því
mesta sem þekkist í Evrópu. Þýskt
vinnuafl fæst þó ekki til að taka að
sér þau störf sem útlendingarnir
sinna nú. í stað þess gera vestur-
þýsku verkalýðsfélögin nú kröfu
um að fá styttan vinnutíma og
hærra kaup. Og stjórnmála-
mennirnir gera sitt besta til að setja
hömlur á innflutning erlends
vinnuafls.
En getur vestur-þýskt þjóðfélag
komist af án vinnuframlags erlendu
verkamannanna? Um það fjallar
eftirfarandi grein eftir bandaríska
blaðamanninn Ferdinand Protz-
man sem birtist í Welt am Sonntag
nýlega.
Yfirmennimir þýskir,
verkafólkið útlent
Komið er að vaktaskiptum í
verksmiðjum BMW í Múnchen og
verkamennirnir sem hafa unnið
við færiböndin á fyrstu vaktinni
streyma út. Þeir spjalla saman á
ýmsum tungumálum og má heyra
tyrknesku, serbó-króatísku og ít-
ölsku. En í aðalstöðvum fyrirtækis-
ins, í háhýsi handan við hornið er
eingöngu töluð þýska.
Á götuhorni í Frankfurt lítur
þýskur verkstjóri eftir vinnubrögð-
um tyrknesku verkamannanna,
sem vinna að gangstéttarlögn.
Hann gerir sig skiljanlegan með
handahreyfingum og einföldum
þýskum orðum.
í geysistórri kaffistofu höfuð-
stöðva Porsche-verksmiðjanna í
Stuttgart-Zuffenhausen, fylgist
eftirlitsmaður - með kaffibolla í
hendi - með því hvernig 50 kvenna
hópi tekst til við að ganga frá eftir
kvöldmatinn og þvo gólfin. Hann
er Þjóðverji, því nær allar konurn-
ar útlendingar.
Svona sjónarspil endurtekur sig
dag eftir dag um allt Vestur-Þýska-
land. Fjórar og hálf milljón útlend-
inga og fjölskyldur þeirra, hinir
svonefndu „Gastarbeiter" mynda
„lágstétt sem alltaf er til reiðu og
tekur að sér að vinna flest óþægi-
legustu líkamlegu störfin," eins og
einn vinnusérfræðingur orðar það.
Þjóðverjum fækkar
- útlendingunum fjölgar
Fjöldi þessara útlendu verka-
manna vex stöðugt, á sama tíma og
þýsku þjóðinni fækkar. En þrátt
fyrir þá lýðfræðilegu staðreynd
fylgja stjórnir ríkjanna og sam-
bandslýðveldisins pólitískri stefnu
sem ætlað er að draga úr fjölda
erlendra verkamanna í landinu.
Nokkrir sérfræðingar halda því
fram að þessi stefna sé mótsagna-
kennd og til þess fallin að mynda
aðstæður sem yrðu góð gróðrarstía
fyrir félagsleg átök.
Æstar umræður um atvinnumál
fara nú fram vítt og breitt um allt
Þýska sambandslýðveldið og koma
mál erlendu verkamannanna þar
mikið við sögu. Atvinnuleysi í
Vestur-Þýskalandi er u.þ.b. 10%
en það er með því hæsta sem
þekkist í Evrópu. Vestur-þýsku
stéttarfélögin, sem eru voldug,
vilja draga úr atvinnuleysi með því
að stytta vinnuvikuna.
í sömu andrá fara þau fram á
hærri laun, þó að launakostnaður í
landinu sé u.þ.b. sá mesti í heimi.
Ríkisstjórn Kohls og atvinnurek-
endur eru andvíg þessum hug-
myndum.
Hefðbundið þýskt vinnu-
siðferði á hrððu undanhaldi
Samtímis er hið hefðbundna
þýska vinnusiðferði á æ meira
undanhaldi vegna síaukinna krafna
almennings um fleiri tómstundir.
Þjóðverjar sniðganga störf sem eru
illa launuð eða lítils metin.
Vestur-Þýskaland vill hafa færri
erlenda verkamenn innan landa-
mæranna, en hefur æ meiri þörf
fyrir vinnukraft þeirra. Það er þörf
fyrir meira ódýrt vinnuafl til að
geta staðið vel að vígi í samkeppn-
inni á alþjóðlegum mörkuðum.
Nordrhein-Westfalen er fjöl-
mennasta ríki sambandslýðveldis-
ins með 16,7 milljónir íbúa. Sam-
kvæmt rannsóknum sem stjórn
ríkisins hefur nýlega látið gera er
því spáð að fjöldi útlendinga í
landinu eigi eftir að vaxa talsvert
til ársins 2015.
Afstaða almennings í Vestur-
Þýskalandi til vinnu hefur breyst
gífurlega síðan á áratugunum eftir
síðari heimsstyrjöld, þegar upp-
byggingin eftir eyðileggingu stríðs-
ins var í fullum gangi. Nú, á
velgengnistímum, er frítíminn
mun mikilvægari en vinnan í aug-
um Vestur-Þjóðverja.
Enn er þó samviskusemi í vinnu
mikils metin í augum Þjóðverja
eins og fyrr. En það er samt ástæða
til að óttast að ekki líði á löngu þar
til vinnusamviskusemi heyri til
þjóðsögum en ekki raunveru-
leikanum.
Vinna ekki yfirvinnu þó
að mikið liggi við
„Þýskir iðnaðarmenn og tækni-
menn eru afskaplega vel menntaðir
og klárir í kollinum," segir for-
stöðumaður þýskrar verksmiðju
sem framleiðir bandarískar tölvu-
vörur. „En þeir vinna nákvæmlega
eftir samningum. Þegar klukkan
segir að vinnudegi sé lokið eru þeir
farnir. Það er aðeins með eftir-
gangsmunum hægt að fá þá til að
vinna eftirvinnu eða um helgar,
jafnvel þó að stórverkefni, sem
verið er að vinna að, sé á viðkvæmu
stigi.“
Og yfirmennimir vilja
ekki taka ákvarðanir
Hann heldur síðan áfram: „Það
er auk þess sérstaklega erfitt að fá
þýsku yfirmennina okkar til að
taka ákvarðanir. Þeir virðast halda
að ef þeir taka engar ákvarðanir
þurfi þeir ekki heldur að hafa
áhyggjur af því að hafa kannski
komist að rangri niðurstöðu."
Þýskur hagfræðingur við háskól-
ann í Basel talar nú um „steinruna
efnahagskerfisins".
Deilan milli stjórnmálamanna,
háskólalærðra manna, stéttarfé-
laga og atvinnuveitenda um
hvenær, hvar og hvernig eigi að
vinna sniðgengur samt sem áður
því sem næst erlendu verkamenn-
ina. Og það þrátt fyrir þá staðreynd
að þeir séu í þýðingarmiklum störf-
um í sumum mikilvægustu útflutn-
ingsgreinum Þýskalands.
Erlendu verkamennimir
halda lífinu gangandi
í mðrgum borgum
Erlendu verkamennirnir gegna
þó enn mikilvægara hlutverki í
þjónustugreinum, umfram allt í
þeim borgum sem þeir vinna sem
klæðskerar, götusóparar, mat-
sveinar, uppþvottamenn og leigu-
bílstjórar og reka lítil þjónustufyr-
irtæki. Án þeirra lamaðist lífið í
þessum borgum að miklu leyti.
Stjórn Kohls hefurekki tekist að
vinna bug á hinni djúpstæðu andúð
Þjóðverja á að vinna í þjónustu-
greinum.
„Við höfum ekkert á móti því að
viðurkenna það ef við vinnum við
að þjóna einhverri maskínu," segir
Norbert Blúm atvinnuráðherra.
„En að þjóna annarri manneskju,
það virðist vera skammarlegt."
Stjómvðld setja
sífellt meiri hómlur á
eriendu verkamennina
En þrátt fyrir andúð flestra at-
vinnulausra Þjóðverja á því að
vinna þjónustustörf þar sem þau
eru yfirleitt ekki mjög hátt launuð
og handhafar þeirra ekki sérlega
hátt skrifaðir í þjóðfélagsstiganum,
setur ríkisstjórnin sífellt meiri
hömlur á erlendu verkamennina.
Þjóðfélag framtíðarinnar?
„Við erum ekkert aðskotafólk
lengur. Það er langt síðan okkur
fór að finnast við tilheyra þýsku
þjóðinni," segirTsambikos Kolios,
Grikki sem fyrir skemmstu gekk í
fararbroddi mótmælagöngu í Wies-
baden, höfuðborg Hessen. Og
hann bætir við: „Við erum þjóðfé-
lag framtíðarinnar".