Tíminn - 01.06.1988, Qupperneq 20
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu,
S 28822
Auglýsingadeild hannar
auglýsinguna fyrir þig
Okeypis þjónusta
Tíminn
m
^ V m
1 ínimn
Gassprenging í ísögu hf. á Ártúnshöföa:
Hurð þaut af
hjörum og sló
mann um koll
Gassprenging kvað við í húsa-
kynnum ísögu hf. í gærmorgun,
þegar kviknaði í gashylki, sem
verið var að gera við. Fimm
menn voru að störfum í viðgerð-
arverkstæðinu, en engan sakaði
svo að nokkru næmi. Þeir tveir,
sem næstir stóðu, hrufluðust lítil-
lega og niörðust, þegar þeir ultu
um koll.
Hylkið var fullt af acetylin
gasi, sem er afar eldfimt. Starfs-
maður hjá fsögu hf. kom því fyrir
í skáp með sjálfvirkum vírbursta,
sem skefur ryð og gamla máln-
ingu af hylkjunum. Svo sýnist
sem festing í skápnum hafi látið
undan og vírburstinn opnað
krana ofan á hylkinu og gasið
ffætt út. Við neistaflug frá vír-
burstanum kviknaði í gasinu og
skápurinn, sem klæddur var
viðarplötum, sprakk með firna-
háum hvelli.
Skáphurðin þaut af hjörunum
og sló þann, sem næst stóð, svo
að hann féll aftur fyrir sig í hrúgu
af hylkjum. Starfsfélagi hans,
sem var skammt frá að mála, féll
um koll af þrýstingnum og slettist
málningin á loft og veggi.
Vélin eða afsogið, sem hirðir
draslið utan af hylkjunum, tættist
einnig, og salurinn fylltist undir
eins af reyk. í hylkinu voru 20
lítrar af gasi og stóðu eldtungurn-
ar út úr kútnum góða stund.
Hefði verið minna af gasi er hætt
við, að eldur hefði hlaupið ofan í
kútinn og hann sprungið með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Um leið og starfsmenn náðu
áttum á nýjan leik hófu þeir
slökkvistarf. Viðvörunarkerfi
ísögu hf. fór þegar í gang og allt
tiltækt slökkvilið var kallað út.
Starfsmenn höfðu slökkt eld í
húsnæðinu, þegar slökkviliðs-
menn komu á vettvang, en
slökkviliðsmenn gátu lokað hylk-
inu með nýjum krana og kæft
eldinn.
Maðurinn, sem næst stóð
skápnum og fékk hurðina í
fangið, tók sér frí frá störfum við
svo búið, en atburðurinn mun
hafa vakið með honum óþægileg-
ar minningar frá því að hann var
hætt kominn í eldsvoða í ísögu
hf. fyrir margt löngu á Rauðarár-
stíg. Lítil hætta var þó á því, að
slíkur bruni endurtæki sig.
Ekki hefur enn verið metið
tjón af völdum sprengingarinnar.
Þj
Hér stendur skápgrindin ber, en klæðningin sprakk í tætlur, þegar
kviknaði í gasi í hylki, sem verið var að gera við. Húsakynni eru svört
af SÓt Og reyk. (Tíminn: Gunnur)
Bráöabirgðalög á bráöabirgðalögin:
Verðtrygging innlána leyfð
Ríkisstjórnin samþykkti í gær bráðabirgðalög um breytingu á bráðabirgða-
lögunum um efnahagsaðgerðir frá 20. maí sl. Þar er 8. grein bráðabirgðalag-
anna, um afnám verðtryggingar nýrra fjárskuldbindinga til skemmri tíma en
tveggja ára, tekin fyrir og skilgreind nánar.
Rafeinda-
verkstæði
opnað
Frá fréttaritara Tímans, Erni I’órarinssyni.
Rafeindaverkstæðið Samverk
tók til starfa á Siglufirði fyrir
skömmu. Eigandi þess, Hannes
Valbergsson, hefur einkum sér-
hæft sig í viðgerðum á siglinga-
og fiskileitaratækjum og mun í
framtíðinni veita bátum og skip-
um á Siglufirði og nágrenni ýmsa
viðgerðarþjónustu á því sviði,
auk þess sem hann verður með
tæki í umboðssölu.
í stuttu ávarpi sem Hannes
flutti við þetta tækifæri kom fram
að eftir að hann fór að stunda sjó
á togurum hafi honum orðið ljóst
að hvert einasta siglinga- og fiski-
leitartæki um borð í skipi væri
hluti af öryggi skipshafnarinnar.
Því vænti hann þess að í framtíð-
inni yrði Samverk þeim sem
byggðu afkomu sína á sjósókn,
hvort sem væri á stórum eða
smáum skipum, til aðstoðar við
að tryggja þetta öryggi enn
frekar. En auk þess yrði starfsemi
Samverks öll þjónusta sem félli
undir starfssvið rafeindavirkjun-
ar.
Þar segir að með fjárskuldbinding-
um sé átt við sparifé og lánsfé
eingöngu. En þrátt fyrir þetta
ákvæði er Seðlabankanum heimilt
að fengnu samþykki viðskiptaráð-
herra, að leyfa bönkum ogsparisjóð-
um að verðtryggja sparifé og önnur
innlán til skemmri tíma en tveggja
ára.
Steingrímur Hermannsson, utan-
ríkisráðherra var spurður um hvaða
vonir ríkisstjórnin byndi við þessi
lög. „Ríkisstjórnin gerir sér það
alveg Ijóst að það er lykilatriði að
draga úr þenslunni og eftirspurninni
eftir Iánum,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson, utanríkisráðherra, í sam-
tali við Tímann í gær. „Ég geri mér
ekki miklar vonir um þetta fyrsta
skref, ég vona að það verði stigin
önnur skref á eftir sem verða mikil-
væg. En ég held að menn hljóti að
hika við að taka þessi lán með háum
nafnvöxtum sem gjaldfalla á hverj-
um gjalddaga. Þetta hlýtur að vekja
menn til umhugsunar," sagði Stein-
grímur. „Ríkisstjórnin gerir sér þó
fyrst og fremst þær vonir, þegar til
lengri tíma er litið, að hægt verði að
draga úr þessari víxlverkun milli
verðlags og fjármagnskostnaðar."
En hver voru viðbrögð banka-
manna við þessari nánari útfærslu á
8. greininni. „Þetta tel ég að sé til
bóta. Það er nú kveðið skýrt á um
það við hvað er átt með lögunum,"
sagði Stefán Pálsson, bankastjóri í
Búnaðarbankanum. En koma vextir
á útlánum til með að hækka við það
að verðtryggingin er afnumin?
„Til þess að halda örugglega jafn-
vægi í efnahagsreikningi reikna ég
frekar með því að útlánsvextir hækki
en ég vil ekki segja hversu mikið það
verður. Þetta eru hlutir sem við
eigum eftir að skoða betur,“ sagði
Stefán.
„Mér finnst ríkisstjórnin eiginlega
bara vera að reyna að fylla í holurnar
með þessu en auðvitað er þetta betra
fyrir bankana, því það skapaðist
mikil óvissa á meðal fólks um spari-
féð sitt, í kjölfar upprunalegu bráða-
birgðalaganna," sagði Jóhann
Ágústsson, bankastjóri í Lands-
bankanum. „En nú þurfa bankarnir
á móti að passa það að vextirnir á
útlánum séu alltaf í samræmi við
verðtrygginguna, því ekki dugar að
vera að lána út á lægri vöxtum
heldur en greitt er fyrir innlánin."
Hverju breytir það fyrir ákvarðan-
ir um útlánsvexti?
„Það hlýtur að verða meiri hreyf-
ing á útlánsvöxtum, því þeir verða
sífellt að vera í takt við innlánin en
hækkun útlánsvaxtanna fer eftir því
hvernig tekst til með verðbólguna.
Ef hún minnkar þá er þetta í lagi. En
ef hún heldur áfram að aukast þá
stíga verðtryggðu reikningarnir og
þar með hljóta bankarnir að þurfa
að hækka útlánsvextina í samræmi
við það. Útlánsvextirnir hafa verið
að hækka undanfarið,“ sagði
Jóhann. „Landsbankinn hefuríraun
haft lán til skemmri tíma en til
tveggja ára á hæstu vöxtum en ekki
verðtryggingu. Á almenna markað-
inum hins vegar er náttúrlega mikið
til allt verðtryggt. Það eina sem gæti
því hækkað þessa útlánsvexti hjá
okkur er ef verðbólgan heldur áfram
að aukast.“
„Mín fyrstu viðbrögð eru
jákvæð,“ sagði Pétur Erlendsson,
bankastjóri í Samvinnubankanum.
„Við áttum þátt í að óska eftir þessu
innán sambands íslenskra viðskipt-
abanka. Okkur fannst óeðlilegt að
strika yfir möguleika fólks á verð-
tryggðum innlánum með einu
pennastriki. Við urðum varir við
það þegar bráðabirgðalögin komu
að það kom upp órói. Okkar hug-
myndir í bönkunum eru þær að ef
ætlunin er að afnema verðtryggingu
þá þurfi góðan aðlögunartíma. Auk
þess er það skilyrði að dragi úr
verðbólgu meir en komið er. Þegar
Finnarnirbönnuðu verðtryggingu þá
voru þeir með innan við 15% verð-
bólgu. En við búum við miklu meiri
verðbólgu en þeir,“ sagði Pétur.
Hann var spurður að því hvort
hann ætti von á mikilli hækkun
útlánsvaxta. „Ég á ekki von á því að
þeir eigi eftir að hækka mikið á
næstunni, ekki nema útlit verði fyrir
stóraukinni verðbólgu. En mér þykir
trúlegt að þeir muni hreyfast eitthv-
að upp á við. En við erum ekki farnir
að skoða þetta. Við höfum júnímán-
uð til þess og það þarf að spá í það
hvað verðbólgan verður mikil. En
ákvörðun vaxtanna verður þyngri
við þessar breytingar og það verða
meiri útreikningar samfara því.
Vaxtabreytingar verða eflaust þétt-
ari en áður til að bregðast við
breyttum skilyrðum,“ sagði Pétur.
JIH