Tíminn - 02.06.1988, Qupperneq 6

Tíminn - 02.06.1988, Qupperneq 6
6 Tíminn Fimmtudagur 2. júní 1988 Langstærsta verkefm Landsvirkjunar a þessu ari: Unnið fyrir 390 millj. í ár í Blönduvirkjun Úr stöðvarhússhelli Blönduvirkjunar. Framkvæmdahjólin eru nú tekin að snúast af fullum krafti á virkjun- arsvæði Blöndu. Pað er heldur ekki til setunnar boðið því miðað er við gangsetningu fyrstu aflvélar Blöndu- virkjunar t október 1991. í lok síðasta árs var lokið við 29% bygg- ingarframkvæmdanna við Blöndu- virkjun en 34% af heildarfjárfest- 'ng KRAFTTAK í nedanjarðarframkvæmdum Miðað við byggingarvísitölu 371 stig hljóðar kostnaðaráætlun fram- kvæmda yfirstandandi árs upp á 390 milljónir króna. Helstu framkvæmdir eru neðan- jarðarvirki, sem verktakafyrirtækið KRAFTTAK sf. vinnur, niðursetn- ing á sográsum og þrýstivatnspípu, þétting stíflugrunns og uppsetning hluta loftræstibúnaðar virkjunar- stöðvarinnar. Sundurliðun kostnaðar er sem hér segir: Neöanjarðarvirki . 122,3 milljónir Stíflugrunnur 74,8 “ Hverflar, rafalar 24,2 “ Þrýstivatnspípa 6,1 “ Loftræstibúnaður 4,8 “ Steypustöð 3,7 ” Vinnubúðir, raflagnir, vegir . 10,1 “ Ófyrirséð 23,6 “ Rannsóknir,hönnun, umsjón 82,6 « Annar kostnaður 0,6 “ Skaðabótakostnaður 23,7 “ Alls 386,5 milljónir Neðanjarðarvirki og stíflugrunnur Framkvæmdum við neðanjarðar- virki er áætlað að ljúka á þessu ári. Af þeim 122,3 milljónum sem áætl- aðar eru til þeirra mun 35 milljónum verða varið til steypuvinnu í stöðvar- húsi, um 20 milljónum í vinnu við þrýstivatnsgöng, nálægt 40 milljón- um í kapla- og stigagöng og 27,3 milljónum til ýmissa annarra verka. Miðað er við að stöðvarhúsið verði steypt upp á yfirstandandi ári að því marki sem unnt er áður en svokallaðir stálsniglar vatnsvélanna koma til landsins, en þeirra er von í ársbyrjun árið 1990. í sumar byrja fyrstu undirbúnings- framkvæmdir að sjálfri stíflugerð virkjunarinnar. Liður í því er að ryðja jarðvegi ofan af stíflugrunnin- um og að þétta bergið undir með ídælingu sementsefju. Þrýstivatnspípa og loftræstibúnaður Áætlað er að uppsetningu á lóð- réttum hluta þrýstivatnspípunnar fari senn að ljúka. Þar á eftir tekur síðan við uppsetning á efri beygj- unni. Að aflokinni steypu um beygj- una og þéttingu umhverfis pípuna með ídælingu verður gengið frá hreinsun og ryðvörn pípunnar að innanverðu. Þessu verki er áætlað að ljúka síðsumars. Á þessu ári verður komið fyrir um helmingi af loftræstibúnaði, sem endanlega þarf að setja upp í stöðv- arhúsinu. Hér er um að ræða upp- setningu loftstokka, sem koma á bak við upphengt loft í stöðvarhúsi, svo og þann búnað í forskála aðkomu- ganganna, sem nauðsynlegastur er til loftdælingar í stöðina í stað þeirra tækja, sem byggingarverktakinn hef- ur hingað til notað. Samið við sex hreppa um skaðabætur Árið 1982 var undirritaður samn- ingur milli þáverandi virkjunaraðila og 6 hreppa, sem hagsmuna áttu að gæta á virkjunarsvæði Blöndu, Svínavatns-, Torfalækjar-, Blöndu- ós-, Bólstaðarhlíðar-, Lýtingsstaða- og Seyluhreppa, um bætur fyrir gróðurspjöll, sem miðlunarvegir og vatnsvegir Blönduvirkjunar yllu á afréttarlöndum. Ákveðið var að bætur yrðu í formi uppgræðslu, byggingu heiðavega og brúa svo og girðinga og byggingu gangnamannaskála. Áætlaður kostnaður á yfirstandandi ári við þennan framkvæmdalið er 23,7 milljónir króna. Til uppgræðslu eru ætlaðar 14,2 milljónir, 3,8 millj. til byggingu heiðavega, 1,3 milljón í girðingavinnu, 0,6 milljón í svokall- aða samráðsnefnd og 3,8 milljónir til veiðimála. Miðlunarlónið 20 ferkíló- metrum stærra en Mývatn Dýrasti hluti skaðabóta er upp- græðsla lands í stað þess sem tapast undir vatn. Miðlunarlónið eitt mun verða 56 ferkílómetrar, þetta þýðir að um 5000 ha lands, sem nú eru algrónir, hverfa undir vatn að meira eða minna leyti. Til samanburðar má geta þess að stærsta stöðuvatn landsins, Þing- vallavatn, er 83,7 ferkílómetrar og Mývatn er 36,5 ferkílómetrar að stærð. Landgræðsla ríkisins annast fram- kvæmd uppgræðslunnar. Starf henn- ar hófst árið 1981 og hefur síðan verið aukið stig af stigi í 1250 ha alls. Landgræðslan sér að mestu um sáningu og áburðardreifingu úr flugvél, en heimamenn hafa einnig komið þarna við sögu með dreifingu af landi. Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins hefur fylgst náið með uppgræðsl- unni á Auðkúlu- og Eyvindarstaða- heiðum og mælt árangur hennar á ári hverju. Þá hefur RALA einnig gert samanburðartilraunir með mis- munandi grasstofna, áburðargjöf og friðun uppgræðslunnar. Framkvæmdum við heiðavegi er nú að mestu lokið. Nú þegar hafa verið endurbyggðir eða lagfærðir um 167 km langir vegir. Brýr hafa verið byggðar á Mælifellsá, Ströngu- kvísl og Hrafnabjargarkvísl. Samtals 63 km langar girðingar hafa verið reistar eða lagfærðar. Gera verður ráð fyrir að annað eins sé óunnið. Þá er ónefnd bygging eins gangnamannaskála og tveggja hest- húsa. Fiskurinn undir smásjánni Veiðimenn nyrðra hafa haft áhyggjur af áhrifum virkjunarfram- kvæmdanna á veiði í Blöndu og Svartá. Landsvirkjun gerði á sínum tíma samning við Veiðifélag Blöndu og Svartár sem kveður á um að veiðiréttareigendum verði tryggt að þeir verði ekki fyrir tjóni á mcðan á virkjunarframkvæmdunum stendur. Einnig er Veiðimálastofnun gert, samkvæmt þessum samningi, að sjá um ýmsar rannsóknir á vatnasvæð- inu til þess að meta hvort eða hversu mikið varanlegt tjón verði á veiði vegna virkjunarinnar. Það sem menn hafa m.a. beint sjónum að í þessu, er stofnstærð göngufiska, aldurssamsetning, dreif- ing veiðinnar og styrkleiki einstakra árganga seiða. Þá hefur stór hluti vatnakerfisins verið skoðaður með tilliti til uppvaxtarskilyrða fyrir seiði. Einnig skal þess getið að fiskiræktar- tilraunir hafa verið í samvinnu við Veiðifélag Blöndu og Svartár. óþh Klæðning gegn alkalí „Aðalkosturinn við þessa klæðn- ingu, umfram plötuklæðningu er að hún er samskeytalaus og hægt er að klæða nær hvaða byggingu sem er án tillits til aldurs eða lögunar og án þess að breyta upphaflegu útliti hússins," sagði Þorkell Guðmunds- son hjá Veggprýði í samtali við Tímann, en Veggprýði hf. er um- boðs- og þjónustuaðili fyrir vestur- þýska fyrirtækið Sto AG, sem fram- leiðir margvísleg efni til viðgerða, verndunar og fegrunar á húsum, gamalla og nýrra, inni sem úti undir vörumerkinu Sto. Efnið sem er fljótandi, er dregið á með hefðbundnum múráhöldum og má fá það í um 300 mismunandi litum, en að auki erhægt að veljaum marga grófleika og einnig mismun- andi mynstur. Þetta leiðir til þess að hægt er að halda upprunalegu útliti hússins, þannig að ekki þarf að leita til byggingarfulltrúa eða annarra til að fá samþykki fyrir að klæða hús að utan með efninu. Klæðningarefnið samanstendur af polymer- og akrílcfnum, en þau eru sérstaklega hentug í baráttunni við frost- og alkalískemmdir, sem finna má í mjög mörgum húsum á íslandi. Klæðningin er í mörgum lögum. Ef veggur er einangraður þá er yfirleitt tregbrennandi einangrunarplast eða steinull límd á múrhúð eða tréklæðn- inguna, en annars er klæðningin sett beint á vel háþrýstiþveginn vegginn. Fyrsta lag klæðningarinnar er úr sérstöku styrktarlagi sem saman- stendur af sérstöku fylliefni og þétt- riðnu glertrefjaneti. Fylliefnið er borið á flötinn, netið lagt í ogsléttað yfir. Um tvenns konar styrktarnet er að ræða allt eftir því hvaða kröfur eru gerðar um styrk. Þar utaná kemur sérstakur grunnur og að lok- um hlífðarkápan, veðurþolin og lit- ekta og gefur klæðningunni endan- legt útlit. Efnið í kápuna kemur sem þykkfljótandi hræra og er annað hvort sprautað á vegginn eða borin á með hefðbundnum múráhöldum. Aðspurður sagði Þorkell að ekki væri nauðsynlegt í öllum tilfellum að. einangra áður en styrktarklæðningin væri sett á húsin. Hins vegar hefur það marga kosti. Fyrir utan betra einangrunargildi sem þýddi lægri hitunarkostnað, þá mynduðust eng- ar kuldabrýr, svo minni líkur yrðu á spennusprungum. Þá héldist veggur- inn heitur og þurr, þannig að alkalí og frostskemmdir yrðu úr sögunni auk þess sem styrkur steypunnar nýtist að fullu. Því mætti spara steypu og járn ef gert væri ráð fyrir utanáliggjandi einangrun og Sto klæðningu strax í hönnun húsa. Þorkell sagði að nú þegar hefðu tíu múrarar farið utan til Þýskalands til að læra meðferð Sto efnanna og að einnig hefðu menn frá verksmiðj- unum komið hingað til lands til að kenna múrurum að klæða hús með klæðningunni. Sagði hann að Vegg- prýði hefði mikinn áhuga á að kom- ast í samband við múrara viðs vegar um landið sem hefðu áhuga á að kynna sér meðferð efnanna. Fjölmörg hús hafa verið klædd Innfellda myndin sýnir hvernig húsið að Skólagerði 53 til 55 leit út áður en Sto veggklæðning var sett á húsið. Veggir voru mjög illa farnir af al- kalískemmdum. Stóra myndin sýnir húsið eftir að það hafði verið klætt. (Tímamynd Gunnar) með Sto klæðningu og hefur reynsl- an lofað góðu. -ABÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.