Tíminn - 02.06.1988, Page 9

Tíminn - 02.06.1988, Page 9
Fimmtudagur 2. júní 1988 Tíminn 9 Það kann að koma sum- um á óvart að komast að raun um að Salvador Dali er enn lífs og nýorðinn 84 ára. Afmælisdeginum sín- um eyddi hann á sama hátt og hann hefur eytt öllum dögum undanfarin fjögur árin, liggjandi út af í íbúð sinni og tekur næringu með slöngu gegnum nefið. íbúð- in er sambyggð safninu í Figueras á Spáni þar sem málverkin hans eru geymd. Þrjóska Dalis við að halda í sér lífinu, þrátt fyrir að allt mæli gegn því, er í samræmi við þá trúarsetn- ingu hans að „snillingar deyja ekki“ og er bara viðeigandi vottur um óbifanlega trú hans á eigin ódauðleika. Dali hefur ákveðið að snúa á dauðann með því að tileinka líkama sinn djúpfrystingartækn- inni þangað til sá tími rennur upp að hann verði aftur lífgaður við en það verður ekki fyrr en læknavís- indin eru orðin fær um að vinna bug á þeim líkamlegu kvillum sem hann verður nú að búa við. Það er líka til í dæminu að þegar þar að kemur verði verk Dalis jafnvel minna virði en þau eru núna, í kjölfarið á þeim þúsundum falsaðra málverka, steinprents og eftirprenlana sem hefur flætt yfir listaverkamarkaðinn á nýliðnum árum. Þar með hefur hann látið sannast stafaruglsmyndina sem erkióvinur hans í súrreaiistaheim- inum André Breton bjó til úr nafni hans, „avida dollars“, sem merkir gráðugur í dollara. Óspar á eigin áritanir Það sem varð Dali að falli á listaverkamarkaði var hvað hann var lítið vandlátur á hvar hann setti áritun sína, sem varð smám saman til þess að lækka verk hans í verði. Það hefur jafnvel sést til hans þegar hann skrifaði nafn sitt á hverja einustu örk í stórum bunka af hvítum auðum blöðum, sem mjög trúlega hefur staðið til að prenta falsaðar Dali-myndir á. Þegar þetta gerðist var Dali enn það heill heilsu að hann gat leyft sér að ferðast frá heimili sínu til stórborgarinnar Barcelona til að njóta einhverra lífsins lystisemda. Þá var íbúð höfð stöðugt til taks fyrir hann á Ritzhótelinu þannig að hann ætti þar alltaf samastað vísan. í stórborginni leyfði Dali sér þann munað að minna alla á, að þó að deila megi um myndirnar hans var áreiðanlega hans mesta listaverk hann sjálfur. Listaverkið Salvador Dali Þá fór stór hluti af tíma hans í að skríða inn í og út úr heljarstórum svörtum Cadillac-bíl og taka sér gönguferðir eftir götum Barcelona, Salvador Dali er 84 ára og bíður dauðans, sem hann ætlar að snúa á með nýrri djúpfrystingartækni. Hann neitar að borða og heimtar að fá næringu um slöngu gegnum nefið. Furðufuglinn Salvador Dali dregur enn lífsandann - nokkurn veginn þar sem hann tók náðarsamlegast á móti heillahrópum mannfjöldans sem hvarvetna hópaðist að honum og kallaði „maestro". Heillahróp- unum mætti meistarinn með því að veifa til fjöldans. Síðan settist hann einhvers staðar að snæðingi og lagði sér til munns eina máltíðina af annarri, skammtarnir voru risa- stórir og reikningarnir eftir því. Gala, kona Dalis, hafði bannað honum að bera nokkurn tíma á sér eitthvert fé, vegna þess hvað hann var eyðslusamur. En þessi varúðar- ráðstöfun dugði ekki til. Verslana- eigendur hlóðu á hann bókum og góðum gripum, þakklátir fyrir við- skiptin sem hann dró að búðum þeirra. Og risavaxinn veitingahúsa- reikningur var borgaður með enn einni árituninni og teikningu. Gagnleg áminning um að að þeir sem helst hafa efni á því að borga fyrir hluti fá þá einatt ókeypis. Hirðin umhverfis Dali Dali hafði yndi af því að vera umkringdur hópi fólks, nokkurs konar hirð, sem veitti honum skemmtun og jók á hugmyndaflug hans. Það voru trúðar, skemmti- kraftar úr næturklúbbum, skrítnar furðuverur úr sirkus og kona sem gekk bara undir nafninu „sólkon- ungurinn" vegna þess að hún þótti svo lík Lúðvík 14. og Dali heilsaði henni alltaf með því að falla á kné og skríða aftur á bak með leikræn- um tilburðum þegar hún steig inn í hótelherbergið hans. Lýsing á veislu sem haldin var í hótelíbúð Dalis og skipulögð af vini hans sem á fyrirsætufyrirtæki mun vera nokkuð dæmigerð um mannfagnað haldinn í hans nafni. Fyrirsætueigandinn sá til þess að 30 af fallegustu stúlkunum í þjón- ustu hans væru viðstaddar, málar- anum til dýrðar. Dali stikaði um herbergið líkastur þrælaeiganda á markaði, og rannsakaði gaumgæfi- lega þann varning sem á boðstólum var á meðan viðstaddir urðu æ verr á sig komnir vegna kampavíns- þambs. Þegar leið að lokum fagnaðarins stóð hann við dyrnar og kvaddi hvern einstakan jafnframt því að hann valdi úr þá sem höfðu vakið sérstakan áhuga hans, með sama hugarfari og spilamaður sem hefur rangt við gefur sjálfum sér vinn- ingsspilin. Þeir sem fundu náð fyrir augum meistarans fengu boð um að vera um kyrrt. Það mátti nokk- urn veginn gera sér í hugarlund hvað stæði til vegna Ijósmynda sem höfðu gengið frá manni til manns um kvöldið án þess að mikið bæri á. Myndirnar höfðu verið teknar einhvern tíma í fyrri veislu hjá Dali og sýndu ungt fólk gamna sér í baðherbergi hans í leikjum sem Kaligúla hefði kannast við. Dali var sjálfur með á myndunum og sjá mátti hvernig vaxborið yfirskeggið titraði í lóðréttri stöðu vegna þess hvað honum var skemmt. Skýring málarans á þessari hegðun var snjöll. „Dali hefur alveg stórkost- lega ánægju af að horfa á fólk eðla sig,“ sagði hann hróðugur. En nú er af sem áður var En nú gefast Dali fá tækifæri til að njóta þess að horfa á fólk eðla sig. Hann heldur nú kyrru fyrir í svefnherbergi sínu, máttfarinn og beinaber, hlustar á tónlist Wagners og aðrar óperuaríur og er þjónað af fimm hjúkrunarkonum, bryta, kokki og ritara. Hann hefur neitað að borða fasta fæðu alveg síðan hann var því sem næst búinn að týna lífi í eldsvoða fyrir fjórum árum, þó að • læknar geti ekki séð neina læknis- fræðilega ástæðu til þess að hann geti ekki neytt fastrar fæðu. „Það er einmitt mjög líkt Dali að heimta að fá næringu með slöngu um nefið,“ segir nánasti vinur hans, Robert Descharnes. „Við erum undrandi á því hvað hann er ódug- legur að harka af sér. En það er einmitt honum líkt. Hann er með okkur þegar honum býður svo við að horfa en stundum hefur hann engan áhuga á því sem fram fer kringum hann.“ Dali bíður dauðans. Og djúp- frystingarinnar. Leikur í alvörunni Lelkhópurinn Þíbilja, Hlaðvarpanum: GULUR, RAUÐUR, GRÆNN OG BLÁR. Leikstjórn: Þór Túlinfus, Ása Hlín Svavarsdóttir. Lýsing: Egill Árnason. Það hefur dregist úr hömlu að setja á prent umsögn um þessa leiksýningu í kjallara Hlaðvarpans. Vonandi kemur það ekki að sök og sýningin verði í gangi eitthvað fram á sumarið. Hún er vel þess virði að leggja leið sína í Hlaðvarpann. Hér er nýsköpun á ferðinni, ungir leikar- ar taka sig saman og búa til sýningu handa sér, frá grunni. Hvernig er þá þetta verk? í fyrsta lagi er hér ekki um eiginlegt leikrit að ræða með skýrri tímaframvindu og röklegri uppbyggingu, heldur ekki súrrealískt ef menn halda það. Þarna eru á ferð fjórar konur sem vinna saman í einhvers konar verk- smiðju. Aldrei er raunar skýrt út hvað þær eru að gera enda skiptir það ekki máli. Aðalatriðið er að þær eru, eins og fleiri nútímamenn, í sálardrepandi vinnu og flýja hana með því að spinna upp í huganum sögur og ævintýr, leika saman og hver á aðra, rekja þrár sínar og drauma. Út á þetta gengur sýningin. Og leikkonurnar fjórar með aðstoð tveggja leikstjóra, ljósameistara, hljóðmanns og aðstoðarliðs, - allt þetta fólk býr til lifandi leikhús á köldu steingólfi kjallarans í Hlað- varpanum þar sem manni er hættast við innilokunarkennd og and- þrengslum af öllum leikhúsum í bænum sem ég hef komið í. Eru þau þó orðin mörg og ýmis þeirra harla frumstæð. Það er raunar galli á verkinu sem hér er fram borið að það virðist ekki hugsað heildstætt, heldur sett saman úr brotum héðan og þaðan. Þessi brot fara misvel, til dæmis kunni ég engan veginn að meta atriðið þar sem Inga Hildur Haraldsdóttir fer með brot úr Ljóðaljóðunum, - sá texti ér vandmeðfarinn. Fyrir því staldra ég við þetta að atriðið úr Ljóðaljóðum var notað í útvarps- kynningu á sýningunni, vægast sagt ekki heppilegt. Annað í sýningunni er miklu betra og Inga Hildur gerði vissulega stundum vel ekki síður en hinar. Annars er óvenju fráleitt hér að beita þeirri gömlu aðferð að gefa leikendum einkunnir. Hér er það samspilið í orðsins fyllstu merkingu sem gefur sýningunni líf og lit. Persónulýsingar eru ekki miklar í eiginlegri merkingu, kvenmyndirnar aðgreinast ekki skýrt, þótt ein sé sólgin í sælgæti og svo framvegis, önnur sérlega lygin. Þær teikna bara upp smámyndir á sviðinu og gera það vel. Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ingrid Jónsdóttir þóttu mér sér- kennilegri leiktýpur en hinar, Bryn- dís Petra Bragadóttir og Inga Hildur Haraldsdóttir. Allar eiga þær þó vissulega gilt erindi á svið og hafa reyndar sýnt það áður með ýmsu móti, líklega Ólafía Hrönn eftir- minnilegast. Hvað er leiklist? Svona spurningu má auðvitað ekki bera upp, síst af öllu ætti umsagnarmaður í dagblaði að forma hana undir fingurgómum. En - í sýningu af þessari gerð sér maður kannski leiklistina í hreinustu formi, það er að segja, listin getur verið meiri eða minni eftir atvikum, en þetta er alltént leikur. Og maður hugsar með sjálfum sér: því ekki það? Því ekki að búa til sýningar með þessum hætti, meira af slíku! Það hefur verið rekinn heilmikill áróður fyrir hugarfluginu í bók- menntum á síðustu árum. Líklega er sýning eins og þessi að einhverju leyti andsvar við því ákalli. Að öðru leyti vil ég láta í Ijós aðdáun á því hversu vel sviðið var notað í Hlaðvarpanum og átti vel heppnuð ljósabeiting sinn þátt í því og leikstjórar hafa verið útsjónar- samir í notkun rýmis. Hins vegar er ómögulegt að gera þar svo að öllum áhorfendum sé þjónað, því valda stoðirnar sem skyggja stundum á. - En sem sagt: þetta er notaleg leik- húsreynsla á þessum blíðu vorkvöld- um sem vonandi endast okkur sem lengst. Gunnar Stefánsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.