Tíminn - 05.07.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.07.1988, Blaðsíða 3
. ,Þ(:iðjudagu(. {j.ijúlí-,1988 ''Timínri* 3 Svartir júnídagar í peningaheimi Reykjavíkur: 60 milljónir króna tapast við skiptalok í Reykjavík urðu menn að horfa á eftir 60 milljónum króna án þess að fá eyri af þvi út úr gjaldþrota búum og gerðist það á fjórum dögum í júnímánuði. Skiptalok urðu í borginni á þessum þrotabúum 23 einstaklinga, eins einkafirma og 12 hlutafélaga. Urðu menn af 40 milljónum vegna gjaldþrota einstaklinganna og einkafirmans og um 20 milljónum króna vegna gjaldþrota hlutafélaganna. í tölum þessum eru ekki taldir með þeir vextir né kostnaður sem fallið hefur á kröfurnar síðan þeim var lýst í búið við upphaf gjaldþrotaskipta fyrir mörgum mánuðum og jafnvel árum. Þetta eru því 60 milljónir í nokkuð gömlum krónum. Að sögn Steinunnar Guðbjarts- dóttur, fulltrúa borgarfógeta, munu ekki hafa verið eignir í búum þessum til að koma til móts við lýstar kröfur. í flestum tilfellum voru ekki til neinar eignir þegar uppskrift eigna fór fram við upphaf gjaldþrota- skipta. Þessi skiptaiok fóru fram hjá borg- arfógeta dagana 6., 8., 13. og 16. júní s.l. Stærsti hluti þessara skipta- loka var framkvæmdur dagana 6. og 13. júní og má segja að það hafi verið svartir dagar í peningaheimi Reykjavíkur. Að sögn Steinunnar var ekki talið að undanskot eigna hafi átt sér stað áður en búin voru tekin til skiptanna. Hins vegar mun í mörgum tilfellunum hafa verið búið að taka fjárnám í öllum eignum fyrirtækjanna og einstaklinganna áður en til gjaldþrotaskipta kom. í öðrum tilfellum höfðu allar eignir verið seldar eða gefnar fyrir gjald- þrotaskipti eða þá að fyrirtæki höfðu fyrir margt löngu verið búin að leggja niður alla starfsemi. Það sem kemur hvað einkennileg- ast fyrir sjónir lesenda er að einstakl- ingar hafi átt mun hærri kröfur á sig en hlutafélög, sem þau ekki gátu staðið undir. Einkafirmað sker sig að verulegu leyti úr þessum hópi þar sem það var eignalaust og með yfir tólf milljóna króna ógreiddar kröfur sem ekki fást greiddar. Einstaklingarnir eru ekki nema 23 og námu lýstar kröfur í bú þeirra um fjörutíu milljónum króna eins og að framan segir. Er þá einkafirmað talið með þar sem kröfum er lýst á hendur einstaklingi. Sagði Steinunn að hér væri ekki um sérstaklega háar tölur að ræða þar sem þetta væri nokkuð jafnt og þétt allt árið. Sagði hún að e.t.v. ynni hún á eitthvað annan hátt en aðrir sem stýrðu gjaldþrotaskiptum. Hennar sjón- armið væru hins vegar þau að ljúka málum þar sem ljóst væri að engar eignir væru í búi og þar með að ekki væri nein von um að ná út fé til móts við lýstar kröfur. Sagðist hún í raun vera að hreinsa til á borði borgarfó- getaembættisins eftir því sem kostur væri. Hlutafélögin sem ekki áttu neinar eignir yoru Tréberg hf., Kjötbær hf., ísey hf., Júlía hf., Formplast hf., Svartfugl hf., Ræktin hf., Mynd- ver hf., Altak hf., Nýsport hf., Hámúli hf. og See og Co hf. Alls voru lýstar kröfur, sem ekki náðist í eignir fyrir, um tuttugu milljónir króna í þessi þrotabú hlutafélag- anna. KB Sól, sól skín á mig Sunnanlands sjáum við loks til sólar. Júní var kaldur, dimmur og blautur, og voru menn farnir að velta fyrir sér hvort tímatalið væri vitlaust útreiknað, það væri hrein- lega ekki sumar, heldur vetur. En tímatalið lætur ekki að sér hæða og með nýjum mánuði fór sólin að skína. Borgarbúar sýndu það í verki um helgina að þeir eru sóldýrkendur miklir og mátti sjá fáklædda kroppa í sólböðum upp við hús og inni í görðum. í gær var sama veðurblíðan og var gefið frí á nokkrum vinnustöðum vegna veðurs. Það hafa því flestir getað notið sólarinnar, jafnt verka- menn sem húsmæður. Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að hér sunnanlands mætti búast við svipuðu veðri fram eftir vikunni. „Við erum ekki með neinar hrakspár", sagði veðurfræð- ingurinn sem blaðamaður talaði við, „Þetta er hæglátt veður, og við spáum ekki miklum breytingum. En það er hætta á skýjabökkum vestan- lands og ef vindur verður vestlægur gætu þeir borist hingað", sagði hann að lokum. Mikill fjöldi var í sundlaugum borgarinnar og að sögn forráða- manna sundstaðanna var aðsókn ekki síðri í gær en um helgina. Fólk virðist nýta sér sólbaðsaðstöðu laug- anna, því eins og sjá má á myndun- um voru fæstir komnir til að synda. SH Guð, hann er að taka mynd! (Tímamynd: Pjetur) Og ég skal segja þér það, að hann lét ekki þar við sitja, heldur... (Tfmamynd: Pjetur) Sumar sýndu meira að segja á sér betri hliðamar. (Tfmamynd: Gunnar) vx ApP° Vinningstölurnar 2. júlí 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 8.220.558,- 1. vinningur var kr. 5.136.074,- Aðeins einn þátttakandi var með fimm réttar tölur. 2. vinningur var kr. 925.848,- og skiptist hann á 308 vinningshafa, kr. 3.006,- á mann. 3. vinningur var kr. 2.158.636,- og skiptist á 9.902 vinningshafa, sem fá 218 krónur hver. * Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.