Tíminn - 05.07.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.07.1988, Blaðsíða 11
Þriðjudagur,5. júlí 1988 Tíminn 11 Laxeldiskvíar í norskum firði. Mótmæli náttúrunnar lllllllllllllll FISKIRÆKT ÖU þekkjum við mótmæli, sem höfð eru í frammi af ýmsu tilefni í þjóðfélaginu. Þá sögu þarf ekki að segja nokkrum manni, svo þekkt er það fyrir- bæri mannlegra samskipta ýms- um sviðum. Oft gerist þetta þegar fólki finnst sér misboðið. En hvað um náttúruna? Þörungaplágan En náttúran, umhverfi okkar, beitir einnig þessari aðferð þegar henni er misboðið. Þess er skemmst að minnast hversu áhrifarík mót- mælin voru úti fyrir strönd Noregs og Svíþjóðar með þörungaplágunni miklu. Þetta voru býsna hávær mót- mæli náttúrunnar gegn þeim gegnd- arlausa efnaflutningi sem fellur, af mannavöldum, til sjávar og raskar lífríkinu sem þar er. Súrt regn veldur tjóni á fiski Flestir hafa heyrt talað um fisk- dauða í vötnum af völdum mengun- ar, sem komið hefur annað hvort úr næsta nágrenni eða er lengra að komin, eins og súrt regn. Súra regnið er ættað frá iðnaðarhéruðum, t.d. í Mið-Evrópu og á Bretlandseyj- um, sem valdið hafa töluverðum usla í vötnum og ám í Suður-Noregi og víðar. Fjarlægð okkar frá þessum mengunarvöldum bjargar okkur hér úti í miðju Atlantshafi, hvað þetta snertir. En nær liggja vandamál okkar, eins og í fiskstofninn í Varmá í ölfusi, sem ógnað er af mengun frá Hveragerði og varmavinnslu á þeim slóðum. Viðbrögðin við þörungaógnuninni við lífríkið í hafinu og sérstaklega við kvíaeldislaxinn við strendur Noregs, létu ekki á sér standa þar í landi. Gripið var þegar til aðgerða sem fólust m.a. í því að afla upplýs- inga um málið og gerðar voru ráð- stafanir til bjargar eldislaxinum. Þá var ákveðið þar í landi og víðar að hefja aðgerðir til að draga úr þessari hættu framvegis með því að stemma stigu við því að lífríkinu í sjónum verði misboðið með allskyns efnum frá iðnaði og öðrum atvinnurekstri. Forsætisráðherra Noregs hélt ræðu í Stórþinginu í júnímánuði og fjallaði eingöngu um þetta mál og skýrði frá þeim aðgerðum sem ríkis- stjórnin hefði gripið til og hefði á prjónunum varðandi næstu framtíð. Ljóst er að þessi vandamál verður að leysa á fjölþjóðagrundvelli. 700 kvíaeldis- stöðvar í Noregi f fyrrgreindri ræðu kom m.a. fram, að í allt væru um 700 eldis- stöðvar með matfisk í Noregi. Þar af væru 19 þeirra á svæðinu frá Aust- fold, sem er við Oslóarfjörðinn, til og með Vestur-Agðir, sem oftast er nefnt Suðurland. Tjón af völdum þörungaplágunnar er talið hafa num- ið sem svarar til 120 til 150 millj. íslenskra króna. Er það um 0,6 af hundraði útflutningsverðmætis mat- fiskaeldis í Noregi, sem er í heild talið rúml. 3 milljarðar norskra króna á þessu ári. Enda þótt þetta sé smá prósenttala af heild, er tjónið afar mikið fjárhagslega fyrir einstak- ar eldisstöðvar, sem urðu fyrir ólán- inu. Til að draga úr afleiðingum skað- ans slátruðu eldisstöðvar í Roga- landi og Hörðalandi 1986 árgangin- um og eru gæði hans talin í góðu lagi og mun fiskurinn verða seldur á sama hátt og annar fiskur úr kvíaeld- inu. Afsetning á laxi til útflutnings tryggð Forsætisráðherra Noregs minnti einnig á í ræðu sinni, að atburðirnir við Noreg hefðu vakið mikla athygli erlendis og það væri mikilvægt, að réttar upplýsingar kæmust til skila þar. Vitað væri að engin vandkvæði hefðu skapast af þessu, hvað varðaði afsetningu á eldisafurðum, og þess vegna þyrfti norskur útflutningur á þessu sviði ekki að bíða skaða af, ef menn væru á verði og kæmu í veg fyrir að rangar hugmyndir fengju framgang í viðskiptalöndunum. Þá sagði forsætisráðherra, að stjórnvöldum hefði verið gert við- vart um möguleikana á því að kvía- fiskur slyppi út og hættuna á erfða- blöndun meðal villtu fiskstofnanna í ám og vötnum. Því hefðu verið gerðar ráðstafanir til að fylgjast náið með þessu og þar sem kvíar væru hættulega nærri ánum, yrði hægt með stuttum fyrirvara að flytja burtu kvíarnar. eh. Stórfiœkkaóiv Dæmi SAMVINNUBANKIISLANDS HF

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.