Tíminn - 05.07.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.07.1988, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 5. júlí 1988 Tíminn 9 Þorkell Guðbrandsson, skrifstofumaður á Sauðárkróki: Hverjir eignast Island? Aukið frjálsræði í peningamálum Með breyttum viðhorfum stjórnmálamanna og almenn- ings hefur bæði lögum og öðrum samskiptareglum um meðferð fjármuna verið breytt þannig, að neikvæð ávöxtun fjármuna og fjárskuldbindinga er að mestu fyrir bí hérlendis. Þó er ljóst, að það fé, sem er á almennum sparisjóðsbókum og tékkareikningum, s.n. óbundið fé, er almennt á mjög neikvæðum vöxtum, þótt ávöxtun þess hafi batnað til muna frá því, sem það var lakast. Bein afleiðing af auknum möguleikum fólks til að geyma fé og fá á það raunvexti er aukin sparifjármyndun í ýmsu formi. Raunvextir og vaxtamunur í þeim löndum í okkar menning- arsamfélagi, sem hafa hvað stöðug- ast efnahagslíf, eru hæstu raun- vextir yfirleitt rétt um éða undir 4% á almennum fjármagnsmark- aði. Hvað vaxtamun viðvíkur er talið, að hann sé frá 2% til 3,5% í bönkum þessara landa. Vert er þó að geta þess, að ýmis taxtagjöld bankaþjónustu eru þar verulega hærri en hér, þótt það sé ekki algilt. Hér á landi hafa mál hinsvegar þróast þannig, að ávöxtunarkrafa banka er almennt frá 10-14% raun- vextir, auk þjónustugjalda eins og skuldbreytingarálags og lántöku- gjalda. í sumum tilfellum er ávöxt- unin einnig meiri, eða um 16-17% raunvextir. Þessa ávöxtunarkröfu uppfylla þeir með því að kaupa viðskiptavíxla og -skuldabréf á kaupgengi, þ.e.a.s. með afföllum eins og það hét í eina tíð og var þá talið lögbrot. Þar sem hæstu raun- vextir af t.d. skiptikjarareikning- um eru frá 5-7,25% er ljóst, að vaxtamunur er hér verulega meiri en í nágranna- og viðskiptalöndum okkar. í þessu sambandi er rétt að muna eftir því, að bankarnir hafa* til umráða talsvert fjármagn sem er á neikvæðum raunvöxtum eins og fyrr er getið, og eykur það að sjálfsögðu heildarvaxtamuninn. Einnig skal minnt á, að mikið af rekstrarfjárfyrirgreiðslu banka við atvinnufyrirtæki er með yfirdrátt- arlánum á hlaupareikningum, sem gefa þeim mjög háa ávöxtun, sem iðulega getur farið um eða yfir dráttarvexti, allt eftir því hvernig yfirdráttarheimild er nýtt. Ekki er að efa, að aukin gjaldþrotog eignaupp- taka íbúðarhúsnæðis almennings getur leitt til þess að sú sjálfs- eignarstefna, sem hér hefur ríkt hvað varðar fjölskylduhúsnæði, líði undir lok. Aðrir vextir og fjármagnskostnaður í viðskiptalífinu tíðkast einnig annarskonar leigugjald eftir fjár- muni, sem minna er fjallað um. Má þar m.a. nefna kröfukaup, sem eru mjög algeng, einkum á hinum s.n. „gráa markaði". Alkunna er, að á eindaga söluskatts, hinn 25. hvers mánaðar, eiga mörg verslunar- og þjónustufyrirtæki í erfiðleikum með að standa í skilum með skattinn, og fara þeir erfiðleikar vaxandi, og stafar það kannski ekki síst af aukinni lánafyrir- greiðslu á vöru og þjónustu sem m.a. tengist kreditkortaviðskipt- um. Vaxandi hluti af sölu þessara fyrirtækja er enn ógreiddur þegar söluskatturinn fellur í eindaga. Leita þessir aðilar því í vaxandi mæli til fjársterkra aðila og fyrir- tækja, sem kaupa greiðslukorta- nótur þeirra með afföllum, sem þóknun fyrir þjónustu sína, og nemur þessi þóknun oft um 10 af hundraði. Ef við förum út í að reikna þetta yfir í ársvexti, miðað við að kröfukaupin fari fram í kring um 25. hvers mánaðar, og krafan fáist greidd hjá greiðslukortafyrir- tækinu þ. 3. næsta mánaðar á eftir, þá nema þeir um eða yfir 400%, og er þá ekki tekið tillit til vaxtavöxt- unar. Önnur kröfukaup eru einnig algeng, en leiða má að því líkur, að fyrirtækin sem neyðast til að nota sér þessa „þjónustu" eigi misgott eftir greinum með að veita þessu gjaldi yfir í verðlagningu sína, og leiðir þetta því til sífellt þrengri fjárhags þeirra og að sjálf- sögðu síðar til gjaldþrots. Þarna bætist við, að til þess t.d. að endurnýja vörulager í verslun þarf í verðbólgusamfélagi sífellt hærri fjárhæðir. Að sjálfsögðu eru það fleiri greinar en verslun og þjón- usta sem geta lent í líkum fjár- mögnunarvanda, og má þá í fram- haldi af því velta fyrir sér, hverjir eignist þessi atvinnufyrirtæki og eigur þeirra þegar til gjaldþrota er komið. Þarna er samt sem áður ógetið þeirra fjárhagslegu þrenginga sem allt almennt launafólk getur lent í þegar það reynir að fjármagna frumþarfir sínar hvað varðar húsa- skjól með lánsfé utan hins opinbera húsnæðislánakerfis. Ekki er að efa, að aukin gjald- þrot og eignaupptaka íbúðarhús- næðis almennings getur leitt til þess að sú sjálfseignarstefna, sem hér hefur ríkt hvað varðar fjöl- skylduhúsnæði, líði undir lok. Vextir og skattlagning Samkvæmt núgildandi lögum eru vextir af sparifé skattfrj álsir, Ekkiferhjáþví, að það hvarfli að manni að þarna sé komin eða að myndast raunveruleg yfirstétt, eignaaðall, sem ráði eða komi til með að ráða nánast öllu um efnahagslega framvindu í þjóðfélag- inu, og hafa slíkt vald yfir mótun þjóðfélagsins að öll lagasetning og leikreglur þess miðist við hagsmuni þeirra. Stjórnmálamenn hljóta því að velta því fyrir sér í alvöru, hvort ekki þurfi að setja „þak“ á skatt- leysismörk fjármuna- tekna. alveg án tillits til fjárhæðar og annarra tekna aðila. Þung rök hníga að því að stórlega myndi draga úr sparifjármyndun almenn- ings, ef þetta skattleysi yrði afnum- ið. En það stríðir þó gegn réttlætis- vitund flestra, að slíkar ógnar fjármunatekjur og hér var drepið á að framan skuli vera skattfrjálsar með öllu. Ekki fer hjá því, að menn hugsi til þess, að oft á tíðum eru þeir sem þessum fjármunum ráða þeir sömu, og nutu neikvæðr- ar ávöxtunar fjárskuldbindinga hér fyrr á árum. Á þeim árum voru vaxtagjöld einnig skilyrðislaust frádráttarbær frá tekjum, og eykur það enn misræmið. Ekki fer hjá því, að það hvarfli að manni að þarna sé komin eða að myndast raunveruleg yfirstétt, eignaaðall, sem ráði eða komi til með að ráða nánast öllu um efna- hagslega framvindu í þjóðfélaginu, og hafi slíkt vald yfir mótun þjóð- félagsins að öll lagasetning og leik- reglur þess miðist við hagsmuni þeirra. Stjórnmálamenn hljóta því að velta því fyrir sér í alvöru, hvort ekki þurfi að setja „þak“ á skatt- leysismörk fjármunatekna. Hverjir eru að Þetta allt saman leiðir hugann að því, að þegar svo miklir fjármunir safnast svo hratt á svo fáar hendur, raskast öll hlutföll og allt bygging- arlag þjóðfélagsins, sem aldamóta- kynslóðin skilaði til okkar, þjóðfé- lagi jöfnuðar og félagslegrar sam- hjálpar og tiltölulega lítillar stétta- skiptingar og tekjumunar. At- vinnurekstur og réttur til nýtingar auðlinda lands og sjávar færist hratt í hendur fjármagnseigenda, sem alit stuðlar að enn frekara viðhaldi slíkrar valdastéttar. Fjár- magn og fjármagnsvald er í sjálfu sér óþjóðlegt og virðir engin landa- mæri eða þjóðernisviðhorf. Þess yrði þá væntanlega ekki langt að bíða, að yfirráð yfir takmörkuðum en eftirsóttum auðlindum íslands yrðu komin undir yfirráð erlendra og alþjóðlegra aðila, sem virtu lítils hagsmuni og réttarvitund 250 þúsund manna samfélags, sem dirf- ist að kalla sig þjóð. Hvort menn svo vilja að aðstæðum okkar verði breytt í þessa veru og hvort þeir hafa lengur aðstöðu og möguleika á að breyta þróuninni er svo annað mál. IBLÖÐ OG TlMARIT Illlllllllllllllllllllllllllll Varnarmál í Skírni Skírnir er eins og menn vita talinn elsta tímarit á Norðurlöndum sem enn kemur út og er 162. árgangur hans nýhafinn. Ekki verður annað séð en að Vilhjálmi Árnasyni núver- andi ritstjóra hafi tekist allvel að bylta ritinu og gera það nútímalegra í búningi en lengst hefur verið áður, en án þess þó að sprengja þann ramma heilbrigðrar íhaldssemi sem hefðir og venjur Hins íslenska bók- menntafélags hljóta óhjákvæmilega að kalla á. Helsta breytingin er sú að Skírnir kemur núna út í tveimur heftum á ári, í stað eins áður. Það er til bóta því að síðustu árin var blaðsíðufjöld- inn farinn að nálgast það að vera óþægilegur. Önnur breyting tekur hins vegar til efnisins og felst í tvennu. Annars vegar er í hverju hefti fengið skáld til að leggja ritinu til nýtt eða ný ljóð, og hins vegar eru menn fengnir til að skrifa svo nefnd Skímismál, eins konar hugleiðingar um, væntanlega, sjálfvalið e&ti. Burtséð frá þessu er efni Skímis enn hefðbundið, á annan vænginn fræði- legar greinar og á hinn ýtarlegir ritdómar um nýjar bækur. Skáld Skírnis að þessu sinni er Helgi Hálfdanarson, og birtir hann þar þýðingu sína á ljóði eftir grískt skáld, Símonídes frá Keos, frá 5. öld fyrir Krist. Skímismál eru tvenn, Hjördís Björk Hákonardóttirskrifar um gagnrýni á dómstóla og forsend- ur dóma, og Vilhjálmur Árnason skrifar um einstaklingshyggju að fornu og nýju. Hvernig sem á því stendur má segja að minna fari fyrir eiginlegum bókmenntagreinum í þessu hefti en oft áður. Bresk kona, Maureen Thomas, á þó býsna áhugaverða grein þarna um Gunnlaðar sögu Svövu Jakobsdóttur. Er þar á ferð- inni innlegg í umræðuna hér á landi um kvennabókmenntir, og sérstaða þessa innleggs er að það kemur erlendis frá og má því trúlega segja að þar séu málin skoðuð frá nokkuð öðmm sjónarhóli en við hér heima eigum að venjast. Þá skrifar Her- mann Pálsson þarna hugleiðingu um rannsóknir á rittengslum í fombók- menntum. Af öðmm greinum er að nefna að Dr. Hannes Jónsson sendiherra. Aðalsteinn Ingólfsson á þarna býsna fróðlega greinargerð um Diter Rot og bókagerð hans á íslandi árin 1957- 61. Skiljanlega snertir hún þó fremur myndlist en bókmenntir. Einnig gerir þýskur maður, Hubert Seelow, grein þarna fyrir rannsókn sinni á aðdráttum Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara til efnis í lesbók handa börnum, Eyjólfur Kjalar Emilsson skrifar um fælingarstefn- una og bandarískur fræðimaður, Jesse L. Byock, skrifar um hlutverk vinfengis á þjóðveldisöld. Þá á dr. Hannes Jónsson sendiherra rækilega grein þarna um varnarmál íslend- inga síðustu áratugi og um viðhorfin í þeim málum nú á dögum. Þessi síðast nefnda grein varð, eins og menn vita, tilefni nokkurs fjaðrafoks hér á dögunum út af því að hluti hennar birtist einnig í Morg- unblaðinu án þess að samráð væri haft við ritstjóra Skímis áður. Að því er þó að gæta að þessi grein Hannesar er um margt áhugaverð og vel fallin til að vekja umræður. Þá er hún í fræðilegum búningi og vel studd tilvitnunum, sem væntanlega réttlætir prentun hennar á þessum stað. Einnig má segja að hún sé eina efni Skírnis að þessu sinni þar sem beinlfnis er horft til framtíðar og að því leyti sé hún í andstöðu við hið fræðilega viðhorf til fortíðar sem lengstum hefur verið aðall ritsins. Það er því Ijóst að þó ekki væri nema með einni saman birtingu þessarar ritgerðar Hannesar þá er þar á ferðinni tilraun til vissrar byltingar í efnisvali Skírnis. Og á þetta raunar við ýmsar fleiri af þeim greinum sem hér voru taldar. í ritgerð Hannesar er um að ræða rækilega og fræðilega rannsókn á öryggismálum íslendinga, sem ekki þarf að velkjast í vafa um að hafi átt fullt erindi á prent. Aftur er hitt kannski dálítið meira álitamál hvað langt eigi að ganga í því að opna helsta bókmenntatímarit landsins fyrir slíku efni úr öðrum fræðigrein- um. Hér á við að umbyltingar eru vissulega af hinu góða þvf að af þeim leiða framfarir. En hætt er þó við að ýmsum myndi þykja eftirsjá að því ef Skírnir hætti að vera fyrst og fremst sú fræðilega uppspretta ís- lenskra bókmenntarannsókna sem hann hefur verið svo lengi sem elstu menn muna. Því verður að vona að í þessum efnum verði farið fram með fullri gát. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.