Tíminn - 05.07.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.07.1988, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 5. júlí 1988 Tírriihn 5 Gjaldmiðilsbreytingar hjálpa frystingunni: Styrking dollarans minnkar tap um 50% Á síðustu vikutn hefur sú þróun orðið að doilarinn hefur styrkst gagnvart íslensku krónunni. Þannig styrktist hann um 13 aura um síðustu helgi. Þetta þýðir í raun og veru að við fáum færri bandaríkjasent fyrir hverja krónu. Þessi þróun hjálpar liskvinnsl- unni mikið, enda er stór hluti físksöiu í dollurum. Þannig segir Bjarni Lúðvíksson, framkvæmdastjóri hjá SH að tap frystingar- innar hafí með þessu minnkað úr 10% í 5%. Benedikt Valsson, hagfræðíngur Þjóðhagsstofnunar tók ekki eins djúpt í árinnni. „Auðvitað er þetta tekjuaukandi eitt og sér. Það þarf hins vegar að líta líka á annarra gjaldmiðla, en þeir hafa veikst mikið, t.d. jap- anska yenið og breska sterlings- pundið. Hins végar hefur það orðið þróunin síðustu ár að dollarinn hefur minnkað vægi sitt í sölunni" sagði Benedikt, í samtali við Tímann. Hann benti á að 1985 hefðu 58% sjávarvara verið seldar fyrir doll- ara, árið eftir hefði hlutfallið verið komið í 49% og á síðasta ári hefði það verið 46%. „Auðvitað er þetta samt reiknis- kúnst, því t.d. saltfiskurinn fylgir SDR skráningu. Uppgjörið fer fram í dollurum og er miðað við samningstíma og þar til varan hefur yfirgefið höfn. En dollarinn tapaði vægi á síðasta ári. Þannig var mikið selt af freðfiski, sem er hefðbund- inn Bandaríkjaafurð, til Bretlands og Frakklands" sagði Bcnedikt. Seinheppni í yenviðskiptum Ef iitið er á freðfiskinn einan sér, þá var 78% hans seldur fyrir dollara á Jrinu 1985. Ári síðar var hlutfallið orðið 68% og á síðasta ári var 62% freðfisks seldur fyrir dollara. „Maður sér líka að hefðbundnar afurðir sem seldar hafa verið, t.d. til Japan eru nú seldar í yenunt í stað dollara eins og áöur. Hvort þeir reyni að endursemja eða hvað veit maður ekki, en vissulega er hægt að tala um seinheppni í þessu sambandi, því yenið hefur veikst aiveg gífurlega upp á síðkastið. Við erum að tala um 10% lækkun gagnvart krónunni meðan dollar- inn hefur hækkað um 3-4%. Ef ekki fást breytingar á samningun- um, þá er þetta vissulega bakslag fyrir þá sem hafa verið að skipta úr doilurum í yen“ sagði Benedikt. l’að liggur hins vegar fyrir að búið er aðselja Rússum fiskogþað er í dollurum. Líklegt má telja að mjöl og lýsi verði selt í santa gjaldmiðli og einnig má teija nokk- uð víst að framleiðendur muni færa sig unt set frá Evrópu. Framleiðendur sóðla um „Að öllu öðru óbrcyttu, þá segir það sig sjáift að framleiðendur hljóta að leita á dollarasvæöi. Ef dollarinn heldur sínu striki, þá segi ég það eðlileg viðbrögð" sagði Benedikt. Hann vildi hins vegar ekki segja til unt að hve miklu leyti þetta hjálpaði fiskvinnslunni í þeint vanda sem hún er stödd núna. „Þetta hjálpar óneitanlega þeim sem selja á Bandaríkjamarkað, en hve mikið, það er ómögulegt að segja til um" sagði Benedikt. 50% lækkun á tapi frystingar Bjarni Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, sagði alvcg Ijóst að styrking dollarans undan- farna daga og vikur hjálpaði til. „ Við erum raunar að tala um 3% liækkun fyrir fiskvinnslunna frá gengisfellingu. I’etta lagar stöð- una, en ekki nóg. Við höfum sagt að það hafi verið með uppundir 10% tap á frystingunni, en ætli það sé ekki komið niður í um 5% eftir þessa hækkun. Minna er tapið ekki" sagði Bjarni í samtali við Tímann í gær. Hann sagði að þeir væru nær uppiskroppa með flök á Evrópu- rnarkað, en ættu hins vcgar birgðir í Bandaríkjunum. Fiskur og ullarsokkar „Það er ekki svo auðvelt að keyra upp magn nema menn séu tilbúnir til að eiga birgðir. Ástand- ið er hins vegar þannig að menn velta frekar fyrir sér hvar er hægt að fá fyrst borgað, frekar en hvar langtíniagróðinn er. Menn vilja koma peningum í einhverja sem eru að glefsa í þá“,sagði Bjarni. Bjarni benti ennfrentur á að söiutíminn í Bandaríkjunum væri ekki ýkja góður núna. Nú stæðu yfir sumarfrí, hitar væru ntiklir, og „raunar er þctta cins og að vera með ullarsokka. Það talar enginn um fisksölu við þig" cins og Bjarni orðaði það. Hann sagði hins vegar að línur ntyndu skýrast seinni part ágúst- mánaðar og fyrri part septémber. -SÓL Vel heppnað fjórðungsmót Nokkrir vígreifir verðlaunahafar á Fjórðungsmótinu. (Ljósm. Kari Höskuidur Guaiaugssun) Alls 5000 manns sóttu fjórðungs- mótið á Kaldármelum um helgina sem fór mjög vel fram í alla staði, að sögn Tryggva Gunnarssonar fram- kvæmdastjóra mótsins. „Við hefðum að vísu getað verið heppnari með veðrið en það var norðangustur," sagði Tryggvi. Sjö hestamannafélög stóðu að mótinu í sameiningu. Tryggvi sagði að fjöldinn sem sótti mótið hefði farið fram úr öllum vonum, en áður en það hófst höfðu forráðarmenn þess gert sér vonir um að,í það minnsta 3000 manns myndu sækja mótið. Dagskráin á fjórðungsmótinu var fjölbreytt. Á daginn kepptu knapar og hestar, en þegar sól tók að hníga var haldið uppi kvöldvökum, dans var stiginn og ýmsir skemmtikraftar sáu um að halda uppi fjörinu. Björgunarsveitir héldu uppi gæslu á mótinu, en að sögn Tryggva mæddi ekki mikið á þeim því mótið fór mjög vel fram. Helstu úrslit á mótinu voru eftir- farandi: A-flokkur gæðinga: 1. Fengur (Snæfellingur) 8.50 Eigandi: Gunnar Jónasson Knapi: Sigurbjörn Bárðarson 2. Drottning (Dreyri) 8.29 Eigendur: Ómar Marteinsson og Dóra L. Hjaltalín Knapi: Gísli Gíslason 3. Höldur (Dreyri) 8.26 Eigandi: Bjarni Guðmundsson Knapi: Jón Árnason B-flokkur gæðinga: 1. Sörli (Faxi) 8,48 Eigandi: Þorsteinn Valdemarsson Knapi: Ragnar Hinriksson 2. Óðinn (Snæfellingur) 8.44 Eigandi: Hjörtur Sigurðsson Knapi: Guðmundur Bæringsson 3. Frami (Snæfellingur) 8.38 Eigandi: Ásbjörn K. Pálsson Knapi: Olil Amble Gæðingakeppni unglinga: 1. Ármann Ármannsson (Dreyri) 8.43 á Glampa Jóns Sigurðssonar 2. Þorkell Kristinsson (Stormur) 8.29 á Fálka sínum. 3. Bjarni Jónsson (Kinnskæ) 8.41 á Geisla Bergljótar Bjarnadóttur Gæðingakeppni barna: 1. Reynir Áðalsteinsson (Dreyri) 7.94 á A1 Hörpu Finnbogadóttur. 2. Halldór Kristjánsson (Snæfelling- ur) 8.13 á Funa sínum. 3. íris H. Grettisdóttir (Glaður) 7.95 á Grána sínum. 150 metra skeið: 1. Smári 15,5 sek. Eigandi og Knapi: Guðmundur Ólafsson 2. Lýsa 16,1 sek. Eigandi og knapi: Þorgeir Guðlaugs- son 3. Draumur 16,3 sek. Eigandi ogknapi: ErlingKristinsson 250 metra skeiö: 1. Börkur 23,8 Eigandi og knapi: Tómas Ragnars- son 2. Glaumur 24,4 sek. Eigandi og knapi: Guðlaugur Ant- onsson. 3. Snarfari 24,7 sek. Eigandi og knapi: Sigurbjörn Bárð- arson 300 metra brokk: 1. Svarri 34,9 sek. Eigandi: María Eyþórsdóttir Knapi: Marteinn Valdemarsson 2. Lukka 43,0 sek. Eigandi: Ólafur Jónsson Knapi: Jens P. Högnason 3. Glófaxi 44,6 sek. Eigandi: Högni Högnason Knapi: Lárus Hannesson 250 metra stökk: 1. Elías 18,9 sek. Eigandi:Guðni Kristinsson Knapi: Magnús Benediktsson 2. Blossi 20,0 sek. Eigandi: Pétur Kjartansson Knapi: Ólafur Björnsson 3. Andvari 20,3 sek. Eigandi: Jens P. Guðnason Knapi: Ómar Grímsson 300 metra stökk: 1. Valsi 26,5 sek. Eigandi: Guðni Kristinsson Knapi: Magnús Benediktsson 2. Kolbrún 26,8 sek. Eigandiogknapi: Sigurlaug A. Auð- unsdóttir 3. Gustur 27,4 sek. Eigandi: Gísli Einarsson Knapi: Gunnar Guðmundsson 800 metra stökk: 1. Lýsingur 62,5 Eigandi: Fjóla Runólfsdóttir Knapi: Magnús Benediktsson 2. Lótus 62,6 sek. Eigandi: Kristinn Guðnason Knapi: Jón Guðmundsson 3. Léttir 63,0 sek. Eigandi: Guðbjörg Þorvaldsdóttir Knapi: Sigurlaug A. Auðunsdóttir. IDS VEIÐIHORNIÐ' Umsjón Eggert Skúlason Glaðnar yfir Grímsá Á sunnudagskvöld voru komnir um 280 laxar úr Grímsá. Eftir mjög góða byrjun þegar áin var opnuð, gekk heldur treglega, en nú virðist ætla að verða bót á því. Sturla Guðbjarnarson í Fossatúni, sem hefur umsjón með ánni sagði í samtali við Tímann að loks virtist fiskurinn vera að dreifa sér um alla á. Að sögn Sturlu gekk óhemju mikið af fiski í ána og var hún blá af fiski neðan til, en laxinn fór sér hægt á leið upp. Þó sagðist Sturla nú sjá þess merki að fiskurinn hefði dreift sér. Þessi þróun hcfur eðlilega gert það að verkum að lítið hcfur veiðst ofan til í ánni. Þó hefur þessi tregða ekki verið alslæm, því nýir veiðistaðir hafa litið dagsins Ijós. Hefðbundnir stoppstaðir laxins hafa hreinlega ekki getað tekið við öllum fiski sem neðst var í ánni og hefur hann leitað á önnur mið. Uppistaðan í fískinum sem veiðst hefur til þessa er sntáiax. Sá stærsti vó sautján pund og var það Kristmundur Jónsson sem dró hann á maðk. Aðspurður um áframhaldandi gengi í sumar, sagðist Sturia vera mjög bjartsýnn. Eins og lesendur Veiðihornsins rekur minni til var viðtal við Runólf veiðivörð í Langá í síðustu viku. Þar tók hann stórt upp í sig og spáði BINGO veiði um hclgina. Stóru orðin reyndust rétt og á fimmtudag fór að veiðast á neðsta svæðinu. Þrjátíu fiskar á neðsta svæðinu á fimmtudag, fjörutíu á föstudag, sextán á laugardag, 29 á sunnudag og fimmtán fyrir hádegi í gær. 130 fiskar í aflahrotu er stendur enn. Samtals voru komnir um 250 fiskar úr Langá á hádegi í gær. Veiði á iniðsvæðinu var að taka við sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.