Tíminn - 05.07.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 05.07.1988, Blaðsíða 19
't.;« Þriðjudagun_5. jú|í. 1>988 , víiiininn« Jð Ponti-fjölskyldan. Hver er líkur hverjum? Fjölskyldubros Ponti-fjölskyldan brosti sínum breiðustu þegar hún kom í heim- sókn til Miami nýlega. Sophia Loren, sem er víst enn frú Ponti, hefur rekið upplýsingaherferð vegna byggingaframkvæmda á Williamseyju og tók fjölskylduna með sér,á staðinn. Stolt kynnti hún syni sína, sem eru vaxnir föður sínum langt yfir höfuð. Hann er nú 77 ára. Annars var Sophia í Bandaríkj- unum sl. vetur, að leika í nýjum sjónvarpsþáttum um heppinn píla- grím. Raunar er söguþráðurinn byggður á bók Mario Puzo um Guðföðurinn, sem eins og kunnugt er fjallar um viljasterkan innflytj- anda, sem tekst að halda fjölskyld- unni sameinaðri, þrátt fyrir vand- ræði af öllum toga. Kynningarlag þáttanna er „Caruso" sem Luciano Pavarotti syngur. í næstu kvik- mynd er talið að mótleikari Sophiu verði svo gamla kvennagullið og landi hennar, Marcello Mastroi- anni. Prinsinn poppar Nokkur hundruð manns urðu nýlega hissa á Kalla Bretaprinsi, þegar hann eftir hljómleika hjá Phil Collins stóð skyndilega upp úr sæti sínu, greip kjuðana og settist við trommurnar. Af mikilli innlifun lúbarði hann húðirnar góða stund og þeir sem vitið hafa, telja hann ekki sem verstan. Áheyrendur fögnuðu að minnsta kosti óspart. Nú geta sumir sér þess til að prinsinn hafi svona útbúnað heima hjá sér, til að fá útrás, þegar á móti blæs í einkalífinu. Hlægileg atrioi Tæpur hálftími í félagsskap Bills Cosby og fjölskyldu á laugardags- kvöldum er venjulega ósköp nota- leg stund. Hins vegar tekur fimm til sex klukkustundir að taka upp hvern þátt - með áhorfendur í sjónvarpssal allan tímann. Margir halda því fram að allra skemmtileg- ast sé þegar einhver eyðileggur atriði með því að segja einhverja vitleysu og gera eitthvað það sem ekki stendur í handritinu. Aðrir telja þó skemmtilegra, þegar rúm- atriðin með hjónakornunum eru tekin upp. Þá er raunveruleg eigin- kona Bills alltaf viðstödd og um leið og Bill og Phylicia skella sér í rúmið, byrjar frú Cosby að flissa. Yfirleitt endar þetta með að Bill og Phylicia fara líka að hlæja og þá þarf að taka allt upp á nýtt. „Frá þvf ég var lítil stelpa hefur mig dreymt um að verða ballett- dansmær,“ hrópaði leikkonan Phyllis Diller hrifin, þegar hún kom inn í æt'ngasalinn, þar sem henni var boðið að æfa sig og læra ballettdans í einn dag. Phyllis hafði sagt í blaðaviðtali að draumur sinn hefði verið að læra ballett, og því var það að blaðið Enquirer bauð henni að prófa það að æfa ballett í æfingasal hjá kennara og í viðeigandi búning. Phyllis Diller er nýlega orðin 70 ára, en hún er hress og lipur, svo hún sló til. Hún mætti í skærbleik- um dansbúningi með höfuðskraut og í bleikum baliettskóm og full áhuga. „Nú er draumur minn að rætast," sagði hún hrifin. Phyllis sagðist alltaf hafa hugsað sér að læra ballett, en hún var í píanónámi sem unglingur svo dans- inn sat á hakanum, en áhuginn er enn til staðar. Henni féll þó allur ketill í eld, þegar inn í salinn komu fjórar þvengmjóar og fisléttar dansmeyj- ar sem áttu að æfa með í þessum tíma. Danskennarinn var dansahöfund- urinn Peri Rogovin, og kennarinn byrjaði strax að leiðbeina Phyllis. Leikkonan var ekkert blávatn og hún reyndi hvað hún gat til að standa á tánum, hringsnúast og stökkva létt, - en tókst misjafn- lega. Kennarinn sagði þó: „Phyllis hefur haft mikla hæfileika til að stunda listdans og hefur tilfinningu fyrir hljóðfalli og hreyfingu. Hún hefði orðið góður dansari.“ Phyllis bað kennarann sinn að leiðbeina sér og kenna sér dansinn „Svanavatnið“. „Ég hugsa að ég gæti einna helst túlkað deyjandi svan,“ sagði hún og hneig í gólfið, alveg dauðþreytt en ánægð.“ Nú fékk hún tækifærið, - rúmlega sjötug að aldri. Danskennarinn viU fá leikkonuna til að ! gera æfingar við slána, - en Phyllis er öll í því að leika deyjandi svan- inn Sophia Loren í Pílagrímnum. iliillllllllllllllllllllll!1 SPEGIII JÍilllllllHlllis:. J;ailHHIIIHHH!r =iillHI!!lllllllll!;l! ■æBI!IIIIIIII;IIIIII!:í:; -ll!!llllllllllllllliii': "'iilllllliiliilllllliiila:::. ,::lil!|lllllllliilllilll:.. ^ililllllilllll;;: :Nl!l|lllllll;;iii;... .. ''IIIIIHIIIIIIIIilllll!1:. J'HIIIIIII Ballett-dansmær í einn dag...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.