Tíminn - 05.07.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.07.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 5. júlí 1988 Vantar þig vinnuþjark Þessi lyftari er til sölu á góðu verði. Ástand er gott, með nýuppgerðri BENZ DIESEL 314 vél. Veltihaus með hliðarfærslu getur fylgt. Upplýsingar í síma 91-52529. BILALEIGA með útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar =POWERPART= Fáðu þér sæti. Dráttarvélasæti Hagstætt verð BUNABARDCILO >9 BAMBANOBIM9 ARMULA3 REYKJAVtK S/MI 3*000 Dráttarvélar Sannarlega i peninganna virði., VELAR OG ÞJONUSTA HF. - Velaborg JARNHALSI 2 - SÍMI 83266-686655 Vorhappdrætti Framsóknarflokksins Dregið var í vorhappdrætti Framsóknarflokksins 6. júní s.l. Vinningsnúmerin eru sem hér segir: 1. Lada Sport 4x4 nr. 10234. 2. Lada Samara 1500 30190. 3. Lada Samara 1500 14637. 4. Lada Samara 1300 26238. 5. Lada Samara 1300 33660. 6. Lada Samara 1300 14986. Vinninga skal vitja innan árs frá útdráttardegi. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu flokksins að Nóatúni 21, Fteykjavík, á milli kl. 8.00 og 16.00 eða í síma 91-24480. Framsóknarflokkurinn MINNING Sigurður Sigurðsson bóndi, Skammadal Hinn 24. maí sl. lézt í Landspítalanum SigurðurSigurðsson, bóndi í Skammadal í Mýrdal. Hafði hann átt við langvarandi veikindi að stríða um mörg ár og af þeim sökum oft orðið að dveljast á Vífilsstöð- um um lengri eða skemmri tíma. Útför hans var gerð frá Víkurkirkju 4. júní. Því miður átti ég þess ekki kost að fylgja þessum milda öðlingsmanni síðasta spölinn, og því er það að ég set þessi síðbúnu kveðjuorð saman, þegar leiðir skilur. Sigurður í Skammadal var enginn máJskrafsmaður, og því er ömggt, að honum er enginn greiði ger með löngum ræðum að honum gengnum. Engu að síður var hann svo gegn samferðarmaður og elskulegur í viðkynningu, að allir þeir, sem honum kynntust, hljóta að minnast hans með virðingu og [xikk. Enda þótt Sigurður ynni ævistarf sitt í Mýrdal um rúma hálfa öld, stóðu fætur hans austan Mýrdalssands. Hann var Meðallendingur að ætt og uppruna og faxfdur í Lágu-Kotey í Meðallandi 9. nóvember 1903. Vom foreldrar hans búandi hjón þar, Kristín Guðmundsdótt- ir og Siguður Sigurðsson, Bjuggu þau þar um langt árabil og eignuðust 14 böm. Að auki ólst þar upp hálfbróðir, sam- mæðra, Einar Sigurfinnsson, faðir dr. Sigurbjöms, fyrrverandi biskups. Fyrir og unt síðustu aldamót var langþröngt í Meðallandi og almenn fátækt, enda leitaði sandfok mjög á býli og lönd manna. Engu að síður óx þar úr grasi hið mennilegasta fólk, sem hefur mjög sett svipmót sitt á mannlíf í V.-Skaftafellssýslu, og raunar langt út yfir þá sýslu. Fara má nærri um það, að ekki hefur verið auðvelt að framfleyta stórum systkinahópi í Lágu-Kotey, en ég hef fyrir satt, að þar hafi bæði ríkt mikil eindrægni og glaðfærð. Þar sem mér em VEGAHANDBÓKIN kom síð- ast út árið 1981 og hefur verið ófáanleg í mörg ár. Nú er hún komin út aftur í nýrri og stórlega endur- skoðaðri útgáfu, sem unnið hefur verið að síðastliðin tvö ár. Bókin endurspeglar allar þær miklu breyt- ingar sem orðið hafa á vegakerfinu á síðustu árum og kemur það jafnt fram í hinum fróðlega texta sem vegakortunum sjálfum. VEGAHANDBÓKIN veitir leið- sögn á öllum vegum landsins. Hún byggir á vegnúmerakerfi Vegagerð- ar ríkisins. Á hverri síðu er tekin fyrir ákveðinn vegarhluti. Á öðrum helming síðunnar er uppdráttur af viðkomandi vegi og nánasta um- ekki svo kunn uppvaxtarár Sigurðar í Skammadal, vil ég einungjs stikla á þeim atriðum í ævi hans sem ég þekki til. í upphafi þessarar aldar og lengi fram eftir öldinni var það almennur siður ungra manna í V.-Skaftafellssýslu og vissulega miklu víðar að halda í útver að vetri til hér suður með sjó og eins til Vestmannaeyja. Á þann hátt öfluðu ungir bændasynir sér nokkurs skotsilfurs og eins sjófangs, sem þeir fluttu svo heim með sér að vori til. Sigurður í Skamma- dal var einn í þessum hópi. Stundaði hann í mörg ár sjó bæði í Vestmannaeyj- um og Keflavík. En svo festi hann ráð sitt árið 1935 og gekk að eiga frasndkonu mína, Vilborgu Ámadóttur frá Efri-Ey í Meðallandi. Var mikið jafnræði með hverfi, en á hinum helming síðunnar er saga og sérkenni staðanna rakin í stuttum og hnitmiðuðum texta. Uppbygging VEGAHANDBÓK- ARINNAR er með þeim hætti að hægt er að ferðast eftir henni í báðar áttir, en ekki bara í aðra áttina eins og títt er í leiðarlýsingum. Höfundur texta VEGAHAND- BÓKARINNAR er Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Aðalrit- stjóri er Örlygur Hálfdanarson. Rit- stjóri og skipuleggjandi korta er Jakob Hálfdanarson tæknifræðing- ur, en teiknun korta annaðist Narfi Þorsteinsson tæknifræðingur. VEGAHANDBÓKIN er sett og prentuð í Prentstofu G. Benedikts- sonar en bundin hjá Arnarfelli hf. þeim hjónum og hjónaband þeirra far- sælt alla tíð. Á þessum árum voru erfiðleikar miklir í íslenzku þjóðlífi, og afleiðingar heims- kreppunnar miklu frá um 1930 höfðu sett mark sitt á íslenzkt atvinnulíf jafnt til sjávar og sveitar. Vom þetta vissulega engir glæsitímar fyrir ungt fólk að hefja búskap í sveit. Ekki bætti það svo úr skák, að erfitt var um jarðnæði í Meðallandi. Þetta mun hafa valdið því, að hin ungu hjón yfirgáfu þá mold, sem ættir þeirra höfðu nærzt af um aldir, og settust að út í Mýrdal. Þijátíu árum áður höfðu afi og amma okkar Vilborgar haldið í sömu átt og setzt að á Kaldrana- nesi, svo að þetta var svo sem engin nýlunda í ætt okkar. Um þetta leyti var laus til ábúðar annar hluti jarðarinnar Skammudalur. Settust þau að í austur- bænum og gerðust leiguliðar um nokkur ár. Frá þessum tíma hefur samband mitt og fjölskyldu minnar verið órofið við þau mætu hjón og heimili þeirra. Vilborg og Sigurður hófust þegar handa um að koma sér sem bezt fyrir í Skammadal og bæta jörðina. Varð öllum ljóst, að hér hafði mýrdælskri bændastétt bætzt góðir liðsmenn. Fáum árum síðar eignuðust þau svo meiri hluta þess jarðarhluta, sem þau sátu, og ekki minnkuðu umsvif þeirra við það. Síðan festu þau svo kaup á Skammadal II og settust þá að í vesturbænum, sem svo var nefndur. Hafa þau síðan búið ein á allri jörðinni og bætt hana svo, að hún er nú með beztu jörðum í Mýrdal. Ekki hafa þau staðið ein í búskap sínum, því að um mörg ár hafa búið með þeim synir þeirra tveir, Ámi og Guðgeir. Eins hefur dóttir þeirra, Kristín Sunnefa, sem býr í Vík, hlaupið undir bagga, þegar hún hefur getað komið því við. Hér hefur því samhent fjölskylda unnið hörðum hönd- um og af mikilli hagsýni að því að gera Skammadalinn að vildisjörð. Sigurði bónda var það vel ljóst, að hagur heimilisins yrði bezt tryggður með góðum bústofni. Kom hann sér því upp góðu og þrifalegu kúa- og fjárbúi, enda var þetta fyrir allt tal um kvóta og alls kyns takmarkanir. Um leið sá hann í hendi sér, að hann yrði að byggja vel og vandlega yfir skepnur sínar og það áður en hann hugsaði til sín og fjölskyldu sinnar í þeim efhum. Létu þau Vilborg sér því nægja gamla vesturbæinn, en þó með maigvíslegum endurbótum, þar til fyrir fáum árum, að þau fluttust í nýtt og vandað íbúðarhús. Þá var það ekki í anda Sigurðar að látav vélar og áhöld liggja úti og ryðga, heldur reisti hann og synir hans yfir þau hús skemmur, þar sem einnig mátti dytta að þeim og lagfæra fyrir næsta sumar. Alls þessa sér stað í myndarlegum byggingum, þegar ferið er hjá garði í Skammadal, en þjóðvegurinn liggur einmitt um land jarðarinnar. Ég man mjög vel, þegar Vilborg og Sigurður settust að í Skammadal fyrir hálfri öld, enda tókst strax mikið og gott vinfengi með þeim og móðurfólki mínu á Giljum. Á þeim árum sat einnig föðurfólk mitt á Kaldrananesi. Hér vom því bæði vinir og skyldmenni á næsta leiti, þegar komið var í Mýrdalinn. Alltaf var tilhlökkunarefni að hitta þetta góða fólk og dveljast með því hluta úr hverju sumri. Enda þótt margt af því sé horfö yfir móðuna miklu og minningamar einar eftir, hefur Skammidalur enn hald- izt sem áningastaður, þegar ég og fjöl- skylda mfn hefur átt leið um Mýrdalinn, hvort sem verið er á austur- eða útleið. Vissulega er nú skarð fyrir skildi þegar húsbóndinn er horfinn úr hópnum, og það vandfyllt. Hins vegar var heilsu Sigurðar þannig farið hin síðari árin, að hvíldin hlaut að verða honum kærkomin, ekki sízt þegar hann fann, að hann, jafit vinnusamur og hann var, gat ekki lengur verið þátttakandi í búskapnum með konu sinni og sonum. Þessi fátæklegu orð eru sett hér á blað til þess að þakka hinum látna samferða- manni órofa tryggð og vináttu við mig og mitt fólk um leið til þess að votta Vilborgu og bömum hennar dýpstu samúð okkar við frafall hans. Minning um góðan dreng og vammlausan lifir í hugum okkar allra, sem hann þekktu. Jón Aðalsteinn Jónsson Vegakort er á hverrl slðu og tll hliðar vlð þau er sagan rakln og sérkennum lýst. VEGAHANDBÓKIN í nýrri og endurskoðaðri útgáfu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.