Tíminn - 05.07.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.07.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn! Títninn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- „Vinstri lummur“ Ungir menn vilja láta hlutina gerast hratt og ungir framsóknarmenn eru engin undantekning í því efni. Miðstjórn Sambands ungra framsóknar- manna hefur skorað á ríkisstjórnina að segja af sér og telja að kosningar séu illskrárri kostur en sú „eyðimerkurganga“ sem nú sé að hefjast. Þetta eru hörð orð um ríkisstjórn sem er ekki nema tæplega ársgömul og því varla fullreynt enn hver árangur af starfi hennar verður. Framsóknar- flokkurinn gekk til núverandi stjórnarsamstarfs í þeirri trú að hægt reyndist að halda verðbólgu niðri og skapa atvinnuvegunum traustan starfsgrund- völl. f»ví miður hefur hvorugt tekist sem skyldi enn sem komið er. Hins vegar ber á það að líta, að á þeim skamma tíma, sem ríkisstjórnin hefur setið hafa ytri aðstæður verið erfiðar, einkum verðfall á helstu útflutningsafurðum okkar, en á sama tíma hefur dunið yfir stóraukinn tilkostnaður heimafyr- ir, bæði vegna vaxandi fjármagnskostnaðar og launahækkana. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar skildi við gott bú, bæði hvað ástand atvinnuvega snerti, verðbólgu og fjármagnskostnað. Svo er að sjá að fjármagnsöflin í landinu hafi litið svo á við myndun þessarar ríkisstjórnar að nú væri þeim allt frjálst. Niðurstöður hafa ekki látið á sér standa. í ljós er komið að eitt helsta frjálshyggjufyrirtæki landsins, fjármögnunarstofnunin Glitnir er að tveimur þriðju í eigu útlendinga. Ókannað er hvað af innlendum fyrirtækjum er í raun komið í eigu erlendra aðila vegna óhóflegrar skuldasöfnunar. Menn hafa einfaldlega farið offari, og það er næsta erfitt að hafa hemil á slíku með stjórnaraðgerðum, einkum þegar tillögur til úrbóta eru kallaðar „vinstri lummur“, væntanlega sem andstæða hinn- ar duldu sölu í hendur útlendingum. Til viðbótar eru svo komnar tillögur iðnrekenda, sem vilja tengja krónuna við erlendan gjaldmiðil. Og verður þá mörgum spurn til hvers hafi verið barist. í stað þess að vera föðurland manna, sem leysa sín mál með skynsamlegum hætti eru uppi raddir sem vilja gera landið að föðurlandi peninganna. Ungir menn í miðstjórn SUF hafa því ýmislegt til síns máls þegar þeir tala um stjórnarslit. En miðað við þá verðbólgu sem nú er, og þann tíma sem hún fengi að æða stjórnlaust á meðan undirbúningur kosninga og síðan stjórnarmyndun gengi yfir, væri hægt að spá stjarnfræðilegum tölum. Slíkt væri þungur ábyrgðarhluti. Dæmin frá árangursríkri stjórn Steingríms Hermannssonar eru ljós. Stjórn sem setur bráðabirgðalög og lætur opinberar stofnanir komast upp með að virða ekki ákvæði þeirra, er aðeins að munda graftólin. Að nefna til „vinstri lummur“ á tíma þegar peninga- valdið er að ganga útlendingum á hönd á sínu langa frjálshyggjufylliríi, gefur ekki stórar vonir um nauðsynlegan skilning á viðfangsefnum. Ríkis- stjórnin verður að standa við fyrirheit sín og framfylgja ákvörðunum sínum af festu. Til þess nýtur hún atbeina framsóknarmanna. Þriðjudagur 5. júlí 1908 GARRI lllilll Geltandi gjallarhorn Staksteinahöfundur Morgun* blaðsins hefur undanfaríð veríð að reyna að skemmta sér á kostnað Garra. Það er honum mcir en velkomið. Endilega ætti hann að gera sem mest af því að taka upp úr Garragreinum, því að þær eru oftast drjúgt skynsamlegar skrifað- ar en pistlar hans. Steininn tók þó úr að því er þetta varðaði á fimmtu- daginn var. Þá lagði hann dálítið út af hug- leiðingu um samvinnuverslun sem hér kom á dögunum. í lokin klykkti hann út með því að segja: „Timinn er hinsvegar gjallar- hom SÍS. Þess vegna geltir hann þá stigið er á skott þess .“ Morgunblaðið hefur áður haldið því fram að Tíminn sé eins konar varðhundur samvinnuhreyfingar í landinu sem gelti þegar.stigið sé á skott hennar. Á jþað hefur veríð bent, m.a. hér í Garrapistlum, að nokkuð sé til í þessu. Tíminn er málsvarí frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju, og fer síður en svo dult með. Það innifelur að þegar íhaldsöfl halda uppi óþverralegum árásum á frjáls félagasamtök landsmanna þá bregst Tíminn til varnar. En að gjallarhorn gelti, það er nýtt orðalag í Morgunblaðinu. Ekki nema gjallarhornið í merki Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna, hafi glapið fyrir Staksteinahöfundi? Geltir það kannski? Nægir frjáls verslun? Aftur er enn ýmislegt forvitni- legt i málflutningi Staksteinahöf- undar. Hann segir þarna meðal annars: „Mergurinn málsins erþó máske sá að Garri viðurkennir að verslun- arsamkeppni tryggi meira og betra vöruúrval og lægra verð (meiri kaupmátt). Það þarf hinsvegar ekki endilega kaupfélag til þess að tryggja verslunarsamkeppni, beld- ur nægir frjáls verslun. “ Hér má hins vegar meira en draga í efa að Staksteinahöfundur hafi rétt fyrír sér. Máiið er það að víða á landinu þarf einmitt „endi- lega kaupfélag" til þess að tryggja, ekki bara samkeppni, heldur verslun. Það er fulikunnugt hverj- um sem vita viU að einkaverslanir í Reykjavík keppast ekki um það hópum saman að setja upp verslun- HriMDAUUK F • U • S arútibú á litlu stöðunum úti á landi. Þvert á móti sækja þær í fjölmennið. Þetta er út af fyrir sig fullkom- lega eðlilegt, því að einkaverslanir leita eðU málsins samkvæmt eftir hagnaði og sækja þvi þangað sem hans er helst von. Þar gildir að bisniss er bisniss og engin mannúð- arstarfsemi. Og væru kaupfélögin ekki er óneitanlega talsvert hætt við að á býsna mörgum stöðum úti á landi væri erfitt um verslunarþjónustu. Ekki síst núna á tímum síbarðnandi verslunarsamkeppni. Seinheppni Staksteinahöfundar Og ofan á þetta var Staksteina- höfundur svo einstaklega sein- heppinn að nákvæmlega sama dag og hann birti þennan pistil sinn kom verðkönnun í DV þar sem kannað var verð á innkaupakörfu í sex verslunum í Breiðholti í Reykjavík. Ef Staksteinahöfundur skyldi ekki vita það þá er Breið- holtið fjölmennt og þéttbýlt íbúða- hverfi í austurhluta borgarinnar. í þéttbýlinu þar er talsverður fjöldi verslana, meðal annars tvær sam- vinnuverslanir sem KRON rekur. Niðurstaðan í þessarí könnun DV var sú að KRON-búðin Kaup- staður í Mjódd var með lægsta verðið á þessari körfu og ■ öllum tilvikum undir meðalverði í hinum búðunum. Að því er að gæta að Kaupstaður er stærst þessara versl- ana, og því er hún væntanlega með mestan veltuhraða, sem aftur gerir henni mögulegt að beita mestrí hagræðingu og bjóða lægsta verðið. Þar hrynur því á einu bretti sú fullyrðing Staksteinahöfundar að samvinnuverslun tryggi ekki lægra vöruverð en einkaverslun. Það sem gildir í verslun í dag er hröð umsetning og sem mest hag- ræðing. Þar sem samvinnuverslun er í aðstöðu til að beita þessu á hún á nákvæmlega sama hátt og einka- verslunin að geta tryggt neytendum lægsta mögulegt verð. En svo burstin sé dregin enn frekar úr nefi Staksteinahöfundar þá má einnig benda honum á að kaupmennimir í Breiðholti, sem þarna urðu undir í verðsamkeppn- inni. era í rauninni í mjög svipaðrí aðstöðu og kaupfélagabúðir úti á landi af ámóta stærð. Það kostar sitt að halda uppi verslun fyrír takmarkaðan kaupendafjölda, og sérstaklega gildir þetta á stöðum þar sem langar leiðir eru til heild- sala og birgðahald því dýrara en ella. Þessu hlutverki sinnir sam- vinnuverslunin í langtum ríkari mæli en einkaverslunin. Það hefur sýnt sig að þar dugar marglofuð samkeppnin ekki til að tryggja öllum landsmönnum fullnægjandi verslunarþjónustu. Garri. llllllllllllllll VÍTTOGBREITT llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll „Versti óvinur lág- launamannsins“? „Það er einfaldlega svo að verstu óvinir íslenska láglaunamannsins eru þeir stóru hópar launþega sem betur eru settir. Þeir hópar koma einfaldlega í veg fyrir að þeir lægst launuðu fái sérstakar leiðréttingar á sínum kjörum“. Þetta er vitnisburður formanns Félags ísl. iðnrekenda í blaðagrein nýlega. í Ijósi þess að tekjur á íslandi voru orðnar með því hæsta sem gerist í heiminum, kaupmáttur atvinnutekna kominn 15% fram úr fyrra íslandsmeti (1982), og að laun voru komin upp í 70% allra þjóðarteknanna reynir Víglundur Þorsteinsson að finna einhverja skýringu á því af hverju ómögulega var hægt að semja um annað en gömlu gengisfellingar- og verð- bólguleiðina í kjarasamningunum síðari hluta vetrar. Víglundur telur þá eilífu saman- burðarfræði sem ráði ríkjum á launamarkaðnum eiga þarna drjúgan hlut að máli. íslendingar virðist ekki með neinu móti geta þolað að tilraun sé gerð til þess að breyta launahlutföllum í þjóðfélag- inu. „Á umræðustiginu syngur öll þjóðin sameiginlega stefið um sér- staka hækkun lægstu launa... .En strax þegar búið er að framkvæma sérstaka hækkun lægstu launa stíga hinir hærra launuðu fram og segja: Við meintum þetta ekki svona, við eigum líka að fá sambærilega hækkun“. Víglundur segir það staðreynd að hinir hærra launuðu í þjóðfélag- inu taki þátt í „láglaunasöngnum“ til þess eins að krækja sér síðan í jafn miklar eða meiri launahækk- anir en falla í hlut þeirra lægst launuðu. Maður líttu þér nær Tæpast er vafi á að Víglundur veit hvað hann syngur í þessum efnum. Enda er hann sjálfur í hópi þeirra atvinnurekenda sem höfðar til skynsemi og þjóðhollustu þegar hann skrifar undir samninga um lúsarlaun handa verksmiðjukonun- um sínum. En er sami Víglundur ekki um leið í hópi þeirra atvinnurekenda, sem einmitt láta það gott heita að hálaunaaðallinn fái í friði að klifra upp hrygginn á þeim hófsamari og nota sér herðar þeirra sem stökk- pall til að hrifsa sem stærstan hlut í eigin vasa? Og þá ekki aðeins í kjarasamningum. Eða hver er það sem semur síðan við þá prívat og persónulega um 20-40-60 eða jafn- vel allt upp í 100% yfirborganir ofan á samningsbundnu taxtana? Það skyldi þó ekki vera að þessar yfirboganir allar saman ættu stóran hlut í ólgunni og saman- burðarfræðinni á vinnumarkaðn- um? Og kannski ekki heldur svo lítinn hlut í því innflutnings- og kaupæði sem veldur vöruskipta- hallanum og þar með þeirri erlendu skuldasöfnun sem efnahagsspekin- gamir hafa hvað mestar áhyggjur af? Skammast atvinnurekendur sín ekkert þegar fréttabréf Kjararann- sóknarnefndar upplýsir að þeir hafi síðustu 3-4 árin verið svo rýmilegir að færa hæst launuðu stéttunum, t.d. iðnaðarmönnum og skriffinn- um, 50-55% kaupmáttaraukningu á sama tíma og þeir hafa með semingi fengist til að bæta 7% við kaupmátt lægstu lúsarlaunanna á vinnumarkaðnum - sem í byrjun þessa árs var 15% undir en ekki yfir 1982-íslandsmetinu, sem Víg- lundur gat um? Við þessa útdeilingu kaupmátt- araukans hafa atvinnurekendur að vísu notið góðrar aðstoðar fjöl- margra „verkalýðsrekénda“ sem alltaf eru tilbúnir að syngja „lág- launaþulumar“ með „sínum mönnurn", hversu vel sem þeir em settir. Frétta- og blaðamenn, sjá svo um að magna upp „ALLIR ERU AÐ GERA ÞAÐ GOTT NEMA ÉG“ - kórinn, í nokktum tugum fréttatíma á dag. Og árangurinn lætur ekki á sér standa. Tæpast finnst sú stétt sem ekki er búin að sefja sig upp í þeirri trú að þeir hafi það skítt - eða a.m.k. miklu verra en flestir aðrir. Ekki má svo gleyma stjónmála- mönnunum, sem kyrja viðlagið. Enda löngu upplýst, ekki síst af sósíalistum og jafnaðarmönnum úr þeirra hópi, að þingmenn hafa það ekki síður skítt en aðrir og ættu að vitanlega að teljast í hópi láglauna- stéttanna. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.